Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Myndin sýnir stöðu helstu vatnsmiðlana í raforkukerfinu sam- kvæmt mælingum vet- urinn 2020-21 og er byggð á upplýsingum Landsvirkjunar, en þær birtast reglulega á heimasíðu fyrirtækisins. Gott er að átta sig á því að orkulega séð er Hálslón stærst (2900 GWh), Þórisvatn næststærst (1600 GWh) og Blöndulón minnst (270 GWh), en tölurnar miðast við að öll lónin séu í fullri stöðu. Landsvirkjun birtir lónstöðu sem m.y.s. (metrar yfir sjávarstöðu) en ég hef flutt hana yfir í innihald lóns í gígalítrum (GL) sem eru milljón rúmmetrar. Fylling miðlunar á myndinni fæst með því að deila inni- haldi við fullt lón í innihald á hverjum tíma. Samband milli lónstöðu og inni- halds er ólínulegt en miðlanir eru víðastar í efstu stöðu en minnka í flatarmáli eftir því sem neðar dreg- ur. Samband milli innihalds miðlana í GL og orkuinnihalds í GWh er hins vegar nærri því að vera línulegt og má því nota lónstöðurnar á myndinni fyrir hlutfallslegt orkuinnihald, í samanburði við vatnsgildi. Vatnsgildi Vatnsgildi segir til um virði notaðs vatns eða innrennslis í miðlunum á hverjum tíma og er gefið upp í USD/MWh. Af hverju í Bandaríkja- dollurum (USD)? Jú, viðskipti við stóriðju á raforkumarkaði hér á landi er mestmegnis í USD og bókhald stærstu raforkufyr- irtækjanna er fært í USD. Virðismatið ætti kannski að vera mis- munandi milli miðlana, en hér er brugðið á það ráð að vera með sama vatnsgildið fyr- ir allar miðlanir, svo kallað kerf- isvatnsgildi, en það er gert til einföld- unar. Í Noregi tala menn um „system verdi“. Með þar til gerðu reiknilíkani er vatnsgildið reiknað út sem fall af árs- tíma og samanlögðu orkuinnihaldi í miðlunum kerfisins. Þannig er hægt að finna hlutfallslegt innihald sem gildir fyrir ákveðið vatnsgildi og var því varpað á myndina, fyrir vatns- gildið 10 USD/MWh sem dæmi. Almennt séð þá mundi vatnsgild- iskúrfan hækka með lækkandi vatns- gildi t.d. ef það væri 1 USD/MWh, en lækka með hækkandi vatnsgildi t.d. í 20 USD/MWh. Þessi frávik eru sett inn á myndina, en gert er ráð fyrir vatnsgildinu 10 USD/MWh í áfram- haldandi umræðu. Vatnsgildið segir til um hvort - gangsetja ætti varaafl sem kost- aði framleiðandann 10 USD/MWh eða - unnt væri að bjóða notendum 10 USD/MWh sem væru tilbúnir að skerða raforkunotkun tímabundið á þessu verði. Þessar aðstæður verða væntan- lega innbyggðar í væntanlegan raforkumarkað, sem hefur verið óra- lengi í undirbúningi á vegum Lands- nets. Vatnsgildið er mikilvægt tæki til stjórnunar í rekstri raforkukerfa, sem að mestu leyti eru knúin vatns- aflsvirkjunum Áhrif á tímasetningu nýrrar virkjunar Þegar miðlunarstaðan í Þórisvatni og Hálslóni var í lágmarksstöðu í lok maí 2021 þá stóð Hálslón í 22% fyll- ingu með 460 GL og Þórisvatn í 33% fyllingu með 500 GL. Ef dæma mátti af umræðu í fjölmiðlum um þær mundir og yfirlýsingum um málið frá Landsvirkjun þá mætti álykta að miðlunarstaðan væri farin að nálgast þolmörk. Gerum nú ráð fyrir að skil- greint sé nýtt lágmark fyrir miðl- unarstöðu í Hálslóni og Þórisvatni upp á 400 GL á hvorum stað og köll- um varamiðlun. Hún yrði til staðar ef algjört neyðarástand kæmi upp t.d. við verulegar breytingar á vatna- sviðinu til hins verra og mætti ekki fyrir nokkra muni skipuleggja notk- un á þessu vatnsmagni. Þetta væri algjör neyðarforði. Ekki væri gert ráð fyrir sambærilegu í Blöndulóni, en nú þegar er fyrir hendi varnagli til að tryggja lágmarksrennsli með svokölluðu laxarennsli, sem er frek- ar lítið. Við þetta mundi orkugeta kerfisins lækka um 600 GWh/ári. Til samanburðar er talið að orku- geta Hvammsvirkjunar í Neðri- Þjórsá sé 720 GWh/ári. Þannig ætti að vera ljóst hversu mikil áhrif yrðu af skerðingu á nýt- ingu vatnsmiðlana með miklum varamiðlunum. Þetta verður afleið- ingin ef menn hafa ekki fastmótaða rekstrarstefnu í þessum málum, en hún hefur ekki verið sýnileg opin- berlega upp á síðkastið. Menn ættu vissulega að þora að keyra vatns- miðlanirnar niður í vatnslitlum árum án þess að fara á taugum og að treysta meira á tölfræðina. Í stað þess að koma með drama- tískar útskýringar um hættu á vatnsleysi við vatnsaflsvirkjanir þá þyrfti að liggja fyrir hvað menn vilja og hvaða stefnumótun er í gangi á hverjum tíma. Í dag virðast erfið rekstrarvandamál leyst af handa- hófi, kannski í bakherbergjum, sem er ótækt. Eftir Skúla Jóhannsson »Menn ættu vissulega að þora að keyra vatnsmiðlanir niður í vatnslitlum árum án þess að fara á taugum og að treysta meira á tölfræðina. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Um rekstur vatnsmiðlana í raforkukerfinu Til eru bjargálna gamalmenni, nokkrir auðmenn, en þó flestir fátækir þegar lokið er viðskiptum ríkisvalds- ins af afkomu þeirra. Lífeyrir fólksins, sem að stofni til má rekja til atvinnutekna, er í reynd að stærstum hluta fjármagnstekjur af sparifje launþega, en er umgenginn eins og hann væri vildargjörningur, þeg- inn úr hendi ríkisvaldsins. Launþeg- ar hafa raunar ekkert með þessa sjóðseign sína að segja; ríkið hefur að lögum falið atvinnurekendum að stjórna lífeyrissjóðum fólksins, í reynd stórveldunum í þeirra hópi. Hafa þeir oft beitt sjóðunum „í þágu atvinnulífsins“ fremur en að ávaxta þá handa eigendunum. Leysist þá ríkisvaldið undan mörgum fyrri tíð- ar vanda. Það er braskað með þessa peninga, eins og sagt er, þótt hjer sje ekki annað nefnt en það, að ríkið „lánar“ sjóðunum skatttekjur sínar og hreppanna af þessu fje. Má það heita furðuleg ráðstöfun skattfjár. Þeir sem lifa nógu lengi til þess að njóta sjálfir sparifjár síns sæta því að tekjurnar eru skattlagðar sem launatekjur, enda skil- greindar sem slíkar í lögum um lífeyrissjóði. Þeir sem deyja frá inneign sinni láta öðrum gott af sjer leiða. Mætti líta svo á að þeir spari ríkissjóði ærna ölmusu, gamlir þurfamenn margir. Skattleysismörkin eða skattaaf- slátturinn hefur lengi staðið í stað nærri 55 þús. kr. á mánuði. Engin vísitöluuppbót þar. Því er fólk að greiða skatt af tekjum sem eru langt undir framfærslumörkum. Fátæk- asta fólkið er að greiða skatta langt umfram efnamenn fyrir vikið, því þeir njóta líka frítekjumarksins af tekjum sem eru oft langt umfram nauðþurftir. Ellilaunin voru í öndverðu sams konar almenningshlutur sem allir skyldu njóta. „Launin“ þau eru nú á ný orðin sú ölmusa sem ellistyrk- urinn var. Fólkið á það undir vild stjórnmálamanna hvað þeim hlotn- ast, en verra er þó, að ölmusan verð- ur þeim tæki til að blekkja fólkið: Fela gegndarlausa skattheimtu á þá sem minnst mega sín. Nú mega gamalmenni afla sjer 100 þús. kr. á mánuði með vinnu sinni. Allt þar fram yfir hirðir ríkið að 45% og tekur a.m.k. 31% skatt að auki. Eftir sitja þá 20 þús. kr. af 100 þús. kr. viðbótarlaunatekjum sjeu menn svo óheppnir að þiggja ölmusu frá TR. TR skilgreinir þessar launatekjur hins vegar hjá sjer sem fjármagns- tekjur og hefur engin lög fyrir sjer um þetta, að því er sjeð verður. Það er hrein vildarhyggja af ríkisins hálfu. Þær ættu því þá að bera 22% skatt; ekki yfir 31%. Svo skerðir TR ölmusugreiðslur sínar til þeirra sem hafa meira en 25 þús. kr. úr lífeyris- sjóði á mánuði um 45%. Er þetta lið- ur í snilldaraðgerð ríkisins til að fje- fletta um 32 þúsund gamalmenni um 45 milljarða á ári ef þau vinna fyrir sjer, hafa fjármagnstekjur, eða hafa lagt fyrir til elliáranna: Greitt í líf- eyrissjóð. Afrek stjórnmálamannanna er í því fólgið að þeir láta gamalmennin leggja 45 milljarða króna í ríkissjóð á ári og hrósa sjer af því, hversu vel sje við þau gjört fyrir sinn atbeina. Þeir hafa sýnt að ríkinu er ekki ómáttugt að græða á fátækt. Undanfarin tvö ár hafa skattleysismörk verið lækkuð að auki til að tryggja skattlagningu á allra lægstu laun. Laun þessara sömu stjórnmála- manna hækkuðu um síðustu áramót um 100 þúsund kr. á mánuði og aftur um síðustu mánaðamót um 75 þús- und kr. Gamalmennin fá eina hækkun á ári frá TR 1. janúar, í ár eins og árið þar á undan um níu þúsund kr. Grunnlífeyrir um 21 þúsund gam- almenna er um 266 þús. kr. á mán- uði, en til viðbótar fá um 12 þúsund einstæð gamalmenni 67 þús. kr. á mánuði. Til samanburðar eru at- vinnuleysisbætur 307 þús. kr. á mán- uði og lágmarkslaun 351 þús. Íslenzk gamalmenni eru upp til hópa þakklátt fólk, umburðarlynt og þolinmótt fram úr hófi. Þeim er vorkunn að því að vita lít- ið um almannatryggingar sínar, enda standa þau þar frammi fyrir smíð stjórnmálamannanna, einkum fjármálaráðherra, hverju sinni, sem hafa megnað að gera það kerfi allt að listasmíð stjórnlyndis, hroka og mannfyrirlitningar gagnvart þeim sem minnst bera úr býtum. Til þess að vera sáttur við þetta þurfa spök- ustu öldungar að temja sjer flokks- heimsku ofan á vitleysi. Um þurfamenn og ölmusu Eftir Geir Waage Geir Waage »Kerfið er smíð stjórn- málamanna: Lista- smíð stjórnlyndis, hroka og mannfyrirlitningar gagnvart þeim sem minnst bera úr býtum. Höfundur er pastor emeritus í Reykholti. Þetta er fyrirsögn á grein í Mbl. fyrir ekki löngu, skrifuð af Bjarna Benediktssyni fjár- málaráðherra og for- manni Sjálfstæð- isflokksins, og útdráttur úr greininni hljóðar svo: „Við þurf- um að tryggja að al- mannatryggingarnar haldi áfram að grípa fólk í viðkvæmri stöðu og vinna að bættum kjörum þess ár frá ári.“ Svo mörg voru þau orð og ekki staðið við nokkurn skapaðan hlut frekar en fyrri daginn, því fólkið í viðkvæmu stöð- unum, sem ég þekki best til, eru ellilíf- eyrisþegar sem í tugþúsundatali, eins og ég hef áður lýst, lifa undir fátækt- armörkum og þar hefur engin breyt- ing orðið á. Já, Bjarni, þetta er „fólkið sem ól ykkur upp“. Það er því mjög mik- ilvægt að veita Mið- flokknum fylgi til að komast í ríkisstjórn, með Sigmund Davíð í broddi fylkingar, en hann er ein- mitt maðurinn sem í sinni forsætisráherratíð gaf hreinlega loforð til ellilífeyrisþega og þeirra sem höllum fæti standa í þessu landi allsnægtanna um að leiðrétta kjör þeirra verulega enda með stórt hjarta í garð þessa fólks. SDG var því miður hrak- inn úr embætti eins og frægt er orðið vegna lygasagna og slúðurþorsta al- mennings sem ekki vissi sannleikann og kærði sig ekki um hann og einnig ákveðinna þingmanna og jafnvel flokksforingja, sem hlustuðu ekki einu sinni á rök og blákaldan sannleikann. En þegar vitið er ekki meira en Guð gaf er ekki von á góðu. Ekki lagaðist staðan þegar svo Sigurður Ingi sveik hann endanlega; maðurinn sem SDG hafði fært forsætisráðherraembættið á silfurfati. Annað verð ég hér líka að nefna: Smánarleg árleg hækkun frá Trygg- ingastofnun á ellilaun þessi, rúmlega 3%, var snarlega hirt til baka stuttu seinna með svipaðri hækkun á hluta búvara. En 1. júlí sl. hækkuðu aftur á móti laun til alþingismanna, ráðherra og forsetans um 6,2%, sem sagt er að geri um 75 þúsund króna hækkun á mann! Þessa hækkun hefði fólkið þeg- ið, sem ól ykkur upp, Bjarni Bene- diktsson. Lenti Viðar í röngum flokki? Stórgóð grein í sunnudagsblaði Mbl. 25. júlí sl., þar sem hin reynda og ágæta blaðakona Ásdís Ásgeirsdóttir, þekkt að góðum viðtalsgreinum og öðrum greinum í Mbl., birtir viðtal við ellilífeyrisþegann Viðar Eggertsson leikara og leikstjóra með meiru. Eftir lestur þessarar góðu greinar var ég ekki í vafa um að millifyrirsögn mín hér að ofan ætti vel við, en Viðar lýsir í viðtalinu ömurlegri æsku og uppeldi á vöggustofu þar sem móðir þeirra, hans og systur hans, fékk ekki að sjá eða heimsækja börnin sín nema í gegn um glugga, en hún kom í „heimsókn“ á hverjum sunnudegi eftir að hafa keyrt hálfófæran Keflavíkurveginn í tvo klukkutíma. Til allrar guðs lukku hefur eitthvað verið tekið á slíkum málum nú nýver- ið. Svona uppeldi hlýtur að skilja eftir sig djúp sár og rúmum sextíu árum seinna er Viðar kominn í baráttuna fyrir bættum kjörum ellilífeyrisþega og annarra þjóðfélagsþegna sem und- ir hafa orðið í þessu landi allsnægt- anna vegna aðgerðaleysis Bjarna fjár- málaráðherra, sem trónir yfir fjárhirslum ríkisins og dettur ekki í hug að liðsinna og hjálpa fólkinu sem ól ykkur upp. Ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi þegar Viðar upplýsti að hann hefði gengið til liðs við Sam- fylkinguna þar sem foringi þess flokks og fylgisveinar hafa komið fram og haft í daufu mjálmi og flimtingum þau mál sem heitast virðast brenna á Við- ari. Ég tel að Miðflokkurinn hefði ver- ið betri vettvangur fyrir hann, ekki síst þar sem hugur fylgir máli og vitað er að SDG gaf gamla fólkinu og þeim sem bágast eiga loforð um betri tíð og mannsæmandi lífsskilyrði, en af ástæðum sem fyrr greinir gafst hon- um ekki tími til þess og því nauðsyn- legt að styðja við að Miðflokkurinn og SDG komist í ríkisstjórn á ný. Fólkið sem ól okkur upp Eftir Hjörleif Hallgríms » Það er nauðsynlegt fyrir ellilífeyrisþega og þá sem lifa undir fá- tæktarmörkum að stuðla að endurkomu Miðflokks í stjórn, þaðan er loforð um betra líf. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er ellilífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.