Feykir


Feykir - 13.05.2020, Page 6

Feykir - 13.05.2020, Page 6
NAFN: Kristín Guðmundsdóttir. ÁRGANGUR: 1979. FJÖLSKYLDUHAGIR: Maður og fjögur börn. BÚSETA: Hvammstangi. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Dóttir Ragnheiðar og Guðmundar. Alin upp lengst af í Reykjavík. STARF / NÁM: Garðyrkjubóndi og garn-litari. Lærður vefhönnuður samt. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Sá og planta í Skrúðvangi gróðurhúsi og halda áfram að byggja upp Vatnsnes Yarn. Kristín ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Hvernig nemandi varstu? Meðalnemandi. Hefði örugglega gert betur væri ég ekki svona sveimhuga. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fruntalega ljót fermingarfötin og hittingur vinanna um kvöldið. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi lengst af. Þar á eftir og ennþá, er það ekki ákveðið. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Brúni bangsinn minn, blöðin og litirnir. Besti ilmurinn? Af nýslegnu. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Út um glugg- ann á Hvammstangabrautinni. Rafmagnað móment. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Pearl Jam og fleira í grunge geiranum. Hvernig slakarðu á? Með því að gera eitthvað sem mér finnst vera skemmtilegt. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ahh... horfi ekki á sjónvarp, er frekar í einhverju þáttaglápi. Friends anyone? Besta bíómyndin? Horton hears a Who. Því mér líkar text- inn í myndinni. Og svo er hún skemmtileg. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist ekkert með íþróttum en allir sem sýna æðruleysi þrátt fyrir að vera bæði ákveðin, staðföst og með skýrt markmið sem unnið er að, eiga aðdáun mína. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Virðist vera með ósýnilegan en mjög powerful radar á hvar allt er að finna. Fólk flykkist að mér eins og mý að mykjuskán til að fá að njóta þessarar snilligáfu. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Skúffukakan. Hættulegasta helgarnammið? Helgarnammi? Alla daga M&M. Er að reyna að hætta. Hvernig er eggið best? Hrært. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fljótfærnin. Hún er reyndar bæði kostur og galli. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirförult fólk og fólk sem getur ekki verið einlægt. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Aldrei er ein báran stök. Af því að það er satt. Hver er elsta minningin sem þú átt? Bláir strigaskór með hvítri rönd sem ég fékk þegar ég var um 4 ára. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Jón Jónsson, ég myndi vera glöð og syngja allan daginn. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Brené Brown og allar bækurnar hennar. Vegna þess að ég hef mikinn áhuga á mannlegu eðli. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Glimrandi. Hvaða þremur persónum vild- irðu bjóða í draumakvöldverð? Ragnhildi Gísla, Páli Óskari og Elizabeth Gilbert. Ég myndi biðja þau að kenna mér allt sem þau kunna. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Í skóg- ræktina fyrir ofan bóndabæinn ömmu og afa (Breiðabólsstaður í Ölfusi). Man ekki eftir að hafa komist í aðra eins ró og nánd við náttúruna og þá. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Flutningarnir. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flug- vél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… Gefið að nú er búinn að vera vetur í hundrað ár, þá myndi ég fara til heitra landa. Kristín. AÐSEND MYND Þeir snúast fjarri lausnar leið í lífsins öfugstreymi, og ganga þar á svartan seið í sjúkum veruheimi. Þeir reyna ekki að rata heim en ráfa um í villu. Þeir haldnir eru af huga þeim sem hlýðir bara illu. Þeir sakarefnin sækja í og safna að sér meinum. Og vilja í engu vita af því sem vegi lýsir hreinum. Þar smýgur eitur inn í blóð með óláns hlöðnum kveikjum. Þá merkir stöðug mæðuslóð og mát í öllum leikjum. Þeim fylgir allt frá fæðingu það fár sem má ei dvína. Og veldur banablæðingu sem brautir allar sýna. Á sálir þeirra verkar vá svo vilji góðs þar kafnar. Það afl til dauða dregur þá sem dyggðum öllum hafnar! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson Glötunarsynirnir Starfsfólk ráðhúss tekur til hendinni Hófu umhverfisdaga 2020 á mánudag Starfsfólk ráðhúss Sveitar- félagsins Skagafjarðar tók forskot á Umhverfisdaga 2020 og hóf áskorenda- leikinn sl. mánudag er það hreinsaði rusl við strand- garðinn og í kring við Strandveg, fyrir neðan Sæmundargötu. Eftir góðan dag og mikinn afla var ákveðið að skora á Byggða- stofnun og Tengil ehf. að bregða sér út í vorið og fegra umhverfið. Á síðasta ári var farið í samskonar verkefni sem gekk framar vonum. Mikil þátttaka fólks um allt hérað skilaði hreinna og fallegra umhverfi og ekki síst skemmtilegri samveru fólks í uppbyggjandi störfum. „Munum að merkja myndirnar #umhverfisdagar20. Við hvetjum sem flesta til þess að taka þátt. Margar hendur vinna létt verk!“ segir á Facebook- síðu Svf. Skagafjarðar en þar er hægt að sjá fleiri myndir af ráðhúsfólki í fegrunar- aðgerðum. /PF Hluti starfsfólks ráðhúss Svf. Skagafjarðar við Strandgötuna á Sauðárkróki. Sumir mundu nú ekki eftir þessu verkefni er þeir mættu til vinnu og höfðu ekki alveg klætt sig eftir tilefninu en létu það samt ekki á sig fá. Mynd: PF 6 19/2020

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.