Feykir - 27.05.2020, Page 5
Bæjarnafn þetta þekkist fyrst í brjefi frá 1384
(DI. III. 375) stafsett eins og nú: Kurfr, og finst
eftir það öðruhvoru óbreytt, og má því álíta
það sje óbjagað. (Stundum – frá síðari öldum – :
Kurbur en þó sjaldnar – sunnlenzk afbökun? Sbr.
Kálbatjörn). Samnefni eru engin til svo jeg viti.
Kurfur er bygður úr Örlygsstaðalandi
(rjett: Ormlaugarstaðir) og orðið þýðir „lítið
afskorið stykki“. Þegar höggvinn var skógur
til kolagerðar, var viðurinn bútaður sundur
og kallaðist að kurfla viðinn, áður en sett var í
gryfjuna. Af því er talshátturinn dreginn: „ekki
koma öll kur(f)l til grafar“, ef e-ð þykir vanta af
e-u. Sögnin kyrfa hefir verið vel þekt til forna og
þýddi að skera eða skifta e-u. (Í Jónsbók stendur:
„Þeir (þ.e. skiftamenn) eiga at þverkyrfa hús í
sundr en eigi at endilöngu skifta“, bls. 106).
Sama verður upp á teningnum ef litið er á
uppruna orðsins. Það er talið stofnskylt engilsax.
Ceorfan, þ.e. skera (e. carve). Náfrændur
íslenzka orðsins eru t.d. norska orðið karfa =
brytja (eða skera) e-ð í smátt, og fær. karva.
(Kurfur er líka á engils. cyrf: skurður).
Landið á Kurfi er dálítil (afskorin) sneið af
heimajörðinni forðum, og af því hefir bærinn
fengið nafnið.
Kurfur á Skagaströnd
TORSKILIN BÆJARNÖFN
Séð heim að Örlygsstöðum, (eða Ormlaugarstöðum?), 17. maí sl. á þjóðhátíðardegi Noregs. Til vinstri er gamli Örlygs-
staðabærinn en sá nýi hægra megin á myndinni. MYND: RAFN INGI RAFNSSON.
AÐSENT I Rúnar Kristjánsson
Hugað að Ernu
Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar
Ástkær móðir okkar
Kristín Bjarnadóttir
Dvalarheimili HSN á Sauðárkróki
lést sunnudaginn 24. maí sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Bjarni Maronsson, Sigurlaug Maronsdóttir
og fjölskyldur.
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR
Smábæjaleikunum á Blönduósi hefur
verið aflýst í sumar en leikarnir hafa
verið haldnir 16 sinnum og jafnan verið
vel mætt til leiks. Smábæjaleikarnir
eru fyrir knattspyrnulið yngri flokka og
á síðasta ári voru 62 lið skráð til
keppni með um 400 þátttakendum. Þá
voru um 300 aðstandendur í fylgdarliði
leikmanna.
Í frétt á vefnum huni.is kemur fram
að í tilkynningu frá stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar segi að þessi
ákvörðun sé tekin með þungum hug en
að vel ígrunduðu máli. Mótið sé
brothætt í eðli sínu hvað fjölda
þátttakenda varði og að hvert einasta
lið skipti máli. Því sé öðruvísi farið á
stóru mótunum hjá stærri félögum þar
sem jafnvel 10-15 lið til eða frá skipti
ekki sköpum. Ekki á að leggja upp
laupana og ætlunin er að koma sterk
inn á næsta ári. „Því vonum við
innilega að þau félög sem hafa haldið
tryggð við okkur undanfarin ár og þau
félög sem áhuga hafa á að koma á
Smábæjaleikana skilji þessa ákvörðun
okkar og mæti til okkar galvösk að ári,“
segir í tilkynningunni. /FE
Engir Smábæjaleikar í sumar
Covid áhrif í boltanum
Skagfirðingurinn Darri Freyr Atlason
hefur verið ráðinn þjálfari Íslands-
meistara karla í körfubolta og tekur
við af hinum sigursæla þjálfara Inga
Þór Steinþórssyni sem sagt var upp á
dögunum. Sá átti tvö ár eftir af
samningi sínum við Vesturbæjarliðið.
„Ég tek við KR-liðinu af auðmýkt.
Það var magnað að ganga inn í salinn í
fyrsta skipti sem þjálfari KR eftir að
hafa sett blek á blað. Ábyggilega verður
það enn þá magnaðra þegar hægt
verður að spila körfubolta. Í liðinu eru
leikmenn sem ég ber mikla virðingu
fyrir. Leikmenn sem ég ólst upp með
og leikmenn sem ég fylgdist með sem
áhorfandi. Sumir þeirra voru stjörnur
þegar ég var að alast upp. Að fá
tækifæri til að vinna með þeim að því
að vinna áttunda titilinn í röð verður
frábært,“ sagði Darri í viðtali á Mbl.is
sl. mánudag en KR vann sex ár í röð
2014 - 2019 en ekkert lið varð
Íslandsmeistari 2020.
Þar segir að Darri þekki vel til hjá
KR en hann var sjálfur leikmaður í
gegnum yngri flokka félagsins og upp
í meistaraflokk, þjálfaði yngri flokka
og meistaraflokk kvenna um tíma
áður en hann fór yfir til Vals þar sem
hann hjálpaði kvennaliðinu að krækja
í alla titla sem í boði voru á tímabilinu
2018-2019.
Skagfirðingurinn snjalli er sonur
Jennýjar I. Leifsdóttur og Atla Freys
Sveinssonar sem bæði eru brottfluttir
Króksarar. /PF
Skagfirðingur tekur við KR
Körfubolti
Frá Smábæjaleikunum á Blönduósi.
MYND/HÚNI.IS
Darri Freyr Atlason ásamt unnustu sinni Lilju
Gylfadóttur. MYND AF FACEBOOK.
Við sandinn hér var sjávarþernu
sögulegri skapað ból.
Líta má hér leifar Ernu,
lengi var hún öðrum skjól.
Geymist hún hér, grafin sandi,
gamalt skip sem vitað er.
Forðum bar hún fisk að landi,
feril góðan átti sér.
Skipstjórum var fleyið falið,
farsældin þar hvergi brást.
Eikin sænska, efni valið,
alla tíð með kostum sást.
Tengist Ernu um tíðir farnar
tjáning mörg sem deyr ei út.
Má hér glæða minningarnar
meðan sést í eikarbút.
Hafið varð ei henni að grandi,
heillir lengi hún bar með sér.
Bálför út af Borgarsandi
bauðst henni að lokum hér.
Enn má hafa af henni kynni,
hún ber gildi verskuldað.
Enda er hún í margra minni
merkistákn á sínum stað!
Styrkir til atvinnumála kvenna
21/2020 5