Feykir


Feykir - 16.06.2020, Síða 8

Feykir - 16.06.2020, Síða 8
Golfklúbbur Skagafjarðar I Norðurlandsmótaröðin - Nýprent Open Metþátttaka í byrjendaflokki Það voru brosandi börn og unglingar sem mættu á Hlíðarendavöll sl. sunnudag en þá var haldið fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni í golfi. Skráning var góð og mættu krakkar frá bæði Akureyri og Dalvík til að etja kappi við Skagfirðingana okkar. Spilað var í nokkrum flokkum í bæði 9 og 18 holu leik og alls kepptu 59 börn og unglingar, allt frá fimm ára upp í 18, en stærsti flokkurinn var byrjendaflokkur með alls 23 keppendur í bæði stelpu og strákaflokki. Þetta var því metþátttaka í þessum flokki síðan fyrsta Nýprent Open mótið var haldið fyrir allmörgum árum síðan og gaman að segja frá því að mikil fjölgun hefur verið á nýliðum hjá bæði fullorðnum og börnum í Golfklúbbi Skagafjarðar í ár. Skagfirsku kylfingarnir stóðu sig með prýði og er ekki annað að sjá en að það stefni í flott sumar hjá barna og unglingastarfi Golfklúbsins í sumar með alla þessa flottu kylfinga, bæði nýliða og lengra komna. Unglinganefndin vill þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir daginn og sérstakar þakkir til þeirra sem lögðu vinnu í að gera þennan dag ógleymanlegan fyrir krakkana okkar. Gleðilegt golfsumar. /SG Þeir krakkar sem hafa áhuga á að prufa gólfíþróttina geta skráð sig á vikunámskeið í gegnum Nora kerfið undir http://umss.felog.is Myndir tóku Hjörtur Geirmundsson og Helga Jónína Guðmundsdóttir. Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 24 TBL 16. júni 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Fjárskaði Byggðasögumoli I palli@feykir.is Frá því segir í lýsingu Ölduhryggjar að Rósant Pálsson keypti Miðvelli eftir að þeir fóru í eyði 1907 og hafði þar meiri hluta fjár síns á beitarhúsum veturinn 1907-1908, rúmlega 50 kindur. Það var dag einn í annarri viku góu veturinn 1908 að veður var kyrrt árdegis en eftir hádegi fór að með stórfjúki og flygsurnar svo stórar að það var sannkölluð skæðadrífa. Rósant hafði að venju farið á beitarhúsin um morguninn til gegninga. Rak hann féð til beitar út fyrir Miðvelli, allt nema hrúta og þrjú smálömb. Seinni part dags var hann inni í tóft að taka til hey í poka. Þegar hann kemur út er skollin á iðulaus stórhríð. Hann fór þá að leita kindanna og fann nokkrar fyrir utan og rak áleiðis heim en lenti með þær dálítið fyrir neðan húsin og gat með engu móti komið þeim upp að húsunum. Ekki treysti hann sér til að rata heim að Ölduhrygg og lét fyrir berast í húsunum um nóttina. Þegar rofaði til um morguninn komst hann heim en skömmu síðar skall yfir sama stórviðrið aftur og birti ekki upp fyrr en að morgni þriðja dags. Þegar tókst að komast aftur út að Miðvöllum og farið var að huga að fénu kom í ljós að það hafði allt spennt suður fyrir og margt af því ofan í árgilið. Nokkrar kindur voru hjá svonefndum Sauðaskurði, þar af tvær dauðar. Sumar voru fenntar í hengju á gilbarminum og stóðu höfuðin fram úr hengjunni en margt hafði farið í gilið. Sumt var lifandi á skörinni, sumt helfrosið í krapi en 10-15 kindur hafði hrakið í ána og flotið burtu. Þær rak síðar út hjá Sölvanesi og Hömrum. Um helmingur af því fé sem fannst lifandi var ósjálfbjarga. Var það flutt á sleða að Miðvöllum og vakað þar yfir því eina eða tvær nætur en síðar farið með það heim í Ölduhrygg. Allar þessar kindur lifðu og hresstust flestar eftir nokkra daga. Rúmlega 20 kindur drápust af Miðvallafénu. /Byggðasaga Skagafjarðar III. bindi COVID-19 | Rabbað við Króksarann Ómar Braga Stefánsson sem stofnaði Facebook-síðu Skín við sólu slær í gegn Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 13 TBL 1. apríl 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 síðunni? „Ég held að þeir séu að nálgast 3.500 sem er með ólíkindum. Mig grun- aði ekki að þetta myndi vinda svona upp á sig þegar ég fór af stað. En svona er staðan og ég er pínu rosalega glaður með þessar móttökur. En til að viðhalda henni í einhvern tíma þá þarf fólk að setja inn myndir o.fl. Þar held ég að flokkarnir skipti öllu máli,“ segir Ómar Bragi en þess má geta að þegar Feykir fór í prentun voru meðlimir orðnir rúmlega 4.000. Hvað hefur komið þér mest á óvart varðandi síðuna? „Það er auðvitað sá fjöldi sem kominn er. Það var eitthvað sem ég lagði nú ekki sérstaklega af stað með en hefur komið skemmtilega á óvart. Svo er það jákvæðnin og gleðin sem ég skynja hjá fólki sem er að skoða þetta. Enda lagði ég áherslu á að inn á þessa síðu kæmi bara jákvæðni og gleði, ekkert annað væri í boði.“ Einhver skilaboð til fólks á þessum sér- stöku tímum? „Halda áfram að vera gott við hvort annað og hugsa vel um sína nánustu og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Við höfum allt til alls hér í Skagafirði og þegar þetta gengur yfir þá mun lífið halda áfram. Skagafjörður verður enn fegursti fjörðurinn og fólkið sem hér býr verður áfram það góða og duglega fólk sem hann byggir. Svo auðvitað að fara á síðuna Skín við sólu og setja inn efni og hafa gaman af,“ segir Ómar Bragi að lokum. /ÓAB Ein af myndunum sem smellt hefur verið inn á Skín við sólu á Facebook. Þar kennir margra grasa, myndir frá gömlum tíma og nýrri. Það má skoða og skemmta sér endalaust. MYNDIR AF NETINU Ný menntastefna tekur gildi Skagafjörður Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ný Menntastefna Skagafjarðar hafi nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga. Alls komu rúmlega 90 ein- staklingar að mótunarferlinu; nemendur allra skólastiga, starfsfólk skóla/frístundar, starfsfólk fræðsluþjónustu, kjörnir fulltrúar í fræðslu- nefnd ásamt þátttakendum á íbúafundum. Menntastefnan nær til allra barna og ungmenna í Skaga- firði frá upphafi skólagöngu í leikskóla til loka náms í framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að nám barna og ungmenna eigi sér stað bæði innan skólans sem og í frístundastarfi og aukna samvinnu ólíkra skólastiga, skólagerða og frístundar til að tryggja samfellu í námi. Nánar um menntastefnuna á Skaga jörður.is. /ÓAB Það er ekki að spyrja að því þegar Ómar Bragi Stefánsson fær ein- hverja hugmynd – þær eiga það til að vinda duglega upp á sig. Ómar er til dæmis höfundur Króksblóts og Jólahlaðborðs Rotary, svo eitthvað sé nefnt. Sunnudaginn 22. mars sl. stofnaði hann síðuna Skín við sólu á Facebook og hvatti fólk til að ganga til liðs við sig og smella einhverju skemmtilegu á síðuna og þá ekki síst myndum. Undirtektirnar létu ekki á sér standa og liggur við að allir Skagfirðingar fyrr og síðar séu mættir til leiks með myndir og myndbönd, sér og öðrum til ánægju. Feykir hafði samband við Ómar og lagði fyrir hann nokkr r spurningar tengdar síðunni góðu. Hvers vegna stofnaðir þú Face- book-síðuna Skín við sólu og hver var hugmyndin með þessu fram- taki? „Það var nú bara þannig að þegar ég vaknaði á sun udaginn var þetta bara í höfðinu á mér. Ég stóð upp, fór fram í stofu og settist aðeins niður þar og þetta varð smátt og smátt skýrara fyrir mér. Ég held að á laugardeginum, daginn áður hafi ég verið að dást að hve samheldnin væri mikil í samfélaginu, ekki bara hér, heldur um land allt. Það var svo frábært að sjá að klappað væri fyrir heil- brigðisstarfsfólki, sungið fyrir aldraða og af svölum fyrir nágrannana. Hjálpast til við að fara með mat og nauðsynjavörur til þeirra sem ekki geta náð í slíkt og þannig mætti lengi áfram telja. Ég ræddi þetta smástund við hana Maríu mína en hún veit það líklega best allra að þegar ég fæ einhverja svona hugmynd og vil framkvæma hana þá er fátt sem stoppar það. Síðan settist ég við tölvuna og stofnaði þessa síðu. Ég sá fyrir mér að byrja á því að setja inn landslagsmyndir úr Skagafirði því þar er nú af nægu að taka. Núna er kominn mikill fjöldi landslagsmynda þar inn sem myndu sóma sér vel á hvaða sýningu sem væri. Síðan hvatti ég til að næst yrðu settar inn íþróttamyndir enda stendur það mér næst. Núna [25. mars] er síðan verið að setja inn myndir og myndbönd sem tengjast tónlist- inni hér í Skagafirði og þar eigum við nú aldeilis fjársjóði. Svona sá ég þetta fyrir mér, nýr flokkur, ný við-fangsefni og nýjar myndir. Þarna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og flokk sem tengist þeim.“ Hversu margir meðlimir eru á Það eru til óteljandi myndir af íþróttaliðum og þeir sem hafa gaman af því að rýna í andlit úr fortíðinni hafa sannarlega fundið gullkistu á Skín við sólu. Þekktasti ábúandi Ytra- Skörðugils [í Skagafirði] er án efa sagnaritarinn Gísli Konráðsson sem þar bjó í 18 ár, frá 1819- 1837. Þangað fór hann nauðugur frá Bakka í Vallhólmi og orðar það svo í ævisögu sinni, að Ytra-Skörðugil væri ,,niðurnítt, heyskaparlítið með óræktartúni meinþýfðu, þó 20 hundruð, með hundr- aðsleigu og tveimur kúgildum, klausturjörð með prjónles landskuld. Fluttist hann þangað og varð að lóga einni kúnni fyrsta haustið.“ Eftir Jón Espólín genginn varð Gísli þekktasti sagnaritari á Íslandi á sinni tíð. Um fjörutíu ára skeið, 1807-1847, bjó Gísli á ýmsum jörðum í Skagafirði, lengst á Ytra-Skörðugili. Gísli fluttist úr Skagafirði með Indriða syni sínum árið 1850 en settist að í Flatey á Breiðafirði 1852. Þar varð hann í raun fyrsti atvinnurithöfundur á Íslandi á seinni öldum, því að efnamenn eyjarinnar settu hann niður í húsi þar og sáu honum fyrir viðurværi en Gísli sat öllum stundum og skrifaði allt fram undir lokadægur. Hann lést níræður að aldri árið 1877. Gísli Konráðsson hefur orðið einhver afkastamesti skrifari og rithöfundur á Íslandi fyrr og síðar. Langt væri að telja öll hans skrif og margt af því er óprentað, en fullyrða má, að hefði hans söfnun og skráning ekki komið til væri stórum meiri vöntun en ella í vitneskju um mannlíf og sögu Skagafjarðar og raunar margra annarra landshluta á 18. og 19. öld. Byggðasögumoli | palli@feykir.is Sagnameistarinn Yngsti keppandinn, Nína Brynjarsdóttir, að fá smá leiðsögn frá þjálfaran- um, Atla Frey Rafnssyni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.