Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 10
8
SKÓLASKÁTINN
hann gert til að gleðja hana? Hann átti
tvær krónur í vasanum, því að hann var
að safna sér fyrir skátabelti. Flestir strák"
arnir í skátafélaginu áttu belti. En það gat
vel beðið. Hann fór inn í næstu búð, —
keypti hvít kerti og Jitla græna grein og
fleira smávegis, sem honum datt í hug að
gæti glatt hana. Skrifaði nafnið hennar á
pakkann og »gleðiieg jól« og stakk honum
svo í baim sinn.
Dagurinn mjakaðist áfram, en veðrið batn-
aði ekkert. Síðast var klukkan farin að
ganga sjö. Hann kom inn í búðina og von-
aðist eftir, að nú væru ekki fleiri sendingar
eftir, f*á kallaði búðarmaðurinn, að hér
væri ein sending, og hún væri til heildsal-
ans. Hann svimaði við tilhugsunina og tók
við litium pakka. Það voru einhverjir súrir
bitar í glasi, sem átti að hafa með steik,
Annað vissi Steini ekki, það var aldrei not-
að heima hjá honum. En það hlaut að
vera eitthvað nauðsynlegt, fyrst frúin lét
gera ferð svona langt með það, Hann
braust áfram í hríðinni og var hræddur og
þreyttur, Loksins var hann kominn. Hann
barði á eldhúsdyrnar, og frúin kom sjálf
fram, var kuldaleg á svipinn og sagði.
íÞið eruð ekki fljótir að koma með þaö,
sem maður biður um, frekar en vant er«.
Móti Steina barst mikill matar-iJmur og
hann sá skál á borðinu fulla af ávrixtum.
Hvar var hægt að fá ávexti? — Hann fór
án þess að tekið væri undir kveðju hans.
Hann var því svo vanur, að hann tók það
ekki nærri sér.1* Því sendlar voru nú bara
sendlar og það þurfti víst ekki að sýna þeim
neina kurteisi. Hann rölti af stað heim og
þurfti að hafa sig aJIan við til þess að rata.
]?á mundi hann eftir pakkanum í barminum
og ósjálfrátt greikkaði hann sporið. Loksins
kom hann að litla húsinu hennar Sigríðar.
Hann hafði hjartslátt og læddist. Opnaði
hægt útidyrnar og lét böggulinn inn fyrir,
Síðan barði hann fast á dyrnar, svo að
hún kæmi fram til að finna hann. Nú hljóp
hann eins hart og fæturnar gátu borið hann.
'Enginn mátti vita að hann hafði gert þetta.
Steini fór snemma að hátta um kvöldið,
Hann var svo þreyttur, en honum hafði
aldrei liðið svona undur vel áður. Áður en
hann háttaði, hafði hann hlaupið heim að
litla húsinu. Hann læddist á tánum alveg
að glugganum. Á borðinu stóð lítill blómst-
urvasi með grænni grein, og það logaði á
tveimur hvítum kertum. Sigríður sat við
borðið, Hún var í sparifötunum og með
opna bók í kjöltu sér. Steini virti hana
fyrir sér. Nú sá hann að það var Ijómi
vfir andlitinu. Hún horfði í ljósið og brosti.
Líklega var hún að rifja upp einhver skemmti-
leg löngu liðin jól. Kannske þegar börnin
hennar voru lítil eða þá þegar hún átti
hvíta kjólinn, sem hún var í á myndinni.
Steini bylti sér á hliðina. Hann var alveg
að sofna. En það var þetta, sem hún hafði
sagt í dag. »Ég er sátt við lífið*. Hann
skildi það ekki. Það var víst eitt af því
marga, sem maður ekki skildi fyrr en með
fullorðinsáruntftu.
S. /.
A GÖNGU.
Djarfir fram með fána í höndum
fylktir Iiði saman stöndum.
Djarfir fratn og syngjum söngva
um sigrandi heit.
Ei skal kvika áfram stefnum,
aldrei framar hik vér nefnum.
Eftir skiljum skátar öngva,
er skipa okkar sveit.
Áfram æskan djarfa.
Áfram til að'starfa.
Félagshugsjón okkar eflum,
ekkert betur vinnum við til þarfa.
Verkin göfga; giftu skapar
góður vilji, og aldrei tapar
félagseining frjálsrar æsku
í framtíðar leit. —
Hans Jörgenson.
Útgefandi 1. sveit »SkátaféIags Akureyrar*.
Ábyrgðarmaður Hans Jörgenson svf.
Akureyri 1939. Prentsmiðja Björns Jónssonar.