Feykir - 27.05.2020, Page 3
Hafðu samband!
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
Aðalfundur Vilko var haldinn föstudaginn 15.
maí síðastliðinn. Í frétt á huni.is segir að fram
komi í tilkynningu frá félaginu að
rekstratekjur hafi numið 266 milljónum króna
árið 2019 og hafi hækkað um 23% milli ára.
Rekstargjöld fyrir fjármagnsliði námu 259
milljónum og jukust um 14% milli ára.
Minniháttar tap var á rekstri félagsins eða
rúmar tvær milljónir króna. Alls greiddi Vilko
90 milljónir í laun og launatengd gjöld á árinu
en að jafnaði starfa þar 12-15 starfsmenn.
Húni hefur eftir Kára Kárasyni,
framkvæmdastjóra Vilko, að vinnsla og sala
hafi gengið vel það sem af er þessu ári, þrátt
fyrir að sala til stóreldhúsa og veitingahúsa
hafi nær alveg stöðvast. Mikil söluaukning
hefur verið á klassískum Vilko vörum og
Prima kryddum undanfarna mánuði.
Í fyrra var hafin bygging á 160 m2 viðbyggingu
sem nýtast mun sem móttöku- og
afgreislusalur. Nýja viðbyggingin mun breyta
allri vinnuaðstöðu, að sögn Kára, þar sem
vörur séu meðhöndlaðar og geymdar á
brettum en jafnframt verði sett upp vörulyfta
til að flytja vörur milli hæða. Þá segir Kári að
stöðugt sé unnið að vöruþróun og nýjungum.
Nýjasta afurðin sé Amerískar pönnukökur
sem þykja hafa heppnast gríðarlega vel.
Stjórn Vilko skipa þau Jóhannes Torfason,
formaður, Guðbjörg Óskarsdóttir, Ólafur
Johnson, Ágúst Sindri Karlsson og Jón
Gíslason. /FE
Rekstrartekjur hækka um 23% milli ára
Aðalfundur Vilko
Vilko á Blönduósi. MYND: FE
Fyrir skömmu var efnt til leiks
á Facebooksíðu Samtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra þar sem fólk var beðið
um að skrá í athugasemd það
sem því líkaði best við að búa
á Norðurlandi vestra. Þátttaka
í leiknum var mjög góð og
voru ástæðurnar fjölbreyttar
þó rauði þráðurinn hafi verið
fólkið og náttúran.
Athugasemdirnar voru
teknar saman og búið til
orðaský yfir það sem fram
kom. Stærð orðanna segir til
um hversu oft þau komu fyrir.
„Það er nauðsynlegt að minna
sig á þau forréttindi sem við
búum við á Norðurlandi
vestra. Þau sjást glöggt á
orðaskýinu,“ segir á vef
samtakanna. /FE
Það besta við að búa
á Norðurlandi vestra
SSNV
Orðaský yfir það besta á Norðurlandi vestra. MYND: SSNV.IS
Handbendi Brúðuleikhús fékk á dögunum styrk
að upphæð 3.470.000 kr. þegar styrkjum var
úthlutað til atvinnuleikhópa í átaksverkefni í
menningu og listum fyrir árið 2020. Einnig fékk
leikhúsið tveggja milljóna króna styrk þegar
úthlutað var úr Barnamenningarsjóði Íslands
fyrir árið 2020. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni
aldarafmælis fullveldis Íslands og hefur það
hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á
sviði barnamenningar með áherslu á sköpun,
listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu.
Styrkina hlýtur Handbendi Brúðuleikhús til
að standa að alþjóðlegri brúðulistahátíð á
Hvammstanga; Hvammstangi International
Puppetry Festival. Hátíðin er ný hátíð, sem
ætlað er það hlutverk að auka fjölbreytni
menningar í Húnaþingi vestra og gefa börnum
á svæðinu tækifæri til að taka þátt í vönduðum
listviðburðum á hátíð þar sem íslenskir og
alþjóðlegir brúðulistamenn bjóða upp á
brúðusýningar, vinnustofur og fyrirlestra.
Handbendi hlaut einnig styrk frá
Barnamenningarsjóði á síðasta ári fyrir
sumarnámskeiði í leiklist. /FE
Fékk tvo myndarlega styrki
Handbendi Brúðuleikhús
Úr sýningu Handbendis, Engi. MYND: HELEN MURRAY
Á fundi sveitarstjórnar
Sveitarfélagsins
Skagastrandar þann 19. maí
sl. voru ársreikningar
sveitarsjóðs og stofnana þess
fyrir árið 2019 lagðir fram til
seinni umræðu. Rekstrar-
niðurstaða var jákvæð um
22,8 milljónir króna en árið
2018 var hún einnig jákvæð,
þá um 16,5 milljónir.
Tekjur A-hluta voru 587
milljónir króna og rekstrar-
gjöld án afskrifta námu
rúmlega 571,6 milljónum.
Rekstur A-hluta fyrir
afskriftir, fjármunatekjur og
fjármagnsgjöld var því
jákvæður um 15,3 milljónir.
Rekstrarniðurstaða A-hluta
að teknu tilliti til fjár-
munatekna og afskrifta var
neikvæð um 2,8 milljónir
króna.
Heildareignir sveitarfélags-
ins námu í árslok 1.831,1
milljón króna og var eigið fé
1.347 milljónir. Langtíma-
skuldir sveitarfélagsins námu
229,9 milljónum og tilheyra
þær eingöngu félagslegum
íbúðum. Engin ný lán voru
tekin á árinu. /FE
Rekstur sveitarfélagsins skilaði afgangi
Skagaströnd
Golfklúbbur Skagafjarðar
Uppbókað á nýliðanámskeið
Félagar í Golfklúbbi
Skagafjarðar hafa verið
duglegir við golfiðkun
undanfarna daga en vegna
Covid hafa nokkur atriði
tekið breytingum frá því sem
var. Þannig hafa holur verið
grynnkaðar, óheimilt að
snerta golfflögg og
sandgryfjur eru hrífulausar.
Búið er að opna á allar
sumarflatir nema þá níundu,
en það stendur til bóta fyrir
mánaðamót.
Í tilkynningu frá GSS
segir að félagar séu að
venjast nýju skráningarkerfi
en gerð er krafa um að
kylfingar skrái rástíma áður
en spilað er.
„Segja má að völlurinn
hafi verið vel nýttur um
helgina og góð eftirspurn
eftir rástímum. Nú bregður
svo við að uppbókað er á
nýliðanámskeið og því þarf
að bæta við aukanámskeiði.
Skráning á námskeiðið er
hjá Dagbjörtu Rós
(dagbjort79@live.com)
formanni nýliðanefndar
GSS,“ segir formaður GSS,
Kristján Bjarni Halldórsson.
Hann segist ánægður með
mikinn áhuga á golf-
íþróttinni í Skagafirði og
vonar að klúbburinn geti
tekið á móti öllum sem óska
inngöngu.
„50 ára afmælismót GSS
verður 27. júní og líklegt að
kastljósið verði á Skagafirði
þá, a.m.k. hafa nokkrir
fjölmiðlar sýnt mótinu
áhuga. Stjórnin vinnur nú
að því að afla vinninga fyrir
mótið og vill helst hafa þá úr
heimahéraði til að vekja
athygli á mat, drykk,
þjónustu og öðru sem
Skagafjörður hefur að
bjóða,“ segir Kristján. /PF
Paradís á Nöfunum. MYND: GSS.IS/HJALTI ÁRNASON
21/2020 3