Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 ✝ Elín Hjálms- dóttir fæddist á Hofstöðum í Staf- holtstungum 12. október 1931. Hún lést á Droplaug- arstöðum 20. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hjálmur Þor- steinsson, bóndi á Hofstöðum, f. 25. mars 1891, d. 11. júní 1947, og Steinunn Guðmundsdóttir hús- freyja, f. 20. nóv. 1897, d. 30. júní 1946. Systkini Elínar eru: Þor- steinn, f. 1921, d. 1966, Kristín, f. 1925, d. 1988, Guðbjörg, f. 1927, Guðmundur, f. 1929, d. 2007, Ólafína Guðlaug, f. 1939, og Guðrún María, f. 1939. Elín fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og syst- góðu fólki og myndaðist með mörgum vinskapur sem varði alla tíð. Elín var ógift og barn- laus en systkinabörnum sínum unni hún vel og nutu þau mikils af gæsku hennar og gjafmildi og fylgdist hún vel með afmæl- isdögum þeirra og hvað þau höfðu fyrir stafni hvert og eitt, alla tíð. Elín var einkar sjálfstæð kona og dugleg alla tíð. Hún lét fötlun ekki aftra sér í því að gera það sem henni þótti skemmtilegast, hún naut þess að ferðast, sækja tónleika og leikhús og ekki síst vera í fé- lagsskap fjölskyldu og vina hvenær sem tækifæri gafst. Síðustu tvö árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 4. ágúst 2021, klukkan 15. kinum 14 ára göm- ul, þegar þau hættu búskap á Hofstöðum og fluttu þau þá í íbúð á Kirkjuteigi 15 í Laugarnesi, sem þá var nýbyggt hverfi í Reykjavík. Þegar Elín var þriggja ára gömul veiktist hún af lömunarveiki, sem hafði varanleg áhrif á líf henn- ar alla tíð. Elín gekk í barna- skólann að Hlöðutúni í Staf- holtstungum og stundaði síðar nám í Ingimarsskólanum við Lindargötu og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hún réðst til starfa hjá Ríkisútvarpinu sem símavörður og vann þar allt til er hún hætti störfum vegna aldurs eða í 44 ár. Hjá Ríkis- útvarpinu kynntist hún mörgu Kveðja til Ellu frænku Í huga mínum togast á sorg, gleði og þakklæti þessa dagana. Hún Elín Hjálmsdóttir, Ella frænka mín, kvaddi þetta jarð- neska líf, friðsæl, falleg og södd lífdaga. Sorgin umlykur vegna þess hversu mikilvæg hún Ella hefur alltaf verið mér. Gleðin sprettur af óteljandi fallegum minningum, alveg frá því að ég man eftir mér fyrst og til hinstu stundar minnar elskulegu frænku. Þakklætið er allt um kring, því það að eiga jafnmikla kjarnakonu og hvunndagshetju að vinkonu og sálufélaga er ekki sjálfgefið. Elsku Ella frænka, ég leyfi tilfinningunum yfir þinni hinstu för að sveima þar til þær finna sér góðan lendingarstað. Í hjarta mínu geymi ég fallegar minningar alveg frá barnæsku til fullorðinsára sem ávallt munu ylja. Þegar ég sem barn heim- sótti þig og átti þar óskipta at- hygli þína í heimatilbúnum fim- leikasýningum, leikföngin í skókassanum sem voru komin til ára sinna og þar af leiðandi sér- lega áhugaverð, leikhúsferðir og ekki síst sumarbústaðaferðir í Munaðarnes sem voru fastur lið- ur á hverju ári og voru fyrir mig alltaf tilhlökkunarefni. Heim- sóknirnar til þín á fullorðinsár- um sem byrjuðu alltaf með sím- tali; „Ella, þetta er nafna þín“ og með svarinu „Elín mín, ertu að koma?“ Tengingin var sterk og þrátt fyrir aldursmuninn gátum við spjallað um lífið og tilveruna, gleði og sorg og alltaf var það yf- ir rótsterkum Merrild-kaffibolla og úrvals góðgæti með. Minn- ingarnar eru margar og dýr- mætar. Þakka þér elsku frænka fyrir alla umhyggjuna og ástina sem þú hefur veitt mér og minni fjöl- skyldu. Stolt ber ég nafnið þitt og geri mitt allra besta til að halda þín lífsgildi í heiðri. Þú hefur alltaf verið mér fyrirmynd með þitt jákvæða lífsviðhorf, ótrúlega þrautseigju, baráttu- anda og mikla manngæsku. Þakklát fyrir samfylgdina í lífinu kveð ég þig með þeim orðum sem áður hafa fallið í fjölskyld- unni; það þurfa allir að eiga eina Ellu frænku. Megir þú hvíla í friði frá jarð- nesku lífi en dansa af gleði í ein- hverju öðru og æðra lífi sem nú hefur tekið við. Elsku Ella frænka, þín er saknað og þín er minnst. Elín Hjálmsdóttir. Árið er 1967 og lítill ljóshærð- ur, fjörugur fjögurra ára hnokki er að klifra á vörubílspalli á Kársnesinu í Kópavogi. Hann á ekki að vera þarna en hefur ekki staðist freistinguna, enda heill- aður af vélum og stórum bílum. Móðursystir hans, Ella frænka, er að passa hann og systur hans í fjarveru foreldranna. Ella er fötluð og stenst ekki drengnum snúning en er kominn til að telja hnokkann á að koma niður af pallinum. Það tekst og málin rædd heima yfir mjólkurglasi og kexi. Ella: „Haukur, hvað mynd- ir þú gera ef þú værir fatlaður og værir að passa einhvern sem óhlýðnaðist svona klifrandi á vörubílum“. Haukur: „Ég myndi bara rassskella hann!“. Ella gat ekki leynt brosinu og hlátrinum enda átti ég eftir að heyra þessa sögu frá henni mörgum sinnum þegar árin færðust yfir. Ella frænka var ein hreinskiptasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Það var hægt að ræða hvað sem er við hana og þjóð- málin voru hennar ær og kýr. Ella hafði óbilandi áhuga á póli- tík og þá helst mannlegu eðli. Það var alveg leyfilegt að vera ósammála en hún var alltaf fylgin sér gagnvart sínum mál- stað. Ella fékk lömunarveikina í æsku og bar þessi merki alla ævi. En Ella var búin eiginleik- um sem voru styrkur, vilji og einbeiting. Þessir eiginleikar gerðu henni kleift að standa á eigin fótum í gegnum lífið. Að gefast upp var ekki að hennar skapi. Hún keyrði landshorn- anna á milli en til þess að gera henni það kleift var sérstakur búnaður settur í bílinn og þeysti Ella um og naut frelsis sem bíll- inn veitti henni. Ella hafði þann háttinn á að skiptast á að vera hjá ættingjum á jólunum og kom það fyrir í nokkur skipti að Ella var hjá fjölskyldunni minni, ann- aðhvort á aðfangadag eða annað skipti yfir hátíðirnar. Þá sem oftar sagði hún frá jólunum í æsku hennar í Borgarfirðinum og á Kirkjuteignum. Ella ólst upp á Hofstöðum í Stafholt- stungum í Borgarfirðinum og voru heimahagarnir henni sér- staklega kærir. Ef hún vissi að ég hefði verið á ferðalagi eða við veiðar þá vildi hún oftar en ekki fá fréttir og spurði hvernig spretta og sláttur gengi. Ella var mikill dýravinur og þreyttist hún aldrei á því að segja manni sögur af dýrunum úr bernsku sinni. Ella vann stærstan hluta ævinnar hjá Ríkisútvarpinu sem símamær. Ella hafði unun af vinnunni sinni í útvarpinu og var gaman fyrir börn að heimsækja hana þangað. Hún hafði yndi af tónlist og leiklist og deildi þeirri upplifun með manni. Ella þurfti að þola margt í gegnum sín veik- indi og sýndi ótrúlegan styrk. Eitt sinn er við vorum að ræða eilífðarmálin og veikindi hennar sagði hún að hún trúði því að Guð hefði lagt þetta allt á hana því það væri tilgangur með því. Hún trúði því einnig að það væri léttara tilverustig sem biði henn- ar og þess vegna sætti hún sig við orðinn hlut. Ég veit að Ella er núna komin á góðan stað og þjáningum hennar hefur linnt. Ég minnist allra stundanna, um- hyggjunnar og hjálparinnar í gegnum tíðina. Haukur Óskarsson. Það er komið að kveðjustund. Elín Hjálmsdóttir, móðursystir okkar, Ella frænka eins og við köllum hana alltaf, er dáin, tæp- lega níræð. Við, eins og aðrir niðjar Hjálms og Steinunnar, eigum ótal góðar minningar um hana og hún var okkur öllum mjög kær. Ella varð fyrir miklum áföll- um í lífinu. Hún fékk lömunar- veiki þriggja ára og missti báða foreldra sína með stuttu millibili þegar hún var 14 ára. Hún þurfti að eyða mörgum og löngum stundum á sjúkrahúsum í æsku sinni en henni tókst með óbilandi andlegu þreki og mikilli hjálp fjölskyldu sinnar að komast á fætur eftir erfiðar bæklunarað- gerðir. Þrátt fyrir fötlun sína var hún sjálfstæð, eignaðist sitt eigið heimili og stundaði vinnu. Starfsferill hennar hjá Ríkisút- varpinu spannar 44 ár og hún var alltaf stoltur og tryggur starfsmaður útvarpsins. Áður en Hjálmur, afi okkar, lést tók hann það loforð af eldri börnum sínum að standa saman og láta ekki systkinahópinn tvístrast. Þau stóðu við loforðið og sýndu ótrúlega samstöðu. Við öll, fjórar kynslóðir niðja Hjálms og Steinunnar, getum verið stolt af þeim fyrir þetta. Hjálmsbörn- in bjuggu til að byrja með öll sjö saman á Kirkjuteigi 15, en fluttu þaðan hvert á fætur öðru þegar þau stofnuðu fjölskyldur með mökum sínum. Samstaðan held- ur enn þótt fjögur systkinanna séu látin. Ella var ákaflega barn- góð og tók þátt í þroska allra systkinabarna sinna og þegar fram liðu stundir þeirra barna og barnabarna. Það má segja að hún hafi að vissu marki tekið að sér hlutverk ömmunnar sem við áttum ekki. Samt var hún ekki eins og ömmusystur okkar sem við kynntumst líka því hún var kornung. Þegar heilsan leyfði var Ella alltaf hjá okkur á gaml- árskvöld, en foreldrar okkar héldu upp á áramótin heima í Teigagerði í 61 ár með einni eða tveimur undantekningum. Eftir að sjónvarpið kom og lok ára- mótaskaupsins mörkuðu upphaf að rakettuskothríðinni, sat Ella róleg inni og hlustaði á ávarp út- varpsstjóra. Hún gat ekki farið að kíkja eftir flugeldunum fyrr en þessir virðulega yfirmenn hennar í 44 ár höfðu lokið máli sínu. Samstaða barna Hjálms og Steinunnar lifir áfram hjá okkur hinum, þótt hún sé ekki eins ná- in og fyrrum. Við höldum reglu- lega Niðjamót Hjálms og Stein- unnar, oftast á Varmalandi í Borgarfirði rétt norðan við Hof- staði í Stafholtstungum, þaðan sem við erum upprunnin. Þetta eru skemmtilegar samkomur og Ella frænka á sinn þátt í því að skapa þá stemmingu. Við kveðjum Ellu frænku okk- ar með miklum söknuði, því hún var alltaf frænka okkar númer eitt. Það má með sanni segja að hún hafi verið miðpunkturinn sem tengdi ættbogann saman. Ellu frænku var ekki hugað líf þegar hún veiktist þriggja ára og þurfti oft að berjast fyrir lífi sínu við erfiða sjúkdóma. Hún lifði ríkulegu lífi þrátt fyrir allt mótlætið. Hún hafði mikið yndi af sígildri tónlist, stundaði tón- leika meðan hún gat og upplifði marga merkisatburði í íslensku tónlistarlífi. Hún var góð- mennskan holdi klædd og við upplifðum ást hennar á öllum systkinum sínum og öllu þeirra fólki til síðasta dags. Steinunn, Ragnar, Sigurður og Reynir Sigurðarbörn. Elín Hjálmsdóttir, móður- systir mín, lést á Droplaugar- stöðum hinn 20. júlí síðastliðinn. Við þessi tímamót koma góðar og gamlar minningar upp í hug- ann. Minningar um heimsóknir á Laugarnesveginn þegar ég var lítill strákur þar sem rjómaísinn kláraðist aldrei sama hversu mikið var borðað. Hún sagði mér að frystikistan hennar fram- leiddi ísinn sjálf og hún þyrfti aldrei að kaupa ís. Einnig koma upp í hugann minningar um dagsferðir í Heiðmörk með Ellu á bjöllunni hennar þar sem borð- að var nesti í sumarblíðunni. Ella frænka var mjög greind, dugleg og sjálfstæð kona. Hún tók snemma bílpróf og keyrði bjölluna sína hvert sem hún vildi þrátt fyrir fötlunina. Hún keypti reyndar bílinn áður en hún tók bílprófið. Ella fylgdist mjög vel með þjóðmálum og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um og rökstuddi ávallt sína skoðun. Gaman var að heim- sækja hana og spjalla við hana um málefni líðandi stundar og drekka með henni rótsterkt kaffi og borða konfekt. Hún fylgdist líka mjög vel með landsliðsleikj- um Íslands í handbolta og fót- bolta. Þegar Ella var ung stúlka var hún send frá Hofstöðum til Reykjavikur og gekkst undir læknismeðferð vegna fötlunar sinnar. Hún dvaldi á þessum tíma hjá ömmu sinni á Njarðar- götunni og hjá Imbu, móðursyst- ur sinni á Haðarstígnum í Þing- holtunum. Hún lýsti því vel fyrir mér hversu mikil áhrif það hefði haft á hana að upplifa Reykjavík hersetna en á þeim tíma voru breskir hermenn á götum Reykjavíkur. Hún sagði að Ís- lendingar mættu aldrei gefa eft- ir sjálfstæði landsins. Ella starfaði sem símamær hjá Ríkisútvarpinu í 44 ár. Út- varpið var henni ætíð mjög kært og fylgdist hún með dagskrá þess bæði í útvarpi og sjónvarpi mjög vel. Á þessum árum hreifst hún mjög af klassískri tónlist. Ofarlega í huga hennar voru fyrstu ár Listahátíðar í Reykja- vík og þá var Ella mjög dugleg að sækja tónleika með innlend- um og erlendum flytjendum. Elsku Ella frænka, takk fyrir allar góðu stundirnar, allan ís- inn, spjall um málefni líðandi stundar og um tónlistina. Blessuð sé minning elsku Ellu frænku. Gunnar Guðmundsson. Elín Hjálmsdóttir HINSTA KVEÐJA Elín Hjálmsdóttir, móð- ursystir mín, var einstök manneskja og tók erfiðleik- um sínum af miklu æðru- leysi. Það var mér mikil gæfa að umgangast hana og læra af henni hvað það er í þessu lífi sem raun- verulega skiptir máli. Hún var sterkgreind og féll ekki fyrir innantómri þvælunni sem ruglar svo marga. Hún var aðdáandi sígildrar tón- listar og var lengi í nánum tengslum við hana sem símamær á útvarpi allra landsmanna. Hún drakk sterkt kaffi sem ég naut við hverja heimsókn. Þar var ekkert slakað á. Hún hafði sterkar skoðanir á þjóðmál- um og það var mér einstök ánægja að rökræða við hana á þeim vettvangi. Blessuð sé minning Ellu frænku minnar. Sigmundur Guðmundsson. Er ég stend á þessum tímamótum sem aðskilja dauðann og lífið situr eftir þakk- læti og sá dýrmæti lærdómur að ekkert sé gefið í þessu lífi. Ég minnist þess að heyra sögurnar frá Steinhólunum og Grunnavík sem virtust svo fjarrænar og þjóðsagnakenndar. Ég átti erfitt með að setja þær í samhengi við minn raunveruleika enda allt annar en það sem þú hafðir alist upp við. Það gæti ef til vill verið Margrét Hagalínsdóttir ✝ Margrét Haga- línsdóttir, fullu nafni Margrét Ragnhildur Sveins- ína Hagalínsdóttir, fæddist 12. febrúar 1927. Hún lést 17. júlí 2021. Útför Margrétar fór fram 30. júlí 2021. ástæða þess að ég hafði svo gaman af þeim sem raun bar vitni. Þú varst þekktust fyrir að sauma og man ég aðallega eftir þér við saumavélina og nutum við öll góðs af þeim fallegu flík- um sem þú bjóst til, oft frá grunni. Ég er þakklátur fyrir að hafa lært af þér að redda mér hvað saumaskap varðar bæði þá og nú. Húmorinn var ekki síðri en saumaskapurinn og varst þú frábær eftirherma. Oft endaði það á því að fólk grenjaði úr hlátri og þar með þú sjálf. Ég þakka þér fyrir allt, ómetanlegar stundir, ást og stuðning og bið góðan Guð að geyma þig um alla tíð. Ég kveð þig með þessu ljóði elsku amma mín: Í Drottins engla dýrðar anda dvelur þú án mannlegs harms megi þín sála hvíla milli handa Meistarans Sárt var að horfa og sjá þig bíða eftir svefninum langa á jörðu hér og geta ekki fylgst með þér flíkurnar sníða sem fylgdu okkur öllum, sérmerktar þér Þó langt sé nú liðið er hugurinn gaf sig og leið þín lá skjótt inn í Eilífsdal þá enn áttu þau orð svo vel við þig: „ég vil, ég ætla, ég skal“ Með minningum þínum myndum við steina sem munu nú koma þér alla leið til allra þeirra sem nú þig geyma og þakka þér fyrir þitt æviskeið Eitt er nú vitað að mín ár munu líða en minning þín lifir ávallt með mér nú vona ég mest að nú munu bíða mörg góð ár handa þér Baldur Hannesson. Það er með þakklæti og virð- ingu sem við hjónin minnumst Margrétar Hagalínsdóttur sem nú hefur fengið hvíldina eftir langa og viðburðaríka ævi. Mar- gréti kynntumst við sem ung prestshjón í Háteigskirkju þegar hún og maður hennar sr. Sigurð- ur Kristjánsson prófastur fluttu frá Ísafirði eftir langa þjónustu og settust að í Drápuhlíð í Reykjavík. Margrét lét strax til sín taka í safnaðarstarfinu, fyrst og fremst á vettvangi kvenfélagsins sem á þessum árum var öflugur bak- hjarl kirkjunnar. Ýmislegt vant- aði til að fullbúa kirkjuna. Á tíma Margrétar í kvenfélaginu má sérstaklega nefna kórmyndirnar sem nú prýða kirkjuna og voru alfarið gefnar af kvenfélaginu. Fjár var aflað með samvinnu allra félagskvenna með bösurum og kaffisölum. Þar munaði mikið um framlag Margrétar. Hún saumaði, skapaði, bakaði og tók virkan þátt í öllu sem fram fór, allt með sinni góðu, ljúfu og léttu lund. Fjölskyldan okkar á ennþá gripi sem Margrét saumaði og seldi á kirkjubösurum, vandaðir og frumlegir og nú nokkuð slitnir af mikilli notkun. Hún var góð fé- lagskona, hafði frá ýmsu að segja frá reynsluríkri ævi, hún gaf okkur af reynslu sinni og lífs- visku. Í tvo áratugi stóð Margrét líka vaktina við mátun og umsjón fermingarkyrtla í Háteigskirkju, og í þeim samskiptum við ung- linga á stórri stund í þeirra lífi kom jafnaðargeð hennar og já- kvæðni sér vel. Við minnumst þess þegar hún sagði eitt sinn í þeim aðstæðum: „Mér finnst svo skemmtilegt að þjóna öðrum.“ Það viðhorf er kannski ekki al- gengt í dag en Margrét tók þessa afstöðu í lífinu í orðum og gjörð- um og öllum til góðs. Það var einnig gæfa okkar fjölskyldunnar að njóta þjónustu Margrétar sem ljósmóður í mæðraeftirliti þegar yngstu börnin okkar komu í heiminn. Þar var Margrét fagmanneskja fram í fingurgóma og þar fékk þjónustulund hennar að blómstra þeim til blessunar sem hennar fengu að njóta. Það er þakkarefni að hafa fengið að vera samferða Mar- gréti og fengið að njóta alls þess góða sem Guð gaf henni og hún hikaði ekki við að gefa með sér af. Guð blessi minningu Mar- grétar Hagalínsdóttur. Unnur Halldórsdóttir og Tómas Sveinsson. Kveðja Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að varðveita Möggu frænku. Rannveig, Halla, Hagalín, Jóna og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.