Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KA er komið aftur í toppbaráttuna í
Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir
2:1-sigur á Keflavík á heimavelli í
gærkvöldi. Hallgrímur Mar Stein-
grímsson var hetja KA því hann
skoraði bæði mörkin. Húsvíking-
urinn kom KA yfir í fyrri hálfleik og
skoraði svo sigurmarkið tíu mín-
útum fyrir leikslok.
KA er í fjórða sæti, með þrjá sigra
í röð og aðeins fjórum stigum á eftir
toppliði Vals. Eftir góða byrjun á
mótinu lék KA fjóra leiki í röð án
sigurs og virtist ætla að segja sig úr
toppbaráttunni. Norðanmenn létu
hins vegar deigan ekki síga og það
má ekki afskrifa KA-menn í titilbar-
áttunni.
„Hallgrímur Mar Steingrímsson
lék á als oddi í kvöld og var án nokk-
urs vafa besti maður vallarins. Hann
gerði auðvitað tvö frábær mörk en
var auk þess sívinnandi og skapaði
heilan helling fyrir liðsfélaga sína,“
skrifaði Aron Elvar Finnsson m.a.
um leikinn á mbl.is.
_ Jakob Snær Árnason lék sinn
fyrsta leik í efstu deild. Hann kom til
KA frá erkifjendunum í Þór á dög-
unum.
Sá hollenski varði vel
Hollenski markvörðurinn Guy
Smit var helsta ástæða þess að Fylki
mistókst að vinna Leikni úr Reykja-
vík á heimavelli, en lokatölurnar í
Árbænum urðu 0:0. Smit varði hvað
eftir annað þegar Fylkismenn sköp-
uðu sér góð færi.
Árbæingar eru væntanlega
svekktari með úrslitin, en þeir hafa
aðeins unnið einn deildarleik af síð-
ustu sex og eru fimm stigum fyrir of-
an fallsætin. Nýliðar Leiknis eru í
fínum málum, átta stigum fyrir ofan
fallsæti og með aðeins eitt tap í síð-
ustu fjórum leikjum. Lykillinn hjá
Leiknismönnum er góður varnar-
leikur en liðið hefur aðeins fengið
eitt mark á sig í síðustu fjórum leikj-
um.
„Fylkismenn fóru illa með mark-
tækifærin auk þess sem Guy Smit
reyndist erfið hindrun að komast yf-
ir. Árbæingar voru miklu ágengari í
leiknum og eru sjálfsagt fúlir yfir
uppskerunni. Fyrir leikmenn fram-
arlega á vellinum eins og Guðmund
Stein, Arnór Borg og Dag Dan þá
var þessi leikur dæmigerður „næst-
um því“ leikur,“ skrifaði Kristján
Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Daninn Malthe Rasmussen og
landsliðsmaðurinn fyrrverandi
Ragnar Sigurðsson voru í leik-
mannahópi Fylkis í fyrsta skipti í
sumar. Þeir sátu allan tímann á
varamannabekknum, en Fylkir nýtti
aðeins einn varamann í leiknum.
KA aftur í toppbaráttuna
- Hallgrímur hetjan í þriðja sigrinum í röð - Rautt í lokin í markalausum leik í
Árbæ - Einn sigur í síðustu fimm hjá Fylki - Leiknir átta stigum frá fallsæti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harka Fylkismaðurinn Orri Hrafn Kjartansson og Ósvald Jarl Traustason úr Leikni eigast við í Árbænum í gær.
Gærdagurinn var ekki skemmti-
legur fyrir íslensku handboltaþjálf-
arana á Ólympíuleikunum en þá
féllu þeir Alfreð Gíslason og Aron
Kristjánsson báðir úr keppni í 8-
liða úrslitum.
Ekki var svo sem búist við að
Barein, lið Arons, gæti farið í gegn-
um þá stóru hindrun sem Frakk-
land var, enda unnu Frakkar 42:28.
Þýskaland, lið Alfreðs, tapaði fyrir
Egyptalandi 31:25.
Frakkar og Egyptar mætast í
undanúrslitum en einnig Spánverj-
ar og Danir. sport@mbl.is
Þátttöku Alfreðs
og Arons er lokið
AFP
Þýskaland Alfreð var á sínum
fyrstu Ólympíuleikum síðan 1988.
Simone Biles frá Bandaríkjunum
lét slag standa og sneri aftur til
keppni í fimleikum í gær þegar
keppt var í úrslitum á jafnvægisslá.
Biles vann til bronsverðlauna í
greininni og hefur þar með unnið
sjö sinnum til verðlauna á Ólympíu-
leikum. Fimm sinnum í Ríó árið
2016 og tvívegis í Tókýó en hún
fékk einnig verðlaun með banda-
rísku sveitinni í liðakeppninni.
Guan Chenchen frá Kína varð ól-
ympíumeistari á jafnvægisslá og
landi hennar, Tang Xijing, fékk
silfurverðlaunin. kris@mbl.is
Sjöundu verðlaun
Simone Biles
AFP
Fimleikar Simone Biles brosti sínu
breiðasta eftir lendinguna.
Pepsi Max-deild karla
KA – Keflavík ........................................... 2:1
Fylkir – Leiknir R. ................................... 0:0
Valur 14 9 3 2 25:13 30
Víkingur R. 15 8 5 2 22:16 29
Breiðablik 14 8 2 4 33:18 26
KA 14 8 2 4 21:10 26
KR 14 7 4 3 24:14 25
FH 13 5 3 5 18:17 18
Leiknir R. 15 5 3 7 15:19 18
Keflavík 14 5 1 8 18:24 16
Fylkir 15 3 6 6 17:25 15
Stjarnan 14 3 4 7 14:23 13
HK 14 2 4 8 14:26 10
ÍA 14 2 3 9 13:29 9
Meistaradeild Evrópu
3. umferð, fyrri leikur:
CFR Cluj – Young Boys .......................... 1:1
- Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 85
mínúturnar með Cluj.
PSV Eindhoven – Midtjylland................ 3:0
- Mikael Anderson og Elas Rafn Ólafsson
voru ekki í leikmannahópnum hjá Midtjyl-
land.
Olympiacos – Ludogorets .......................1:1
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Malmö – Rangers ..................................... 2:1
Sparta Prag – Mónakó............................. 0:2
Genk – Shaktar Donetsk ......................... 1:2
Rauða Stjarnan – Sheriff Tiraspol ......... 1:1
Sambandsdeild Evrópu
3. umferð, fyrri leikur:
Bohemians – PAOK..................................2:1
- Sverrir Ingi Ingason lék ekki með
PAOK vegna meiðsla.
Linfield – CS Fola Exch .......................... 1:2
Ólympíuleikarnir:
Karlar, undanúrslit:
Mexíkó – Brasilía...................................... 0:0
_ Brasilía hafði betur 4:1 í vítaspyrnu-
keppni og leikur til úrslita.
Japan– Spánn ........................................... 0:1
Danmörk
Bikarkeppni, 2. umferð:
Sædding/Guldager – Horsens ............... 1:4
- Ágúst Eðvald Hlynsson lék allan leikinn
með Horsens.
Svíþjóð
B-deild:
Akropolis – Öster..................................... 1:0
- Alex Þór Hauksson lék fyrstu 66 mín-
úturnar með Öster.
>;(//24)3;(
Ólympíuleikarnir
Karlar, 8-liða úrslit:
Frakkland – Barein.............................. 42:28
Svíþjóð – Spánn .................................... 33:34
Danmörk – Noregur ............................ 31:25
Þýskaland – Egyptaland ..................... 25:31
E(;R&:=/D
Ólympíuleikarnir
Karlar, 8-liða úrslit:
Ítalía – Frakkland ................................ 75:84
Ástralía – Argentína............................. 97:59
Slóvenía – Þýskaland ........................... 94:70
Spánn – Bandaríkin.............................. 81:95
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsí Max-deildin:
Samsung-völlurinn: Stjarnan –ÍA .......19:15
Origo-völlurinn: Valur – KR ................19:15
Kaplakriki: FH – HK............................19:15
Í KVÖLD!
Úlfa Dís Úlfarsdóttir úr Stjörn-
unni var besti leikmaður 12. um-
ferðar úrvalsdeildar kvenna í fót-
bolta að mati Morgunblaðsins.
Úlfa Dís átti mjög góðan leik á
miðjunni þegar Garðabæjarliðið
sigraði Selfoss 2:1 síðasta miðviku-
dag og hún skoraði bæði mörkin.
Úlfa Dís fékk tvö M fyrir
frammistöðu sína í leiknum, eins
og fimm aðrir leikmenn í tólftu
umferðinni sem allar eru í úrvals-
liði 12. umferðar. Þar er Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiða-
bliki valin í sjöunda sinn og hún
hefur þar með jafnað samherja
sinn Öglu Maríu Albertsdóttur
sem einnig hefur verið sjö sinnum
í liði umferðarinnar á þessu tíma-
bili.
12. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Benedicte Håland
Selfoss
Álfhildur Rósa
Kjartansdóttir
Þróttur
Olga Sevcova
ÍBV
Úlfa Dís
Úlfarsdóttir
Stjarnan
Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Þróttur
Anna María
Baldursdóttir
Stjarnan
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Þóra Björg Stefánsdóttir
ÍBV
Mist Edvardsdóttir
Valur
5
7
3
4
2
5 4
Úlfa Dís best í 12. umferðinni
KA – Keflavík 2:1
1:0 Hallgrímur Mar Steingrímsson 24.
1:1 Joe Gibbs (v) 45.
2:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 80.
MM
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
M
Rodrigo Gomes (KA)
Mikkel Qvist (KA)
Jonathan Hendrickx (KA)
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Joey Gibbs (Keflavík)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 9.
Áhorfendur: Um 380.
Fylkir – Leiknir R. 0:0
MM
Guy Smit (Leikni)
M
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Unnar Steinn Ingvarsson (Fylki)
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Brynjar Hlöðversson (Leikni)
Daníel Finns Matthíasson (Leikni)
Rautt spjald: Daði Ólafsson (Fylki) 90.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 6.
Áhorfendur: 548.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
hefur gengið frá samningi við Ítal-
ann David Okeke og mun hann leika
með liðinu á komandi leiktíð.
Karfan.is greinir frá. Okeke er 22
ára og 202 sentímetra hár framherji.
Hann lék síðast með Rustavi í
Georgíu, en hann hefur einnig leikið
með Torino og Oleggio í heimaland-
inu, ásamt yngri landsliðum Ítalíu.
Keflavík hafnaði í öðru sæti Ís-
landsmótsins á síðustu leiktíð eftir
tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn í úrslit-
um. Suðurnesjaliðið varð að gera sér
að góðu sigur í deildarkeppninni. CJ
Burks og Deane Williams hafa yfir-
gefið Keflavík á síðustu dögum en
Halldór Garðar Hermannsson er
kominn til félagsins frá Þór frá Þor-
lákshöfn.
Ítalskur
framherji til
Keflavíkur