Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 28
Olga Vocal Ensemble heldur tónleika í Háteigskirkju í
kvöld og hefjast þeir kl. 20. Þema tónleikanna er „Au-
rora“, norðurljósin sem mála fallegar myndir á himnum
á dimmasta tíma ársins, eitthvað sem Olga vill gera
með röddum sínum, eins og segir í tilkynningu. Laga-
listi tónleikanna verður fjölbreyttur, til að mynda klass-
ísk verk og djasslög yfir í yfirtónasöng saminn af með-
limum Olga „þar sem má líkja hljómnum sem heyra má
við það þegar norðurljósin mála falleg verk á himnum“.
Vegna sóttvarna eru gestir beðnir um að bera grímur.
Norðurljósaþema á tónleikum Olga
Vocal Ensemble í Háteigskirkju
KA er aftur komið í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild
karla í fótbolta eftir 2:1-sigur á Keflavík á heimavelli í
gærkvöldi. KA hefur unnið þrjá leiki í röð og er nú að-
eins fjórum stigum á eftir toppliði Vals í fjórða sæti.
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA.
Í Árbænum skiptu Fylkir og Leiknir úr Reykjavík með
sér stigunum í markalausu jafntefli. Guy Smit í marki
Leiknis átti stórleik en Daði Ólafsson hjá Fylki átti ekki
eins góðan dag og fékk beint rautt spjald í uppbótar-
tíma. »22
KA-menn mættir í toppbaráttuna
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er búinn að vera í hálfgerðu
stofufangelsi í eitt og hálft ár.
Ákvað að fylgja í einu og öllu ráð-
leggingum yfirvalda sóttvarnamála
og hef því ekki getað notað góða
veðrið til að leika mér. Ég er að
hugsa um að leggjast í leti til að
byrja með en hef svo eitt og annað
til að dunda við. Ég mun leggja
áherslu á útivist og líkamsrækt,
einkum gönguferðir og hjólreiðar,
til þess að lengja tímann í frjálsri
elli,“ segir Ágúst Ásgeirsson blaða-
maður sem lét af störfum hjá Morg-
unblaðinu í gær, en þar hefur hann
starfað frá árinu 1976, síðustu sex-
tán árin frá Frakklandi.
Ágúst æfði lengi og keppti í
frjálsum íþróttum. Hann hóf einmitt
störf á Morgunblaðinu 3. ágúst
1976, nokkrum klukkustundum eftir
heimkomu frá Montreal í Kanada
þar sem hann keppti í 3.000 metra
hindrunarhlaupi og 1.500 metra
hlaupi og setti Íslandsmet í báðum
greinum.
Beint af Ólympíuleikum
Áður hafði hann verið í sambandi
við íþróttadeild blaðsins. Sendi upp-
lýsingar og skrifaði greinar á meðan
hann var við nám í Bretlandi.
En aftur að fyrsta vinnudeginum.
„Ég kom ósofinn úr fluginu og
mætti til starfa á fréttadeildinni.
Eftir fundinn með blaðamönnum
sem Gísli J. Ástþórsson stýrði í það
skiptið, vegna þess að Björn Jó-
hannsson fréttastjóri var í fríi, kall-
aði Gísli mig til sín til að fela mér
verkefni. Hann dró upp úr pússi
sínu um það bil tíu fréttatilkynn-
ingar og bað mig um að vinna upp
úr þeim. Sagði að ef ég strikaði út
öll lýsingarorð og stytti tilkynning-
arnar um helming gætu orðið til
ágætar fréttir. Þessi leiðsögn hefur
dugað mér vel,“ segir Ágúst.
Hann fór fljótlega yfir á erlendu
fréttadeildina og starfaði þar við
frétta- og greinaskrif í um það bil
tvo áratugi. „Það var gaman að
vinna í erlendu fréttunum, lengi vel
nóg pláss til að gera góða hluti. Við
höfðum forsíðuna og yfirleitt tvær
síður inni í blaði.“
Nokkrum dögum eftir að frétta-
vefnum mbl.is var hleypt af stokk-
unum var Ágúst beðinn um að leysa
af á þeim vettvangi og var þar
áfram. Hann segir að það hafi ekki
síður verið góður skóli en á blaðinu.
Þar hafi ríkt skemmtilegur metn-
aður til að standa sig vel.
Vill nýta góða veðrið
Ágúst er kvæntur franskri konu,
Nicole Ásgeirsson. Synir þeirra eru
Nikulás og Klemens. Þau fluttu út
til Frakklands á árinu 2005 og búa
hjónin í Rennes á Bretaníuskag-
anum en synirnir á Íslandi. „Við
ákváðum að hafa þetta svipað og í
knattspyrnunni, verja fyrri hálf-
leiknum á Íslandi og þeim seinni í
Frakklandi,“ segir Ágúst.
Fyrstu árin í Frakklandi tók hann
að sér einstök verkefni fyrir Morg-
unblaðið en þau jukust á næstu ár-
um. Hann hefur séð um ákveðin
mál, meðal annars að flytja fréttir
sem birtast í Morgunblaðinu yfir á
vefinn og séð um bílavef og formúlu-
vef, auk annars. Hann segir að verk-
efnin hafi slagað upp í fullt starf.
Ágúst varð nýlega 69 ára og
ákvað að láta af störfum til þess að
hafa meiri tíma til að sinna ýmsum
hugðarefnum. „Það er mjög gott að
vera hérna. Veðráttan er mild og nú
legg ég áherslu á að nýta hana til að
halda góðri heilsu sem lengst.“
Ágúst hefur verið tengdur íþrótta-
starfi alla tíð og nú eru Ólympíu-
leikar eins og árið sem hann hóf
störf á Morgunblaðinu. Honum hef-
ur þó gengið illa að fylgjast með
keppni í Tókýó. Það er þó ekki
vegna áhugaleysis heldur er það
tímamismunurinn sem veldur vand-
ræðum.
Ljósmynd/Nicole Ásgeirsson
Síðustu handtökin Ágúst Ásgeirsson lauk störfum í gærmorgun með því
að flytja fréttir úr Morgunblaðinu yfir á fréttavefinn mbl.is.
Ver seinni hálfleik lífs-
ins á Bretaníuskaga
- Ágúst Ásgeirsson lætur af störfum á Morgunblaðinu
Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík
Sími 566 7878 | rein.is
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Dekton er algjörlega öruggt
gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði.
Dekton þolir að það slettist á
það ofnahreinsir, klór og stíflu-
eyðir og þolir mikinn hita.
by CO SE NT IN O
HÁTT
HITAÞOL
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING