Feykir - 06.05.2020, Blaðsíða 7
Það var þann fyrsta ágúst 1984
sem Siggi hóf störf hjá
Vélaverkstæði KS á Freyjugötu
en áður hafði hann verið hjá
Fiskiðju Sauðárkróks frá 1. apríl
1977 þar sem hann vann mest í
beinamjölsverksmiðjunni sem
lengi var starfrækt á Eyrinni.
Hjá Vélaverkstæðinu hefur
hann því unnið í 36 ár og þegar
hann er spurður við hvað hann
hefur mest starfað, segir hann
ákveðinn: „Stutta svarið er: Við
allan andskotann!“ og bætir við
að hann hafi verið í öllu því sem
unnið er á svona verkstæði. „Ég
var mikið í kringum frystihúsin.
Var í afleysingum í vélasalnum í
Fiskiðjunni í yfir 30 ár og á
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Hofsósi og Hvammstanga. Svo
var ég í samlaginu í mörg ár og
víðar. En hvað hefur maður
verið að gera? Jú, sjóða eitthvað
saman, skera eitthvað í sundur,
skrúfa sundur og saman og
smíða. En mikið í kringum
kæli- og frystidótið allan
tímann,“ segir hann. Þá segir
hann að mörg fyrstu árin sín á
Vélaverkstæðinu hafi hann
mikið verið að vinna í skip-
unum. „Kosturinn við þennan
vinnustað er sá að þetta er svo
fjölbreytt vinna. Maður getur
lent í mjög misjöfnum verk-
efnum og oft veit maður ekkert
hvar maður endar þegar mætt er
í vinnuna.“
En hver skyldi vera mesta
breytingin sem hann hefur
upplifað í járninu? Siggi er
Síðastliðinn fimmtudag, síðasta dag aprílmánaðar,
stimplaði Sigurður Guðjónsson, ætíð kallaður Siggi á
Borg, eða Sjávarborg, sig úr vinnu á Vélaverkstæði
KS í síðasta sinn eftir 43 ára starf hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga og tengdum fyrirtækjum. Þrátt fyrir
fullt starfsþrek og áhuga á viðfangsefninu var komið
að þeim tímamótum að segja skilið við daglauna-
vinnuna og snúa sér að því að njóta eftirlaunaáranna.
Feykir hitti Sigga þennan dag og forvitnaðist örlítið
um fortíðina og eilítið um framtíðina sem virðist
enn óráðin.
fljótur til svars: „Þegar við flutt-
um hingað út eftir af Freyju-
götunni veturinn 1990. Það er
langstærsta breytingin. Fara úr
gömlu sláturhúsi og hingað,
með þeim tólum og tækjum
sem voru keypt hingað í því
tilefni. Það var langstærsta
breytingin.“
Er eitthvað sem stendur upp
úr? „Það hefur allur fjandinn
gerst, eðlilega, en þetta rennur
allt saman. En ég má til með að
minnast genginna samstarfs-
félaga sem voru alveg magnaðir
karlar, eins og Haukur Þorsteins,
Valli Jóns og Jón Ingólfs sem
voru hérna og svo Sölvabræður,
Kiddi og Sölvi og svo náttúrulega
Stebbi Kemp. Þeir voru með
mér í Fiskiðjunni. Þessir menn
allir saman krydduðu hvers-
dagsleikann og vinnustaðinn.“
En nú er síðasti vinnudag-
urinn hjá manni sem aldrei
hefur fallið verk úr hendi og því
forvitnilegt að vita hvernig
líðanin sé.
„Já, hvernig er hún? Ætli hún
sé ekki þolanleg bara,“ svarar
kappinn og jafnvel má greina að
hann sé kannski ekki alveg
búinn að átta sig á sínu nýja
hlutverki og því er hann spurður
hvað taki við.
„Þegar stórt er spurt. Það er
algerlega óráðið. Ég veit það
ekki. Þetta er náttúrulega rosa-
lega stór breyting hjá karli þar
sem vinnan hefur verið afger-
andi þáttur í lífi hans plús það að
hafa verið að stórum hluta til á
Síðasti vinnudagur Sigurðar Guðjónssonar á Sjávarborg
Kveður Vélaverkstæðið
algjörlega sáttur
Þrír ættliðir náðu að vinna saman á Vélaverkstæði KS í eitt ár. Sigurður Guðjónsson, Þorgeir og Jóhann Þór. MYND: PF
áhugasviði. Ja, ætli maður verði
ekki bara að reyna að eldast vel.
Nú er komið að þessum tíma-
mótum í mínu lífi en fyrir
fáeinum árum var eilífðin fram-
undan en svo saxast á hana
einhvern veginn og allt í einu er
runninn upp dagur sem er
ákveðinn og þá hættir maður.“
Þrír ættliðir
Það er ekki algengt að þrír
ættliðir starfi á sama vinnustað
en svo er þó farið á Véla-
verkstæðinu, og það líklega í
fyrsta sinn, sonur Sigga, Þorgeir,
og sonur hans Jóhann Þór en
þeir hafa unnið saman síðasta
árið. „Já það hefur ekki skeð
hérna áður, mér vitanlega,“ segir
Siggi og ber þeim vel söguna.
„Það hefur verið mjög fínt að
vinna með þeim, algjörlega.
Þorgeir kominn hingað aftur en
hann lærði hérna og svo fór
hann á rafmagnsverkstæðið og
svo til Svíþjóðar og hingað aftur.
Þetta hefur gengið átakalaust,“
segir Siggi og og þeir félagar taka
undir.
„Það slapp bara furðu vel,“
segir Þorgeir. „Ég lenti í því strax
á fyrsta degi að vinna við hliðina
á honum. Fórum í Skagfirðing
og það var bara fínt. Svo skildu
leiðir að einhverju leyti.“
Hafið þið aldrei lent í ágrein-
ingi um hvernig eigi að leysa
málin? „Nei!“ segir Sigurður
ákveðinn og Þorgeir bætir við:
„Best að leyfa honum bara að
ráða“, segir hann og upphefjast
mikil hlátrasköll.
Jóhann Þór er ungur að
árum en er ákveðinn í að feta í
fótspor feðranna og stundar nú
nám í vélstjórn við FNV sam-
hliða vinnu. Hann hóf störf á
síðasta ári og hefur því fengið að
kynnast afa sínum í gegnum
starfið. En hvernig ætli honum
hafi líkað það?
„Bara ágætlega. Hef því
miður ekki fengið að vinna með
afa mínum eins mikið og ég
hefði viljað en það er alltaf jafn
gott að vinna með honum.“
Þegar þeir feðgar eru spurðir
út í það hvað þeir haldi að sá
gamli taki sér fyrir hendur eftir
helgina segir Þorgeir kankvís-
lega: „Spurning hvort hann fær
sér áskrift að Mogganum,“ og
uppsker hlátur á ný hjá föður
sínum sem segir að það geti vel
verið að það eigi eftir að gerast.
Áður en við slítum samtal-
inu biður Siggi um að koma á
framfæri þökkum til vinnu-
félaga. „Það má þakka þeim
öllum fyrir samstarfið og ég
kveð þennan vinnustað algjör-
lega sáttur og óska honum alls
hins besta.“Sigurður við vinnu sína ásamt Jónatan Sævarssyni fyrir nokkrum árum síðan. AÐS. MYND
18/2020 7