Jólastjarnan - 01.12.1931, Blaðsíða 15
7. D.
J ó 1 a s t j
a r n a n
- 1
íann spurði mig livað til stæöi. Eg sagði homm það, en liann sagði; að ég
osetti ekki sprengja á almanna fæn, því að þaö væri bannað. Eg lofaði
ðllu hátíðlega. Eg gekk glaður í huga í Mðina og keypti þar púðurkerl-
ingar og kínverja og 4 smá flugelda. Svo fór ég heira með allt saman. —
Þegar ég kom heirn, spurði mamma mig; hvort ég ætlaði að sálga mér á þess-
im kínverjum, en eg sagði í gamni, að ég ætlaði í stríð. M var kl. orði"
7 og ég fór að borða. Svo fór ég út og voru strákarnir komnir og við lög
um af stað. Þegar við vorurn komnir svolítið ofan í bæinn, mættum við þar
vini mínum; sem bá var á heimleið. Hann sagðist hafa miklar fréttir að
segja. Hann sagði; að einn strákur hefði verið tekinn niður á lögreglu-
stöð fyrir einhverjar óspektir, og að annar hexði verið sleginn í hausirn
með kylfu; og að nokkrir strákar hefðu tekið sig saman um að sprengja
kínverja úti á götu til stríðni við lögregluna. Eg var orðinn spenntur.
Þegar við komum niður £ Austurstræti; sá ég lögre^luna með reiddar kylf-
ur. Þá hugsaði ég með mér: !,Þetta er hálfgert strið; og þá hefi ég sa^t
satt við mömmu í dag." Eg hugsaöi mér; ^að ég skyldi ekki vera hér; þvi
að það gæti skeð; að ég fengi kylfuna í bei-an skallann. Svo fórum við
suður á Iþróttavöll; á leiðinni bar ekkert merkilegt til tíðinda. Þegar
við komum suður á völl; var brennan að byrja. Eg tróð mér þangað; sem <£g
sá bezt; og skeytti ekkert hvað um félaga mína varð. Eg horfði á mennina_,
sem voru að kveikja bálið. Eg fór aö sprengja púðurkerlingar. Eg hugsaði’
með mér; að gera einhverjum karlinum grikk hérna; meðan þeir eru spennt-
ir að horfa á. I sama bili tróð óg mér út úr þyrpingunni og kveikti sam-
stundis í púðurkerlingu og henti henni út í mannþyrpinguna. Eg tróð mér
inn í þyrpinguna eimhverstaðar þar; sem hún hafði komið niður. Þar sá #g
tvo menn vera að tala saman. Eg fór aftur fyrir þá og hlustaði á samtal
þeirra. "Eg stóð hérna áðan og var að horfa á brennuna, og veit ég þá
ekki fyrri en ég fæ púöurkeriingu beint á hattbarðið; og hefði ég ekki
verið svona handfljótur; hefði hatturinn minn brunnið." - Svo fór ég buri
og skeytti ekkert um samtal þeirra. M var klulckan orðin 11. Eg var búim..
að sprengja alla kínverjana og púðurkerlingarnar og lagði af stað heim.
Þegar ég kom niður í bæ; var stríðið á enda. Þegar ég kom heim; sló klulr'r
an 12; og skaut ég upp flugeldunum úti í kálgarði.hjá mér; þó að það væri
bannað. Svo fór ég að hátta; og hefi ég aldrei skemmt mér eins vel og á
gamlárskvöld 1930*
(Lögreglan sendir höfundi þá orðsendingu. að hvorki honum né
öðrum sé bannað að skjóta flugeldum heima í kálgarðinum sínum.)