Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Qupperneq 10
- kveimimaAr
Frh. af bls 1.
hér á íslandi alþjóðlegri bar-
áttu og kvennaári Sameinuðu
Þjóðanna.
24. okt. á Akureyri.
Hér á Akureyri var lengi vel
hljótt um þessar fyrirhuguðu
aðgerðir, og leið svo fram í
október, að ekki fréttist af
neinum undirbúningi. Þá tóku
nokkrar konur sig fram um
það að kanna, hvort hér væri
grundvöllur fyrir einhverjum
samtökum um þetta mál. Sett
var fréttatilkynning í bæjar-
blöð, og þær konur, sem áhuga
hefðu hvattar til að koma íil
fundar og leggja á ráðin um
hvað gera skyldi. Um 70 konur
svöruðu þessu kalli, og ekki
leyndi sér áhugi né heldur vilji
til þess að láta hendur standa
fram úr ermum. Kosin var
framkvæmdanefnd fimmtán
kvenna, sem strax tók til starfa
við undirbúning. Sú skoðun
átti eindregnu fylgi að fagna,
að dagurinn yrði að standa í
tákni baráttu, og dagskráin var
sett saman í Ijósi þess viðhorfs.
Aðsóknin að Sjálfstæðishús-
inu, þar sem var ,,opið hús“
allan daginn fór langt fram úr
því, sem bjartsýnasta fólk lét
sér detta í hug, og undirtektir
voru eftir því.
Það er tvímælalaust jarð-
vegur hér fyrir frekari aðgerð-
um, enda kom það fram, að
konum fannst skipta öllu máli,
að ekki yrði látið staðar numið
við þessa einu atlögu. Fram-
Icvæmdanefndin hélt áfram að
koma saman eftir 24. okt. og
boðaði til almenns fundar í
byrjun nóvember. Þar var lagt
á ráðin um stofnun umræðu-
og starfshópa um ýmsa mála-
flokka, er snerta jafnréttismál
og aðra mikilvæga þætti félags
mála.
Margar konur skráðu sig til
þátttöku í slíkum hópum, og
hafa nú sex hópar farið af
stað. Þeir táka fyrir þjálfun í
almennum félags- og funda-
störfum í tveim hópum, dag-
vistunarmál, könnun á launa-
flokkum og skipan í stöður,
konur og neytendaþjóðfélagið,
og tekið verður fyrir innlent
og erlent lesefni um jafnréttis-
mál.
Um hvað var sameinast
24. okt?
Konurnar voru að leggja á-
herslu á mikilvægi vinnufram-
lags síns og fylgja eftir þeirri
kröfu, að störf þeirra verði
metin til jafns við störf karla.
Þær vildu vekja athygli á því
launamisrétti, sem viðgengst
og misjafnri aðstöðu kvenna
og karla í atvinnulífinu.
Þessi atriði eru vissulega allt
nokkuð að sameinast um, þótt
fjölmargir mikilvægir þættir,
sem snerta orsakir misréttis
hafi yfirleitt legið um of í lág-
inni. Það mætti spyrja hverra
hagsmunum sú innræting þjón
ar, sem viðheldur stöðnuðum
hugsunarhætti gagnvart þeirri
rígskorðuðu verkaskiptingu
milli kynja, sem er konunum
sérlega óhagstæð.
Þessi innræting hefur það
m. a. í för með sér, að konur
líta alltof oft á þátttöku sína
í atvinnulífinu sem millibils-
ástand, en mæna á hjónaband
og heimili. Það er nefnilega
búið að ala þær upp sem verð-
andi húsmæður og mæður, en
ekki til þess að byggja líf siít
á eigin framlagi í námi og
starfi. Sú uppeldislega skyssa
hefur langvinnari afleiðingar
og skaðvænlegri en marga grun
ar í fljótu bragði.
Af þessu viðhorfi kvenna
leiðir, að þær eru næsta ó-
virkar um hag sinn á vinnu-
markaðinum. Þær láta sig fag-
Iega hagsmunabaráttu litlu
skipta, að ekki sé minnst á
stjórnmál og stéttabaráttu.
Ódýrt íhlaupavinnuafl.
Konurnar eru bundnar við
„hornstein þjóðfélagsins“, því
að heimilis- og uppeldisskyld-
ur hvíla að langmestu leyti á
þeim. Starf þeirra utan heim-
ilis þýðir í langflestum tilvik-
um, að tvöföld vinna er innt
af hendi.
Á vinnuafl kvenna er eink-
um litið sem hreyfanlegt vara-
lið, og konur sætta sig við að
vera tilkvaddar, þegar mikil
eftirspurn er eftir vinnuafli og
efnahagslífið gengur sem glað-
ast. Á sama hátt láta þær svo
senda sig heim eins og ekkert
sé, þegar samdráttar fer að
gæta, eða kreppan ríður hús-
um, eins og dæmin sanna í auð
valdsheiminum um þessar
mundir. Það er vitanlega hag-
ur atvinnurekenda að hafa
slíkt varalið til taks, þegar
þeim hentar að kalla út, en
hafa að öðru leyti lágmarks-
skyldum að gegna við þessa
hópa. Þetta hefur verkalýðs-
hreyfingin lengi horft upp á
án þess að kippa sér upp svo
teljandi sé, enda er þar fátt
kvenna í forystuliði, og engin
kona á sæti í aðalsamninga-
nefnd A. S. í.
Skortur á félagslegri þjón-
ustu ýmiskonur notast svo bein
línis sem hagstjórnartæki til
þess að binda konurnar enn
frekar við heimilin og viðhalda
þessari ótryggu atvinnuað-
stöðu stórra hópa og láglauna-
kvenna.
Kveðjur frá þingi og
ríkisstjórn.
Það er rétt að rifja ögn upp,
hvern hug íslenskir ráðamenn
hafa sýnt í orði og verki til
jafnréttisbaráttu íslenskra
kvenna á því herrans ári 1975.
Boðaður er niðurskurður á
fjárframlögum til ýmissa fé-
lagsmála svo sem til dagvistun-
arstofnana.
Þá lét meiri hluti alþingis-
manna sig ekki muna um að
kveða niður tillögur um sjálfs-
ákvörðunarrétt kvenna varð-
andi barneignir, og töldu þær
ekki til þess færar að taka
mikilvægar ákvarðanir um eig-
ið líf og bera á þeim ábyrgð.
Þeim fannst vissara að fela
„nefnd sérfróðra manna“ að
ákveða hvort kona elur barn
eftir óvelkomna þungun eða
hvort hún allra náðarsamlegast
fær fóstureyðinga fram-
kvæmda.
Þetta mega heita kaldar
kveðjur. Þá hefur komið fram,
að von sé á frumvarpi um
skattamál, og er kennt við sér-
sköttun, en rís engan veginn
undir því heiti eftir því að
dæma, sem fram hefur komið
til þessa. Einn megintilgangur-
inn virðist vera sá að ná stærri
hluta af launatekjum giftra
kvenna inn í ríkissjóð, undir
yfirskini sérsköttunar. Hagur
einstæðra foreldra er eklci svo
mikið sem til umræðu í þessu
sambandi auk heldur það
standi til að rétta hann að
neinu leyti.
Áformað er að gera launa-
tekjur giftra kvenna þungvæg-
ari til skatts en verið hefur
með því að afnema rétt þeirra
til 50% frádráttar. Þetta mun
draga stórlega úr vinnu giftra
kvenna utan heimilis, einkum
þeirra, er ekki eiga kost á sér-
lega vellaunaðri vinnu og kon-
ur munu síður stefna að því að
afla sér menntunar og starfs-
þjálfunar.
Hér er verið að beina kon-
unum inn á við í enn ríkari
mæli en verið hefur og félags-
lega séð þýðir það stórt spor
aftur á bak. Sú staða á greini-
lega að haldast, að einungis
skuli gert ráð fyrir dreifðu, ó-
stöðugu vinnuframlagi kvenna,
og meðan svo er verður staða
þeirra óörugg hvað svo sem
hjalað er störfum þeirra á heim
ilunum til vegsömunar.
Það er ástæða til að spyrja,
hvort íslenskar konur, sem ný-
verið blésu til myndarlegrar at
lögu, ætla nú að taka því þegj-
andi, að hagur þeirra flestra
verði færður til stórum lakara
horfs, lagalegur réttur þeirra til
starfa gerður að marldeysu og
sókn þeirra út í atvinnulífið
hindruð. Víst er um það, að
fjölmörg og aðkallandi verk-
efni bíða framfarasinnaðrar
kvennahreyfingar á komandi
tíð. — Soffía Guðmundsdóttir.
Málverka-
sýning
Frh. af bls. 16.
mannaráð leigulaust í einn
mánuð; þá má geta þess að
helmingur myndanna er til
sölu. Lýstu sjúklingar og starfs
fólk ánægju sinni yfir þessari
tilbreytni, en það mun líka
hafa verið markmið starfs-
mannaráðs og myndlistar-
manna, með þessari sýningu.
JÖKULL hf. Raufarhöfn
óskar starfsfólki sínu á sjó og landi
og öllum Raufarhafnarbúum
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs
G/eð/'/eg
jól!
Farsælt komandi ár
Alþýðusamband
Morðurlands
10 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ