Feykir


Feykir - 06.05.2020, Síða 11

Feykir - 06.05.2020, Síða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Skák Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Kaupir þú frekar innlendar vörur en innfluttar? Hvaða vörur helst? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Ég kýs alltaf að versla íslenskt ef það er til þar sem ég vil styðja við innlenda framleiðslu og einnig til að minnka vistsporið. Það helsta sem ég versla er grænmeti og íslenskt kjöt. Eina undantekningin er kannski kjúklingabringur en reyni yfirleitt að velja íslenskt.“ Eiríkur Steinarsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874, mikilsmetinn stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Á Vísindavefnum segir að hann hafi verið áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Ótrúlegt, en kannski satt, þá kom Churchill í heiminn í kvennasnyrtiherbergi í Blenheim höll í Woodstock í Oxfordshire, á meðan dansleikur stóð þar yfir. Tilvitnun vikunnar Ástin sigrar allt nema fátækt og tannpínu. – Mae West „Ég kaupi alltaf íslenskt kjöt og íslenskan fisk, bæði til þess að styðja við innlenda framleiðslu og því mér finnst íslensk matvara almennt vera betri á bragðið.“ Hulda Birna Vignisdóttir „Já, ef ég mögulega get. Matvaran er ferskari og mun betri.“ Sólborg S. Borgarsdóttir „Já. Hollur er heimafenginn baggi. Allar matvörur til dæmis.“ Pálína Skarphéðinsdóttir Góður fiskur og geggjað einfalt brauð Bændurnir á Þambárvöllum í Bitrufirði, þau Stefanía Jónsdóttir og Magnús Sveinsson, taka með mestu ánægju við áskorun frá Þórunni og Jóhanni á Akurbrekku. „Við eigum þrjá drengi, 650 rollur örfáa hesta, tvo hunda og einn ofdekraðan kött,“ segja þau. „Heimilismóðirin er mikill áhuga- maður um mat og bakstur svo það er nú bara gaman að fá að taka þátt (þótt við séum Strandamegin við skiltið).“ AÐALRÉTTUR Einfaldur og góður fiskréttur 500 g hvítur fiskur 100 g beikon 200 g sveppir 1 laukur 3 hvítlauksrif tvær dollur bacon smurostur 250 ml rjómi Aðferð: Steikið laukinn, beikonið og sveppina saman í smá stund, bætið þá hvítlauknum við og leyf- ið honum að mýkjast. Skellið þá smurostinum og rjómanum saman við og leysið það upp í girnilega sósu. Fiskurinn er settur í eldfast mót og piprað smávegis yfir. Skvettið sósunni yfir og setjið ost ofan á allt. Sett inn í ofn á 180°C í u.þ.b. 40 mínútur. Svo er bara að njóta með góðu brauði og grænmeti. BRAUÐ Geggjað einfalt brauð 2 bollar hveiti 2 msk. hveitiklíð 3 tsk. lyftiduft ½ tsk salt 2 bollar grísk jógúrt Aðferð: Öllu skellt í hrærivélina. Mótið fallegan brauðhleif á plötu og kannski mætti sáldra ein- hverjum fræjum ofan á. Bakað í ofni á 180°C í 40 mínútur. EFTIRRÉTTUR Rabarbarabaka 400 g rabarbari ½ dl hveiti 2 egg 2½ dl sykur Aðferð: Þeytið sykurinn og eggin saman, bætið svo hveitinu og rabarbaranum saman við ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Stefanía og Magnús á Þambárvöllum matreiða Stefanía og Magnús ásamt tveimur yngri sonunum. MYND ÚR EINKASAFNI með sleif og skellið því í eldfast mót. Blandið saman 13/4 dl hveiti, 11/2 dl púðursykri og 50 g smjöri. Mulið yfir fyrri blöndu. Sett í ofn á 180°C í 45 mínútur. Best að borða með ís eða þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Berglindi Hlín Baldursdóttur, bónda í Mið- húsum í Vatnsdal. Rabarbarabaka. MYND AF NETINU 18/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Sérhæft telst ég tímarit. Teignum á er fólk að verki. Skemmtilista sess ég sit. Sjóla gefið hættumerki.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.