Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 15

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 ✝ Áslaug Páls- dóttir fæddist á Litlu Heiði í Mýr- dal 1. maí 1940. Hún lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 16. júlí 2021. For- eldrar hennar voru Páll Pálsson bóndi og Margrét Tómas- dóttir húsfreyja á Litlu Heiði. Syst- kini hennar eru Erla látin, Kjartan látinn, Sig- urbjörg, Elsa, Tómas látinn, Guðlaug Ingibjörg og Páll Rún- ar. Hinn 7. ágúst 1965 giftist Ás- laug sr. Brynjólfi Gíslasyni fv. sóknarpresti. Hann lést 7. sept- ember 2020. Áslaug átti Pál Jökul Péturs- son með Pétri Viðari Karlssyni. Kona hans er Auður Ottesen. Börn Páls Jökuls með Ragn- heiði Högnadóttur eru Áslaug, Guðni Páll og Fríða Brá. Ás- laug er gift Fjalari Haukssyni. Þau eiga tvo syni, Hauk Braga og Ármann Pál. Guðni Páll er giftur Helgu Sæmundsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Birgi Pál, Heiðu Rut og Atla Svan. Fríða barnahóp á Litlu Heiði í Mýrdal og hún hafði ætíð sterkar taugar til æskustöðvanna. Vor- ið 1969 fluttust Áslaug og Brynjólfur að Stafholti í Staf- holtstungum í Borgarfirði. Hann gegndi þar prestþjónustu til ársins 2008 er þau fluttu í Borgarnes. Áslaug tók virkan þátt í safnaðarstarfinu með eig- inmanni sínum. Ómissandi þátt- ur af starfinu var að bjóða upp á messukaffi eftir messur í Stafholti og einnig söng hún í kirkjukórnum alla tíð. Kirkjan og söngurinn var hennar hjart- ans mál. Áslaug var mikill blómaræktandi og hannyrða- kona. Hún var heimavinnandi framan af en vann m.a. á leik- skólanum á Varmalandi og í mötuneyti Varmalandsskóla. Síðustu æviárin bjó Áslaug í Borgarnesi ásamt eiginmanni sínum. Þar tók hún virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara. Útförin fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag, 4. ágúst 2021, klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélag- inu verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur og vini en henni verður streymt. Slóð á streymi má finna á www.mbl.is/andlat/ Stytt slóð á streymi https://tinyurl.com/wc52ks4x Brá er trúlofuð Skarphéðni Sæ- mundssyni. Auður á soninn Mörð af fyrra hjónabandi, dóttir hans er Sól- hildur Sonja. Börn Áslaugar og Brynjólfs eru Ásta, maður henn- ar er Þorsteinn Jónsson. Börn þeirra eru Brynj- ólfur, maki Anna Hafþórs- dóttir. Högni Þór og Þórhildur. Sonur Þorsteins er Ægir, kona hans er Waleska og börn þeirra eru Perla Gabríela og Elísbet Rós. Margrét, maður hennar er Sveinn Eyjólfur Tryggvason, látinn. Börn þeirra eru Edda Sól, maki Sigurður Karlsson, Saga, maki Sverrir Ágústsson, Halldór Jökull, maki Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Vilborg Líf, Tryggvi Sveinn, Hekla Margrét og Dalrós Ása Erla. Guðný, maður hennar er Stefán Haukur Erlingsson. Börn þeirra eru Kristófer Örn og Sara Ýr. Áslaug ólst upp í stórum Að koma í Stafholt var alltaf sveipað rósrauðum ljóma. Ferða- lagið frá Vík var tröllvaxið og Hvalfjörðurinn endalaus á gamla Saab-inum. Hlýjar móttökur ömmu og afa, marglitur valmú- inn á planinu, gróni garðurinn, hrafnarnir og álftirnar gerðu það allt þess virði. Blómin í forstof- unni, allir fallegu steinarnir, bleika sófasettið, marrið í stig- anum og fuglasafnið hennar ömmu. Gamla, gula ferðataskan, uppfull af barbídúkkum og barbí- fötum sem amma hafði saumað, prjónað og heklað í gegnum tíð- ina átti sér enga líka. Amma átti líka alltaf súkkulaðiköku og gerði heimsins besta kökukrem, og sparaði það ekki. Allt var þetta hluti af því að búa til þá ævin- týraveröld sem heimili ömmu og afa var. Það er líka ekkert í heim- inum sem jafnast á við lyktina í Stafholti. Amma tók alltaf hlýlega utan um mig þegar ég kom í Stafholt, sama hvort það var í barnæsku eða seinna meir. Ferðir upp í Kastala, eða upp að Stafholts- vatni lifa í huga mér sem ótrúleg- ar svaðilfarir, en sporin voru mörg fyrir litla fætur. Risastóra rólan í hlöðunni, endalaus skrafl- mót, og verslunarmannahelg- arhátíðirnar okkar tvær, sí- gauna- og víkingahátíðirnar eiga öruggan stað í heimi minning- anna um ókomna tíð. Þegar amma og afi fluttu í Borgarnes voru viðbrigðin mikil. Heimur þar sem Stafholt var ekki fastur punktur í tilverunni var óhugsandi. En amma og afi gerðu Hrafnaklettana að hlýlegu heimili, og meira að segja lyktin úr Stafholti flutti með þeim. Amma sparaði ekki hrósin og var dugleg að minna mig á það hvað hún væri stolt af mér. Hún var alltaf stuðningskona númer eitt, sama hvað ég tók mér fyrir hend- ur, en sérstaklega var hún ánægð með hvað við systur erum dug- legar við handavinnu, en aðra eins handavinnukonu og ömmu er erfitt að finna og mörg glæsi- leg verk liggja eftir hana hjá okk- ur afkomendum hennar og vin- um. Amma barðist við veikindi síð- ustu mánuðina sem drógu mikið af henni. Við Amma eyddum helgi saman í vor heima á Borg- arbrautinni og áttum góðar og dýrmætar stundir saman. Það er ekki fyrr en lítil stelpa nær meiri þroska og aldri að hún lítur á ömmu sína sem sjálfstæða mann- eskju með sögu, vonir og þrár. Ég sá stórkostlega sterka konu og fylltist lotningu yfir því hvern- ig hún hefur tekist á við lífsins hindranir, haldið haus og geislað hlýju frá sér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ásu ömmu og upplifa lífið með henni. Amma sagði okkur frá draumi sem hana dreymdi rétt eftir að afi dó. Hún horfði á eftir honum út á akur, en tvö lítil börn héldu í hendur hennar og sögðu að hún mætti ekki fara strax. Hún kvað það vera allt í lagi, hún vissi nefnilega hvert hann var að fara. Viku áður en hún kvaddi þennan heim sagði hún okkur að hana hafi dreymt annan draum, hún var komin út á akurinn, hún var á leiðinni til hans. Draumurinn var svo skýr að hún fann fyrir gras- inu undir fótum sér. Núna er Ása amma komin út á akurinn til afa. Njóttu næsta ævintýris, elsku amma mín, ég veit að afi, Tommi og Eyfi taka vel á móti þér í sum- arlandinu. Takk fyrir allt. Fríða Brá Pálsdóttir. „Þetta verður allt í lagi, nafna mín“. Svona kvaddir þú mig á sjúkrahúsinu á Akranesi þegar við hittumst síðast. Við vissum það báðar að við myndum ekki hittast aftur. Kveðjustundin var sár, en það var mér huggun að sjá hvað þú varst róleg. Sátt í hjartanu, glöð yfir öllu sem þú hafðir afrekað og stolt af afkom- endunum. Þú kallaðir mig aldrei annað en „Nafna“, stolt af mér og sagð- ir mér það oft og mörgum sinn- um. Það var líka gagnkvæmt. Ég var alltaf full aðdáunar á þér og því hvernig þú lifðir lífinu til fulls, gæddir allt lífi í kringum þig og umvafðir fólkið þitt með ást. Heimsóknirnar til ykkar afa í Stafholt í æsku eru ljóslifandi í minningunni. Þú tókst á móti okkur úti á tröppum, brosandi í blómahafinu í bíslaginu. Við borðuðum kjötbollur með brúnni sósu og þú sýndir mér hvar barbídótið var að finna, með öll- um heimasaumuðu kjólunum sem þú hafðir búið til, mér fannst ekkert jafnast á við þessar ger- semar. Ég hjálpaði þér að stússa í kringum blómin þín, skoðaði alla fallegu steinana þína og þjóð- búningadúkkurnar. Við gengum saman niður að vatni til að kíkja á svanaparið þar. Við fórum í berjamó, keyptum ís í Baulu, gengum upp á Stafholtsfjall og bökuðum saman súkkulaðiköku. Í seinni tíð hefur samband okkar farið að líkjast meira vin- konusambandi. Við prjónuðum saman, skiptumst á uppskriftum og slúðruðum smá. Og hlógum. Það sem við gátum hlegið saman, elsku amma! Þú varst svo lúmsk- ur húmoristi, alltaf með glettn- islegan glampa í augunum. Allar minningar mínar um þig eru svo bjartar og fallegar. Þær mun ég alltaf eiga og þegar ég ferðast um landið og nýt okkar stórkostlegu náttúru verður þú með mér þar, í blómunum, fugl- unum og sólinni. Nú ert þú loksins komin á leið- arenda, komin í sumarlandið til afa. Mikið hlakkaðir þú til að komast þangað! Ég vona að þér líði vel núna, amma mín. Ég skal gera mitt besta til að standa und- ir nafni og halda minningu þinni á lofti. Takk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Áslaug Pálsdóttir. Áslaug Pálsdóttir, þriðja yngsta barn í átta barna hópi Margrétar og Páls frá Litlu- Heiði í Mýrdal, kvaddi þessa jarðvist 16. júlí síðastliðinn eftir erfið veikindi. Ása var föðursystir mín og er það mitt lán að hafa fengið að njóta þess kærleika og virðingar sem ríkti á milli systkinanna frá Heiði. Þegar pabbi stóð á átt- ræðu lagði hann mikið kapp á það að kalla til systkini sín og maka sem þá lifðu. Hann átti við þau erindi. Hann vildi þakka fyrir þá einstöku vináttu og hjálpsemi sem hann hafði notið hjá sínu fólki alla tíð. Hans tími var á þrotum og hann vildi færa fólk- inu sínu verðskuldaða þökk. Þegar ég var barn fékk ég stundum að fara með ömmu upp í Borgarfjörð að sumri til og dvaldi þá í Stafholti í góðu yfir- læti. Ég var örgeðja barn og kannski hvíld í því fyrir heimilis- fólk á Heiði að losna við mig um stund en í Stafholti hjá Ásu frænku og Brynjólfi upplifði ég mestu ævintýri æsku minnar. Í minningunni var alltaf sól í Staf- holti og allt blómstraði innan dyra sem utan. Róleg og kær- leiksrík nærvera þeirra hjóna og ævintýrin með Möggu frænku er fögur minning sem ég hef oft ylj- að mér við. Amma heitin sagði alltaf um Ásu dóttur sína að hún hefði fæðst fullorðin. Hún var barnung farin að sinna húsverkum og umönnun á Heiði eins og fullorð- in manneskja. Ása hafði yfirveg- un og persónuþroska sem við náum fæst á okkar ævi og erum við mörg sem höfum notið stað- festu hennar og hlýju. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Ásu frænku og þótt ég hlypi hratt að dyrunum heim að Staf- holti hægði ég alltaf á mér áður en ég gekk inn til Ásu. Alltaf af virðingu en aldrei ótta því hún hefði ekki getað verið mildari við mig en hún var bara svo virðing- arverð manneskja. Nú hefur kær frænka lokið sínu dagsverki og ég sem hef not- ið skjóls hennar og hlýju þakka fyrir mig og mína. Ég bið börn- um hennar, mökum og afkom- endum öllum guðsblessunar í öll- um þeim erfiðleikum sem þau hafa þurft að ganga í gegnum síð- astliðið ár. Ykkar missir er mik- ill. Sigrún Tómasdóttir. Við vorum ungar stúlkur, jafn- öldrurnar, þegar við hittumst fyrst. Við höfðum kynnst guð- fræðinemunum og aldavinunum Brynjólfi Gíslasyni og Ágústi Sigurðssyni og stofnuðum til vin- áttu. Löngu síðar komumst við að frændsemi okkar gegnum Ís- lendingabók en Guðrún systir Péturs Guðjohnsens var langamma Áslaugar, en hann langalangafi minn. Nutum við hvors tveggja, vináttu og frænd- semi, þar til yfir lauk. Og gift- umst auðvitað piltunum okkar, urðum prestskonur í sveit og nutum þess einnig harla mjög. Áslaug og Brynjólfur sátu Stafholt með miklum myndar- brag með dætrum sínum þrem- ur. Þangað voru allir velkomnir, messukaffið var víðfrægt og gestum að norðan og austan vel fagnað. Það var alveg sjálfsagt að gista á prestssetrinu góða og njóta gestrisni hjónanna í hverri höfuðstaðarferð. Styttra vik var milli vina er við áttum heima á Prestbakka og samfundir tíðari. Myndarskapur Áslaugar fékk út- rás í alls kyns móttökum heima í Stafholti og alltaf söng hún með við athafnir og í kórnum við messur. Var hún manni sínum og sóknarbörnum stoð og stytta í hvívetna, prestskona eins og ger- ast bestar. Leið eldri borgara úr Hrúta- firði lá eitt sinn í Stafholt og eru höfðinglegar viðtökurnar enn rómaðar af þeim sem nutu. Við sátum þá úti í garði fjölskyldunn- ar og blómskrúðið gladdi hug- ann. Garðurinn í Stafholti var yndisfagur. Hjónin unnu bæði að honum og unnu honum mjög. Þau gróðursettu fjölda trjáteg- unda, myndarleg skjólbelti og runna. Snjöll skipan trjáa og gróðurreita vakti athygli. Það var erfitt að fara frá garðinum sem og öðru í Stafholti þegar kom að leiðarlokum vegna ald- ursmarkanna, þótt garðyrkju- störfin væru farin að þyngjast. Í Borgarnesi stóð heimili hjónanna eftir það og alltaf jafn ljúft að heimsækja þau. Áslaug kom sér upp blómahafi á svölum þar sem grænu fingurnir nutu sín. Handavinnan var alltaf nærri, en eftir hana eru ótal fal- legir munir sem fjölskyldur dætranna og sonarins Páls eiga og njóta ásamt mörgum vinanna. Og hún hélt líka áfram að syngja. Svo hrundi gamla veröldin. Sr. Brynjólfur lést í fyrrahaust og mætti Áslaug þeirri sorg af æðruleysinu sem alltaf einkenndi hana. Enn meira reyndi á hug- arró hennar er hún greindist með krabbamein á vordögum og hún vissi að það var ólæknandi. „Ég fæ smátíma,“ sagði hún rólega. „Ég kvíði engu og ég hef átt svo gott líf.“ Hún endurtók þau orð er hún lá banaleguna, en andlát tengdasonarins sem lést í hörmu- legu slysi á Patreksfirði í vor minnti á djúpstæðan hátt á hve lífið er dýrmætt. Að kveðja Áslaugu vinkonu mína og frænku á sjúkrahúsinu á Akranesi var heilög stund, hví- líkur friður og sátt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum þeim mörgu sem syrgja Áslaugu í Stafholti. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Réttum tíu mánuðum frá útför sr. Brynjólfs Gíslasonar sóknar- prests í Stafholtsprestakalli barst fregn af andláti konu hans Áslaugar Pálsdóttur. Þær komu að vísu ekki að óvörum því Ás- laug hafði átt við erfið veikindi að stríða um skeið. Áslaug og Brynjólfur áttu að baki hjúskap í hálfan sjötta áratug og ævistarf í Stafholti í tæp fjörutíu ár. Í minningarkveðju frá okkur hjón- um á síðum þessa blaðs hinn 15.9. 2020 vegna fráfalls Brynjólfs er eftirfarandi orð að finna: „Rúmlega hálf öld er liðin síð- an þau prestshjónin sr. Brynjólf- ur og frú Áslaug Pálsdóttir sett- ust að í Stafholti. Hvort þau hafa séð það fyrir sér þá, að dvölin yrði svo löng sem raun varð á, þá átti það eftir að sannast að þeim hugnaðist það vel. Þótt hér sé reynt að færa í letur nokkur minningarorð um Brynjólf þá er erfitt að gera það án þess að nafn Áslaugar komi þar við sögu einn- ig. Svo samofin hafa nöfn þeirra verið og ævistarf. Þau voru bæði borin og barnfæddir Sunnlend- ingar, hún í Mýrdalnum, hann á Kirkjubæjarklaustri, héruðum með mikla sögu náttúruhamfara og erfiðra samgangna svo eitt- hvað sé nefnt. […] Auk þess að vera prestssetur er Stafholt einn- ig sögulega merkur staður í hér- aði og mikilvægt að hann sé set- inn af alúð og virðingu fyrir þeim staðreyndum. Það gerðu þau hjónin. Víst er að þau festu fljótt rætur í sínum nýju heimkynnum og voru þátttakendur í tilveru heimamanna.“ Þessi orð eiga jafnt við nú sem þá svo órjúfanleg og staðföst sem samleið þeirra hjóna var. Rækt- arsemi þeirra og umhirða við prestssetrið sem þeim var trúað fyrir var til fyrirmyndar og hlut- ur Áslaugar ríkulegur sem rækt- aði garðinn í bókstaflegri merk- ingu. Áslaug var þó fyrst og síðast prestsfrú í bezta skilningi þess orðs en slík staða var þó ólaunuð og starfsheitið því ekki til í opinberum gögnum. Þeim mun mikilvægara var það þó í raun og ekki sízt á erfiðum stundum í lífi sóknarbarna. Þau deildu lífi sínu með sóknarbörn- um sínum og héraðsbúum öðrum og nutu virðingar. Nærvera þeirra var notaleg og hófstillt þótt með sínu móti væri hjá hvoru þeirra. Hin síðari ár í Staf- holti stundaði Áslaug einnig vinnu út í frá, fyrst í mötuneyti Grunnskólans á Varmalandi og síðar í leikskólanum þar. Á þeim vettvangi urðu þær Guðrún Ása samstarfskonur og vinskapur styrktist. Við minnumst einnig samstarfs við þau hjónin á vett- vangi Norðtungukirkju um ára- bil. Kirkjusöng þar var fremur ábótavant enda enginn söngkór- inn. Treyst var á almennan söng og Áslaugu sem forsöngvara. Játa skal þó að undirtektir safn- aðarins voru jafnan fremur lág- stemmdar. Framlag Áslaugar var mikilvægt í kirkjulegum at- höfnum sóknum prestakallsins. Mest reyndi eðlilega á slíkt á prestssetrinu sjálfu þar sem Ás- laug var allt í senn húsfreyja, gestgjafi og prestsfrú. Að leiðarlokum þökkum við gefandi kynni á langri samleið og færum aðstandendum öllum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Efst í huga okkar er Margrét sem missti eiginmann sinn og börnin hennar föður sinn með sviplegum hætti nú á vordögum. Guð blessi minningu hans og Brynjólfs og Áslaugar í Stafholti. Guðrún Ása og Jón, Lindarhvoli. Áslaug Pálsdóttir Við minnumst mágkonu, vinkonu og samstarfskonu með miklum sökn- uði. Svanhildur giftist Birgi bróður Elínar árið 1957. Þau hjónin voru þá 22 ára og ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk að eignast íbúð. Fyrir vikið fluttu þau inn í forstofu- herbergið á heimili foreldra þeirra Birgis og Elínar í Máva- hlíð 23. Samgangur var því mik- ill frá upphafi og samskiptin við Svanhildi ávallt einstaklega ánægjuleg. Frá fyrstu kynnum fór ekki á milli mála að Svanhildur væri einstaklega vel gefin og kraft- mikil kona. Þótt hún hafi sett ört vaxandi fjölskyldu í forgang fremur en að halda áfram námi, um sinn, aðstoðaði hún marga ættingja og vini við að læra undir próf í hinum ýmsu grein- um. Í því birtust hæfileikar Svanhildur Erna Jónsdóttir ✝ Svanhildur Erna Jóns- dóttir fæddist 16. júlí 1935. Hún and- aðist 25. júlí 2021. Útför fór fram í kyrrþey. Svanhildar við að skilja og miðla upp- lýsingum á ólíkum sviðum. Í eðli sínu var hún í senn af- bragðs nemandi og kennari. Eftir að við stofnuðum fyrir- tæki um innflutn- ing Toyota-bifreiða varð Svanhildur ein af fyrstu starfs- mönnum sem við réðum í vinnu. Fyrirtækið hafði ekki mikil um- svif eða fjárráð á þeim tíma en eftir kynni okkar af Svanhildi vissum við að fáir væru betur til þess fallnir að aðstoða við upp- bygginguna. Það gekk eftir, fyrirtækið stækkaði hratt og Svanhildur reyndist ómetanleg á ótal sviðum rekstursins. Hún fór létt með að svara hverju því erindi sem barst frá útlöndum eða reka á eftir og lagfæra hluti þegar á þurfti að halda. Svanhildur var ávallt ófeimin við að segja hug sinn á hrein- skilinn og beinskeyttan, en um leið skemmtilegan, hátt. Það er fáum gefið að geta verið af- dráttarlausir án þess að styggja nokkurn mann. Þessi eiginleiki birtist með þeim hætti að sam- starfsfólk, ættingjar og vinir tóku ábendingum Svanhildar iðulega fagnandi. Fólk lærði enda af reynslunni að það væri óhætt að reiða sig á ráðgjöf hennar og innsæi. Svanhildur hafði mikla greind á ólíkum sviðum og var mikil handverkskona. Þar sýndi hún sömu atorku og annars staðar. Hún lét sér ekki nægja að prjóna vettlinga og trefla eins og vinkonurnar. Þess í stað varð hún frumkvöðull í fram- leiðslu prjónaðra kjóla. Afrakst- urinn hefði dugað til að halda úti heilli tískuvöruverslun. Á sextugsaldri sneri Svan- hildur aftur í nám við Háskóla Íslands. Eins og við var að bú- ast lék námið í höndum hennar, ekki síður en prjónarnir. Svanhildur fylgdist vel með fjölskyldu sinni, þróun sam- félagsins og nýjustu atburðum. Hvort sem rætt var um gang himintunglanna eða ævintýri Harry Potter var hún með allt á hreinu. Svanhildur tókst á við þrautir og sigra af yfirvegun og reynd- ist öllum sem kynntust henni fyrirmynd, stoð og stytta. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samvista við einstaka konu og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elín S. Jóhannesdóttir og Páll Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.