Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Eitt brot á dag að jafnaði
- 11 sóttvarnabrot 25. júlí til 4. ágúst - 119 mál tengd brotum eru í sektarmeðferð
Frá því að aðgerðir stjórnvalda tóku gildi, hinn
25. júlí, og til 4. ágúst hafa ellefu sóttvarnabrot
verið skráð hjá ríkislögreglustjóra en það er að
meðaltali eitt brot á dag skv. upplýsingum emb-
ættisins.
Sóttvarnabrot eru brot framin á sóttvarnalög-
um eða reglum settum samkvæmt þeim. Ef litið
er til fjölda slíkra brota frá því að fyrstu reglur á
grundvelli sóttvarnalaga tóku gildi, hinn 1. mars
2020, hafa verið skráð samtals 392 brot.
Brotin frá því að síðasta reglugerð tók gildi
geta því snúið að því að grímuskylda sé ekki virt,
samkomum fleira fólks en 200, eins metra
nálægðarreglan brotin eða starfsemi kráa,
skemmtistaða, kaffihúsa og veitingastaða fari
fram yfir leyfilegan afgreiðslutíma. Þá telst brot
á sóttkví eða einangrun einnig til sóttvarnabrota.
Einstaklingar sem brutu reglur um sóttkví eða
einangrun voru 38 prósent skráðra brota frá því í
mars í fyrra eða 147 tilfelli. Hin 63 prósentin voru
vegna brota fyrirtækja, samkomustaða og vegna
brota á reglum um fjöldasamkomur en það voru
245 tilfelli.
Af þeim 392 brotum sem skráð hafa verið eru
119 mál komin í sektarmeðferð, eða 22 prósent.
Sá hluti brota sem enn eru til afgreiðslu eða í
rannsókn er 35 prósent en í 43 prósentum tilfella
var ekki talin ástæða til að beita sektum og fóru
málin því ekki lengra. Mál teljast vera í sekta-
meðferð þegar búið er að ákveða að sekta fyrir
brot. Það er þó misjafnt á hvaða stigum málin
eru. Sekt kann að hafa verið gefin út, borist við-
takanda eða nú þegar greidd. 349 einstaklingar
og 64 fyrirtæki eiga hlut að þessum málum, sum-
ir fleiri málum en einu. thorab@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sóttvarnabrot Vanvirt fjöldatakmörk eða of
langur þjónustutími teljast til sóttvarnabrota.
Bíll valt á Biskupshálsi um tvöleytið
í gær milli Grímsstaða á Fjöllum og
Möðrudals. Fimm erlendir ferða-
menn voru í bílnum.
Samkvæmt lögreglunni á Ak-
ureyri voru tveir fluttir með sjúkra-
bíl að Mývatni og þar beið þeirra
sjúkraflugvél. Þeir voru síðan fluttir
með sjúkraflugvélinni á Sjúkrahúsið
á Akureyri til aðhlynningar.
Einn er talinn alvarlega slasaður
eftir bílveltuna.
Þá varð fjórhjólaslys í Vestur-
Landeyjum, austan Hvolsvallar, um
fjögurleytið í gær. Sá slasaði var
fluttur með sjúkrabíl suður til að-
hlynningar. Ekki er vitað hvort ein-
staklingurinn er alvarlega slasaður.
Klukkan hálfþrjú í gær kviknaði
eldur í fólksbíl norðan við Hvalfjarð-
argöngin. Slökkvistarf tók skamman
tíma. Ökumaður, sem var einn í bíln-
um, slasaðist ekki en bíllinn er gjör-
eyðilagður.
Einn talinn
alvarlega
slasaður
- Fimm ferðamenn
lentu í bílveltu
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru
óflughæfar í rúman sólarhring en
óvænt bilun kom upp í TF-EIR sem
olli þessu ástandi. Þyrlunni var komið
í lag í kringum áttaleytið í gærkvöldi
að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upp-
lýsingafulltrúa Landhelgisgæsl-
unnar.
Þá er einnig beið aukahluta sem
vantar til þess að TF-GNA verði flug-
hæf en þeir eru ekki til á landinu.
Í þessari viku var gert ráð fyrir að
TF-GNA og TF-EIR væru til taks á
meðan TF-GRO væri í langtíma-
viðhaldsskoðun en óvæntar bilanir
settu strik í reikninginn.
Ásgeir segir sjaldgæft að allar
þyrlur Landhelgisgæslunnar séu
óflughæfar. Þyrlurnar hafa flogið
meira en í meðal mánuði vegna fjölda
verkefna og æfinga. Síðan var einnig
mikið álag á flugdeild Landhelgigæsl-
unnar um verslunarmannahelgina.
Óflughæfar í
sólarhring
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-GNA Beðið er aukahluta.
Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í
gærmorgun, en venjan er að ríkisráð komi sam-
an minnst tvisvar sinnum á ári. Var á fundinum
farið yfir þær lagatillögur sem hver ráðherra
hefur lagt fram á undangengnu ári, en auk þess
ræddu forseti og ríkisstjórn þá stöðu sem komin
er upp í kórónuveirufaraldrinum hér á landi.
Var líklega um síðasta ríkisráðsfund kjör-
tímabilsins að ræða.
Síðasti ríkisráðsfundur kjörtímabilsins
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ríkisstjórnin fundaði með forsetanum á Bessastöðum
Stjórnendum Landspítalans barst
tölvupóstur í fyrradag þar sem segir
að þeir skuli ekki svara símtölum frá
fjölmiðlum heldur skuli þeir vísa öll-
um fyrirspurnum fjölmiðla, sama
hverjar þær séu, á Stefán Hrafn
Hagalín, deildarstjóra samskipta-
deildar Landspítalans, sem muni síð-
an útdeila þeim á stjórnendur.
Þá segir einnig að það sé ágæt-
isregla að svara alls ekki beinum
símtölum fjölmiðla.
Stefán Hrafn sagði í samtali við
mbl.is í gær að tölvupósturinn hefði
verið áminning til starfsfólks um að
láta vita af þeim fyrirspurnum sem
bærust svo Landspítalinn hefði yf-
irsýn yfir þær og
gæti séð til þess
að þeim væri
svarað jafnóðum.
„Við erum ekki að
ritskoða það sem
fólk segir eða
gera neitt annað
en að tefla fram
okkar sérfræð-
ingum til svara á
allar fyrirspurn-
ir,“ segir Stefán.
Þá segir Stefán að spítalinn taki
upplýsingaskyldu sína mjög alvar-
lega. „Það er hlutverk samskipta-
deildar Landspítala, og hefur lengi
verið, að halda utan um þær fyrir-
spurnir sem berast og þjónusta fjöl-
miðla og blaðamenn í hvívetna. Þar
þurfum við að vera með hagsmuni,
öryggi starfsfólks, sjúklinga og al-
mannaheill að leiðarljósi,“ segir
Stefán.
Það vakti athygli að Stefán Hrafn
vísaði til blaða- og fréttamanna í
póstinum sem „skrattakolla“. Varð-
andi orðalagið segist Stefán hafa
verið þreyttur þegar hann skrifaði
tölvupóstinn eftir að hafa verið kall-
aður úr sumarfríi sem var ekki nema
fjórir dagar. Þá segir Stefán að ein-
ungis hafi verið um vinalega glettni
að ræða. gunnhildursif@mbl.is »14
Stjórnendum sagt að
svara ekki fjölmiðlum
- Ætlað að tryggja skipulagsdeild Landspítalans yfirsýn
Stefán Hrafn
Hagalín