Feykir


Feykir - 01.04.2020, Qupperneq 8

Feykir - 01.04.2020, Qupperneq 8
Hlustum á Konfúsíus ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Konfúsíus, sá mikli heimspekingur Kínverja, var eitt sinn spurður um það hvað stjórnvöldum bæri að gera eftir að friði og velmegun hefur verið komið á í kjölfar ófriðar- eða óróatíma. Hann svaraði að bragði að mennta ætti þjóðina. Við erum í vanda stödd þessa dagana og því er spáð að erfiðleikarnir séu rétt að byrja. Hugsanlega erum við að sjá fram á svipaða kreppu og setti samfélagið á hliðina fyrir um rúmlega tíu árum síðan. Þótt það kunni að hljóma undarlega á þessari stundu, þegar við erum að ganga inn í storminn, að velta fyrir sér hvað við gerum eftir að þetta gjörningaveður er afstaðið. Ég vil að við tökum Konfúsíus á orðinu og stöndum loksins við stóru orðin um að stórefla menntun, rannsóknir og nýsköpun í landinu. Við tölum gjarnan um slíka framtíðarsýn á tyllidögum en þrýtur gjarnan þolinmæðin til að fylgja því eftir og áður en við vitum af erum við komin á kaf í eitthvað annað sem gefur betur af sér þá stundina. Niðurstaðan er því sú að við stöndum nágrannalöndum okkar töluvert að baki á þessu sviði. Hvernig væri að láta núna verða af því að standa við stóru orðin. Ein áhugaverð hlið á því að efla rannsóknir og nýsköpun er byggðasjónarmið. Við þurfum ekki annað en líta til nærumhverfisins á Norðvesturlandi til að sjá glæsileg fyrirtæki sem eru að vinna frábært starf í rannsóknum og nýsköpun. Það er nefnilega ekkert sem segir að nýsköpun sé bundin við Vatnsmýrina í Reykjavík heldur þvert á móti eru gríðarleg tækifæri fólgin í því að auka verðmætasköpun einmitt þar sem þegar er verið að vinna verðmæti. Glæsileg sprotafyrirtæki á Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði, svo nokkur góð dæmi séu tekin, eru sönnun þess. Og það er ekki bara í sjávarútvegi sem tækifæri til nýsköpunar liggja. Landbúnaður og ferðaþjónusta búa yfir miklum tækifærum á þessu sviði ef við bara gefum þeim gaum, tíma og fjármagn. Ég veit að hugsanlega höfum við ekki þá þolinmæði sem þarf í verkið, það verður víst seint talin okkar sterkasta hlið, en það væri sannarlega kaldhæðni örlaganna ef þessi blessaði vírus yrði þess valdandi að við sem þjóð myndum þroskast og temja okkur meiri langtímahugsun. - - - - - - Magnús skorar á bróður sinn, Ingvar Björnsson, bónda á Hólabaki að taka við pennanum. Magnús. AÐSEND MYND Magnús Björnsson frá Hólabaki FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS | Hugi Halldórsson | palli@feykir.is Stjórnar hlaðvarps- þættinum FantasyGandalf Króksarann Huga Halldórs- son þekkja margir sem Ofur- Huga í skemmtiþáttunum 70 mínútum sem vinsælir voru á Popptíví á árunum 2000 til 2004 en eftir skólaárin á Króknum flutti kappinn suður og býr nú í Garðabæ. Lengi vel rak hann Stórveldið og síðar Heimsveldið sem framleiddi mikið af innlendu sjónvarpsefni en nú einbeitir hann sér að sportþætti sínum á hlaðvarpi, eða podcast, sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Hann er hægt að finna undir nafninu Fantasy Gandalf. Hugi segir okkur frá því hvernig dagurinn líður frá morgni til kvölds. Starf: Þáttastjórnandi í hlað- varpsþættinum Fantasy Gandalf. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi: Sumarið 2018 ákvað ég að reyna gera sem minnst og fá sem mest fyrir það. Fannst alveg galin hugmynd að láta vinnuna slíta sundur daginn hjá mér enda margt mikilvægara en vinnan. Við hvað vannstu áður: Var sölustjóri hjá Vodafone í nokk- ur ár, þar áður í eigin rekstri í 10 ár. Hvenær hefst venjulegur vinnu- dagur hjá þér? Vakna kl. 7:30 og Hugi Halldórsson á toppi Table fjalls í Suður Afríku. AÐSEND MYND handstarta krökkum og konu á fætur. Kem þeim svo í skóla kl. 9, fer í ræktina til kl. 11, skoða tölvupósta, jafnvel sendi 2–3 pósta úr símanum, set í vél, brýt saman þvott, ryksuga og dytta að öðrum heimilisverkum. Á fimmtudögum er mesta álagið í starfinu frá kl. 9–12 þá er ég að taka upp hlaðvarpsþáttinn minn FantasyGandalf... allir að sub- skræba. Hvað færðu þér í morgunmat? Langoftast Havre Fras með léttmjólk. Stundum nenni ég að elda hafragraut af því það er ekki svo tímafrekt. Reyndar er ég ekki tímabundinn þannig að ég mætti elda grautinn oftar. Hvernig myndir þú lýsa venju- legum vinnudegi hjá þér? Lítið álag, helst ekki neitt. Mjög þægi- legt að segja mér til, ég á auðvelt með að fara eftir því sem ég segi. Hvað er gert í kaffitímum? Ég er meira og minna í kaffi allan daginn, bara spurning hvernig liggur á mér hvaða verkefni ég tek að mér í kaffinu. Stundum gott að hringja í vini mína sem eru fastir í vinnu Hvernig eyðir þú hádegishlé- inu? Ég reyni kannski að hitta einhvern upp úr kl. 11:30 þá helst í 2–3 klukkutíma áður en ég sæki börn í skóla uppúr kl. 14:30 Hvað er best við starfið? Fyrir utan að þurfa ekki að gera neitt þá er voða þægilegt að hafa allt spik og span heima. Við hjónin höfum ekki rætt heimilisstörf síðan ég tók þau yfir með valdi. Það eru svo forréttindi að sækja börnin snemma og dunda með þeim eitthvað skemmtilegt fram að kvöldmat. Ef þú þyrftir að skipta um starf hvað gætir þú hugsað þér að gera? Ég mundi vilja vera bassaleikarinn í U2. Grunar að það sé auðveldara en starfið mitt í dag. Eitthvað minnisstætt úr vinn- unni sem þú vilt deila með lesendum? Já það læddust einu sinni rauðar nærbuxur af frúnni með hvítum þvotti. Ég ákvað að vera ekkert að segja henni frá því enda eru töluverðar líkur á því að ég eigi sökina. Það hefur ennþá enginn á heimilinu minnst á að það vanti hluta af hvíta fata- safninu þeirra þannig ég slapp vel. COVID-19 I Dægrastytting í samkomubanni Bangsaveiðar í Skagafirði Fólk hefur fundið ýmislegt skemmtilegt sér til dægra- styttingar í samkomubann- inu sem nú er í gildi og hafa foreldrar verið duglegir að tileinka sér hina ýmsu afþreyingu með börnum sínum sem mörg hver eru meira heima við en venju- lega. Einn af þeim skemmti- legu leikjum sem hafa verið settir í gang eru bangsa- veiðar í Skagafirði þar sem reynt er að finna sem flesta bangsa í gluggum héraðsins. Leikurinn er geysivinsæll enda fólk duglegt að setja bangsa og önnur tuskudýr út í glugga og þeir sem eru á gangi með börnin sín hafa nóg að gera í veiðiskapnum eða rétt- ara sagt að skoða, telja eða spekúlera í litum bangsanna. Fyrirmyndin er fengin að láni úr höfuðborginni þar sem ein mamman í Laugarneshverfi kom þessum leik af stað en á Mbl.is kemur fram að upp- haflega komi hugmyndin erlendis frá. /PF Bangsi út í glugga getur skemmt mörgum í samkomubanninu sem nú ríkir á landinu. MYND: FB BANGSAVEIÐAR Í SKAGAFIRÐI 8 13/2020

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.