Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 8
SMÁSAGA
Reykjavík, 10. nóv. 1967.
Kæri vinur.
Ég á mér draum, sagði ein-
hver einhvern tíma.
Ég á mér líka draum. Raun-
ar fleiri en einn, en í augna-
blikinu er það bara einn, sem
öllu máli skiptir. Ég veit að
hann rætist og ég fæ ósk mína
uppfyllta að lokum, en biðin
er löng.
— Hvað er það fyrir draum?
spyrð þú.
— Það skal ég segja þér. Ég
brenn í skinninu að fá að klóra
mér á öklanum. Undarlegt
finnst þér og heldur að ég geti
veitt mér þann munað á stund-
inni. En því miður, félagi sæll.
Málið er ekki svo einfalt.
— Hefur þú séð auglýsingu í
sjónvarpi, sem er svona?
— Veistu hvað gerist, þegar
barn smakkar í fyrsta skipti
Síkíta banana? Svarið er:
— Því þykir hann góður.
Ekki vantar það að ban-
anar eru ágætis matur, vísast
einnig hollir fyrir börn. En ég
spyr: Veist þú hvað gerist þeg-
ar þú stígur í fyrsta skipti á
bananahýði í hæfilegri brekku.
Ég get staðfest að það sem
skeður er að þú dettur.
Ég tala um þetta af reynslu
og ég er sannfærður um að
þessir andskotans Síkíta ban-
anar eru ekki hótinu betri en
aðrir bananar. Að minnsta
kosti er hýði af þeim nákvæm-
lega jafn óvinveitt þyngdar-
lögmálinu, að maður nú ekki
minnist á mannlega reisn og
hýði af öðrum tegundum.
Áður en lengra er haldið
verð ég að segja þér eitt í full-
komnum trúnaði. Það hefur
verið gert þrælslega skipulagt
samsæri gegn mér. Unnið
af slíku hugviti, að eiga
skilið nafnbótina samsæri ald-
arinnar. Þessi djöfullegi verkn-
aður veldur því, að ég á mér
ekki aðra ósk heitari en þá að
klóra mér á öklanum. Þar á
eftir gæti ég svo vel hugsað
mér að eyða nokkrum orðum
á það leiguþý auðvaldsins sem
makar krókinn með svo sví-
virðilegum hætti sem nú skal
greina. Hið alvarlegasta af öllu
er þó, að það eru ekld bara
menn, sem ég á við að glíma
í máli þessu. Forsjónin sjálf
hefur snúist á sveif með dusil-
mennum og skósveinum aftur-
haldsins gegn mér.
Það þýðir ekkert fyrir þig
að reyna að útskýra þetta með
því að ég sé bara ímyndunar-
veikur eða smáklikkaður.
Þetta er staðreynd og ég verð
að segja þér frá þessu í smá-
atriðum, svo það sé til ein-
hversstaðar á blaði, ef svo
skyldi fara að lokum, að óvin-
urinn hefði sigur á mér.
II.
Til eru menn sem hafa at-
vinnu af því að lcenna fólki
allskonar líkamskúnstir. Þeir
kenna friðsömu fólki Júdó, Ka
rate og box svo það geti beitt
háþróaðri tækni við að slá
mann í rot. Látið er í veðri
vaka, að þetta sé gert í góðu
skyni. Til þess að verja sig fyrir
óvinum og að kunna að detta,
rétt eins og menn hatist í sí-
fellu við náungann, eða gangi
á brauðfótum, nema hvort
tveggja sé. Sagt er að
svona þjálfun þyki einkar
heppileg fyrir náttúrulausar
konur, sem óttast það eitt, að
einhver vel niðurvaxinn herra
maður gerist áleitinn við þær.
Ég hef það fyrir satt að svodd-
an kvenfólk geti verið varhuga
vert og stundum beinlínis stór-
hættulegt.
Einn af skólafélögum okkar
hitti eina slíka í fyrravetur.
Ég þarf ekki að nafngreina
hann. Þú veist eins vel og ég
hver það er, þegar nefndar eru
konur um leið. Hans minnist
ég ævinlega, þegar fagurra
kvenna er getið, enda hefur
hann veitt þeim ótaldar ánægju
stundir. Samt verðum við víst
að viðurkenna, að ekki er það
allt af óeigingjörnum hvöturn.
Þær kenndir sem eiga upptök
sín neðan við mitti á hann í
ríkari mæli en aðrir menn, eins
og þú veist.
Þau hittust um kvöld, ég
veit eklci hvar. Þau tóku tal
saman og sem stúlkan var hin
gjörvilegasta í hvívetna, rann
félaga okkar blóðið til skyld-
unnar, og leiddi tal þeirra að
þeim unaði, sem líkamlegar at
hafnir einar fá framkallað.
Hann beitti öllum sínum glæsi
leik en eins og þú veist sjálfur,
þýðir ekki bara að tala um svo
leiðis mál. Fólk verður líka
að finna, skilurðu. Þetta veit
hann öðrum mönnum betur
og gerði sig líklegan til að tala
við stúlkukindina á því máli,
sem alls ekki verður misskilið
undir svona kringumstæðum.
Hann gekk hreint til verks.
Vafði konuna örmum og hugð
ist leiða hana á vit hins tor-
ræða unaðar, sem svo margar
konur þrá en eignast aldrei.
En konan fagra var ekki á
þeim buxunum að þiggja neitt
af félaga okkar, því að á því
augnabliki sem hann bregður
handleggnum yfir öxl hennar
og ætlar að sannfæra hana
með augnaráði og snertingu,
veit hann ekki fyrri til en hann
missir fótanna. Hann þykist
skynja að fæturnir, sem á öllu
venjulegu fólki snúa niður og
teljast alltaf til neðsta hluta
líkamans hafa haft hlutverka-
skipti við höfuðið. Höfuðið er
komið neðst og iljarnar efst.
Svona flugferð tekur fljótt af
og endar aldrei nema á einn
veg; í algerri niðurlægingu þess
manns, sem ekki kann fótum
sínum forráð. Hann kom nið-
ur á axlirnar og liggur svo endi
langur á hryggnum fyrir fótum
hinnar fögru meyjar. Hann lýk
ur upp augum og yfir honum
gnæfir konan eins og stórgrip-
ur yfir mús. Svo grátt er hann
leikinn, að skilningslausar
augnatóftir hans fyllast
af tárum. En hér dugir
ekki að vatna músum, því
mærin fagra hefur ekki lokið
ætlunarverki sínu. Hún seilist
í hönd hins ósjálfbjarga manns
og eitt augnablik kviknar von
í brjósti hans um að þrátt fyrir
allt muni hin langþráða stund
renna upp innan tíðar. Hin
hvatskeytlegu viðbrögð ungfrú
arinnar hafi bara verið hennar
aðferð við að tjá tilfinningar
sínar. Einnig það reynist alger
tálvon. Þokkadísin unga er
bara að reyna kunnáttu sína
í Júdó með því að reisa hinn
aumkunarverða mann á fætur
með keimlíkri aðferð. Að svo
búnu lætur hún falla nokkur
vel valin orð, en ekki að sama
skapi vinsamleg um karl-
mennsku vinar okkar og hverf-
ur á braut.
Já, félagi góður, þetta er
heldur dapurleg lífsreynsla,
satt er það. Samt slapp vinur
okkar með skrekkinn, því að
hann er íþróttamaður og glímu
kappi og kann að detta eftir
settum reglum.
Ég má sannarlega iðrast þess
að hafa ímugust á íþróttum.
Betur væri nú komið fyrir mér,
ef ég hefði haft vit á að æfa
mig í glímu eða einhverskonar
fallíþróttum öðrum. Þá hefði
samsærið ekki tekist svo vel,
sem raun varð á.
III.
Þetta byrjaði allt fyrir tveim-
ur árum, í desember. Við hjón-
in höfðum ákveðið að gera
okkur dagamun í tilefni af
fæðingarhátíðinni miklu. Við
ákváðum að ganga um stræli
höfuðborgarinnar í fullkomnu
meiningarleysi neysluþjóðfé-
lagsins með varasjóðinn í vas-
anum og afhenda hann smátt
og smátt yfir hin aðskiljanleg-
ustu búðarborð í skiptum fyrir
hitt og annað dót. Á heimleið-
inni þegar okkur þykir nóg að
gert, þó að enn sé veruleg upp-
hæð í sjóðnum, verður mér
litið í skreyttan búðarglugga.
Þar tróna margvíslegar gerðir
af karlmannaskóm í hinum ó-
trúlegustu stellingum. Mér
verður starsýnt á eitt parið.
Það eru randsaumaðir skór,
sem þegnar Hennar hátignar,
Betu Bretadrottningar hafa
gert af miklum hagleik. í botn-
inn er skráð með gylltu letri
Loyd og ég veit ekki betur en
einhver Loyd eigi líka heims-
frægt tryggingafélag. Ég segi
því við konuna, að þetta hljóti
að vera úrvalsskór garanterað-
ir af Loyd sjálfum. Við snör-
um okkur inn og ég ber mig
mannalega og bið afgreiðslu-
manninn að sýna mér skó
þessa nánar. Hann vill allt fyr-
ir mig gera og færir mig í
vinstrifótarskóinn að bragði.
Við lítum á skóinn, konan mín,
ég og afgreiðslumaðurinn. Við
erum sammála um að hann
fari prýðilega. Einkum er af-
greiðslumaðurinn viss í sinni
sök. Ég ákveð að kaupa skóna
og bið um að þeim verði pakk-
að inn.
Konan hvíslar að mér, hvort
ég ætli ekki að spyrja um verð-
ið. Ég svara því til, að sjálf-
sagt séu þeir nokkuð dýrir,
enda vandaðir, tek upp veskið
og er tilbúinn að reiða fram
féð.
Afgreiðslumaðurinn nefnir
upphæðina og brosir vinalega.
Ég glápi á hann í orðvana
undrun. Eftir verðinu að
dæma, ætlar Loyds að ábyrgj-
ast skótau þetta í fjörutíu ár.
Verðið var fjórfalt hærra en
venjulegir skór kosta sem gætu
enst í tíu ár sem spariskór.
Já, félagi góður, ég vissi ekki
hvað var í uppsiglingu. Það var
nefnilega á þessu augnabliki,
sem forsjónin hóf þátttöku
sína í samsærinu. Ég kom ekki
upp nokkru orði. Ég vissi að
það var ekki vitglóra í að fjár-
festa í skóm, sem áttu að end-
ast í 40 ár. Það var ekki einu
sinni víst að mér entist aldur
til að slíta þeim. Ég vildi ekki
kaupa þessa skó. Samt taldi
ég fram féð, aleiguna sem rétt
hrökk til, og við hjónin hurf-
um þegjandi út í vetrarkuld-
ann.
IV.
Ég hugsaði með mér, eftir að
hafa jafnað mig eftir áfallið
vegna verðsins, að þessa skó
skyldi ég sko nota við öll hugs-
anleg tækifæri, að mér heilum
og lifandi. Ég fór að vísu úr
þeim á kvöldin, en ég stökk í
þá á hverjum morgni og gætti
þess vandlega, að vera í þeim
allan daginn við öll hugsanleg
tækifæri. Þeir reyndust ágæt-
lega og hafa orðið sem nýir í
bæði skiptin, sem ég hef burst-
að þá.
Hápunktur hins margslungna
og kænlega samblásturs varð
svo fyrir mánuði síðan. Hvert
atriði hefur greinilega verið
þaulhugsað og árangurinn lét
ekki á sér standa.
Við hjónin ákváðum í fyrra
vor eftir mikil heilabrot, að
kaupa okkur sjónvarp. Við
borguðum hluta af verðinu út
í hönd en samþykktum víxla
fyrir afganginum. Þetta leit allt
saman afskaplega sakleysis-
lega út og kaupmaðurinn sagði
okkur, að við ættum að greiða
víxlana í banka verslunarinn -
ar. Gjalddagi síðasta víxilsins
var 10. október, fyrir nákvæm-
lega mánuði síðan. Hjá okkur
hjónunum er það þannig að
ég sé um að greiða víxlana, en
konan kemur stundum með,
svona til að sjá, hvernig þetta
er gert. Hinn 10. október fór-
um við í sameiningu til að
greiða síðasta víxilinn af sjón-
varpinu. Frá og með þeim degi
BRÉF AÐ SUIMMAN
UIU
SAIMSÆRI
ALDARIMMAR
8 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ