Feykir


Feykir - 16.06.2020, Side 7

Feykir - 16.06.2020, Side 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Spenna Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Ertu búin/n að endurnýja eitt- hvað af útileik- föngunum? Spurt á Facebook UMSJÓN : SHV „Nei það hef ég ekki gert, en trampolín er í sjónmáli fyrir yngsta molann minn.“ Birgir Örn Hreinsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... William Shakespeare, (1564 - 1616), var enskt skáld, leikskáld og leikari, víða álitinn mesti rithöfundur á ensku og mesti leikari í heimi. Víðtæk verk hans samanstanda af um 39 leikritum og öðrum þáttum og hafa verið þýdd á öll helstu tungumál heims. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er vitnað í Shakespeare u.þ.b. 33.150 sinnum í ensku Oxford orðabókinni. Rabarbari Rabarbarinn blessaður, sem einnig kallast tröllasúra á íslensku, er algengur i görðum landans og ætti einmitt um þessar mundir að vera albesti tíminn til þess að ná sé í nokkra leggi og útbúa eitthvað gómsætt úr honum. Á síðunni rabarbari.is segir að rabarbari hafi verið ræktaður hérlendis í um 130 ár en upphaflega komi hann frá Asíu, nánar tiltekið suðurhluta Síberíu. Um nýtingarmöguleika rabarbarans segir: „Hægt er að nýta alla hluta rabarbarans. Rót hans hefur verið notuð sem lækningajurt. En þurrkuð rabarbararót þótti á árum áður fyrirtaks hægðarlyf til úthreinsunar. Hvítan eða neðsti hluti stilksins var gjarnan soðinn niður á haustin hérlendis og neytt um jólahátíðina með rjóma. Stilkurinn er alla jafna vinsælasti hluti rabarbarans. Úr honum má vinna sultur, grauta, saft og margt fleira. Í Ameríku er rabarbarinn þekktur sem „Pie Plant” eða „böku plantan”. Að lokum eru það blöð rabarbarans. Þau eru rík af oxalsýru og séu þau nýtt til átu geta þau valdir eitrunaráhrifum en gamalt húsráð er að sjóða blöðin og nota soðið til að þrífa potta og pönnur.“ Feykir tók saman nokkrar uppskriftir þar sem rabarbar- inn fær að njóta sín. „Fegurð konunnar fer öll eftir því hvað heitt hún er elskuð.” / V. Charter UPPSKRIFT 1 Rabarbarahnossgæti 2 bollar rabarbaraleggir, brytjaðir 1 dl púðursykur 4 dl hafrakex, mulið 100 g smjör 4 eggjahvítur 1 dl sykur 1 dl kókosmjöl Aðferð: Rabarbarabitar og púður- sykur soðnir saman í nokkrar mínútur. Hellt í eldfast mót. Smjörið brætt og blandað saman við hafrakexið sem er svo dreift yfir rabarbaralöginn. Eggjahvítur og sykur þeytt, kókosmjöli bætt saman við og smurt yfir. Bakað við 150°C í eina klukkustund. Berið fram með ís eða rjóma. UPPSKRIFT 2 Heilaspuni 500 g rabarbari í bitum 250 g sykur 1 grænt epli, afhýtt og smátt skorið 2 tsk. engiferduft hnefafylli af kókosflögum 400 g gróft múslí 100 g smjör 100 g sykur eða púðursykur 2 msk. hveiti Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið rabarbara og sykur saman í 5 mínútur. Setjið rabarbara, epli, engiferduft og helminginn af kókosflögunum í ofnfast form. Myljið múslí, smjör og hveiti saman. Stráið múslíblöndunni yfir „Nei, en við erum búin að kaupa okkur hengirúm.“ Áskell Heiðar Ásgeirsson „Ég keypti útileikföng fyrir litlu börnin um daginn, fötur og skóflur.“ Óðinn Kristjánsson „Við endurnýjuðum grillið, dóttirin fjárfesti í bíl og svo stendur til að kaupa nýja sláttuvél.“ Steinunn Valdís Jónsdóttir (FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Rabarbaramojito. MYND: RAKEL ÁRNADÓTTIR rabarbarann. Stráið því sem eftir er af kókosflögunum yfir. Bakið í 30 mínútur eða þar til kakan er gullinbrún. Berið fram með ís eða rjóma. UPPSKRIFT 3 Rabarbaramojito ½ stk. lime 6 cl ljóst romm 6 myntublöð 250 g rabarbari 1½ dl strásykur ½ dl vatn klaki sódavatn limebátar og myntublöð til skrauts Aðferð: Skerið rabarbarann í 2-3 sm stóra bita og sjóðið, ásamt sykri og vatni, í u.þ.b. 10 mínútur. Hellið í gegnum sigti og pressið með skeið svo allur vökvinn renni af. Sjóðið saftina í opnum potti þar til hún líkist sírópi. Kælið. Skolið limeávöxtinn í volgu vatni og skerið í báta. Blandið saman í morteli: rommi, myntu, lime og 2 msk. af rabarbarasírópi. Hellið í glas og fyllið upp með sódavatni og dreifið einni msk. af rabar-barasírópinu yfir. Skreytið með limesneiðum eða -bátum og myntublöðum. Þess má að lokum geta að soð af rabarbarablöðum á að vera gott til að halda óværu frá garðagróðri. Þá eru blöðin söxuð í búta sem soðnir eru í stórum stálpotti. Þegar blöðin hafa soðið í um klukkustund er vökvinn kældur niður og síðan eru blöðin sigtuð frá safanum. Vökvanum er svo úðað á trén. Verði ykkur að góðu! Tilvitnun vikunnar FEYKIFÍN AFÞREYING 24/2020 7 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Eftirvænting eykur mig. Oft á beltum sýnilig. Meinlaus lág, en hætta há. Hryggjartökin ekki smá.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.