Feykir


Feykir - 16.06.2020, Page 3

Feykir - 16.06.2020, Page 3
Fornt og áður óþekkt bæjarstæði upp- götvaðist nýlega á bænum Grófargili í Skaga- firði þegar unnið var við að taka riðugröf en riðuveiki kom upp á bænum fyrr á árinu. Í bæjarstæðinu fundust fornminjar sem eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að eftir að riða greindist á bænum hafi allt fé verið sent í brennslu og annað sem talið var geta borið smit grafið á staðnum. Staðurinn sem Matvælastofnun taldi heppilegastan fyrir riðugröf var nærri gömlum húsarústum sem vitnað var í örnefnaskrá. Ofan á rústunum stóð nautakofi sem þurfti að rífa og setja í riðugröf. Því var haft samband við Minja- stofnun sem fór fram á að fornleifafræðingur fylgdist með aðgerðum. Nautakofinn var rifinn án þess að raska rústunum. Við gröft riðugrafarinnar var fyrst gerður könnunarskurður í varúðarskyni og komu þá í ljós mun eldri fornminjar, forn öskuhaugur, og voru því aðgerðir stöðvaðar og fyrirhuguð riðugröf færð til. Í framhaldi af því tók við fornleifauppgröftur þar sem fjöldi muna fannst, dýrabein og eldsprungnir steinar. Aðgerðum er lokið og verða fornleifarnar færðar til Þjóðminjasafnsins að lokinni skýrslugerð fornleifafræðings. /FE Fornminjafundur á Grófargili í Skagafirði Skagafjörður Hnífsblað og brot úr snældusnúð. MYND: MAST.IS Talsverð tímamót urðu í sögu bensín- og olíuafgreiðslu á Sauðárkróki síðastliðinn föstudag þegar ný afgreiðslu- stöð við Borgarflöt á Sauð- árkróki var opnuð formlega. Nýja stöðin, sem er ÓB sjálfsafgreiðslustöð með tveimur dælum, leysir af hólmi bensínafgreiðslu við Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu þar sem afgreiðsla Olís hefur verið til húsa allt frá árinu 1930. Það voru Bjarni Haralds- son, hinn síungi verslunar- maður og eigandi Verzlunar Haraldar Júlíussonar, og Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Olís, sem tóku nýju stöðina formlega í notkun með því að dæla bensíni á eðalvagn Bjarna. /FE Bensínsölu hætt hjá Bjarna Har Sauðárkrókur Dælt á Chevrolet Malibu bifreið Bjarna Har. MYND:FE Blönduós Rekstur Blönduósbæjar jákvæður á síðasta ári Á fundi sveitarstjórnar Blönduóss þann 9. júní síðastliðinn voru ársreikningar sveitarfélagsins teknir til síðari umræðu og samþykktir. Sveitarfélagið var rekið með 23,3 milljón króna hagnaði á árinu 2019. Rekstrartekjur ársins námu 1.233,6 milljónum króna og hækkuðu um 15% milli ára. Rekstrargjöld námu 1.103,6 milljónum sem er 14,3% hækkun milli ára. Rekstrarniðurstaða ársins fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 128,9 milljónum króna. Eigið fé í árslok 2019 nam 836,1 milljón og eiginfjárhlutfallið nemur 36,6%. Nánar má kynna sér niðurstöður ársreikninga í fundargerð sveitarstjórnar á vef Blönduósbæjar. Í bókun sveitarstjórnar frá fundinum segir: „Af ofangreindu má sjá að rekstur Blönduósbæjar er mjög góður og hefur batnað á flestum sviðum, bæði með tilliti til afkomu og miðað við fjárhagsáætlun ársins 2019, ásamt viðaukum, meðal annars til þess að mæta mikilli uppbyggingu og fjölgun íbúa. Miklu máli skiptir að vinna vel með þann árangur til framtíðar." /FE Blönduós. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON www.skagafjordur.is Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 27. júní nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00. Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00. Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00. Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00. Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00. Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00. Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00. Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00. Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00. Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki frá kl. 09:00 til kl. 15:00 virka daga fram að kjördegi og kl. 16:00-18:00 á kjördag þ. 27. júní 2020. Lokað verður 17. júní. Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn 24/2020 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.