Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Page 9

Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Page 9
erum við skuldlausir eigendur að sjónvarpi. Ef þú ekki veist það þegar, félagi góður, þá stendur banki verslunarinnar í brekku. Þessi brekka var einu sinni kölluð Bakarabrekkan, en heitir nú Bankastræti. Við lögðum bíln- um okkar næstum að segja við dyrnar á banka verslunarinnar. Ég snaraði mér inn og ekki stóð á bankanum að taka við fénu og afhenda mér víxilinn. I gleði minni yfir hinum heil- aga eignarrétti, vind ég mér léttstígur útum dyrnar og stefni hraðbyri að bílhurðinni. Geng hvatlega nokkur skref á gang- stéttinni. Skyndilega gerir lí- kami minn uppreisn gegn þyngdarlögmálinu og ég finn, að ég ligg láréttur í lausu lofti. Þetta er undarlega tilfinning. Svona uppreisn er alltaf dæmd til að mistakast. Ég kem niður á hrygginn og finn um leið að vinstri fóturinn hefur neitað að vera með í flugferðinni. Hællinn frá Loyd sjálfum brást ekki, heldur festist af heljar- afli í horn á gangstéttarhellu borgarstjórnaríhaldsins og sat þar sem fastast. Ég kann ekki að detta eftir neinum formúl- um og kom þess vegna niður af öllum þunga á hinn fasta vinstri fót sem að sjálfsögðu var reyrður í vinstri fótarskó- inn góða. Þú hefur áreiðanlega einhverntíma brotið spýtu á hné þér og heyrt hljóðið sem þá myndast. Ég heyrði svoleið- is hljóð um leið og ég kom niður úr fallinu. Þarna ligg ég í móðurætt dálitla stund og finn strax, að ég er orðinn undarlegur í lag- inu. Gömul kona kemur að og spyr þeirrar skarplegu spurn- ingar, hvort ég hafi dottið. Ég get með engu móti neitað því, eins og ástatt er. Ég dríf mig á fót, því nú finn ég að vinstri fótur gegnir ekki lengur til- ætluðu hlutverki. Ég stend á þeim hægri og hann vísar sem næst í hávestur. Vinstri fótur vísar hins vegar alveg í suður og sennilega rúmlega það. Gamla konan lítur á mig hátt og lágt og snyr, hvort ég hafi meitt mig. Ég reiðist kerlingu þessari, algerlega að ástæða- lausu, og kveðst vera fæddur með fæturna í vínkil. Mér tekst að brölta inn í bíl okkar hjónanna. Frúin verður að taka við stjórninni og koma mér undir læknishendur. Þeg- ar við erum að renna af stað, verður mér litið á gangstéttina og uppgötva, hvað hér hefur gerst. Framan í mig glottir blár miði á gulri lengju. Síkíta ban- anahýði. Síkíta sjálfur var heppinn að vera órafjarri á þessari stundu. V. Ég fer að slá botninn í þetta, kæri félagi, enda hlýtur að vera farið að renna upp fyrir þér, að ekki er allt með felldu í máli þessu. Samsæri er það án alls vafa. Fyrst er ég narraður til að kaupa skóna, síðan sjónvarpið með afborgunum. Gættu að því, félagi, að ef ég hefði borg- að út í hönd, hefði þetta aldrei komið fyrir. Taktu líka eftir því, að ef skórnir hefðu ekki verið svona dýrir, hefði ég örugglega ekki verið í þeim þennan dag, og síðast en ekki sist, er svo hápunktur þessa þaulhugsaða glæps, að ég er látinn borga af víxlinum, áður en fóturinn brotnar en ekki á eftir. Hvert smáatriði er þræl- skipulagt. Hér ligg ég í rúmi okkar hjónanna og get ekki annað. Læknarnir pökkuðu vinstra fætinum samviskusamlega í gips. Það verður dásamleg stund, þegar það verður tekið af og ég get klórað mér á ökl- anum. Heimilisprjónarnir kom ast ekki nema niður á miðjan kálfa. Ekki veit ég hvað almætt- inu kemur til að leika mig svona grátt. Ég minnist þess ekki að hafa staðið í neinum stórræðum til að ergja það. Ég narraði að vísu einu sinni tíu krónur út úr presti þegar ég var strákur, með því að vola um að ég ætti ekki fyrir strætó heim. Það var að vísu rétt, en ég lét þess ekki getið, að ég ætti heima nokkrar húslengd- ir í burtu og að féð notaði ég til að sjá Roy Rogers í bíó. Sjálfur manstu svo eftir því, þegar við vorum reknir út úr kirkjunni fyrir að vera farnir í índjánaleik undir messu. Ef ástæða er til að refsa harðfull- orðnum manni svo grimmilega fyrir bernskubrek af þessu tagi, verð ég að segja að mér finnst almættið í meiralagi smámunasamt. Mig grunar hins vegar að or- sökin sé nær í tímanum. Ég heyrði prest vera að skamma kommúnista í útvarpinu um daginn. Hann var ábyggilega viss um að himnafaðirinn væri í Sjálfstæðisflokknum eða jafn vel bandaríkjamaður. Því þykist ég viss um, að með einhverjum dularfullum hætti hafi himnabóndinn kom- ist að því, að við Gunna mín kusum í fyrsta skipti kommana í vor og sé að refsa okkur fyrir tiltækið. Við ætluðum bara að prófa þetta svona einu sinni og gá, hvernig það væri, en vorum alls ekki ákveðin í að gera það að vana. Sé nú þetta rétt til getið hjá mér, þá skal himnafaðirinn vita, að ég er ekkert upp á það kominn að láta segja mér fyrir verkum í svona málum. Og úr því að hann tekur þetta svona óstinnt upp, get ég bara verið þver líka og kosið kommana aftur og aftur, ef mér sýnist, þó að ég verði brotinn á báðum fót- um og höndum fyrir vikið. Þetta er orðið nóg, kæri vinur. Hún Gunnþóra biður að heilsa þér. Við ætlum kannski að koma þarna norður í sumar og heilsa upp á ykkur hjónin. Með bestu kveðjum og ósk um velgengni. Þinn vinur og félagi. A A A A A Blaktir yfir Betlehem bandarískur fáni, fáninn minn og fáninn jb/nn og fáninn þeirra á Spáni, fátæklingum hér i heim hyglar fiestum gjöfum, og hann blaktir alla tið yfir þeirra gröfum. B. G. Halígrímur frá Ytra-Koti. *i**i**i**i**i**i**i**l**i**i**i**i**l**t**t**t* Guórún Guómundsdóttir: Bolcin fæst hjá helztu hóksölum, og kostai kr. 2.400 - (+ sölusk.) Félagsmenn og aö sjálfsögöu þeir, sem gerast félagsmenn nú, fá bókina meö 20% afslætti í af- greiöslu Hins íslenzka bókmenntafélags, Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hiö íslenzka bókmenntafélag. ^ONAFIRÐI n i T Tra ri i T jjiiíJ v 1L L" ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ - 9

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.