Feykir


Feykir - 08.07.2020, Page 8

Feykir - 08.07.2020, Page 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 27 TBL 8. júlÍ 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Það gerist ekki oft að brúðguminn mæti til kirkju óafvitandi þess að hann sé að fara að kvænast. En þannig var það svo sannarlega í tilfelli Jökuls Helgasonar er Guðný Elíasdóttir kom honum á óvart með óvæntu brúðkaupi. Giftu þau sig í Þingeyrakirkju í Húnavatnshreppi þann 30. júní síðastliðinn, í miðri hestaferð, og má segja að athöfnin hafi komið brúðgumanum jafn mikið á óvart og gestunum. Lögðu hjónaleysin af stað í fimm daga hestaferð um söguslóðir í Húnaþingi. Er hópurinn sat í Tjarnarkirkju í einu stoppinu og hlustaði á tónleika með Atla Guðlaugssyni og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur leiddi Guðný hugann að því hversu yndislegt það væri að gifta sig við aðstæður sem þessar. Hún lét ekki þar við sitja heldur fékk samferðafólk sitt í lið með sér og á skömmum tíma var búið að skipuleggja brúðkaup í Þingeyra- kirkju seinna í ferðinni, án vitundar Jökuls. Giftingarhring- ana útbjuggu faðir brúðarinnar og systir og voru þeir úr rafmagns- girðingabandi. Athöfnin fór svo fram í Þingeyrakirkju þann 30. júní síðastliðinn og gaf sr. Ursula Árnadóttir hjónin saman. Voru gestirnir og Jökull lokkuð til kirkju með það að yfirskyni að halda ætti aðra tónleika þar sem hinir hefðu nú tekist svo vel. „Við vorum nýkomin af baki og höfðum riðið Þingeyrasandana og 30 mínútum fyrir athöfnina var Jökull að járna fyrir fólk sem misst hafði skeifu undan hesti í ferðinni. Því vorum við vel skítug í athöfninni,“ segir Guðný er hún rifjar upp daginn. Fara í bað fyrir næstu athöfn Að athöfn lokinni virtist Jökull ekki annað en sáttur við þetta allt saman og nefndi að hann hefði nú allavega þvegið sér um hendur hefði hann vitað hvað til stæði. Guðný og Jökull hafa verið saman í rúmlega fjögur ár og búa á Akranesi. Guðný er þaðan en Jökull er stoltur Snæfellingur. Samtals eiga þau fimm börn; Stefaníu, Örnu Jöru, Andreu Ínu, Birtu Kristínu og Elías Marvin. Því miður gat Arna Jara ekki tekið þátt í athöfninni og því ætla þau að vera með aðra athöfn og veislu þegar öll börnin geta verið með þeim og hyggjast vera hrein í það skiptið. Aðspurð segir Guðný að hún hafi nú verið alveg viss um að Jökull segði já því þau hafi nú verið búin að ræða þetta eitthvað. Hún segir þetta einnig búið að vera mikið grín í fjölskyldunni hennar og mikið rætt af hverju þau væru ekki búin að drífa í þessu fyrir löngu. Nálægðin við Þrístapa hafi nú verið tilviljun og hún hefði síður viljað að pabbi hennar og föðurbróðir hefðu þurft að ríða með Jökul þangað til að verja heiður fjölskyldunnar. „Ég held að vestfirska þrjóskan úr móðurömmu minni, Rut Hall- grímsdóttur, og norðlenska hvat- vísin úr föðurömmu minni, Rut Sigurmonsdóttur frá Kolkuósi, hafi rutt mér áfram í þessum gjörningi,“ segir Guðný að lokum. Óskar Feykir þeim hjóna- kornum innilega til hamingju með ráðahaginn og alls hins besta í komandi hestaferðum og lífinu sjálfu. /SHV Ástir og hestaferðir Óvænt brúðkaup á sögu- slóðum í Húnvatnshreppi Stórsigur Húnvetninga 4. deild B-riðill : Snæfell – Kormákur/Hvöt 0–7 Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann fyrsta sigur sinn í 4. deildinni þetta sumarið þegar það sótti þrjú stig á Stykkishólmsvöll í fyrrakvöld. Lokatölur voru 0-7 en gestirnir voru þremur mörkum yfir í hléi. Heimamenn urðu fyrir skakkafalli strax á 4. mínútu þegar markvörður Snæfells fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum. Oliver Torres gerði fyrsta mark K/H á 14. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Sigurður Aadnegard við marki. Oliver gerði þriðja markið rétt fyrir hlé. Hilmar Kára gerði fjórða markið á 52. mínútu og síðan bættu Hlynur Rafnsson, Emil Óli og Viktor Ingi við mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Eftir að hafa byrjað mótið á þremur útileikjum þá eiga liðsmenn Kormáks/Hvatar loks heimaleik nk. sunnudag en þá kemur lið Álafoss úr Mosfellsbæ í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 16:00. /ÓAB Giftingarhringarnir voru búnir til úr rafmagnsgirðingabandi. Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF FB Haustið 1893 var á Bessastöðum grafið fyrir veggjaundirstöð- um fjárhúsa er þar skyldi byggja. Þegar komið var nær eina alin niður fannst þar beina- grind af manni og sýndi lega beinanna að hann hafði verið látinn tvöfaldur niður í gryfju. Þótti auðsætt að maður sá hefði verið myrtur. Gömul kona, ónafngreind, tjáði þá að hún hefði í æsku heyrt að maður utan að austan, úr Fljótum eða af Höfðaströnd, hefði verið sendur með peninga vestur í Húnavatnssýslu, komist eitthvað vestur yfir Héraðsvötn en síðan eigi til hans spurst. Var þess getið til, ef kvittur þessi væri sannur, maðurinn hefði verið myrtur á Bessastöðum [í Sæmundarhlíð í Skagafirði]. /Byggðasaga Skagafjarðar Byggðasögumoli | palli@feykir.is Beinagrindin á Bessastöðum Séra Ursula gefur hjónaleysin saman. AÐSENDAR MYNDIR H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI!! Afgreiðsla Nýprents verður opin frá kl. 8 -12 í sumar. Jökull virðist ekki annað en kampakátur með uppátæki Guðnýjar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.