Feykir


Feykir - 01.07.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 01.07.2020, Blaðsíða 5
Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tapaði fyrir liði Stokkseyrar þegar önnur umferð 4. deildar Íslands- mótsins í knattspyrnu B riðli fór fram á fimmtudaginn. Stokkseyri komst yfir á 15. mínútu leiksins en Pálmi Þórsson jafnaði fyrir Kormák/ Hvöt rétt fyrir leikhlé. Leikurinn var svo í járnum allt þar til á 85. mínútu er Stokkseyri náði að setja mark og vann því leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Næsti leikur Kormáks/ Hvatar verður mánudaginn 6. júlí og fer hann fram í Stykkishólmi gegn Snæfelli. Fyrsti heimaleikurinn verður sunnudaginn 12. júlí á Blönduósvelli gegn Álafossi. /HUNI.IS Tap á Stokkseyri Fótbolti ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Karlalið Tindastóls mætti á sunnudag Vængjum Júpíters á Fjölnisvellinum í Reykjavík fyrir sunnan. Eftir pínu svekkjandi jafntefli í fyrsta leik var mikilvægt fyrir Stólana að koma sér í sigurgírinn í þriðju deildinni og það var að sjálfsögðu það sem drengirnir gerðu. Þeir náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en gerðu sér pínu erfitt fyrir með því að gefa mark seint í leiknum. Lokatölur þó 1-2 og góður sigur staðreynd. Bæði liðin fengu skelli gegn góðum andstæðingum í Mjólkurbikarnum fyrr í vikunni en stóðu þó lengi í sínum andstæðingum. Luke Rae og Jónas Aron héldu uppteknum hætti og skoruðu, Luke á 15. mínútu og Jónas á 38. mínútu. Að sögn Óskars Smára Haraldssonar (aðstoðarþjálfara) voru Stólarnir ekki upp á sitt besta og margt sem menn vildu laga í hálfleik þó staðan væri 0-2. „Í seinni hálfleik vorum við langt frá því að sýna okkar rétta andlit og hleypum Vængjum Júpíters inn í leikinn með slæmu marki sem við teljum að hafi verið gjöf af okkar hálfu,“ sagði Óskar Smári í spjalli við Feyki. „En sem betur fer fór seiglan og liðsheildin með þetta alla leið og ef við hefðum nýtt sénsana betur hefðum við getað skorað fleiri mörk.“ Aðspurður hverjir hefðu verið sterkir í leiknum svaraði Óskar: „Ísak var að vanda virkilega flottur og sama má segja um Jónas, Luke og Ford. Þetta var okkar þriðji leikur á einni viku og jafnframt voru flestir sem tóku þátt í dómgæslu daginn áður [á Steinullarmótinu] og því eðlilegt að smá þreyta sé í mannskapnum. En við erum fyrst og fremst ánægðir að hafa tekið stigin þrjú með okkur heim og bíðum spenntir eftir að mæta KFG á Sauðarkróksvelli næstkomandi föstudag!“ Leikurinn gegn Garðbæingum hefst kl. 18:00. Áfram Tindastóll! /ÓAB Sanngjarn sigur á Vængjum Júpíters Fótbolti Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í hörkuslag á föstudagskvöldið á gervigrasinu á Króknum. Lið gestanna féll úr efstu deild í fyrra og fyrir mót var þeim spáð öruggum sigri í Lengjudeildinni í sumar en Stólastúlkum var spáð þriðja sæti. Það var því um stórleik að ræða og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að knýja fram sigurmark allt fram á síðustu sekúndu en leiknum lauk með sanngjörnu jafntefli, lokatölur 1-1. Áður en leikurinn hófst var Hugrúnu Páls færður blómvöndur en þetta var hundraðasti leikur hennar fyrir Tindastól. Leikurinn fór fjörlega af stað í pínu norðangalsa en það lægði þegar á leið. Hugrún fékk fysta dauðafærið þegar hún fékk boltann óvænt á fjærstöng og skellti boltanum í stöngina. Á 15. mínútu náðu Keflvíkingar góðri sókn sem endaði með því að boltanum var stungið laglega inn fyrir á Paulu Watnick sem komst fram hjá Amber Michel í marki Tindastóls og lagði boltann í markið. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu á tíðum upp ágætu spili. Þær voru snöggar að loka á Mur í framlínu Tindastóls þannig að hún hafði úr litlu að moða. Staðan var 0-1 í hálfleik en Stólastúlkur komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu að ógna marki gestanna. Hugrún og Aldís María náðu að teygja betur á vörn gestanna og skapa hættu en það gekk illa að finna Mur í fæturna. Jöfnunarmarkið kom á 63. mínútu, eftir að Aldís María tapaði boltanum í teig Keflavíkur mistókst gestunum að koma boltanum frá, Laufey vann boltann og sendi fyrir markið, Ásta Vigdís í markinu náði ekki að góma boltann sem barst til Hugrúnar sem sendi boltann aftur í Ástu og af henni hrökk hann til Jackie Altschuld sem skoraði af yfirvegun. Næstu mínútur var jafnræði með liðunum en síðustu mínútur leiksins sóttu gestirnir heldur meira en bæði lið gerðu ágætar tilraunir til að stela stigunum. Stöðva þurfti leikinn undir lokin eftir að Amber og Natasha Anasi lentu í samstuði en ágætur dómari leiksins lét réttilega köll um vítaspyrnu sem vind um eyru þjóta. Niðurstaðan því jafntefli sem eru sennilega ásættanleg úrslit fyrir bæði lið þegar upp er staðið. Amber var frábær í markinu og virðast Stólarnir hafa krækt í hörku markvörð. Hún gerði allt óaðfinnanlega. Fyrir framan hana náðu Bryndís Rut og Hallgerður vel saman og studdar af Laufeyju Hörpu og Kristrúnu þá náðu þær að verjast vel snörpum og liprum sóknarleikmönnum Keflavíkur. Það var pínu basl á stelpunum inni á miðjunni sem skiljanlegt er. Jackie náði þó að komast betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Mur átti erfitt uppdráttar í leiknum en Aldís María og Hugrún efldust eftir því sem leið á. Stúlkurnar sem komu inn á skiluðu sínu vel. Um 350 áhorfendur voru á leiknum og ekki oft sem slíkt gerist á fótboltaleik hér. Fjölmargir Keflvíkingar voru á svæðinu þar sem Steinullarmótið í knattsyrnu fór fram um helgina og studdu þeir sínar stelpur vel – mun betur en frekar hógværir Króksarar í stúkunni. Næsti leikur Stólastúlkna er gegn liði Víkings í Reykjavík þann 3. júlí. /ÓAB Jafntefli hjá Stólastúlkum og Keflvíkingum í hörkuleik Fótbolti Jackie í baráttunni inni á miðjunni en hún gerði jöfnunarmark Stólastúlkna. MYND: ÓAB Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. júní á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa. Drengjasveitin endaði í 13. sæti. Sveitina skipuðu þeir Alexander Franz Þórðarson, Axel Arnarsson, Bjartmar Dagur Þórðarson, Hallur Atli Helgason og Tómas Bjarki Guðmunds- son. Liðsstjóri var Atli Freyr Rafnsson. Stúlknasveitin var sam- eiginleg með Golfklúbbnum Hamri Dalvík og enduðu þær í 5. sæti. Sveitina skipuðu Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir og Magnea Ósk Bjarnadóttir GHD. Liðsstjóri var Bjarni Jóhann Valdimarsson GHD. Krakkarnir sýndu leikgleði og prúðmennsku á vellinum og voru klúbbum sínum til mikils sóma. /Fréttatilkynning Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri Golf Drengjasveit GSS ásamt liðstjóra sínum, Atla Frey Rafnssyni. MYND: AÐSEND Stúlknasveitin sem skipuð var sameiginlegu liði með Golfklúbbnum Hamri Dalvík, ásamt liðstjóra sínum, Bjarna Jóhanni Valdimarssyni. MYND: AÐSEND 26/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.