Feykir - 01.04.2020, Page 3
Hafðu samband!
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
Viðskiptavinir Skagfirðingabúðar
athugið!
Vegna Covid 19 viljum við benda fólki á að hafa eftirfarandi
tilmæli að leiðarljósi þegar versla þarf inn til heimilisins:
- Aðeins einn komi frá hverju heimili til að versla.
- Vera með tilbúinn innkaupalista til að innkaupin
gangi hraðar fyrir sig.
- Ekki koma í verslunina að nauðsynjalausu s.s. með því
hugarfari að hitta mann og annan.
- Virða fjarlægðarreglur milli óskyldra aðila, þ.e.
hafa a.m.k. tvo metra í næsta mann.
- Versla meira inn í einu svo fækka megi ferðum í búðina.
- Nýta afgreiðslutíma eins og hægt er.
Skagfirðingabúð og
Almannavarnir Norðurlandi vestra
HSN SAUÐÁRKRÓKI
Breytt fyrirkomulag
á heilsugæslu
vegna COVID-19
Til að minnka líkur á smiti vinnur nú helmingur
starfsmanna heilsugæslu að heiman og helm-
ingur er á staðnum. Áhersla er lögð á að leysa
vandamál í gegnum síma eða myndsamtöl en
læknar geta bókað viðtöl ef nauðsynlegt er að
hitta viðkomandi. Allar komur þarf að bóka
fyrirfram og á það einnig við um blóðprufur.
Símtöl er hægt að bóka á heilsuvera.is
eða með því að hringja í síma 432 4200.
Til að fá samband við vaktþjónustu
er hringt í síma 432 4200 frá kl. 8-16
en eftir kl. 16 í síma 1700.
Í bráðatilfellum skal alltaf hringja í 112.
Sameining sveitarfélaga
Undirbúningur dregst
Undirbúningsvinna fyrir
sameiningu sveitarfélaga víða
um land, þar á meðal í Austur-
Húnavatnssýslu, dregst á
langinn vegna kórónuveiru-
faraldursins sem nú geisar.
Í Morgunblaðinu sl. mánu-
dag var rætt við Róbert Ragn-
arsson, framkvæmdastjóra RR
ráðgjafar sem fer með verk-
efnastjórn í sameiningarvið-
ræðum sveitarfélaga á fjórum
stöðum á landinu; á Suðurlandi,
á Austurlandi, í Þingeyjarsýslu
og í Austur-Húnavatnssýslu.
Róbert segir að vinnan haldi
áfram en það hægi á henni og
afgreiðslur frestist enda þurfi
sveitarfélögin á öllu sínu fólki
að halda núna og hafi lítið
svigrúm í önnur verkefni.
Öllum verkþáttum þar sem fólk
þarf að hittast á vinnustofum
hefur verið frestað og það leiðir
til þess að verkefnum mun
seinka. „Við höfum verið með
fjölmenna fjarfundi þar sem
upplýsingum er miðlað og átt í
samráði. Þeir fundir hafa
gengið vonum framar, en fjar-
fundaform hentar ekki nægi-
lega vel fyrir vinnustofur,“ segir
Róbert í viðtali við Morgun-
blaðið. Vinna starfshópa mun
því frestast en önnur grein-
ingarvinna heldur áfram svo og
reglulegir fjarfundir samstarfs-
nefndarinnar. /FE
Safnasjóður úthlutar
Átta verkefni á Norður-
landi vestra fá styrki
Mennta- og menningar-
málaráðherra hefur úthlutað
styrkjum úr Safnasjóði að
fenginni umsögn safnaráðs.
Úr aðalúthlutun var úthlut-
að 111 styrkjum til eins árs til
48 aðila að upphæð 139.543.000
króna. Auk þess voru veittir 13
Öndvegisstyrkir til viður-
kenndra safna að upphæð
110.400.000 til þriggja ára.
Þrjú söfn á Norðurlandi
vestra fengu styrk til átta verk-
efna, alls 9,5 milljónir króna, og
skiptast þeir þannig.
Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna kr. 3.000.000,-
Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi kr. 2.400.000,-
Byggðasafn Skagfirðinga
kr. 4.100.000,-
Sjá nánar á Feykir.is. /FE
13/2020 3
Viðskiptavinir Skagfirðingabúðar
athugið!
Ákveðið hefur verið að hafa fyrirkomulag við heimsendingar á
Sauðárkróki óbreyttar frá því sem verið hefur.
Við óskum eftir að viðskiptavinir reyni að panta fyrir eina viku í
senn til að gera okkur þetta framkvæmanlegra.
Ekki verður gjaldtaka fyrir heimsendingar
og fyrirkomulag því eins og verið hefur.
Pantanir sem berast fyrir kl. 13:00 verða afgreiddar samdægurs. Best er
að senda pöntun á netfangið pantanir@skagfirdingabud.is
eða hringja í síma 455 4545.
Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á miðju þessu ári.
Góðar kveðjur til ykkar allra.
Skagfirðingabúð og starfsfólk Skagfirðingabúðar