Morgunblaðið - 04.08.2021, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
ÓL TÓKÝÓ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Norðmaðurinn Karsten Warholm
sýndi úr hverju hann er gerður í úr-
slitum 400 metra grindahlaupsins á
Ólympíuleikunum í Tókýó. Nokkur
pressa var á Warholm eftir að hafa
orðið Evrópu- og heimsmeistari í
greininni 2018 og 2019. Hann stóðst
hana með einstökum glæsibrag og
lét ekki nægja að sigra í greininni
heldur setti um leið heimsmet.
Warholm er 25 ára og var því
einungis tvítugur þegar leikarnir
fóru fram í Ríó árið 2016 en þar
náði hann þó 10. sæti. Þá hljóp
hann á 48,81 sekúndu en tími hans í
úrslitunum í gær var stórkostlegur.
Warholm fór undir 46 sekúndur og
hljóp á 45,94 sekúndum. Skýrir það
svipbrigði kappans á meðfylgjandi
mynd sem tekin var eftir að skilaði
sér í mark og hafði litið á skjáinn
þar sem hægt var að sjá tímann.
Geysilegar framfarir
Framfarnar hafa verið geysilega
miklar hjá Norðmanninum en hann
hljóp á 48,35 sekúndum þegar hann
varð heimsmeistari í London árið
2017. Þegar hann varði heimsmeist-
aratitilinn í Doha tveimur árum síð-
ar hljóp hann á 47,42 sekúndum í
úrslitahlaupinu.
Eldra heimsmetið átti Warholm
einnig en hafði þó ekki verið heims-
methafi lengi. Metið setti hann 1.
júlí í sumar þegar hann hljóp á
46,70 sekúndum á móti á Bislett-
leikvanginum í Ósló. Leikvangi þar
sem Íslendingar gerðu garðinn
frægan í landskeppninni fyrir sjötíu
árum. Heimsmetið í greininni hafði
staðið síðan 1992 og var í eigu Ke-
vins Young frá Bandaríkjunum.
Metið setti Young á leikunum í
Barcelona. Langur tími getur liðið á
milli þess að heimsmet falli í 400
metra grindahlaupi því heimsmetið
var orðið níu ára þegar Young sló
það. Bandaríkjamaðurinn Edwin
Moses er mörgum eftirminnilegur
en hann setti fjórum sinnum heims-
met í greininni frá 1976 til 1983.
Til samanburðar má nefna að
þegar Edwin Moses sló í gegn á
leikunum í Montreal árið 1976 þá
hljóp hann á 47,64 sekúndum. Metið
sem hann setti árið 1983 var 47,02
sekúndur og sú mikla kempa var
því alveg við 47 sekúndurnar.
Í fullu fjöri í LA 2028?
Hvað framtíðina ber í skauti sér
fyrir hinn 25 ára gamla Warholm er
erfitt að segja til um en hann virðist
til alls líklegur. Með nokkrum ólík-
indum má telja hversu mikið hann
bætti heimsmetið í gær. Hann gæti
því átt enn meira inni á næstu árum
en reyndar gæti næsta ár orðið ró-
legt. Árið eftir Ólympíuleika verður
stundum tíðindalítið hjá þeim bestu
í heimi. Warholm gæti verið á há-
tindi ferilsins þegar leikarnir fara
fram í París 2024 og gæti þess
vegna verið enn í fullu fjöri í Los
Angeles árið 2028. Þá 32 ára gam-
all.
„Ég trúi því varla að tíminn sé
réttur. Þetta er svo hratt. Ég er oft
spurður að því hvernig hið full-
komna hlaup sé útfært. Ég hef sagt
að ekki sé til neitt sem kalla megi
hið fullkomna hlaup en þetta er það
næsta sem ég hef komist slíkri
frammistöðu,“ sagði Warholm á
blaðamannafundi og sagðist í að-
dragandanum hafa verið minnugur
þess hve mikið hann hafði lagt á
sig. „Ég get ekki útskýrt hversu
mikla þýðingu þetta hefur fyrir
mig.“
Nýi Edwin Moses er norskur
- Karsten Warholm fór undir 46 sekúndur
- Stórbætti heimsmetið í grindahlaupinu
AFP
Rasandi bit Karsten Warholm trúði vart sínum eigin augum.
Tveir leikmenn í Pepsi Max-deild
karla í fótbolta eru komnir í bann
vegna uppsafnaðra áminninga en
aganefnd KSÍ fundaði í gær. Oliver
Sigurjónsson, miðjumaður Breiða-
bliks, og Pablo Punyed, miðjumað-
ur Víkings, fengu báðir sitt fjórða
gula spjald er liðin mættust á Kópa-
vogsvelli á mánudag. Breiðablik
vann 4:0.
Pablo verður ekki með Víkingi
gegn KA á laugardaginn kemur og
Oliver missir af leik Breiðabliks og
Stjörnunnar næstkomandi mánu-
dag.
Tveir úr efstu
deild í leikbann
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Leikbann Oliver Sigurjónsson fær
fimmta gula spjaldið á tímabilinu.
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er
orðaður við þjálfarastöðuna hjá rúss-
neska liðinu Rostov. Eurostavka
greinir frá því að Heimir sé einn af
fimm þjálfurum sem forráðamenn Ro-
stov fylgjast grannt með. Heimir hef-
ur verið án starfs síðan hann yfirgaf
Al-Arabi í Katar í maí. Landsliðsþjálf-
arinn fyrrverandi þekkir Artashes
Arutyunyants, forseta Rostov, vel því
hann ferðaðist reglulega á leiki liðsins
er hann var landsliðsþjálfari. Rostov
endaði í 9. sæti rússnesku úrvalsdeild-
arinnar á síðustu leiktíð.
Heimir næsti
þjálfari Rostov?
Morgunblaðið/Eggert
Rússland Heimir Hallgrímsson
stýrir æfingu á HM í Rússlandi.
Eitt
ogannað
_ Elaine Thompson-Herah, sprett-
hlaupari frá Jamaíku, hefur nú afrekað
að sigra í tveimur greinum á tvennum
Ólympíuleikum í röð. Thompson-
Herah sigraði í 200 metra hlaupinu í
Tókýó í gær þegar hún hljóp á 21,53
sekúndum, sem er hennar besti tími í
greininni frá upphafi. Thompson-
Herah varð ólympíumeistari í bæði
100 og 200 metra spretthlaupi í Ríó
árið 2016 og endurtók leikinn.
Fékk hún auk þess silfur í 4x100 metra
boðhlaupi í Ríó. Búast má við sveit
Jamaíku á verðlaunapalli í boðhlaup-
inu í Tókýó og sér Thompson-Herah
sjöttu ólympíuverðlaunin væntanlega í
hillingum. Hin 18 ára gamla Christine
Mboma frá Namibíu vakti mikla at-
hygli í hlaupinu en hún nældi í silfrið
með frábærum endaspretti. Bronsið
fór til Gabriellu Thomas frá Banda-
ríkjnum.
_ Brasilíski knattspyrnumaðurinn
Fabinho hefur framlengt samning sinn
við enska félagið Liverpool um fimm
ár. Hinn 27 ára gamli Fabinho kom til
Liverpool frá Mónakó árið 2018 og
hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðan.
Hann átti sinn þátt í að Liverpool fagn-
aði Evrópumeistaratitli árið 2019 og
Englandsmeistaratitli ári síðar. Fab-
inho hefur leikið 86 deildarleiki með
Liverpool og skorað í þeim þrjú mörk.
Þá hefur hann leikið 17 landsleiki fyrir
Brasilíu.
_ Belgíski knattspyrnumaðurinn Jo-
nathan Hendrickx hefur leikið sinn
síðasta leik með KA en hann kom til
félagsins fyrir leiktíðina. Hendrickx lék
níu leiki með KA í Pepsi Max-deildinni
og skoraði í þeim eitt mark. Hann hef-
ur áður leikið með Breiðabliki og FH
hér á landi. Í 87 deildarleikjum á Ís-
landi hefur belgíski bakvörðurinn skor-
að þrjú mörk. Hann lék sinn síðasta
leik með KA í 2:1-sigrinum á Keflavík í
gærkvöldi.
_ Körfuknattleiksmennirnir og bræð-
urnir Pau og Marc Gasol hafa gefið
það út að þeir hafi lagt landsliðskóna á
hilluna en þeir hafa í áraraðir verið
með bestu leikmönnum Spánverja.
Lokaleikur Gasol-bræðranna í
spænsku landsliðstreyjunni var gegn
Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í
Tókýó í gærmorgun þar sem liðið
mátti þola 81:95-tap.
_ Svíinn Armand Duplantis tryggði
sér afar öruggan sigur í úrslitum
stangarstökks karla á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í gær. Hann stökk þá
6,02 metra, sem dugði honum til þess
að tryggja sér ólympíugull. Duplantis
reyndi einnig að slá eigið heimsmet,
6,18 metra, og komst grátlega nálægt
því í fyrstu tilraun en rak bringspal-
irnar í rána á leiðinni niður þegar hann
reyndi að stökkva yfir 6,19 metra.
Duplantis hefði verið líklegur til að slá
ólympíumet Thiago Braz, ólympíu-
meistarans 2016, upp á 6,03 metra,
en ákvað heldur að reyna við heims-
metið og lét því hækka rána mjög mik-
ið. Christian Nilsen frá Bandaríkj-
unum stökk næsthæst þegar hann fór
yfir 5,97 metra og Brasilíumaðurinn
Braz fékk bronsverðlaun með 5,87
metra.
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Við erum búnir að leita í allt sumar að virkilega
góðum manni til þess að taka við. Það hefur alltaf
verið stefnan að ná í alvöruþjálfara og byggja frá
grunni. Með aðstoð umboðsmanns fengum við
þennan, vonandi, gullbita,“ sagði Magnús Ingi Egg-
ertsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar
Þórs, við Morgunblaðið spurður um hvernig það
hafi borið að, að Þór hafi ráðið Norður-Makedón-
ann Stevce Alusevski sem nýjan aðalþjálfara karla-
liðsins.
Alusevski var síðast aðalþjálfari stórliðsins Var-
dar Skopje í heimalandinu, liðs sem hefur tvisvar
unnið Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2019, en
hann tók við liðinu mánuði eftir þann frækna sigur.
Alusevski leiddi Vardar til sigurs í deildinni og bik-
arnum á síðasta tímabili. Hverjar eru þá væntingar
Þórsara með þetta stóra nafn við stjórnvölinn?
„Það er bara að byggja upp lið í rólegheitum á
þeim strákum sem fyrir eru og byggja upp allt
yngriflokkastarfið líka. Hann verður inni í því öllu
saman. Við munum eingöngu byggja á heimamönn-
um í vetur.
Hann á að taka félagið og reisa það upp í róleg-
heitum. Þarna færðu mann sem skilur eitthvað eftir
en stundum færðu leikmenn til að spila sem skilja
ekkert eftir sig. Það spilar einnig inn í,“ sagði
Magnús Ingi og bætti við:
„Auðvitað á hann eftir að koma hingað og sýna
sig en miðað við árangurinn og mannlegu hliðarnar,
menn skoðuðu það allt saman líka, þá á þetta að
vera góður biti.“
Þór féll úr efstu deildinni á síðasta tímabili og
spilar því í næstefstu deild á því næsta. Magnús
Ingi sagði að ekki væri pressa á Alusevski að koma
liðinu strax aftur upp um deild en að líkurnar á því
að það takist verði að teljast góðar þar sem stór
hluti liðanna í deildinni séu ungmennalið efstu
deildar liða. „Það er ekki stefnan en það eru nátt-
úrlega bara þrjú lið sem geta farið upp þannig að
líkurnar eru töluverðar.“
Ættu bara að vera tíu lið
Spurður um hvað honum þætti um að efsta deild
sé skipuð 12 liðum sagði Magnús Ingi að það hjálpi
fáum að hafa svo mörg lið í henni. „Ég hef klárlega
þá skoðun að það eigi bara að vera tíu lið af því að
oftast fara þessi lið sem koma upp beint niður aftur.
Mönnum er oftast enginn greiði gerður með því að
fara upp.
Eins og í vetur var eitt lið sem allir gengu út frá
að myndi vinnast öruggur sigur gegn og við vorum
þarna rétt fyrir ofan. Við unnum jú einhverja sigra,
Íslandsmeistarana til dæmis, en samt væri það best
að fækka liðum, bara upp á að jafna þetta út,“ sagði
hann.
Tíu liða efsta deild þætti Magnúsi Inga því vera
rökréttari upp á að það að gera bæði efstu og næst-
efstu deild jafnari og samkeppnishæfari. Í því skyni
mætti að hans mati auk þess reyna að stuðla að
meiri og betri uppbyggingu í næstefstu deildinni.
„Manni finnst sem það mætti byggja betur undir
þessa næstefstu deild, mér þætti það vera rétt,“
sagði hann að lokum við Morgunblaðið.
Vonandi búnir að ná í gullbita
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyringur Arnór Þorri Þorsteinsson skorar
fyrir Þór í leik í efstu deild á síðustu leiktíð.