Feykir - 01.04.2020, Side 2
Þó allt liggi í láginni þessa dagana og samkomubann rétt
hálfnað reynir fólk að gera sér lífið léttbærara með ýmsum
hætti. Þannig höfum við m.a. orðið vitni að framlagi hinna
ýmsu listamanna á flestum miðlum, upplestur, söngur,
leikur og uppskriftir að hvers
kyns afþreyingu með börnunum
og e.t.v. margt fleira sem ég man
ekki eftir að nefna. Það verður
gaman að sjá hvernig umræðan
verður við næstu úthlutun lista-
mannalauna, hvort einhverjum
hugkvæmist að leita eftir því
hvort viðkomandi hafi gert
eitthvað fyrir almenning í sam-
komubanninu. Sama er mér þar
sem ég er hlynntur listamanna-
launum almennt. Reyndar má
alveg eins búast við því að
bannið verði fólki löngu gleymt eftir nokkra mánuði og allt
komið á annan endann í venjulegu nútíma neyslufylleríi,
sem við þekkjum fullvel. Eða kannski ekki.
Þær dapurlegu aðstæður sem við upplifum nú hafa komið
ýmsu góðu til leiðar og hefur náð að hægja örlítið á fólki,
komið því til að líta lífið öðrum augum, virða náungann á
annan og vonandi betri hátt og ekki síður að enduruppgötva
hið raunverulega ríkidæmi, sem er hverjum og einum
mikilvægt, þ.e. fjölskyldu og vini. Hver hefur ekki séð færslu
á Facebook þar sem fjölskyldumeðlimir eru að gera eitthvað
saman, úti að leika eða ganga, á bangsaveiðum, baka og
jafnvel föndra, gott ef ekki einhverjir hafi uppgötvað að það
er hægt að leggja kapal með pappaspilum. Fólk setur þetta
fram eins og það hafi aldrei áður verið með sínum nánustu
nema þá helst í sófanum fyrir framan sjónvarpið þar sem
afþreyingunni er úðað út um skjáinn.
En einhverjum kann að leiðast og það er líka allt í lagi. Ég
heyrði einhvern tímann að börn hefðu gott af því að láta sér
leiðast. Það á við fullorðna líka. Það er allt í lagi svo framarlega
að maður geri eitthvað í því. Þeim sem leiðist ætti þá að taka
sig til og skapa eitthvað skemmtilegt, fara út að ganga, fara á
bangsaveiðar, gefa sig að börnunum, baka eða framkvæma
eitthvað sem ekki hefur gefist tími til.
Mér finnst það magnað að það þurfi banvæna veiru til að
opna augu fólks fyrir þessum hlutum, sem í raun ættu að vera
sjálfsagðir. En svo lengi lærir sem lifir og gamla máltækið á
vel við á þessum tíma; Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Og svona rétt í lokin. Nú heyrist slagorð sem á að minna
okkur á að fara varlega: „Ég hlýði Víði“. Allt í lagi, en ég spyr
á móti: „Hver fór á skíði með Víði?“
Páll Friðriksson,
ritstjóri
LEIÐARI
Neyðin kennir naktri …
Grásleppuveiðin fer vel af stað á Skagafirði
en fimm grásleppubátar lönduðu á Sauðár-
króki og á Hofsósi í síðustu viku.
Á vefnum Aflafréttir.is segir frá því að
Hafey SK hafi komið með fimm tonn að
landi úr einum róðri og hafi þurft að fara
tvær ferðir til þess að ná öllum sínum 15
trossum í land. Þá fékk Þorgrímur SK 4,3
tonn í sínum fyrsta grásleppuróðri og Steini
G kom með 5,6 tonn af grásleppu úr einum
róðri. Haft er eftir Þorvaldi Steingrímssyni á
Steina G að aldrei hafi grásleppuvertíðin
byrjað jafn vel þau tíu ár sem hann hefur
stundað grásleppuveiðar.
Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra
var 394.697 kíló, 34 tonnum var landað á
Skagaströnd, 356 á Sauðárkróki og fjórum og
hálfu á Hofsósi. /FE
Aflatölur 22.– 28. mars 2020 á Norðurlandi vestra
Grásleppuveiði á Skagafirði fer vel af stað
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 146.241
Fannar SK 11 Grásleppunet 8.430
Hafey SK 10 Grásleppunet 7.462
Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.298
Málmey SK 1 Botnvarpa 183.411
Steini G SK 14 Grásleppunet 8.282
Alls á Sauðárkróki 356.124
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Landbeitt lína 162
Blíðfari HU 52 Handfæri 2.512
Blær HU 77 Handfæri 1.559
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 4.976
Hafdís HU 85 Línutrekt 482
Loftur HU 717 Handfæri 942
Onni HU 36 Dragnót 18.294
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 5.098
Alls á Skagaströnd 34.025
HOFSÓS
Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 4.548
Alls á Hofsósi 4.548
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
COVID-19 I Samkomubann
Fyrstu smitin í Skagafirði
Þegar þessi frétt er skrifuð,
upp úr hádegi þriðjudags
31. mars, hafa verið greind
22 tilfelli af Covid-19 á Norður-
landi vestra, þar af þrjú fyrstu
smit í Skagafirði, sem greind
voru um helgina. Uppruni
þeirra smita eru utan héraðs-
ins, samkvæmt upplýsingum
frá almannavörnum á
Norðurlandi vestra. Alls eru
363 í sóttkví á svæðinu.
Smitrakningu er lokið og
hafa tengdir aðilar verið settir í
sóttkví en ekki er talin þörf á
neinum frekari aðgerðum vegna
þessara smita.
Úrvinnslusóttkví sem sett var
á í Húnaþingi vestra þann 21.
mars var felld úr gildi á miðnætti
föstudagsins 27. mars. Sam-
komubann er engu að síður í
gildi líkt og annars staðar á
landinu.
Í gær 31. mars, voru alls 1.135
staðfest smit á landinu eftir 17.904
sýnatökur, 935 voru í einangrun,
35 á sjúkrahúsi þar af 11 á gjör-
gæslu en 198 er bötnuð veikin.
Alls voru 8.879 einstaklingar í
sóttkví en 6.214 höfðu lokið
henni. Af þeim sem greinst hafa
með COVID-19 á Íslandi eru tvö
látin, eftir því sem fram kemur á
covid.is.
Ef rýnt er í tölur um fjölda
smitaðra eftir aldri má sjá að
flestir eru þeir á aldursbilinu 40-
49 ára eða 250. Næstflestir eða
206 eru 50-59 ára en fæstir á
aldrinum 90-99 ára, sex manns
og átta eru 80-89 ára. Alls eru
577 konur smitaðar samkvæmt
tölum gærdagsins og litlu færri
karlar eða 558.
Aðgerðastjórn almannavarna
á Norðurlandi vestra vill áfram
biðja almenning um að gæta að
öllum reglum sem settar eru
fram vegna þessa sjúkdóms og
gæta vel að eigin sóttvörnum. /PF
Húsafriðunarsjóður úthlutar styrkjum
Tæpar 30 milljónir á Norðurland
vestra úr húsafriðunarsjóði
Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði fyrir
árið 2020 og verða veittir að þessu sinni alls 228
styrkir að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust
272 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega
einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á
heimasíðu Minjastofnunar.
Tæpar 30 milljónir koma í hlut þrettán verk-
efna á Norðurlandi vestra, athugið að upphæðir
eru í þúsundum króna.
Friðlýstar kirkjur í Skagafirði og Austur-
Húnavatnssýslu:
Fellskirkja 1.300
Hofskirkja 5.000
Reykjakirkja 200
Silfrastaðakirkja 5.000
Holtastaðakirkja 4.300
Þingeyraklausturskirkja 500
Friðuð hús og mannvirki:
Hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga 2.500
Möllershús – Sjávarborg Hvammstanga 900
Deild Aðalgötu 10 á Sauðárkróki 1.600
Gúttó Sauðárkróki 5.000
Gilsstofa Glaumbær 1.200
Tyrfingsstaðir á Kjálka 2.000
Önnur hús og mannvirki:
Gamli spítalinn Blönduósi 300
Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk má finna á
minjastofnun.is.
Auk þessa fékk Byggðasafn Skagfirðinga 2,1
milljón úr Fornminjasjóði til uppfærslu, samræm-
ingar og frágangs á stafrænum uppmælingar-
gögnum frá árunum 2005-2019. /PF
2 13/2020
Gúttó á Sauðárkróki var byggt árið 1897 og var leikhús
bæjarins fram á þriðja áratug síðustu aldar. Nú hýsir það
myndlistarfélagið Sólon. MYND AF NETINU