Feykir - 02.12.2020, Side 12
Frá tendrun jólaljósa við kirkjuna á Blönduósi.
MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Covid setur strik í
hátíðarhöldin
COVID-19 | Tendrun jólaljósa
Tendrun jólaljósa hafa verið með breyttu sniði um
allt land vegna Covidáhrifa og fáir útvaldir fengið að
vera viðstaddir. Grýla og jólasveinarnir hafa farið
varlega en þó sést hér og hvar og hafa þeir lofað að
láta sig ekki vanta þegar kíkt verður á glugga og
jafnvel einhverju smáræði laumað í skó á aðventunni.
Ljósin voru tendruð á jólatrénu við Blönduós-
kirkju fimmtudaginn 26. nóvember þar sem Valdimar
O. Hermannsson, sveitarstjóri, taldi niður og kveiktu
tveir fulltrúar yngri kynslóðarinnar á ljósunum en
einungis 1. og 2. bekkur Blönduskóla var viðstaddur.
Tréð, sem er sitkagreni, kom úr Gunnfríðarstaðarskógi
og mældist ellefu og hálfur metri.
Daginn eftir voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorginu
á Sauðárkróki tendruð samhliða friðargöngu Árskóla
sem einnig fór fram með breyttu sniði. Að þessu sinni
var friðarljósið ekki látið ganga milli manna eins og
venja er en nemendur 10. bekkjar sáu um að flytja
ljósið frá kirkju og upp Kirkjustíginn þar sem ljósin
voru kveikt á krossinum sem stendur fremst á
Nafarbrúninni. Nemendur á yngsta stigi gengu fylktu
liði inn á íþróttavöllinn þar sem friðarljós gekk þeirra
á milli og fylgdust með þegar ljósið kviknaði á
krossinum á Nöfunum. Aðrir fóru í bæinn og héldu
sig í sínum hópum við Kirkjutorgið en 5. bekkingar
fengu að dansa í kringum jólatréð eftir að það varð
uppljómað. Á eftir fengu allir nemendur kakó, pipar-
kökur og kleinur í bekkjarstofum sínum.
Síðastliðinn mánudagsmorgun voru ljósin tendruð
á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Börn
í 1. - 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra voru
viðstödd, gengu kringum jólatréð og sungu jólalög.
Giljagaur leit við og Þórey Edda Elíasdóttir flutti
ávarp. /PF
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
46
TBL
2. desember 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981Hjónin Rúnar Máni Gunnarsson
og Eydís Magnúsdóttir, sem búa
á bænum Sölvanesi í Skagafirði,
bjóða upp á ýmislegt góðgæti í
bíl smáframleiðenda þegar
hann er á ferðinni. Í Sölvanesi er
rekinn búskapur með sauðfé og
hross en einnig bjóða þau upp á
gistingu þar sem náttúruunn-
endur og útivistarfólk ætti að
hafa nóg fyrir stafni því margar
góðar gönguleiðir eru í
námunda við bæinn.
Það var fyrir þremur árum að
þau hjón ákváðu að prófa að
framleiða vörur úr eigin hráefni í
Vörusmiðju Biopol á Skaga-
strönd og má segja að tilraunin
hafi undið vel upp á sig því nú
bjóða þau upp á nokkrar mis-
munandi vörur. Má þar nefna
bláberjagrafinn og reyktan
ærvöðva, grafinn ærvöðva,
ítalskar kjötbollur, beykireykt
kindabjúgu, fars og gúllas. Úr
folaldakjöti hafa þau meðal
annars framleitt JÓR sem er
berjagrafið og reykt folaldakjöt.
„Við höfum selt vörurnar
okkar heima á býlinu, á bænda-
mörkuðum t.d. á Hofsósi,
Hvanneyri og víðar, á heimasíðu
Beint frá býli, í gegnum REKO
og nú síðast í Sælkerabílnum
SMÁFRAMLEIÐENDUR Á
FERÐINNI og í vefverslun
Vörusmiðjunnar. Viðtökurnar í
sölubílnum hafa verið frábærar
og vonandi verður framhald á
því verkefni. Býlið er í lífrænni
aðlögun eins og er og vonandi
náum við að fá lífræna vorrun á
næsta ári.“
Við fengum svo hjónin til að
koma með nokkrar uppskriftir
þar sem vörurnar þeirra fá að
njóta sín og mælum við með því
að fara inn á netverslunina
Eydís og Rúnar Máni, smáframleiðendur frá Sölvanesi í Skagafirði. AÐSENDAR MYNDIR
UMSJÓN
Sigríður Garðarsdóttir
Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra | Spjallað við Eydísi og Rúnar Mána
Lamba-, ær-, og
folaldakjöt frá Sölvanesi
vorusmidja.is og panta þessar
girnilegu vörur sem þau hjón eru
að framleiða.
FORRÉTTUR
Bláberjagrafið ærfille
á snittubrauði
AÐFERÐ: Bræðið smjör og smá
sítrónusafa á pönnu. Skerið
snittubrauðið og ristið öðru
megin í smjörinu.
Raðið á fat. Setjið smá blá-
berjasultu á brauðið. Svo kemur
Laugarmýrarsalat, klettasalat og
sneið af grafna kjötinu, einnig
má setja sneið af Brie osti ef vill.
Skreytið fatið með bláberjum og
setjið svo smávegis af balsamik
gljáa yfir. Namm!
AÐALRÉTTUR
Marokkóskur pottréttur
Þessi marokkóski pottréttur með
lamba- eða ærgúllasi er í miklu
uppáhaldi hjá Eydísi en upphaf-
lega uppskriftin er frá Nönnu
Rögnvaldar, þó aðeins breytt:
700 g ærgúllas
salt og pipar
2 msk. olía
1–2 laukar, smátt skornir (má sleppa)
2–3 kramin hvítlauksrif
2–3 gulrætur í sneiðum
100 g þurrkaðar apríkósur
2 tsk. cumin
2 tsk. kóríanderduft
1 tsk. túrmerik
½ tsk. kanill
100 ml chilitómatsósa eða
önnur sterk tómatsósa
chiliflögur eftir smekk
pínu cayennapipar
½ l vatn
1 dós kjúklingabaunir
50 g möndlur (ef vill)
AÐFERÐ: Hitið ofninn í 170°C.
Þerrið kjötið, skerið í litla bita og
kryddið með salti og pipar.
Brúnið í olíu á pönnu eða
steypujárnspotti, takið svo upp
með gataspaða og setjið til hliðar.
Bætið olíu á pönnu og mýkið
gulrætur, hvítlauk og lauk, stráið
kryddunum yfir, hrærið chili-
sósunni út í og loks apríkósunum
og kjötinu.
Síðast fara baunirnar og
möndlurnar í. Færið í eldfast
mót eða setjið bara lok á steypu-
járnspottinn og inn í ofn í u.þ.b.
klukkutíma.
Þetta er einn af þessum rétt-
um sem er ennþá betri daginn
eftir.
Bláberjagrafið ærfille á snittubrauði. Marokkóskur pottréttur.
Viltu vera
memm?
Það er bara gaman
að vera áskrifandi.