Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 182. tölublað . 109. árgangur . SIGURVEGARI FLÚÐI TIL PORTÚGAL FENGU VEGLEGA GJÖF SKRIFAR SÉR TIL ÁNÆGJU OG YNDIS EINSTÖK MYND AF ÆVISTARFI 11 TVÆR BÆKUR SÖLVA 28ÞRÍSTÖKK Á ÓL 27 262 milljóna kr. lækkun - Fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi lækkað um þriðjung eftir kæru til yfir- fasteignamatsnefndar - Eigandinn á inni milljónir í ofgreiddum fasteignagjöldum Eigandi hótelsins, BS-eignir ehf., á jafnframt verslunar- og skrifstofu- húsnæði í samtengdri byggingu. Fyrirtækið sýndi fram á það við málareksturinn hjá Þjóðskrá og yf- irfasteignamatsnefnd að mat hótels- ins og annarra hluta bygginganna væri miklu hærra en á öðrum hót- elum í sveitarfélaginu og hótelum á Suðurlandi sem eru í svipaðri fjar- lægð frá Reykjavík. Yfirfasteigna- matsnefnd komst að þeirri niður- stöðu í maí á síðasta ári að matið væri ekki rétt. Heildarmatsverð húsanna hefur nú verið lækkað úr 876 milljónum í 587 milljónir kr. Þar af er hótelhlut- inn metinn á 513 milljónir kr. í stað 776 milljóna áður. Víðar pottur brotinn? Í úrskurði yfirfasteignamats- nefndar kom fram að það orkaði tví- mælis að beiting þeirrar matsaðferð- ar sem Þjóðskrá notaði væri í sam- ræmi við lög. Spurður hvort leiðréttingin hafi fordæmisgildi um aðrar hótelbygg- ingar eða verslunar- og skrifstofu- húsnæði segist Hjörleifur B. Kvar- an, lögmaður BS-eigna ehf., ekki hafa trú á því að þetta sé einstakt til- felli. Hann segist ekki hafa forsendur til að fullyrða að fasteignamat sé al- mennt rangt reiknað en víðar en þarna kunni þó að vera pottur brot- inn. Ráðleggur hann eigendum slíkra mannvirkja að skoða fast- eignamat á eignum sínum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat á húseign B59 hótels að Borgarbraut 59 í Borgarnesi um 262 milljónir króna eða um þriðjung frá fyrra mati. Kemur leiðréttingin í kjölfar úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar sem kveðinn var upp fyrir rúmu ári um að matið væri ekki rétt og það bæri að gefa út að nýju. Hótelið á inni milljónir í ofgreiddum fasteigna- gjöldum hjá Borgarbyggð. MFasteignamatið lækkað ... »6 Hann Flóki Freysson var á meðal gesta í dýra- garðinum á Hraðastöðum í Mosfellsbæ þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði á dögunum. Þar kennir ýmissa grasa, og er þar meðal annars hægt að skoða hin ýmsu húsdýr eins og þessa geysihaglegu geit í návígi. Morgunblaðið/Unnur Karen Skyggnst í hugarheim geitarinnar Fjórir voru lagðir inn á Landspítal- ann í fyrradag vegna kórónuveir- unnar og voru þá alls 18 sjúklingar inniliggjandi. Þar af voru þrír þeirra á gjörgæslu. 1.413 manns eru nú undir eftirliti Covid-göngudeildar- innar, þar af er 251 barn. Sóttvarnastofnun Evrópu ákvað í gær að skrá Ísland sem rautt svæði, en nýgengi smita á Íslandi er nú 394,6. Ríkisstjórnin hyggst ræða stöðuna í faraldrinum á fundi sínum í dag, en stefnt er að því að hefja bólu- setningar ungmenna í kringum skólabyrjun. »4, 6 og 14 Ísland orðið rautt - Þrír á gjörgæslu vegna Covid-19 Morgunblaðið/Unnur Karen Skimun Langar raðir hafa verið í skimun vegna Covid-19 síðustu daga. Líkur íslenskra kvenna á að fá grunnfrumu- eða flöguþekjumein í húð hafa farið úr 3,2% yfir í 10,1% á síðustu 40 árum. Líkur karla hafa einnig aukist en eru þó lægri, fara þær úr 2,8% yfir í 7,3%. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum rannsókna Jónasar A. Aðalsteinssonar sér- námslæknis. Er þetta í ósamræmi við rannsóknir erlendis sem benda til að karlar séu líklegri en konur til að fá húðkrabbamein. Að sögn Jónasar má sjá mikla aukningu húðmeina hjá íslenskum konum niður í 35 ára aldur en til samanburðar var aukningin mest hjá íslenskum körlum yfir sextugu. Gæti þetta skýrst af því að konur sækja frekar í ljósabekki heldur en karlmenn. Aukning á húðmeinum á búk og fótleggjum kvenna styðja einnig við þá tilgátu en þetta eru svæði sem eru almennt ekki mikið berskjölduð fyrir sólarljósi á Ís- landi. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að lyf á borð við HCTZ, TNF- alpha hindrar og statín, hafi áhrif á grunnfrumu- og flöguþekjumein. Rannsóknin hefur vakið athygli erlendis en gögnin sem Jónas bygg- ir á eru oftast ekki skráð eða varð- veitt í flestum öðrum löndum. Hef- ur hann nú hlotið tvær viður- kenningar, Howard Levine verðlaunin og verðlaun frá Háskól- anum í Connecticut. hmr@mbl.is Ljósmynd/Colorbox Ljósabekkur Talið er líklegt að aukningu húðkrabbameina meðal íslenskra kvenna megi að hluta rekja til notkunar á ljósabekkjum. Líkur á húðkrabbameini hafa þrefaldast - Íslenskar konur líklegri en karlar til að fá ákveðna tegund húðkrabbameins _ Gangi áætlanir HS Orku og breska félagsins Hydrogen Vent- ures Limited eftir mun síðarnefnda fyrirtækið kaupa alla þá orku sem nýjasta stækkun Reykjanesvirkj- unar mun skaffa inn á orkukerfið. Verksmiðju fyrirtækisins verður ætlað að framleiða metanól og verð- ur afkastageta fyrsta áfanga 30 megavött. Jóhann Snorri Sigur- bergsson, forstöðumaður viðskipta- þróunar HS Orku, segir að upp- byggingaráformin gætu tekið á sig mynd á næstu 2 til 5 árum og að hug- ur fyrirtækjanna standi til þess að uppbyggingin verði enn meiri í framhaldinu. »12 Nýtir allt viðbótar- aflið á Reykjanesi Jóhann Snorri Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.