Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Page 2

Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Page 2
JÓLIIM OG LJÓSIÐ Kertaljðsin eru fögur, en þau geta einnig verið hættuleg. - Foreldrar, Ieiðbeinið börnum yðar um með- fer á ðbyrgðu Ijósi. Um leið og vér beinum þessum til- mælum til yðar, óskum vér yður öllum GLEÐILEGRA JÖLA! BRUIMABÓTAFÉLAG ÍSLAIMDS UMBOÐSSKRIFSTOFA A AKUREYRI AÐ GLERÁR- GÖTU 24. - SÍMI 23812. Laugavegi 103, sími 24425 Pistill vikunnar: * 0 JÚLASVEIIMIM Það er svo margt sem þakka ber í framvindu síðustu ára- tuga. Skyrbjúgur er svo til óþekktur, kuldapollar löngu þornaðir af tám og fingrum og rafmagnið teygir sig inn í hvern krók og kima. Og svo er hún gamla Grýla dauð. Hugsum okkur bara þau jól sem biðu okkar ef Grýla væri til, ef jólasveinarnir væru til og jólakötturinn. Það væri ljóta vesenið, skyrinu yrði stolið, kertunum, hangi- ketinu, bjúgunum, kýrnar stæðu þurrsognar á básunum þcgar komið væri í fjósð, hræðileg ásýnd Gluggagægis birtist á skjánum þegar tæki að rökkva. Hugsum okkur að Grýla gamla stæli börnunum okkar og börnunum á næsta bæ eða í næsta húsi, setti þau í poka, hyrfi með þau til f jalla, dræpi þau og æti. Hugsum okkur, að kattar- fjandi á stærð við kálf sæti fyrir krökkunum á leiðinni heim úr jólaboðinu, sortéraði þau úr sem litlar eða eng- ar jólagjafir hefðu fengið, setti út klær á stærð við borð- hnífa og rifi þau á hol. Væri það ekki dapurlegt fyrir okkur þegar við ækjum á leið í jólamessuna að sjá blóð- ug hræin af krakkagreyjunum í ruðningnum við vegar- brúnina. Það eyðileggði alveg fyrir manni lystina á jóla- matnum að messu lokinni. Lyftum hjörtum vorum í þökk til hæða, því þessi þjóð- lega jólamynd heyrir fortíðinni til. í staðinn höfum við fengið amerískan jólasvein af rússnesku bergi brotinn. Hann heitir St. Nikulás, — eða Sánktikláus, — og hann ekur um á hreindýrssleða eins og lappi, það hringlar í honum á fartinni, því á honum hanga margar hljóm- skærar silfurbjöllur, hann er í rauðum kufli með hvítt skegg. Hann ber með sér þann ógnarpoka að aldrei tæm- ist. Hann kemur niður um skorsteina húsanna og laum- ar litlum gjöfum í skó og sokka barnanna alveg frá því í nóvember og fram tiláramóta. Það er líka hægt að kaupa jóladagatöl með litlum hólfum svo að jólasveinninn geti sett í gjafir sínar. Þau kosta svo sem ekki nein ósköp og eru einungis búin til í þeim tilgangi að gleðja börnin. Hugsum okkur, að svona dagatöl væru ekki til og við gætum yfirleitt ekki fagnað komu jólasveinsins eins og vera ber. Hugsum okkur, að ekki ein einasta verslun hefði upp á þann varning að bjóða sem hentar fyrir jóla- sveininn. Þannig er það víst í Rússlandi, enda Sánkti- kláus stokkinn úr landi þangað sem verslunin er alfrjáls. Þess vegna styðjum við líka frjálsa verslun af alefli og alveg sérstaklega um jólabil. Við styðjum hana og hún styður jólasveininn. Þetta er samvinna á breiðum og friðsömum grundvelli. Svo gleður jólasveinninn okkur og börnin okkar. Það er nefnilega þessi ágæti rússneskættaði ameríkani sem kemur með allar gjafirnar og gleðina, — gleðina yfir að eiga eitthvað, — sem er öllum skilningi æðri. Það er hann sem kemur með hrærivélina, skíðin, brennivínið, guðvefjarskykkjuna og gerska höttinn, popp- plötuna, klámmyndaheftið og konfektkassann, að ég tali nú ekki um alla happdrættisvinningana hinn 23. og 24. desember. Ó, jólasveinn, mikill er máttur þinn. Þín vegna er desember að vísu stundum dálítið stressaður mánuður, það er ekki laust við að eins og gangi á kertin, skyrið, hangiketið, bjúgun og nytina í kúnum, — alla vega lækk- ar í pyngjunni, — stundum er meira að segja eins og birtist eitt og eitt forynjuandlit á skjánum, það er ekki laust við að fólskulegu augnaráði Gluggagægis gliti fyr- ir á sjónvarpsskjánum, — en það er nú bara stundum. Nú stundum taka að vísu krakkarnir okkra upp á þeim f janda að fara á fyllirí í desember. Innan lögaldurs drykkju- manna, flippa í grasinu, trippa í spídinu bæði stónd og djúsuð. En er það þó ekki skömminni skárra en að Grýla fari með þau til fjalla? Nú og fyrst er á annað borð verið að rifja þetta upp, þá er það víst svo sem satt, að einhver börn verði útundan um jólin, þessari gleðihátíð eigna- réttarins, — sum brjótast jafnvel inn og stela til að geta borið sig saman við börn af góðum heimilum þar sem nóg er til að taka á móti jólasveininum. Þau börn og ungling- ar eru auðvitað færð til betrunarvistar, — já, eða úthýst úr samfélaginu, — og hvort tveggja er náttúrlega allt annað og betra en að lenda í jólakettinum. Það sjá allir sem vilja vera sanngjarnir. Svo eru þetta nú oftast börn af vondum og vafasömum uppruna. Já, í desember er mikið um dýrðir. Það er mánuður jólasveinsins, hátíð barnanna. Sumir vilja halda því fram, að það sé líka verið að halda upp á eitthvað fleira. Ekki er öllum ljóst hvað það er, svo varla getur það verið merkilegt. En komu jólasveinsins ber að muna, honum ber að þakka, — eða hvar stæði íslenskur iðnaður og verslun ef hans nyti ekki við? Því skulum við öll raula vísuna, — þótt seint sé, — sem kaupmaðurinn heyrðist syngja um síðustu mánaðamót: Ó, jólasveinn, þú kemur nú í nótt og nálægð þína í buddunni ég finn, ó, jólasveinn, nú sel ég vel og fljótt, nú safnast peningar í kassann minn. Ó, jólasveinn. B. G. Borgarbíó frumsýnir á íslandi „IVfanna- veiðar“ Nýjasta mj/ndin hans Clint Eastwood virðist hafa allt það til að bera, sem þarf til að gera góða ævintýramynd. Þegar Clint Eastwood las bókina „Eiger Sanction“ fyrir tveimur árum. ákvað hann þeg ar að frammleiða mynd með sama nafni. Hann ætlaði sjálf- ur að leika aðalhlutverkið, há- skólakennarann Jonathan Hemlock. En þegar til átti að taka, fékkst enginn til að leikstýra myndinni. Leikstjórarnir, sem leitað var til, þorðu einfaldlega ekki að hætta lífi sínu. Clint Eastwood varð því að taka leik stjórnina að sér sjálfur. Hann slapp lifandi frá gerð myndarinnar, naumlega þó og einn samstarfsmaður hans, fjallgöngumaðurinn David Knowles lét lífið, er hann lenti undir grjóthruni. Myndin fjallar um fjallaklif- ur og atvinnumorðingja, sem setur á svið slys eins félaga síns í lóðréttum norðurhlíðum Eiger-tindsins í Sviss. Við fylgjumst fyrst með há- skólakennaranum og leigu- morðingjanum Jonathan Hem- lock við æfingar í hinum stór- kostlega Monument Valley í Arizona í Bandaríkjunum, þar sem lóðréttar bjargsúlurnar rísa upp af flatri sléttunni. Síðan er haldið til móts við örlögin í hlíðum Svissnesku Alpanna. Myndin verður sýnd í Borg- arbíói kl. 5,00 og 9,00 á ann- an jóladag. 2 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.