Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Side 4

Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Side 4
Vestanáttin er gustmikil inn þessar mundir og freistar ekki til útiveru. Og þar sem við erum svo lánsöm að eiga innan gengt hjá öðlingsmanninum, Lárusi Bjömssyni, Eiðsvalla- götu 18, finnst okkur tilvalið að eiga við hann stutt spjall, enda ðsannað mál að ríkulegra mannval finnist utanhúss. Og við erum boðin velkom- ari og fræðimaður sem Magnús var, gæti verið fullgildur og áhugasamur bóndi. En það er víst ekkert vafamál? — Nei. Hann var sannar- lega bóndi af lífi og sál. En hann kunni vel að hagnýta frí- stundirnar til að sinna þjóð- legum fræðum og opinberum störfum, sem á hann hlóðust. — Hafðir þú ekki hug á að liða Hjaltasyni, trésmið. Þá varð ég fyrir því að missa heils- una, var ekki vinnufær um tveggja ára skeið og var látinn ganga undir mikla skurðaðgerð í maga og hefi ég aldrei orðið alveg heill heilsu síðan. Ég fór síðan í húsgagnasmíði syðra, en var ekki lengi við það og hvarf aftur norður. Þar vann ég við innréttingar í pólitík. Ég fylgdist vel með sjálfstæðisbaráttunni gegn dön um og ég hafði skömm á þeim mönnum, sem voru dansksinn- aðir eða á báðum áttum í sjálf- stæðismálinu, eins og ég blygð- ast mín núna fyrir þá, sem kosnir hafa verið til starfa fyr- ir sína þjóð, en styðja banda- ríkjamenn, breta og vestur- þjóðverja, bæði beint og ó- Síðdegisspjail við Lárus í Lárusarhúsi in á heimili Lárusar, þar sem alúð, heimilishlýja snyrti- mennska og reglusemi ráða ríkjum. — Þú munt vera einhvers- staðar og einhverntíma fædd- ur, Lárus? — Já. Ég er fæddur á Hösk- uldsstöðum í Vindhælishreppi í Húnav.sýslu 11. jan. 1893. Foreldrar mínir voru María Guðrún Ögmundsdóttir og Björn Magnússon. Höskulds- staðir er prestssetur, en það sat þar enginn prestur í ein þrjú ár og faðir minn bjó þá á jörð- inni, en flutti síðan að Syðra- Hóli. Ég ólst þar upp í syst- kinahópi. Við vorum sjö, sem kom- umst til fullorðinsára, en er- um nú þrjú eftir af þeim hópi, ég, Jóhanna og Margrét. Magnús bróðir minn og kona hans, Jóhanna Alberts- dóttir, tóku við búskap á Syðra Hóli eftir foreldra mína og bjuggu- þar allan sinn búskap, en nú býr þar Björn sonur þeirra. — Mér er minnisstæð sú á- nægja, sem ég hafði af því að koma í heimsókn að Syðra- Hóli1 til þeirra hjóna. Ég var þá að hugsa um hvort verið gæti að svo mikill heimsborg- verða búandamaður í átthög- um þínum? — Nei. Ég var snemma gef- inn fyrir smíðadútl, en var heldur ósýnt um fjárgæslu úti við, þó að mér þætti afar skemmtilegt að hirða fé í húsi á vetrum. — Hvenær yfirgafstu svo foreldrahúsin? — Ég fór fyrst að heiman milli fermingar og tvítugs og var í ein tvö ár vinnumaður í Vatnahverfinu. Þá fór ég suð- ur á bóginn og reri tvær vetrar vertíðir frá Höfnum. Ég fetaði slóð forfeðra minna, gömlu húnvetninganna, sem fóru gangandi í verið, með pjönkur sínar á bakinu og gengu síðan sömu leið til baka eftir ver- tíðarlok. Þetta var vitanlega allt hinn argvítugasti þrældómur, eink- um að berja með árum, því að ekki var þá vélaraflið komið þarna til sögunnar. __ En það var aftur á móti veru lega skemmtilegt að sigla og það varð gömlu sjóurunum að íþrótt. Mig langaði ekki til að gera sjómennsku að ævistarfi og byrjaði að læra trésmíði hjá sýslunga mínum, Einari Guð- mundssyni. Ég vann um skeið hjá Haf- Kvennaskólanum á Blönduósi og kynntist þá Sveinbirni Jóns- syni, byggingameistara, sem er mikill hugvitsmaður og önd- vegis manngerð. — Hvenær liggur svo leið þín hingað til Akureyri? — Það var um 1930 og það voru kynni mín við Sveinbjörn sem urðu þess valdandi. Svein- björn hafði þá stofnað amboða verkstæðið Iðju. Ég hafði þá fengið iðnbréf og trésmiðaréttindi. Árið 1935 bauð Sveinbjörn mér að kaupa helminginn í verkstæðinu og það varð niður staðan, að ég gerði það. Þarna varð síðan minn vinnustaður, þangað til ég hætti störfum árið 1961. Ég var þá farinn að þreytast og sjónin farin að bregðast mér að nokkru. — Fórst þú snemma að hug- Ieiða stjórnmál? — Já. Magnús bróðir minn var framsóknarmaður, ræðinn og áhugasamur um stjórnmál, og skoðanir okkar fóru nokkuð mikið saman, þó að ég væri reyndar aldrei verulega lukku- legur með framsókn, sem mér fannst reka of einhliða bænda- beint, gegn íslenskum málstað og hagsmunum og hafa gert Nató að guði sínum. Þegar ég kom til Akureyrar vann ég með Ólafi Eiríkssyni við byggingu hússins í Þing- vallastræti 14 og ég innréttaði herbergi í rishæðinni og þar bjó ég í allmörg ár. Þarna bjuggu þau þekktu og ágætu systkin, ÓlafUr, Elísabet, Ingi- björg og Margrét, sem öll voru ötulir og einarðir félagar í Kommúnistaflokknum og þar leiðandi fólk. Þetta hús varð miðstöð flokksstarfsins og raunar verkalýðsbaráttunnar og þarna var gestkvæmt, mikil glaðværð og gott andrúmsloft. Þau systkinin gáfu að lokum Einingu þetta hús. Nú virðist þar allt með dauflegra yfir- bragði en forðum daga. — Ég minnist þess, að frá því ég fyrst fór að sækja fundi í Sósíalistaflokknum og síðan Alþýðubandalaginu, þá varst þú einn þeirra, sem íiæstum aldrei lést þig vanta á fundina, þó að raunar værir þú atvinnu rekandi. Gat þetta alltaf með góðu móti farið saman? — Já. Ég taldi það skyldu mína að starfa í flokknum og styðja starfsemi hans eins og ég gat best og það var mér miklu meiri ánægja, en kvöð. Og ég var ekki að koma fram með atvinnurekenda sjónarmið og hef alltaf álitið að það styddi hagsmuni atvinnurek- enda og alls þjóðfélagsins, að vinnandi fólk búi við góð og réttlát kjör. — Ertu ánægður með flokks starfsemi Alþýðubandalagsins, eins og hún er orðin núna? Eru við nægilega vinstrisinn- uð? — Já. Ég er ánægður með hana. Ég hefi að vísu tölu- verða samúð með sumu af því fólki, sem telur sig standa lengra til vinstri, en mér líkar ekld, að það skipti sér í smá- hópa, sem starfa svo eins og sértrúarsöfnuðir, sem verða á- hrifalausir. Mér þótti vænt um, Hér ræðast við í Lárusarhösi tveir góðir félagar, þeir Einar Olgeirsson og Lárus Björnsson. hvernig alþýðubandalagsmenn irnir hérna brugðust við, þegar átti að gera þá alla að hanni- balistum, með heldur svona hæpnum aðferðum. Og við skulum líka vara okkur á því a ðláta ekki gera okkur að krötum, það væri ekki miklu betra. — Nú sá ég það í Alþýðu- blaðinu nýlega, að Björn nokk- ur Jónsson hafi sagt á nýaf- stöðnu kjördæmisþmgi krata, að „óhjákvæmilegt væri að leita eftir samstarfi við alþýðu bandalagið, heilshugar og af fyllstu einlægni." Hvernig líst þér á? — Jæja. Það er eins og okk- ur hafi einhverntíma verið boð ið upp á eitthvað annað. En batnandi manni er best að lifa, og kannski er loksins fundinn maður, sem getur batn að við að verða krati. — Við höfum núna síðustu árin fengið stóran hóp af nýju fólki til starfa með okkur og margt af því er ungt fólk. Held urðu, að þetta sé eins gott fólk og við aldurhnignu manneskj- urnar? — Af skiljanlegum ástæðum kynnist ég þessu unga fólki ekki mikið persónulega, en mér virðist það mannvænlegt og áhugasamt, trúi því vel til að láta gott af sér leiða, og sambýlið við það fellur mér vel í alla staði. Þetta fólk hefur skilyrði til að verða ennþá betra og starfsamara fólk en við, og ég held að það verði það. — Og að lokum. Ertu sáttur við tilveruna í fortíð, nútíð og framtíð? — Já. Fortíðin átti marga góða kosti, nútíðin er vitan- lega miklu betri og færi fram- tíðin ekki landi og þjóð aukna farsæld og lífshamingju, er það fólksins eigin sök. Við kveðjum Lárus með þakklæti fyrir spjallið, óskum honum velfarnaðar á nýju ári og við þökkum að Iokum sam- starf og hlýju liðinna ára. - e.k. 4 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.