Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Þrátt fyrir að fjölmargir Japanir hafi lýst yfir megnri óánægju með að Ólympíuleikar séu haldn- ir í landinu nú á tímum heimsfaraldurs, þá fagna aðrir leikunum með sínum hætti. Í Gyoda í Sai- tama-héraði hafa bændur og listamenn tekið höndum saman um þessa lífrænu myndlistar- innsetningu sem má njóta úr lofti. Á hrísgrjóna- akri hafa hrísgrjónaplöntur í mismunandi lit- brigðum verið notaðar til að skapa myndir sem vísa til kunnrar menningararfleifðar þjóðarinnar. Annars vegar má sjá vísun til heimskunnrar tré- ristu Katsushika Hokusai frá um 1800 sem sýnir stóra öldu og Fuji-fjall en hún er úr myndröð hans af 36 sjónarhornum á fjallið. Hins vegar má sjá Kabuki-leikara í dramatísku hlutverki. AFP Japönsk menning á hrísgrjónaakrinum Útskriftarmynd Ninnu Pálmadótt- ur úr listaskólanum NYU Tisch School of the Arts í New York, stuttmyndin Allir hundar deyja, hefur verið valin til þátttöku í „Fut- ure Frames: Generation NEXT of European Cinema“ á Karlovy Vary- kvikmyndahátíðinni sem fer fram 20.-28. ágúst í Tékklandi. Í tilkynningu frá Kvikmynda- miðstöð Íslands segir að „Future Frames“ í Karlovy Vary sé haldið af European Film Promotion (EFP) sem vettvangur til að kynna nýjar kvikmyndir frá ungum og efnileg- um evrópskum leikstjórum sem eru nýútskrifaðir úr kvikmyndaskólum. Þá segir að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Ninnu en aðeins tíu leik- stjórar séu valdir til þátttöku. Kar- lovy Vary-kvikmyndahátíðin er meðal elstu og þekktustu slíkra hátíða. Útskriftarverkefni Úr kvikmynd Ninnu Pálmadóttur, Allir hundar deyja. Mynd Ninnu sýnd í Karlovy Vary Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Tríó Bjarna Más Ingólfssonar kem- ur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í Flóa í Hörpu klukkan 20 í kvöld. Með Bjarna Má í tríóinu eru þeir Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Birgir Steinn Theódórs- son á kontrabassa og munu þeir fé- lagar spila átta frumsamin lög. „Við höfum verið að koma saman alltaf þegar ég er á landinu en höfum ekki enn fengið tækifæri til þess að spila þessa músík. Kannski frekar eitt og eitt lag,“ segir Bjarni, sem er spenntur að leika lögin í kvöld. Spurður hvenær hann samdi lögin segir hann: „Það er eitt stykki frá 2019 þegar ég var við nám úti í Bandaríkjunum. Ég held að það sé það elsta. Megnið af efninu varð til í fyrra.“ Tríóið sjálft er þaulvant að koma fram enda hafa þeir um árabil komið saman og leikið djass-standarda. Í janúar léku þeir til að mynda í Mengi á Óðinsgötu. Rosalega ólíkar borgir Bjarni leggur nú stund á bakka- lárnám við Konunglega tónlistar- háskólann í Stokkhólmi og stefnir á útskrift næsta vor. Stokkhólmur er þó ekki fyrsta stórborgin sem hann lærir í en í eitt ár var hann í New School í New York. Þar lærði hann í hjá sínum helstu fyrirmyndum. „Ég fékk í rauninni bara að læra hjá uppáhaldsgítarleikurum mínum í heimi því þeir búa í New York og kenna við skólann,“ segir Bjarni en af þeim má nefna gítarleikarana Steve Cardenas og Lage Lund. „Þetta eru rosalega ólíkar borgir. Ótrúlega mikill munur á senunum. Í New York er allt á fleygiferð. Maður er alltaf á milljón en í Stokkhólmi fær maður aðeins tækifæri til þess að sitja til baka og pæla í sjálfum sér,“ segir Bjarni spurður út í mun- inn á borgunum. „Ég lærði ótrúlega mikið í náminu það eina ár sem ég var þar, bæði frá frábærum kennurum og í kúrsum, en líka frá samnemendum mínum,“ segir Bjarni um New York. Hann bætir við að borgin slái tóninn fyrir djass-senuna um heiminn allan. „Þetta er bara suðupotturinn þar sem allt er að gerast.“ Meira pláss er hins vegar í Stokk- hólmi, hvernig sem á það sé litið. „Maður hefur miklu frjálsari hendur. Hefur meira val um það sem þú vilt gera. Fólk er allt öðruvísi þenkjandi,“ segir hann og nefnir sem dæmi að meira sé um að fólk sé að semja tónlist í Stokkhólmi, sem og á Íslandi. Efni úr öllum áttum Lögin í Hörpu verða, sem áður sagði, öll frumsamin og átta talsins. „Þetta er frekar djass-skotið efni en samt úr öllum áttum og ekki einhver hreinræktaður djass,“ segir Bjarni. Þá mun gítarinn vera í forgrunni og fá vel að njóta sín. „Þetta er stemn- ingsfull tónlist og ég reyni að semja stykki sem eru lagræn en oft með ákveðnu flækjustigi. Ég dreg svolítið áhrif úr öllum átt- um. Alls konar gítarleikurum. Til dæmis kennurunum mínum,“ segir hann og nefnir að áhrif frá íslensk- um tónlistarmönnum séu mikil. „Skúli Sverrisson er til dæmis stór áhrifavaldur fyrir mér, ég hef hlustað á tónlistina hans mikið,“ seg- ir Bjarni og bætir við að sama mætti segja um Jóel Pálsson, Hilmar Jens- son og Einar Scheving. Bjarni segir eitt laganna með innblæstri frá ís- lenskum sálmum og þótt þetta sé í grunninn djass séu auk þess áhrif frá öðrum tónlistarstefnum. „Þetta rennur allt saman. Þetta kemur úr ýmsum áttum. Ég bræði þetta ómeðvitað saman. Mögulega eru ein- hver klassísk áhrif, án þess þó að maður heyri það.“ Fór strax á rafmagnsgítar Bjarni segist aldrei hafa æft á klassískan gítar, heldur aðeins rytmískan, en hann byrjaði að æfa á rafmagnsgítar tíu ára gamall á Egilsstöðum. „Ég lærði hjá kennara sem heitir Matti Saarinen. Hann er finnskur gítarkennari sem var að kenna þar og kveikti mikinn áhuga hjá mér,“ segir Bjarni en fyrst um sinn spilaði hann lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin og Gun’s and Roses. „Síðan færði ég mig hægt og ró- lega yfir í djassinn,“ segir Bjarni en haustið 2013 hóf hann djassnám við tónlistarskóla FÍH sem síðar breytt- ist í rytmísku deild MÍT. Hann segir að FÍH hafi verið mik- ið tækifæri og þar hafi í raun boltinn byrjað að rúlla. „Ég fékk að kynnast mörgum, öll tengslanetin mynduðust þar. Fékk að spila með fólki og búa til bönd og fá gigg.“ Því sé hann þakklátur skól- anum og kennurum sínum en gítar- leikarinn Ásgeir Ásgeirsson kenndi honum lengst af. „Maður lærir hjá öllum hetjunum sínum í íslensku senunni og kynntist fullt af fólki sem maður er enn að spila með í dag.“ Um framtíðina segist Bjarni að stefnan sé sett á frekari lagasmíðar. Hann ætli ekki að drífa sig í meist- aranám eftir grunnnámið en sé ekki endilega á leiðinni heim í bráð, enda líði honum vel í Svíþjóð. Bjarni hefur augun á Norður- löndunum, aðallega Svíþjóð áfram en mögulega Kaupmannahöfn þar sem hann er uppalinn. „Ég er svolít- ið spenntur fyrir að búa aðeins leng- ur úti ef ég get.“ Óháð því hvar hann verður er stefnan sett á að semja og leika djasstónlist. „Ég hef algjörlega fundið mig í því að spila frumsamda músík, frá mér og öðrum, og vil halda áfram á þeirri braut.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Gítarleikari „Maður lærir hjá öllum hetjunum sínum,“ segir Bjarni Már Ingólfsson sem kemur fram í Hörpu í kvöld. Lagræn en með flækjustigi - Djasstríó Bjana Más spilar frumsamin lög hans í Hörpu í kvöld - Lærði hjá hetjunum sínum - Meira pláss til sköpunar í Stokkhólmi en New York Charles Connor, sem var einn af fyrstu rokktrommurunum og barði húðir í hljómsveit Little Richard, er látinn 86 ára að aldri. Meðal ann- arra þekktra tónlistarmanna sem hann lék með má nefna James Brown, Jackie Wilson og Sam Cooke. Dóttir Connors minntist föð- ur síns með þeim orðum að hann hafi verið einn trommaranna sem hlóðu mikilvægar undirstöðurnar undir rokktónlistina en hann lék í sveitum margra goðsagnakenndra tónlistarmanna á sjötta áratug lið- innar aldar. Connor hóf að leika á trommur 12 ára gamall og varð atvinnumað- ur þremur árum seinna með hljóm- sveit Professor Longhair. Þegar Connor varð 18 ára gekk hann í hljómsveit Little Richards, The Up- setters, sem meðal annars lék í vin- sælum kvikmyndum á þeim tíma á borð við The Girl Can’t Help It, Don’t Knock the Rock og Mister Rock and Roll. Auk þess ferðaðist hljómsveitin um Bandaríkin við tónleikahald. Hljómsveitin naut sí- vaxandi vinsælda og lék Connor með henni á þekktum plötum á borð við Lucille, She’s Got It, Keep A-Knockin’ og Ooh! My Soul. Hið fræga hróp Little Richards, „a-wop bop-a loo-mop, a-lop bam-boom“ í upphafi lagsins kunna „Tutti Frutti“ er sagt vera vísun til trommusláttar Connors. Um tíma lék Connor samhliða vinnu með sveit Little Richards með hljómsveit James Brown sem sagði að Connor hafi verið fyrsti trommarinn sem „kom fönki í takt- inn“. Charles Connor gaf út eina plötu undir eigin nafni, Still Knock- in’(2013). Hann vann að ritun sjálfs- ævisögu þegar hann lést. Taktviss Charles Connor bak við trommusettið í hljómsveit hins glaðbeitta Little Richard á sjötta áratugnum. Charles Connor, einn fyrsti rokk- trommarinn, látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.