Feykir


Feykir - 01.07.2020, Blaðsíða 7

Feykir - 01.07.2020, Blaðsíða 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Skafl. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hver eru þín bestu og verstu kaup? Spurt á Facebook UMSJÓN : SHV „Rauðu Trigger stígvélin mín eru langbestu kaupin mín. Þau kostuðu 300 kr. og við erum ca. 12 sem notum þau í útiveru í leikskólanum. Verstu kaupin mín eru svona ca 75% af fötunum mínum. Leiðist að máta og allt það.“ Hildur Haraldsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Liberty Bell, eða Frelsisbjallan, er staðsett í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, einni elstu borg Bandaríkjanna. Hún var tekin í notkun 1752 og er eitt helsta tákn bandarísks sjálfstæðis. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er nafnið Pennsylvanía rangt stafsett á bjöllunni. Maís og humar- pizza á grillið og karmellukornflex- nammi í eftirrétt Matgæðingar vikunnar, þau Jón Gestur Atlason og Hanna María Gylfadóttir, búa á Sauðárkróki ásamt dóttur sinni, en þar er Jón Gestur fæddur og uppalinn en Hanna flutti þangað fyrir 14 árum með fjölskyldu sinni. Jón Gestur er menntaður smiður og starfar hjá K-TAK en Hanna starfar á leikskólanum Ársölum meðfram masters námi í Menntunarfræði. Þau gefa lesendum uppskriftir að þremur sumarlegum réttum. „Óklifin fjöllin fram undan buga þig ekki heldur steinvalan í skónum”. / Muhammad Ali RÉTTUR 1 Grillaður maís á mexíkóska vísu 4 maísstönglar, helst ferskir ½ bolli majónes chilli duft ⅓ bolli ferskur parmesan ferskur kóríander 1 lime Aðferð: Grillið maísstöngla í 10- 12 mínútur, lengur ef þeir eru frosnir. Smyrjið þá því næst með majónesinu og dreifið chilli dufti og rífið parmesan ost yfir. Berið fram með ferskum kóríander og lime bátum. RÉTTUR 2 Grilluð humarpizza Pizzabotn: Uppskriftin dugar í tvo botna. 3 tsk. (einn lítill poki) þurrger 1 tsk. sykur 2 dl heitt vatn 5 dl hveiti 1 msk. hvítlauksolía 1 tsk. parmesan og basil salt frá Nicolas Vahé Aðferð: Þurrgerinu, sykrinum og vatninu er blandað saman í skál og látið bíða í smástund eða þangað til blandan fer að freyða. Þá er hveitinu, olíunni og saltinu blandað saman við, deigið hnoðað og látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma. Álegg: 400-500 g skelflettur humar hvítlaukssmjör hvítlauksolía „Bestu kaupin eru klárlega þráðlausa ryksugan mín. Hún stoppar ekki á þessu heimili. Verstu kaupin eru róbot ryksuga sem ég gat ekki notað því dóttirin var svo hrædd við hana og það gleymdist að kveikja á henni þegar enginn var heima.“ Ólöf Ösp Sverrisdóttir „Bestu kaup er líklega uppþvottavélin mín sem hefur gengið snurðulaust í 14 ár. Verstu kaup er Chevrolet Lacetty.“ Ívar Gylfason „Mín bestu kaup var ferð til Kúbu, ferð sem ég gleymi aldrei. Mín verstu var önnur ferð til Kúbu, gleymi henni seint.“ Helgi Dagur Gunnarsson Hanna María Gylfadóttir og Jón Gestur Atlason matgæðingar vikunnar. MYND: AÐSEND rifinn ostur klettasalat ferskur parmesan Aðferð: Pizzasteinn er hitaður á grillinu. Botninn er penslaður með hvítlauksolíu, rifnum osti dreift yfir og pizzunni komið fyrir á steininum. Best er að hafa bökunarpappír á milli. Pizzan er bökuð í u.þ.b. 5 mínútur. Humrinum er velt upp úr 4-5 matskeiðum af bræddu hvítlaukssmjöri áður en hann er settur á pizzuna og hún bökuð í 5-7 mínútur til viðbótar. Pizzan er borin fram með klettasalati, ferskum parmesan og hvítlauksolíu. RÉTTUR 3 Karmellukornflex- nammi með lakkrísbitum 300 g Dumle karmellur 130 g smjör 200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar) 90 g kornflex, mulið gróflega Aðferð: Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman. Setjið í form (24x34cm) hulið smjörpappír og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið. Krem: 400 g rjómasúkkulaði 60 g smjör Aðferð: Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið því næst yfir kornflexnammið. Setjið í frysti og geymið í a.m.k. 20-30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita. Við erum í frábærum matarklúbbi og skorum á vinapar okkar þaðan, Sigríði Heiðu Bjarkadóttur og Hlyn Örn Sigmundsson. Tilvitnun vikunnar ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Jón Gestur og Hanna María matreiða 26/2020 7 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Upp við strönd ég steypi mér. Stend á söndum víðum. Skíðaböndum undir er. Einnig göndum þýðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.