Feykir


Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 5
Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróks- velli sl. sunnudagskvöld. Reiknað var með hörkuleik en þegar til kom voru gestirnir einfaldlega sterk- ari og lið Tindastóls náði í raun aldrei neinum takti í leik sinn. Lokatölur 1-3. Stólarnir urðu fyrir áfalli strax á 3. mínútu þegar Benni fyrirliði varð að fara af velli meiddur og munar um minna. Eftir um 15 mínútna leik fengu gestirnir víta- spyrnu þegar Atli Dagur, markvörður Stólanna, gerð- ist brotlegur. Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítið glæsilega. Leikmönnum Tindastóls gekk óskaplega illa að spila boltanum fram á vallarhelming KFG, spila- mennskan ómarkviss og gestirnir unnu boltann hvað eftir annað eftir ónákvæmar sendingar út úr vörn Stól- anna. Addi Ólafs, sem kom inn fyrir Benna, kom Stól- unum yfir gegn gangi leiks- ins rétt fyrir hlé, fékk þá góðan tíma fyrir framan vítateig gestanna og dúndr- aði í hægra hornið hjá reynslulausum markverði gestanna. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að jafna leik- inn í síðari hálfleik. Jóhann Ólafur lyfti þá yfir Atla Dag sem kom út á móti honum. Næstu mínútur voru leik- menn Tindastóls sprækir, skoruðu ágætt mark sem dæmt var af vegna rang- stöðu. Á 66. mín. átti mark- vörður gestanna útspark sem varnarlína Stólanna mis- reiknaði, Kristján Gabríel slapp inn fyrir og skoraði af öryggi. Stólarnir voru meira með boltann það sem eftir lifði en sem fyrr voru fyrir- gjafir slakar og illa gekk að skapa færi. Luke Rae átti þó nokkra ágæta spretti og var ógnandi. Það var síðan Bó sem kórónaði sigur KFG á 90. mínútu eftir góðan undirbúning samherja síns sem stóð af sér 2-3 þreytu- legar tæklingar Tindastóls- manna áður en hann renndi boltanum á Bó. Svekkjandi tap því stað- reynd en fjórir leikmenn gestanna voru í sóttkví og því ekki með og þar fyrir utan voru þeir ekki með markmann í markinu – hvorugur markvarða liðsins gat spilað og því útileik- manninum Atla Jónassyni skellt í markið. Hann stóð fyrir sínu þó ljóst sé að betri markverðir hafi skutlað sér á Sauðárkróksvelli. Luke Rae og Tanner Sica áttu ágætan leik fyrir lið Tindastóls og þá stóð Atli Dagur sig með ágætum í markinu. /ÓAB Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en Skarða- golan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur, víðs vegar að, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermunds- dóttir GSS, en nánari úrslit má nálgast á golf.is. Konur í klúbbnum hjálpast að við undirbúning og utan- umhald mótsins en mótið er styrkt af fjölda fyrirtækja í Skagafirði og víðar. Að vanda svignaði verðlaunaborðið undan glæsilegum verðlaun- um og eru styrktaraðilum færðar hjartans þakkir fyrir stuðninginn. /Fréttatillkynning Dagbjört Rós bar sigur úr býtum Golf | Kvennamót GSS ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Garðbæingar unnu góðan sigur Knattspyrna 3. deild | Tindastóll – KFG 1–3 Jónas Aron með boltann í leiknum gegn KFG. MYND: ÓAB Golfklúbburinn Ós á Blönduósi hélt meistaramót sitt dagana 3. og 4. júlí á Vatnahverfisvelli í ágætis veðri. Sagt er frá mótinu á huni.is. Sigurvegari í meistara- flokki karla á 170 höggum var Eyþór Franzon Wechner, í öðru sæti á 175 höggum var Jón Jóhannsson og Valgeir M. Valgeirsson í þriðja sæti á 186 höggum. Birna Sigfúsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á 205 höggum og í öðru sæti var Jóhanna G. Jónasdóttir á 230 höggum. Hafsteinn Pétursson sigr- aði svo í fyrsta flokki karla með 201 högg, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson lenti í öðru sæti með 205 högg og í þriðja sæti varð Helgi Haraldsson með 220 högg. Úrslit voru sem hér segir: Meistaraflokkur karla: 1.sæti Eyþór Franzson Wechner. 2.sæti Jón Jóhannsson. 3.sæti Valgeir M Valgeirsson. Meistaraflokkur kvenna: 1.sæti Birna Sigfúsdóttir. 2.sæti Jóhanna G Jónasdóttir 1. flokkur karla: 1.sæti Hafsteinn Pétursson. 2.sæti Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. 3.sæti Helgi Haraldsson. /SHV Eyþór og Birna meistarar í meistaraflokki Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi Sigurvegarar mótsins, Eyþór, Birna og Hafsteinn. MYND: HÚNI.IS Það bættust þrjú stig í sarpinn hjá kvennaliði Tindastóls sl. föstudagskvöld þegar liðið vann sterkan sigur á ágætu liði Víkings í Lengjudeildinni. Leikið var í höfuðborginni og hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en í þeim síðari gerði lið Tindastóls tvö mörk og sigraði því 1-3. Að sögn Guðna Þórs Einarssonar þjálfara eru Stólastúlkur ánægðar með stigin þrjú á erfiðum útivelli. „Þetta var ekkert endilega fallegasti sigurinn en okkur gæti ekki verið meira sama,“ sagði Guðni í spjalli við Feyki. Fyrsta markið gerði Aldís María fyrir Tindastól á 27. mínútu en hún fékk stungu inn fyrir vörn Víkings og afgreiddi boltann laglega framhjá markverðinum og í netið. Rut Kristjánsdóttir jafnaði fyrir Víking með glæsimarki tíu mínútum síðar og staðan jöfn í hálfleik. Mur kom Stólastúlkum yfir á 58. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aldísi og eftir það reyndu heimastúlkur að jafna og náðu upp smá pressu. Það var hins vegar lið Tindastóls sem náði góðri skyndisókn skömmu fyrir leikslok, Mur sendi boltann á Laufeyju Hörpu sem náði að skora í annarri tilraun. Guðni tjáði Feyki að Víkingar hefðu skorað algjört draumamark í fyrri hálfleik og við það hafi lið Tindastóls orðið óþolinmótt. „En við sýndum góða seiglu í seinni hálfleik og náð- um að innbirða stigin þrjú. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Áttum nokkra ágætis spilkafla en duttum aðeins niður þess á milli. En við vörðum markið okkar vel og unnum fyrir þessum stigum með baráttu og sigurvilja.“ Aldís María átti frábæran leik, gerði gott mark og átti stoðsendingu eftir sprett og góða fyrirgjöf. Hún var mjög vinnusöm og ógnandi í framlínunni. Þá spilaði Laufey Harpa einnig virkilega vel að sögn Guðna, vann öll návígi og náði að skora gott mark eftir frábæran undir- búning frá Murielle. Næsti leikur Stólastúlkna er næstkomandi þriðjudag kl. 19:15 en þá koma Augnabliks- stúlkur í heimsókn á Krókinn. Lið Tindastóls er í öðru sæti Lengjudeildarinnar að loknum þremur umferðum, með sjö stig líkt og topplið Keflavíkur sem er með hagstæðara marka- hlutfall. /ÓAB Sterkur sigur Stólastúlkna í Víkinni Lengjudeild kvenna | Víkingur R – Tindastóll 1-3 Þátttakendur á Kvennamóti GSS. MYND: AÐSEND 27/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.