Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 5

Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 5
SKÓLASKÁTINN O yj steinshverir, þar sem dag og nótt framleiö- ist brennisteinn og viðeigandi lykt. Og er við gengum í langri röð eftir volgum sand- inum með vellandi pytti á báðar hliðar, var «kki frítt við að sú ónotahugsun læddist inn hjá mér, að ef þetta væru nú heimkynni þess gamla, þá væri ekkert gaman að eiga ef til vill eítir að lenda þarna, og ógaman væri að sjá á eftir einhverjum í heimsókn niður á við. Þegar komið var a£ hættusvæðinu að bílnum aftur, tóku nokkrir þrifamenn sig til og hófu hnífa sína á loft og skófu aurinn af fótum meðbræðra sintra og systra, því á skóna hafði safnast saman allþykkt lag af alls konar úrgangi úr yðrum jarðar, sem ekki þótti bílhæfur. fetta verk tók allmik- inn tíma og var þeim lyktnæmu til ama. í*ar í hópi voru margar stúlkurnar, sem gerðu með andlitinu alls konar fettur og grettur, sem hér verður ekki skýrt frá vegna núverandi fríðleika þeirra. t*egar þessu var lokið var haldið til baka að Reykjahlíð. Þar var farið heim og beð- ið um fylgdarmann til að vísa okkur á »Stóru-gjána«, og buðu sig undir eins fram 3 ungar og fríðar stúlkur, sem leystu það hlutverk með sóma. Eftir þetta var haldið beina leið að Geiteyjarströnd. Par var stoppað hjá fjárhúsunum og allur skarinn lagði samstundis af stað fótgangandi í •Dimmuborgir* — að undanteknum bílstjór- anum, sem fór heim að bænum og fékk sér hressingu. Hann var víst ekki ofhaldinn af kostinum, og ein stúlkan lagði sig fyrir í bílnum, sotnaði og lét sig dreyma um rabarbaragrautinn, hann var vel geymdur ennþá. Dropunum, sem komu í máltíðarlokin var fyrir löngu stytt upp og komið bezta veður, logn og blíða, sem hélst fram yfir miðjan næsta dag. Ferðin í Dimmuborgir gekk að ýmsu leyti mjög vel. Við fórum víða um og sáum ýmsa einkennilega lagaða kletta og margbreytileg jarðföll, en við fundum ekki «Kirkjuna« hvernig sem við lcituðum, svo að við samþykktum að það væri búið að flytja hana á annan stað hagkvæmari sóknarbörnunum, ef einhúer \æru. Þegar við komum aftur t'l fjárhúsanna vat hurðin tekin af hjörunum, nýtízku eld- húsborð útbúið og prímusarnir kynntir und- ir grautum, Mannskapurinn raðaði sér síð- an á garðann með diska og skeiðar tilbúinn til orustu, og nú hvarf rabarbaragrauturinn með undrahraða. Allir voru sammála um, að svona góðan graut hafði enginn smakk- að áður, Á eftir var borðaður hafragrautur með nógri mjólk út á og smakkaðist hann einnig sem mesta ágæti, Hafragrauturinn átti nú reyndar ekki að heita eftirmatur heldur kvöldmatur, því að kl. var farin að ganga 9 um kvöldið. Eftir þetta var tjöldum slegið upp, því að nú var farið að hugsa fyrir komandi nótt. Veðrið var yndislegt, en flugurnar þvert á móti, og báru sumir ör eftir þær næstu daga. Þegar tjölduninni var lokið fékk einn all heiftarlega verki í magann, sem apótek- ari ferðarinnar kannaðist ekki vel við. En eftir ríflegan skammt af »hoffmannsdropum« og nokkrar hándayfirlagningar fór honum að batna, og lagðist hann þá fyrir í einu tjaldinu og sofnaði brátt. Litlu síðar kom annar all illa haldinn og hélt fyrir eyrað. far hafði ein fluga leitað sér náttstaðar, en þar sem hún hagaði sér mjög illa og söng mikið þar inni, þá var þetta all óþægilegt fyrir eiganda eyrans. En eftir að apótekar- inn var búinn að hella í eyrað alls konar olíum og svæfandi lyfum, þá fór flugan að spekjast. Síðan var þessi með eyrað lagður í eitt tjaldið og þar sofnaði hann. Nú var fyrir alvöru farið að »pakka« í tjöldin undir svefninn. Þar varð allt að vera eftir vissum reglum, einn varð að snúa í austur og sá næsti í vestur o. s. frv. Ekkert tjaldrúm mátti fara til spillis, svo að allir kæmust fyrir þar inni. Kl. 12 á miðnætti var komin ró yfir flesta og margir vel sofnaðir. Kl. 9 næsta morgun var risið úr rekkju, og þótti þá mörgum notalegt að geta hreyft sig j landrýminu utan við tjöldin eftir næt-

x

Skólaskátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólaskátinn
https://timarit.is/publication/1638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.