Feykir - 27.05.2020, Blaðsíða 8
Nokkrar myndir frá opnun Sundlaugar Sauðárkróks
Mikil gleði með breytingarnar
Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins var Sundlaug Sauðárkróks formlega tekin í notkun eftir mikla
yfirhalningu en afgreiðsla og búningsherbergi, ásamt fleiru, var endurnýjað með glæsilegum hætti.
Blaðamaður Feykis mætti á svæðið og tók nokkrar myndir í tilefni dagsins. /PF
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455
7176 og netfangið feykir@feykir.is
21
TBL
27. maí 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Stórlygarar
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Jón tófusprengur segir sögur
Áraförin
Eitt sinn rerum við í
blíðalogni af Suðurnesjum,
en þegar degi hallaði gerði á
landsynning svo mikinn að
hús tók upp á landi. Öll skip
rak til hafs og náði ekkert
lendingu nema við; við
börðum þangað til við
komumst í vör. Daginn eftir
var logn; þá rérum við aftur sömu leið. Þá [brá] svo
undarlega við að áraför okkar, þau kvöldinu fyrir, sáust
enn á sjónum og mátti rekja út á Svið. Það er ólygin saga.
/PF
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
18
TBL
6. maí 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Steinninn á melnum
Eitt sinn var ég fyrirvinna hjá
ekkju í Borgarfirði, Það var
einn vetur að mikill svell-
gaddur var á jörðu. Þá gerði
dimmviðri svo mikið að eng-
um manni var ratandi. Hestar
voru úti og var hjá þeim eitt
trippi sem ég óttaðist að
mundi drepast.
Ég réðst út í veðrið og fann hestana. Brá ég bandi
um háls trippinu og hélt heimleiðis með það, en vissi
ekki hvað ég fór. Eitt sinn kom ég á svellbumbu og
ætlaði þar mundi þó vera undir melur. Mér kom til
hugar ef ég næði til melsins mundi ég þekkja hann;
lagðist ég þá niður og tók að grafa svellið með hendinni.
Ég herti mig og klóraði svellið þangað [til] ég kom
handleggnum niður upp að öxl; þá fann ég þar
hnefastein, tók hann upp og þekkti á hvaða mel hann
átti að liggja. Fyrir þetta náði ég heim og varð það mér
til lífs og trippinu.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Jón tófusprengur segir sögur
Stórlygarar
Það var blíðan sl. sunnudag á Norðurlandi vestra
og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínu-
lítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson
tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu
sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að
Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og
útsýnið hreint magnað.
Róbert og Erna eru bæði vant útivistarfólk en þau
lögðu af stað að morgni og voru tvo og hálfan tíma í
ferðinni. Leiðin er 6,3 kílómetrar fram og til baka.
Róbert segir að leiðin sé vel stikuð. „Færðin var
nokkuð góð en eins og oft á þessum tíma er ennþá
smá drulla því jarðvegur á smá í land að þorna. Samt
ekki það slæmt,“ tjáði Róbert Feyki.
Hann var að sjálfsögðu með myndavélina með sér
og tók að venju magnaðar myndir á göngunni sem
hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta. /ÓAB
Myndasyrpa frá Róberti Daníel Jónssyni
Tjillað á toppi Tindastóls
Grásleppuveiðar stöðvaðar
Við sjávarsíðuna
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, hefur undirritað reglugerð um stöðvun
veiða á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Ástæðan er að
fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu
fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Frá þessu
er greint á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins.
Í reglugerðinni kemur fram að grásleppuveiðar verða
bannaðar frá og með miðnætti aðfaranótt sunnudagsins
3. maí sl. Hins vegar verði heimilt að gefa út leyfi til
grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu
grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði
2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí þau ár eða
síðar. Er þetta gert til að koma til móts við grásleppu-
sjómenn sem stunda munu veiðar á þessu svæði en þær
veiðar verða ekki heimilar fyrr en 20. maí nk.
„Hafrannsóknastofnun gaf út 4.646 tonna ráðgjöf
fyrir veiðar á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Með þessari
reglugerð er verið að tryggja að veiðarnar verði sem best
í samræmi við vísindalega ráðgjöf og það er mikilvægt
fyrir alla hlutaðeigandi. Ekki síst til að tryggja að þær
vottanir sem fyrir liggja tapist ekki,“ segir Kristján Þór
Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í frétt
á vef ráðuneytisins. /FE
H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð
Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI!!
Afgreiðsla Nýprents verður opin
frá kl. 8 -12 í sumar.
MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Við höfnina á Skagaströnd. MYND:FE