Feykir - 01.04.2020, Side 10
NAFN: Ágúst Kárason.
ÁRGANGUR: 1964.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Sambýliskona, fjögur börn og tvö barnabörn.
BÚSETA: Reykjavík, Meistaravellir, Vesturbær.
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Foreldrar eru Gerður Geirsdóttir (Geir
og Inga, Brekkukoti í Blönduhlíð) og Kári Steindórsson (Steindór og Fjóla
á Hólmagrund 7 Sauðárkróki). Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og
Brekkukoti Blönduhlíð.
STARF / NÁM: Jeppabílstjóri og leiðsögumaður til fjalla og jökla undanfarin
10+ ár. Grunnskólapróf og fjöldi námskeiða sem tengjast vinnu.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Stend á þessum blessuðu tímamótum. Ferðaþjónust-
an hrunin vegna Corona-vírusins svo nú liggja leiðir til allra átta og eitt-
hvað verulega spennandi mun gerast.
Gústi Kára
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
Hvernig nemandi varstu? Slarkfær,
fylgdist með en náði illa að halda
athygli, hugurinn alltaf fyrir utan skól-
ann – þetta slapp til.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingar-
deginum? Stóra gjöfin, hestur með
öllum reiðtygjum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Sjómaður og það tókst,
bæði að verða stór og fór á sjóinn mjög
ungur. Annars hefur alltaf blundað í
mér þessi þrá að ferðast um hálendið
og okkar einstöku náttúru. Það fæ
ég væntanlega frá henni ömmu
minni á Hólmagrundinni, henni Fjólu
Ágústsdóttur. Hún ferðaðist mikið og tók
okkur krakkana með.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt
þegar þú varst krakki? Bílar og veiði-
stangir.
Besti ilmurinn? Nýslegið gras í sveit-
unum.
Hvar og hvenær sástu núverandi
maka þinn fyrst? 1986. Önnur hæðin í
Þýskalandi [við Kirkjutorgið á Króknum].
Þar leigði hún og sonur hennar her-
bergi og ég var á þriðju hæðinni. Þarna
hittumst við í fyrrsta sinn, ég að koma
af sjónum (trillukall), haugdrullugur og
illa lyktandi. Hvað hún sá við þennan
202 sm slána er mér enn hulin ráðgáta.
Síðan eru liðin 34 ár.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú
fékkst bílprófið? Ég er frekar opinn
fyrir tónlist. Á þessum árum var allt
rokk, helst þungt, í spilaranum. AC/
DC, Nazaret og slíkar grúbbur og svo að
sjálfsögðu íslensk dægurlagatónlist –
það sem maður getur sungið með.
Hvernig slakarðu á? Í útilegu með
fjölskyldu og vinum, helst á fjöllum eins
langt frá öllum skarkala lífsins eins og
hægt er að komast.
Hverju missirðu helst ekki af í sjón-
varpinu? Allt sem viðkemur körfubolta.
Besta bíómyndin? James Bond 007.
Þarfnast ekki frekari útskýringa. „Allir
drepnir og leikstjórinn líka,“ sagði afi
Steindór.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar
mætur á? Nr. 42 í LA Lakers. James
Worthy. Og Jón Arnór Stefánsson sem
og Pétur Guðmundsson. Allt körfu-
boltamenn sem hafa skarað fram úr á
stóra sviði körfuboltans.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á
þínu heimili? Að henda í góða veislu
með stuttum fyrirvara gerir enginn
betur en ég á þessu heimili. Svo hef
ég geggjaða rýmisgreind svo ég þarf að
raða öllum hlutum í sérstakri röð til að
auðvelda aðgengi að þeim. Þetta getur
farið í taugarnar á mjög svo óskipulögðu
fólki, nefni engin nöfn.
Hvert er snilldarverkið þitt í eld-
húsinu? Lambakjöt og fisk finnst mér
skemmtilegast að vinna með. Ég sé
nánast alltaf um eldamennskuna þegar
einhver veisla er í gangi, enda vann ég
sem kokkur til sjós og hef gríðarlega
gaman af eldamensku.
Hættulegasta helgarnammið? G&T –
slæmt daginn eftir.
Hvernig er eggið best? Á mörkum þess
að vera hart og lint.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Þegar ég rýk upp og rífst og
skammast í fólki, þá líður manni oft illa
á eftir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Leti og skipulagsleysi.
Hver er elsta minningin sem þú átt?
Hólmagrund 7, afi Steindór og pípan.
Ég á þessa pípu í dag. Brekkukot í
Blönduhlíð, Paradís og minningar sem
aldrei gleymast.
Þú vaknar einn morgun í líkama
frægrar manneskju og þarft að dúsa
þar einn dag. Hver værirðu til í að
vera og hvað myndirðu gera? Eiríkur
Hilmisson. Fengi að vera lítill fyrir hádegi
og hann stór eftir hádegi – fengjum báðir
mikið fyrir lítið, vinn vinn fyrir báða. Svo
er hann einstakur skemmtikraftur.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða
rithöfundur? Útkalls-bækurnar eftir
Óttar Sveins, þær lýsa raunverulegum
atburðum, sjóslysum og björgunum,
atburðum til jökla og fjalla. Einstaklega
vel unnar frásagnir og oft erfitt að lesa
því þetta stendur manni nær en maður
heldur.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið?
Þetta hefst.
Hvaða þremur persónum vildirðu
bjóða í draumakvöldverð?
Siggu Kára, Sossu Kára og Herdísi Kára.
Þetta eru systur mínar og ég bara þori
ekki að nefna neina aðra.
Ef þú gætir farið til baka í tímann,
hvert færirðu? Ekkert. Ég myndi ekki
vilja breyta neinu, ég hef það eins og ég
á skilið, Gott.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Þetta hefst.
Framlenging: Er rétt að byrja seinni
hálfleik og hlakka einfaldlega til þess
að berjast fyrir framlengingu.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og
réðir hvert hún færi, þá færirðu... til
Chile Patagonia, algjör paradís veiði-
manna.
Nefndu eitthvað þrennt sem þér
finnst þú mega til að gera áður en þú
gefur upp öndina: Gera Tindastól að
Íslandsmeisturum í körfubolta. Eignast
hús á friðsælum stað í Skagafirði. Veiða
og spila golf miklu meira en ég geri í
dag.Gústi bætir á tankinn. MYND AF NETINU
10 13/2020
Ég velti fyrir mér fyrir hverja aðgerðapakkar
ríkisins eru gerðir, til að mynda varðandi
ferðaþjónustufyrirtækin. Nú hefur það komið
fram að ríkið muni halda Icelandair á floti og
heyrst hefur að Bláa lónið sé komið á ríkisjötuna.
Þetta á eflaust við um mörg fleiri fyrirtæki í ýmis
konar ferðaþjónustu og virðist engu skipta þótt
milljarðar á milljarða ofan hafi mörg undanfarin
ár verið greiddir út úr mörgum þessara fyrirtækja
í formi arðs til skráðra eigenda.
Það er allavega ljóst að
þessi stóru fyrirtæki hljóta
vernd ríkisins, nokkurs
konar skjaldborg vegna
ástandsins í þjóðfélaginu
og heiminum. Nú velti
ég því fyrir mér hvar að-
gerðirnar til bjargar litlu
ferðaþjónustufyrirtækjun-
um eru? Hér í Skagafirði
og um allt land eru lítil
og meðalstór ferðaþjón-
ustufyrirtæki, mörg þeirra eru fjölskyldufyrirtæki
sem svo bæta við sig starfsmönnum á annatímum
og þá aðallega á sumrin. Ekki fæ ég séð að til standi
að bjarga þessum fyrirtækjum með aðstoð úr
ríkissjóði, en niðurgreiðslur launa virka ekki þegar
ekki er neinn starfsmaður ráðinn vegna þess að
búið er að afpanta alla gistingu og alla afþreyingu
sumarsins og þar með ársins 2020. Eigendur þessara
fjölskyldufyrirtækja þurfa eftir sem áður að greiða
skatta og skyldur af sínu reiknaða endurgjaldi því
ekki hefur skatturinn fram til þessa gefið eftir af sínu.
Eftir stendur að innkoma ársins verður engin þrátt
fyrir að kostnaðarliðir margir hverjir standi eftir, t.d.
hiti, rafmagn, fasteignagjöld, skattar og önnur gjöld
ásamt svo því sem búið er að eyða í lagfæringar og
endurbætur fyrir komandi vertíð sumarsins, sem
ekki varð. Einhvern veginn get ég ekki séð fyrir
mér hvernig þetta útspil með 5.000 kr. gjafabréf til
almennings bjargi þessum fyrirtækjum og hlýtur
það að teljast afar ómarkviss aðgerð þegar ástandið
er þannig að enginn ferðast og skemmtir sér.
Ég viðurkenni að ég hef allnokkrar áhyggjur af
heimsfaraldri kórónuveirunnar og velti fyrir mér
hvort nóg hafi og sé að gert til að minnka áhættuna.
Ég velti líka fyrir mér hvort ástandið hér á landi verði
svo slæmt að okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólk
þurfi að velja og hafna hverjir hljóti meðferð og
verði þar með bjargað ef ekki verður til nóg af
búnaði, lyfjum, starfsfólki og aðstöðu. Úr því sem
komið er getum við líklega bara farið varlega hvert
og eitt, verið okkar eigin „almannavarnir“.
Eftir standa þessi skilaboð sem ég sendi ríkisstjórn
Íslands og þingmönnum öllum:
Þið þurfið að passa upp á litlu fjölskyldufyrirtækin
í landinu s.s. í ferðaþjónustu, landbúnaði, einyrkja
sem og öðrum greinum atvinnulífsins. Þetta eru
fyrirtækin, ásamt öðrum, sem halda uppi byggð
í landinu og þurfa að vera klár í slaginn þegar við
komumst í gegnum þetta ástand. Nú er rétti tíminn
til að standa með smáfyrirtækjunum og þar með
heimilum landsins því þar á milli verður ekki skilið.
Högni Elfar Gylfason
Korná, Skagafirði
AÐSENT | Högni Elfar Gylfason skrifar
Aðgerðapakkar
fyrir hvern...