Feykir


Feykir - 01.07.2020, Síða 2

Feykir - 01.07.2020, Síða 2
Nú er sumar og sól, tími náttúruskoðunar og ferðalaga en líka tími aukinnar hættu í umferðinni á vegum landsins. Þessi atriði eru mér óneitanlega ofarlega í huga þessa dagana. Á sunnudaginn var komum við fjölskyldan að sunnan. Við höfðum ákveðið að gefa okkur tíma til að aka Hvalfjörðinn í leiðinni norður og stóðum við það, þrátt fyrir að rigningar- skúrir dembdust úr loftinu, einmitt á þeim tíma sem við vorum á ferð um Kollafjörð og Kjalarnes en fljótlega stytti þó upp og Hvalfjörðurinn skartaði sínu fegursta. Það er eiginlega skömm frá því að segja að frá því Hvalfjarðargöngin opnuðu árið 1998 held ég að ég hafi aðeins tvisvar eða þrisvar ekið um þennan fallega fjörð og trúlega bara einu sinni af frjálsum vilja, þ.e. án þess að göngin væru lokuð. Hér áður fyrr varð umræðan um hvað fjörðurinn væri langur og leiðinlegur til þess að augu mín, og sjálfsagt fleiri, voru kirfilega lokuð fyrir því hve náttúrufegurðin er mikil á þessu svæði. Við renndum upp að Meðalfellsvatni sem skartaði sínu fegursta og við lá að umræða síðustu ára um lúsmý við vatnið gleymdist alfarið, svo fallegt er þar. Eitt af því sem ég hafði margoft hugsað um þau skipti sem ég ók Hvalfjörðinn á árum áður, var að ég þyrfti endilega að fara upp að fossinum í Brynjudalsá við tækifæri. Tækifærið kom loksins núna, rúmum tuttugu árum síðar. Það er nú ekki eins og það taki óratíma frekar en maður vill en ég mæli eindregið með því að rölta upp að þessum fallega fossi, það er á flestra færi. Það er undarlegt að aka um hlað í Olíustöðinni núna, engar rútur við sjoppuna en þó gaman að sjá hvað öllu er þar vel við haldið, ólíkt gamla Botnskálanum sem má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. Í Ferstikluskála er líka lok, lok og læs en við kíktum við á Hlöðum þar sem starfrækt er Hernámssetur og þar er einnig mjög fín sundlaug. Þar hefði örugglega verið hægt að staldra við í góðan tíma en það verður gert síðar. Þennan dag varð hörmulegt umferðarslys á Kjalarnesi og hefði það ekki átt að fara fram hjá neinum þar sem það fékk mikla umfjöllun fjölmiðla. Engu að síður er það ergileg staðreynd að á ferð okkar hingað norður í Skagafjörð kom það fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að meðreiðarsveinum okkar í umferðinni lægi svo lífið á að komast fram úr að óbrotnar línur eða lítil fjarlægð í næsta bíl dugði ekki til að hægt væri að slaka á og bíða örfá augnablik eftir hentugra færi til að taka fram úr. Svona umferðarsóðar geta sett ljótan blett á góða ferð og ekki þeim að þakka meðan ekki fer illa. Munum svo bara að njóta en ekki þjóta. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Sumar, sól og ferðalög Félagsmiðstöð 60+ verður starfrækt á Hvammstanga í sumar. Opið verður í dreif- námsmiðstöðinni á neðri hæð Félags- heimilisins á Hvammstanga á miðvikudögum í júlí og ágúst frá klukkan 14-16. Síðastliðinn fimmtudag var opið hús í Félagsmiðstöðinni þar sem boðið var upp á vöfflukaffi og drög að dagskrá kynnt. Á vef Húnaþings vestra kemur fram að mikill áhugi sé á verkefninu og góðar hugmyndir að námskeiðum eða félagsstarfi hafi komið fram. Svo var hlustað á harmonikkuleik og sungið saman. „Þar verður hægt að fá sér kaffi, spjalla saman eða spila, fara í gönguferð eða taka þátt í námskeiðum. Einnig verður Henrike Wappler, félagsráðgjafi, á staðnum ef óskað er eftir ráðgjöf,“ segir í frétt Húnaþings. Einnig verður boðið upp á dagskrá á öðrum dögum yfir þetta tímabil eins og í íþróttahúsinu, á púttvelli eða í Nestúni og verður það þá auglýst sérstaklega. Alltaf verður þó heitt á könnunni á miðvikudögum. /SHV Mikill áhugi fyrir félagsmiðstöð fyrir 60 ára og eldri Húnaþing vestra Á Sauðárkróki lönduðu 13 skip og bátar rúmum 623 tonnum í vikunni sem leið og átti Drangey SK 2 drjúgan hlut af þeim afla eða tæp 423 tonn. Á Skagaströnd var landað rúmum 156 tonnum og á Hofsósi tæpum tveimur tonnum. Samanlagður afli á Norðurlandi vestra var 781.186 kíló. /FE Aflatölur 21. – 27. júní 2020 Drangey með 423 tonn í tveimur löndunum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Gísli Súrsson GK 8 Lína 29.272 Greifinn SK 19 Handfæri 2.155 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.272 Hafdís HU 85 Lína 797 Hafdís HU 85 Línutrekt 603 Hafey SK 10 Handfæri 1.448 Hrund HU 15 Handfæri 2.337 Húni HU 62 Handfæri 2.436 Ísak Örn HU 151 Handfæri 598 Jenný HU 40 Handfæri 968 Kambur HU 24 Handfæri 1.980 Loftur HU 717 Handfæri 1.874 Lukka EA 777 Handfæri 1.409 Már HU 545 Handfæri 266 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 1.195 Óli G GK 50 Lína 11.747 Stakkhamar SH 220 Lína 22.995 Svalur HU 124 Handfæri 1.635 Sæunn HU 30 Handfæri 2.283 Sævík GK 757 Lína 25.350 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.956 Víðir EA 423 Handfæri 2.350 Víðir ÞH 210 Handfæri 1.045 Alls á Skagaströnd 156.306 HOFSÓS Skáley SK 32 Handfæri 1.529 Skotta SK 138 Handfæri 300 Alls á Hofsósi 1.829 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 422.861 Gammur II SK 120 Handfæri 865 Gjávík SK 20 Handfæri 2.233 Hafey SK 10 Handfæri 295 Hafsól SK 96 Handfæri 751 Kristín SK 77 Handfæri 2.184 Málmey SK 1 Botnvarpa 169.691 Már SK 90 Handfæri 2.479 Onni HU 36 Dragnót 15.572 Skvetta SK 7 Handfæri 2.501 Steini G SK 14 Handfæri 1.241 Vinur SK 22 Handfæri 2.229 Ösp SK 135 Handfæri 149 Alls á Sauðárkróki 623.051 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.357 Bergur sterki HU 17 Lína 14.652 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.336 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.285 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.066 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.742 Daðey GK 777 Lína 1.985 Dagrún HU 121 Handfæri 1.645 Elfa HU 191 Handfæri 2.756 Elín ÞH 85 Handfæri 2.284 Fengsæll HU 56 Handfæri 854 Geiri HU 69 Handfæri 2.373 Þann 11. júlí 2020 verður opnuð sýningin Stúlkan og Hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545. Listamennirnir túlka sína sýn á þjóðsögunni. Þetta er samsýning ellefu listamanna úr Skagafirði Húna- vatnssýslum og Reykjavík. Sýningin verður opnuð klukkan 11 og er opin til 23. Sýningin verður opin í mánuð á opnunartíma Listakots Dóru sem er frá klukkan 12- 17 frá laugardegi til mánudags og eftir samkomulagi. Vinnustofan er rekin af listamanninum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur sem vinnur að list sinni og handverki á staðnum. Verkefnið er styrkt af SSNV og Húnaprenti. /Fréttatilkynning Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni Listakot Dóru Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 26/2020

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.