Feykir


Feykir - 16.06.2020, Page 2

Feykir - 16.06.2020, Page 2
Íslenska ferðasumarið er hafið með tilheyrandi blíðu fyrir austan og rigningarköflum í öðrum landshlutum. Fellihýsa- og hjólhýsaeigendur eru komnir á faraldsfótinn og þó vísast sé frekar tómlegt um að litast enn á helstu ferðamannastöðum landsins á vafalítið eftir að rætast úr því þegar sumarleyfistíminn hefst fyrir alvöru, auk þess sem einhverra erlendra gesta mun vera að vænta nú eftir að nýjar reglur um sóttkví og sýnatöku tóku gildi. Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar, enda talsverð óvissa enn um möguleika á ferðalögum um erlenda grundu. Í sérstöku hvatningarátaki Ferðamálastofa eru ferðaþjónustufyrirtæki hvött til að taka vel á móti Íslendingum í sumar, til dæmis með því að hafa kynningarefni og aðrar upplýsingar á íslensku. Er það ekki annars ótrúlegt að það þurfi sérstakt hvatningarátak til þess að ferðaþjónustan bjóði upp á kynningarefni á tungumáli innfæddra? Sú umræða er síður en svo ný af nálinni en svo virðist sem hún skili ekki miklu. Alltof algengt er að ferðaþjónustufyrirtæki auglýsi þjónustu sína eingöngu á ensku, símaþjónusta sé á ensku, þjónusta á veitingastöðum sé á ensku og þar fram eftir götunum. Ég þekki til fólks sem veigrar sér við að hringja í þjónustuaðila, eingöngu vegna þess að það má teljast fyrirfram öruggt að ekki sé í boði að fá fyrirspurnum svarað á íslensku. Og ég verð að segja það fyrir mína parta, og reyndar fleiri sem ég þekki, að þó ég geti alveg lesið ensku ef ég vil og meira að segja talað hana líka þá er því bara þannig farið að ég VIL að auglýsingar fyrir íslenska vöru séu á íslensku og þá VIL ég ekki þurfa að lesa þær á ensku. Það verða því að teljast gleðitíðindi að í tengslum við fyrrnefnt hvatningarátak var settur á laggirnar nýr vefur á íslensku og meira að segja með íslensku nafni, Ferðalag.is. Við fyrstu sýn virðist mér sem vefur þessi sé mjög aðgengilegur og gefi ágætt yfirlit yfir það sem ferðalöngum stendur til boða á leið þeirra um landið. Gott framtak þar. Gleðilegt ferðasumar. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Íslenska ferðasumarið Í þar síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var saman- lagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvamms- tanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli þar síðustu viku á Norðurlandi vestra var 484.128 kíló. /FE Aflatölur 31. maí – 6. júní 2020 484 tonn í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hjalti HU 313 Handfæri 1.194 Hjördís HU 16 Handfæri 1.514 Hrund HU 15 Handfæri 1.081 Húni HU 62 Handfæri 1.310 Kambur HU 24 Handfæri 564 Kópur HU 118 Handfæri 331 Lukka EA 777 Handfæri 1.684 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 226 Óli G GK 50 Lína 11.501 Svalur HU 124 Handfæri 344 Sæunn HU 30 Handfæri 1.624 Sævík GK 757 Lína 14.264 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.192 Víðir EA 423 Handfæri 1.355 Víðir ÞH 210 Handfæri 718 Alls á Skagaströnd 61.132 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 2.220 Skotta SK 138 Handfæri 880 Alls á Hofsósi 3.100 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 8.456 Alls á Hvammstanga 8.456 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 125.663 Gammur SK 12 Handfæri 153 Hafey SK 10 Handfæri 740 Hafsól SK 96 Handfæri 408 Kristín SK 77 Handfæri 978 Málmey SK 1 Botnvarpa 272.930 Már SK 90 Handfæri 770 Onni HU 36 Dragnót 5.158 Skvetta SK 7 Handfæri 989 Steini G SK 14 Handfæri 980 Vinur SK 22 Handfæri 982 Ösp SK 135 Handfæri 1.689 Alls á Sauðárkróki 411.440 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 1.743 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.530 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.454 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.125 Bragi Magg HU 70 Handfæri 817 Daðey GK 777 Lína 11.246 Dagrún HU 121 Handfæri 870 Geiri HU 69 Handfæri 1.477 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.577 Hafdís HU 85 Línutrekt 391 Tæpum 800 tonnum, eða 796.597 kílóum, var skilað á land á Norðurlandi vestra í síðustu viku. Munaði þar mest um afla togaranna tveggja, Arnars og Málmeyjar, sem lönduðu á Sauðárkróki en þar var heildaraflinn rúm 658 tonn. Til Skagastrandar bárust 116 tonn og á Hvammstanga var landað rúmum 18 tonnnum. Þá var landað fjórum tonnum á Hofsósi. /FE Aflatölur 7. – 13. júní 2020 Arnar með 522 tonn í þessari viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hafdís HU 85 Línutrekt 2.001 Hjördís HU 16 Handfæri 1.852 Hrund HU 15 Handfæri 2.307 Húni HU 62 Handfæri 2.193 Ísak Örn HU 151 Handfæri 342 Jenný HU 40 Handfæri 365 Kambur HU 24 Handfæri 1.506 Kópur HU 118 Handfæri 1.768 Loftur HU 717 Handfæri 2.411 Lukka EA 777 Handfæri 1.143 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 1.449 Óli G GK 50 Lína 23.393 Stakkhamar SH 220 Lína 10.780 Svalur HU 124 Handfæri 1.373 Sæunn HU 30 Handfæri 2.334 Sævík GK 757 Lína 16.551 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.855 Víðir EA 423 Handfæri 2.447 Víðir ÞH 210 Handfæri 442 Alls á Skagaströnd 116.007 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 295 Skáley SK 32 Handfæri 2.644 Skotta SK 138 Handfæri 1.078 Alls á Hofsósi 4.017 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 17.908 Steini HU 45 Handfæri 298 Alls á Hvammstanga 18.206 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 522.470 Fannar SK 11 Handfæri 1.427 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 400 Gammur II SK 120 Þorskfiskinet 96 Gammur II SK 120 Handfæri 186 Gjávík SK 20 Handfæri 600 Hafey SK 10 Handfæri 2.062 Hafsól SK 96 Handfæri 381 Kristín SK 77 Handfæri 1.990 Málmey SK 1 Botnvarpa 121.453 Már SK 90 Handfæri 1.583 Skvetta SK 7 Handfæri 1.742 Steini G SK 14 Handfæri 1.457 Vinur SK 22 Handfæri 1.933 Ösp SK 135 Handfæri 587 Alls á Sauðárkróki 658.367 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 1.620 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 225 Bergur sterki HU 17 Lína 5.700 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.412 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.401 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.288 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.579 Daðey GK 777 Lína 15.246 Dagrún HU 121 Handfæri 1.593 Elfa HU 191 Handfæri 1.408 Geiri HU 69 Handfæri 2.081 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.470 Gyðjan HU 44 Handfæri 472 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 24/2020 Ert þú áskrifandi?

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.