Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 7
SKÓLASKÁTINN
5
Jól rjúpunnar.
( S a g a ).
Frostið var napurt, stormurinn æddi og
hríðin hamaðist úti, svo að dýr og fuglar
leituðu sér skjóls, hvar sem það var að fá.
Litla hvíta rjúpan skreið bak viö steininn,
sem ennþá stóð upp úr fönninni og kúrði
sig þar niður. Hún var ein og yfirgefin og
fcana kenndi svo mikið til í fætinum að
hún gat varla kyr verið, og hún var líka
ógurlega sVöng. Fyrir nokkrum dögum sátu
þau hjónin saman á snjóbreiðunni og kröfs-
uðu eftir æti. Þau þurftu að keppast við og
ná í sem mest; það var langt síðan þau
höfðu verið vel södd. Allt í einu gall við
skothvellur. Hún fékk ógurlega verki í fót-
inn, flaug samt upp, en maki hennar lá
dauður eftir. Hún sá að maðurinn tók hann
upp og fór burtu með hanu.
Dagarnir liðu hægt og hægt og næturnar
lika. Nú hafði þessi hríð haldist í 3 daga
og alltaf var að heiða frostið. Hún hafði ekki
smakkað mat allan þennan tíma. því að fótur-
inn var svo bólginn og sár, að hún gat ekki
krafsað snjónum frá, og til mannanna þyddi
ekki að fara — þeir voru bara vondir. Til
að dreifa huganum fór hún að hugsa um
litlu ungana sína. Hvernig skyldi þeim líða
núna. Það haíði verið svo gaman þegar þeir
voru litlir, þá var alltaf svo hlýtt og gott.
Minningarnar komu hver af annari. Hún
mundi eftir vorinu, þegar fór að hlýna.
Snjórinn bráðnaði og hvítu fjaðrirnar duttu
af henni, én aðrar dekkri komu í staðinn.
fau hjónin fundu sér hreiðurstæði í lyng-
móanum, og þegar hreiðrið var tilbúið
verpti hún 10 eggjum í það. Þau voru svo
falleg og lík jörðinni, að það var engin
hætta á að þau fyndust, og hún fór heldur
ekki af þeim svo teljandi væri, hvorki nótt
né dag, Eggin máttu ekki kólna, og mað-
urinn hennar færði henni mat. Hann hafði
alltaf verið góður við hana. Og það kom
ungi úr hverju eggi, 10 fallegir ungar.
Mest var gaman meðan þurfti að mata
þá. —
Ungarnir stækkuðu og þegar veturinn
kom urðu þeir hvítir eins og hún var núna,
og þá voru þeir orðnir vanir að bjarga sér
sjálfir. Nú vissi hún ekkert hvað af þeim
hafði orðið. Þannig reykaði hugsunin lengi
um liðna tímann.
En allt í einu tók hún eftir þvf, að hætt
var að hríða, og fyrir framan hana hafði
mjmdast hár skafl, sem vindurinn hafði
feykt saman, Skaflinn var allt í kringum
skjólið liennar og aðeins op fyrir ofan hana.
Nú var um að gera að komast upp og ná
sér í æti. En hún var eitthvað svo mátt-
laus og sljó, að hún gat varla hreyft sig.
Hún reyndi samt að flögra upp, en holan
var þröng og fóturinn ónýtur og sár, svo
að hún datt niður aftur. Hún reyndi hvað
eftir annað, en allt fór á sömu leið. Hana
sveið voðalega i fótinn. Hún hnipraði sig
saman og reyndi að sofna, þannig lá hún
lengi, hún var svo þreytt.
Dagurinn var á enda og myrkrið seig
yfir skuggalegt og kalt, í bverju húsi log-
uðu mörg kertaljós, og börnin sungu í kring
um jólatrén fagnandi jólasöngva.
Sigga litla var svo glöð, hún hafði aldrei
fengið eins mikið af jólagjöfum og súkku-
laði og núna. Hún átti víst bezta pabbann
í heiminum. Og pabbi reykti stóran vindil
í skrifborðsstólnum sínum og hugsaði með
velþóknun um það, hvernig hann hafði var-
ið peningunum fyrir skotnu rjúpurnar. Með
þeim gladdi hann barnið sitt og naut sjálfur
reyksins fyrir þá. Einnig hafði veiðiferðin ver-
ið hressandi og skemmtileg. Það væri nauð-
synlegt, að lyfta sér upp svona fyrir jólin,
þó að lítil væri þénustan af því, Og stuttu
eftir að Sigga litla var háttuð um kvöldið
og búin að þakka guði fyrir að hafa gefið
sér svona góðan pabba, — þá dó litla fót-
brotna rjúpan í holunni við steininn,
fians Jörgenson,