Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. 20. apríl - 20. maí + Naut Einhverjir hnökrar koma upp í fjármál- unum og það kostar þolinmæði og tíma að greiða úr þeim. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Taktu eftir því sem þú gerir vel og gerðu það síðan eins mikið og þú getur í dag. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fólk býr til reglur af ýmsum ástæðum - ekki endilega af þeim réttu eða ástæðum sem þér finnst skiljanlegar. Taktu því engu sem sjálfsögðum hlut heldur gaumgæfðu málin frá öllum hliðum áður. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér finnst sumar persónulegar skoð- anir starfsfélaga þinna út í hött. Kynntu þér mál áður en þú opnar munninn um menn og málefni, ef þú vilt að einhver taki mark á þér. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að umbera fólk þótt það geti verið þreytandi á stundum. Hvíldu þig að- eins á hinum stranga dómara innra með þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þreifaðu fyrir þér um það í hvernig jarðveg hugmyndir þínir falla áður en þú ákveður að setja þær fram sem þína stefnu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert að eðlisfari forvitinn um allt sem máli skiptir í lífinu. Treystu á sann- leikann frekar en aðstæður. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú þarft að endurskipuleggja starf þitt svo það gangi ekki jafnnærri heilsu þinni og nú er. Með minniháttar breytingum skapar þú þar fullkominn samhljóm. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er engin ástæða til að missa móðinn þótt eitthvað blási á móti. Haltu þínu striki, ekki af því að geri þig viðkunn- anlegan, heldur vegna þess að lausn undan egóinu er hið endanlega frelsi. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur haldið þig nógu lengi við upphaflega áætlun þína. Hver er sinnar gæfu smiður og því skalt þú grípa til þinna ráða. frá eira. sa 50 ÁRA Hildur fæddist 4. ágúst 1971 í Bolungarvík og ólst þar upp. „Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og útskrifast þaðan 1991. Í þá daga voru engin göng og krakkar frá Bolungarvík voru á heimavist á Ísafirði, mér fannst þá al- veg eins gott að fara eitthvað lengra fyrst ég þurfti hvort sem er að fara á heimavist.“ Á fjórða ári í menntaskólanum kynntist Hildur tilvonandi eig- inmanni, Svavari Þór, en þau eru búin að vera saman í yfir 30 ár. „Eftir stúd- entinn fórum við til Frakklands í nokkra mánuði, en þegar við komum heim fór ég í hjúkrun í Háskóla Íslands og útskrifast þaðan 1997.“ Þá var stefnan tekin á heimahagana og þau fluttu til Ísafjarðar og hafa búið þar síðan fyrir utan tvö ár sem þau bjuggu í Tours í Frakklandi og í Manchester á Englandi þegar Svavar var í framhaldsnámi.Árið 2011 lauk Hildur meistaranámi í hjúkrunarstjórnun. Í dag er hún framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hún tók við því starfi í byrjun árs 2020 þegar Covid-bylgjan var í þann veginn að hefjast. ,,Við fórum illa út úr fyrstu bylgjunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík,“ segir hún og talar um að þetta hafi verið mikill skóli. Hildur er mikil útivistarkona. „Ég elska fjöllin og nota þau mikið til útivistar hvort sem er hlaupandi, gangandi eða skíðandi og eru Vestfirðirnir kjörnir fyr- ir þessi áhugamál.“ FJÖLSKYLDAN Eiginmaður Hildar er Svavar þór Guðmundsson mennta- skólakennari, f. 17. 5. 1971. Synir þeirra eru Tómas Helgi, f. 1994, sagnfræð- ingur og háskólanemi, í sambúð með Nönnu Kristjánsdóttur, f. 1993; Pétur Ernir, f. 2000, nemi í Listaháskóla Íslands og Guðmundur Arnar, f. 2002, stúd- ent. Unnusta hans er Hafdís Bára Höskuldsdóttir, f. 2002. Foreldrar Hildar eru hjónin Helga Sigrún Aspelund, f. 1942 og Pétur Guðni Einarsson, f. 1937, d. 2000. Hildur Elísabet Pétursdóttir skóli og herti mann og var góður skóli fyrir framtíðina.“ Þegar Gunnar var 26 ára gamall fór hann í land og byrjaði að starfa við fiskútflutning. „Ég þekkti af- urðina vel og gat komið mér ansi hratt inn í þennan heim.“ Gunnar vann hjá Fisco í 2-3 ár, en eftir það fór hann að vinna hjá sjálfum sér sem sjálfstæður verktaki við fisksölu. Þá var Gunnar búinn að kynnast eigin- konu sinni, Guðrúnu Hildi, og þau fóru saman til Spánar og bjuggu þar í tvö ár. „Þarna var ég sjálfstæður í fisksölu áður en ég stofnaði IceMar og lærði spænskuna og ferðast þarna vítt og breitt, um hvert einasta hérað og kynntist fjölmörgum fiskkaup- endum og lagði svona grunninn að mínum Spánarmarkaði sem nýttist mjög vel þegar við stofnuðum Ice- G unnar Örn Örlygsson fæddist 4. ágúst 1971 í Ytri-Njarðvík á Reykja- nesi þar sem hann býr enn. „Ég var alinn upp á hefðbundnu alþýðuheimili og æskan var lífleg enda vorum við á níu manna heimili. Það var alltaf mikið gantast á heimilinu þótt vinnan og verkin hafi verið ærin fyrir foreldra mína sem unnu myrkranna á milli svo við vor- um snemma sett í að hjálpa til á heimilinu og lærðum að taka til hend- inni. Ég er alltaf óendanlega þakk- látur foreldrum mínum fyrir að koma okkur systkinunum til manns.“ Fjöl- skyldan bjó í Grænásnum með amer- íska herliðið í grenndinni. „Þrátt fyr- ir mikla vinnu fórum við stundum í ferðalög, en pabbi átti alltaf gamla ameríska bíla. Þá var okkur öllum hrúgað inn í bílinn og ekið af stað og tjaldað, sem var alveg æðislegt. Svo fór pabbi stundum í veiði með okkur bræðurna og þar smitaðist ég af veiðiáhuganum. Karlinn veiddi oft ansi vel og á heimleiðinni var stoppað á hótelunum til að selja aflann, svo það dygði fyrir veiðileyfunum.“ Síðan er ekki hægt að tala um fjöl- skyldu Gunnars án þess að minnast á íþróttirnar, en flest systkinanna voru í körfubolta og spiluðu með yngri landsliðsflokkum Íslands og það var mikill keppnisandi í systkinahópnum. Gunnar var leikmaður Njarðvíkur og varð bæði Íslandsmeistari og bikar- meistari. „Margir okkar bræðra náðu fínum árangri í körfuboltanum, Teit- ur Örlygsson er þar nafntogaðastur, enda með betri leikmönnum síðustu aldar.“ Gunnar segist mest muna eft- ir viðureignum við erkifjendurna úr Keflavík, „en þegar við erum að spila ásamt æskuvinum okkar er svokallað gullaldartímabil í Njarðvík“. Gunnari gekk alltaf vel í skóla og vann m.a. til verðlauna í grunnskóla. „Það voru svolítil vonbrigði fyrir for- eldra mína að ég skyldi demba mér á sjóinn, en ekki ganga mennta- veginn.“ Gunnar var á sjónum í tíu ár og útskrifaðist á þessum árum líka úr Stýrimannaskólanum og segist hafa haldið sínum réttindum við og rói stundum út á trillu í frítímanum. „Þessi sjómannstími var minn há- Mar.“ Þegar heim var komið árið 2003 stofnaði Gunnar IceMar með bróður sínum Sturlu, og Teitur bróðir þeirra hefur einnig starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Stuttu síðar var hann kosinn á þing fyrir Frjálslynda flokk- inn en fór yfir til Sjálfstæðisflokksins 2005 og sat á þingi til 2007. „Sam- starfið með Frjálslynda flokknum gekk ekki nógu vel, þótt ég hugsi ekki kalt til nokkurrar manneskju. Þetta var dýrmæt reynsla, en ég hætti alveg á þingi 36 ára, því þá var ég búinn að vera með aðra hendina í rekstrinum á IceMar og vildi einbeita mér alveg að því.“ Þegar þingstörfunum sleppti fór Gunnar af fullum krafti í fiskútflutn- inginn og fyrirtækið óx hratt. „Það þarf ákveðinn aga til að reka fyrir- Gunnar Örn Örlygsson fiskútflytjandi og eigandi IceMar – 50 ára Veiðimennskan Gunnar Örn með rígvænan urriða (sem var sleppt) á fallegu vorkvöldi við Þingvallarvatn 2018. Fiskútflytjandinn úr Njarðvík Helsinki 2017 Hjónin að fylgjast með íslenska körfuknattleiksliðinu keppa í úrslitum Evrópukeppninnar. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.