Feykir


Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 2
Landið hefur opnað á ný. Íslendingar flykkjast heim og ferðamennirnir „flæða“ inn í landið. Með þeim fylgir óboðinn gestur, kórónan sem við héldum að við værum laus við. Við héldum að við værum sloppin, aftur frjáls og tilbúin fyrir sumarið. Sækjum barnaíþróttamótin hvert á fætur öðru og gleymum hlutverki okkar í hita leiksins, að huga að okkar eigin sóttvörnum. „Æi það er allt í lagi þó ég skjótist hér yfir, þetta er nú bara rugl,“ hugsar eflaust margur og við það flæðir alls staðar á milli hólfa og áður en varir verður skipulagslaust kaos og Víðir verður snar. Nú er Símamótið í Kópavogi framundan um helgina í 5.-7. flokki stúlkna í knattspyrnu. Skipuleggjendur hafa gefið samviskusamlega út hólfaskipt skipulag og beint er til foreldra að takmarka komu sína á vellina og aðra dagskrárliði mótsins. Hins vegar er svo öllum boðið upp á sömu afþreyinguna á milli leikja og búast má við að blöndun verði milli hópanna utan vallar. Tjaldsvæðum er t.d. ekki skipt upp í samræmi við leikjaplan mótsins enda er það ógjörningur. Maður veltir því fyrir sér hvort þessar smitvarnir hjá mótshöldurum geri eitthvert gagn. En þá er nefnilega komið að því að við sinnum okkar hlutverki. Mótshaldarar gera sitt með breyttu fyrirkomulagi og strangari reglum um flakk og samgang á milli svæða og fækka fjölda gesta inn á svæðið. Svo er það okkar að haga okkur og passa utan svæðis og huga að okkar eigin sótt- vörnum. Þvo okkur um hendur, spritta, sleppa knúsinu og virða 2m regluna. Gleymum því heldur ekki að við erum fyrirmynd barnanna. Þau gera eins og við gerum en ekki eins og við segjum þeim að gera. Knattspyrnustúlkur Tindastóls munu mæta galvaskar á Símamótið. Foreldrar munu fylgja suður en hlýða tilmælum og takmarka veru sína á vellinum. Hvetja stúlkurnar fyrir og eftir leik og láta þjálfara og liðstjóra um leikina. Fylgja þeim svo eftir utan vallar og vera þeim og félaginu til fyrirmyndar með því að huga að okkar hlutverki og kenna þeim um leið hvernig við breytum hegðun okkar þegar svona ástand ríkir í heiminum. Þannig mun okkur takast að halda allar sam- komur, þrátt fyrir allar kórónur og veldissprota. Við erum spennt fyrir mótinu og hlökkum til að sjá hvernig nýtt fyrirkomulag mun takast til. Áfram Ísland – pú á heimsfaraldur. Soffía Helga Valsdóttir blaðamaður LEIÐARI Leggjumst öll á eitt Rúmum 42 tonnum var landað á Skagaströnd í vikunni sem leið en þar lögðu 28 bátar upp og til Sauðárkróks barst tæpt 431 tonn. Á Hofsósi var landað 1,8 tonni og á Hvamms- tanga 2,5 tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 477.447 kíló. /FE Aflatölur 28. júní – 4. júlí 2020 á Norðurlandi vestra 477 tonnum landað í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 188.519 Fannar SK 11 Handfæri 2.338 Gammur II SK 120 Handfæri 672 Gjávík SK 20 Handfæri 1.575 Gullhólmi SH 201 Lína 4.603 Hafey SK 10 Handfæri 935 Kristín SK 77 Handfæri 1.291 Málmey SK 1 Botnvarpa 172.678 Már SK 90 Handfæri 2.330 Onni HU 36 Dragnót 6.500 Pálína Þórunn GK 49 Botnvarpa 47.121 Skvetta SK 7 Handfæri 1.313 Steini G SK 14 Handfæri 926 Alls á Sauðárkróki 430.801 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.043 Bergur sterki HU 17 Lína 5.053 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.690 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.560 Blær HU 77 Landbeitt lína 928 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 897 Dagrún HU 121 Handfæri 1.430 Elfa HU 191 Handfæri 2.620 Elín ÞH 85 Handfæri 1.179 Fengsæll HU 56 Handfæri 665 Geiri HU 69 Handfæri 1.526 Greifinn SK 19 Handfæri 1.693 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.216 Hafdís HU 85 Línutrekt 2.048 Hjördís HU 16 Handfæri 739 Hrund HU 15 Handfæri 1.645 Húni HU 62 Handfæri 1.307 Ísak Örn HU 151 Handfæri 355 Jenný HU 40 Handfæri 1.640 Kambur HU 24 Handfæri 2.154 Kópur HU 118 Handfæri 850 Loftur HU 717 Handfæri 2.233 Lukka EA 777 Handfæri 1.107 Sandvík E 79 Handfæri 1.191 Svalur HU 124 Handfæri 1.767 Sæunn HU 30 Handfæri 311 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.293 Víðir EA 423 Handfæri 1.164 Alls á Skagaströnd 42.304 HOFSÓS Skáley SK 32 Handfæri 1.842 Alls á Hofsósi 1.842 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.500 Alls á Hvammstanga 2.500 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í kjölfar óveðurs vetrarins Unnið að úrbótum á 64 fjarskipta- stöðvum með auknu varaafli Austur Húnavatnssýsla Laxveiði í Blöndu borgið í bili Í síðustu viku var útlit fyrir að laxveiðin í Blöndu væri í hættu þar sem Blöndulón var óðum að fyllast vegna mikilla hlýinda í veðri síðustu daga á Norðurlandi. Veðurguðirnir sáu hins vegar að sér og kólnað hefur í veðri og vatnsborðið því lækkað um 6 sentimetra. Því mun yfirfallið verða seinna en virtist vera fyrir helgi. Vonast er nú til að júlímánuður sleppi en um leið og lónið fer í yfirfall verður áin óveiðanleg. Fjallað er um málið í Sporðaköstum, veiðivef mbl.is og er þar sagt frá því að Landsvirkjun og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafi ekki komist að samkomulagi um hvernig bregðast ætti við hárri vatnsstöðu lónsins. Vildu fulltrúar veiðifélagsins opna botnlokur á Blöndulóni og hleypa þannig úr því en Landsvirkjun hafnaði þeirri tillögu. Útlit var fyrir að lónið færi í yfirfall 10.-12. júlí með áframhaldandi hlýindum en síðar ef myndi kólna. Nú hefur orðið svo og því útlit fyrir að júlímánuður sleppi. Bendir fréttavefurinn huni.is á það að í venjulegu ári verði yfirfall um og eftir Verslunarmannahelgi. Vonast nú veiðimenn til þess að veður haldist kalt næstu daga því veiðisvæðið við Blöndu sé viðkvæmt og megi ekki við áfalli sem þessu. /SHV Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafl- stöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru raf- geymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur. Í Skagafirði verða fastar rafstöðvar við Einhyrning, Sauðárkrók, Hegranes, Miðgarð og Fljót. Færanlegar rafstöðvar/tenglar verða í Varmahlíð, Hofsósi og við Ketilás og rafgeymir/ færanleg stöð/tengill við Straumnes, Fell og Sauðanes. Í Húnavatnssýslum verða fastar rafstöðvar á Bláhæð, Hvítabjarnarhóli, Grenjadalsfjalli, Laugarbakka, Hnjúkum og Steinnýjarstaðafjalli. Færanlegar rafstöðvar/tenglar verða á Stað, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd og rafgeymir/færanleg stöð/tengill á Hvammstanga og Hnjúki í Vatnsdal. Verkefnið er unnið í samstarfi við fjar- skiptafélögin og RÚV um endurbæturnar og tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýverið að verkefnið fengi 125,5 milljóna kr. fjárveitingu á þessu ári á vegum fjarskiptasjóðs í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Í fyrsta áfanga verður unnið að verkefnum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Áformað er að 100 milljónir bætist við þetta verkefni á næsta ári. Þá verður hugað að varaaflstöðvum á Suðurlandi og suðvesturhorni landsins. /SHV 2 27/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.