Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 22
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
K
órónuveirufaraldurinn varð
til þess að um allan heim
vaknaði fólk til vitundar um
mikilvægi heilbrigðra lifn-
aðarhátta og holls mataræðis. Er
sennilegt að aldrei fyrr hafi al-
menningur verið jafn duglegur að
lesa greinar um heilsu, bætiefni og
næringu, enda kom í ljós nokkuð
snemma í faraldrinum að lífsstíls-
tengdir þættir gátu bætt eða
minnkað líkur fólks á að þola það að
smitast af veirunni.
Árni Geir Jónsson er yfirmaður
sölu neytendavöru hjá Lýsi og segir
hann fyrirtækið hafa greint tölu-
verða aukningu á sölu lýsis í neyt-
endaumbúðum á öllum helstu mark-
aðssvæðum fyrirtækisins. „Aðeins á
Íslandi fundum við fyrir samdrætti
í lýssisölunni og skrifast það á
mikla fækkun ferðamanna sem oft
hafa keypt lýsisperlur eða lýsi í
flösku þegar þeir heimsækja land-
ið.“
Árni Geir þakkar kröftuga lýs-
issölu m.a. því að nokkuð snemma í
faraldrinum spannst umræða um
mikilvægi D-vítamíns fyrir ónæm-
iskerfi líkamans. „Eins var mikið
fjallað um áhrif ómega-3-fitusýra
fyrir hin ýmsu kerfi líkamans sem
hjálpa fólki að halda góðri heilsu, en
ekkert jafnast á við lýsi sem upp-
spretta hollra fitusýra. Þessar fitu-
sýrur verðum við að fá úr mat-
vælum enda framleiðir líkaminn
þær ekki sjálfur.“
Var salan á sumum markaðs-
svæðum það góð að Lýsi átti fullt í
fangi með að tryggja nægt vöru-
framboð. „En þar spilaði líka inn í
að faraldurinn olli víða röskunum á
flutningum og flóknara en venju-
lega að bregðast við breyttri neyt-
endahegðun.“
Rússar duglegir
að taka lýsið sitt
Í megindráttum má skipta sölu-
starfsemi Lýsis í tvo hluta: annars
vegar er neytendavöruhliðin og
hins vegar sala á lýsi í tönkum og
tunnum til annarra framleiðenda
sem ýmist blanda lýsinu saman við
matvæli eða lyf, ellegar pakka í
neytendaumbúðir og selja sem fljót-
andi lýsi eða lýsisperlur. Lýsi hf.
flytur afurðir sínar til yfir 70 mark-
aða í öllum heimsálfum nema suð-
urheimskautinu og til marks um
stærð íslenska fyrirtækisins þá er
verksmiðja Lýsis sú stærsta sinnar
tegundar m.v. framleiðslugetu á
náttúrulegum fiskolíum til mann-
eldis. Þá er verksmiðja Lýsis með
allar nauðsynlegar vottanir fyrir
lyfjaframleiðslu sem gefur fyrir-
tækinu verulega sérstöðu.
Í seinni tíð hefur Lýsi sótt í sig
veðrið á neytendamarkaði og má
finna vörur fyrirtækisins í hillum
verslana víðs vegar um heiminn.
„Rússland er í dag orðið einn okkar
stærsti markaður en sem dæmi um
þróunina hefur Lýsi t.d. nýlega gert
strandhögg í Mexíkó og salan þar
tvöfaldast á milli ára tvö ár í röð.“
Bandaríkjamarkaður er vitaskuld
safaríkasti bitinn á lýsismarkaðnum
og hefur Lýsi styrkt þar stöðu sína
smám saman. Vandinn við Banda-
ríkin, segir Árni Geir, er að þar er
samkeppnin ákaflega hörð og úrval-
ið svo gott að í stærri verslunum
hafa neytendur úr mörgum hillu-
metrum af fiskolíu að velja. Má m.a.
finna vörur Lýsis til sölu hjá versl-
unum Whole Foods sem hafa sér-
stöðu fyrir gott framboð af hollri
matvöru í hæsta gæðaflokki. „Til að
komast enn betur að á þessum
markaði þyrfti að ráðast í mikið og
kostnaðarsamt markaðsstarf,“ út-
skýrir Árni og bætir við að margar
þær vörur sem Lýsi keppir við
vestanhafs séu framleiddar úr hrá-
efni sem Lýsi framleiddi upp-
haflega.“
Þörungar gætu leikið
stærra hlutverk
Ekki ætti að hafa farið fram hjá Ís-
lendingum að mikil vöruþróun hef-
ur átt sér stað hjá Lýsi undanfarna
áratugi. Gantast Árni Geir með það
að stundum biðji viðskiptavinir um
að fá aftur gamla lýsið sem hafði
meira afgerandi lýsisbragð en með
bættum vinnsluaðferðum er það lýsi
sem í dag er selt á flöskum bragð-
milt og vitaskuld fáanlegt bragð-
bætt. Eru vörumerkin um tuttugu
talsins, allt frá klassísku kald-
hreinsuðu fljótandi lýsi yfir í sam-
settar pakkningar sem tvinna sam-
an lýsisperlur og hylki með
mikilvægum fæðubótarefnum sem
styðja við og njóta góðs af virkni
lýsisins í líkamanum.“
Aðspurður hvort von sé á fleiri
vörutegundum segir Árni að líklega
sé vöruþróunarvinnan komin að
mörkum þess sem gera má með
fiskolíurnar en hins vegar geti
spennandi möguleikar verið fólgnir
í að nýta hráefni á borð við andox-
unarefnið astaxthantín og eins vert
að skoða olíuframleiðslu úr hráefni
Lýsið sækir á í takt við aukna hollustuvitund
Jafnt og þétt styrkir Lýsi
stöðu sýna á neytenda-
vörumarkaði víða um
heim. Salan í Mexíkó vex
hratt en í Bandaríkj-
unum er samkeppnin
mjög hörð.
AFP
Hugað að kórónuveirusjúklingi. Sala á lýsi tók kipp í faraldrinum, m.a. vegna umræðu um mikilvægi D-vítamíns og fitusýra.
Vandinn við Bandaríkin er að
þar er samkeppnin ákaflega
hörð og úrvalið svo gott að í
stærri verslunum hafa neyt-
endur úr mörgum hillumetr-
um af fiskolíu að velja
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Árni Geir segir áhugaverða möguleika á sviði lýs-
isvinnslu úr ræktuðum þörungum. Þannig mætti
m.a. losna við þær sveiflur sem stundum ein-
kenna framboð á því hráefni sem notað er til
hefðbundinnar lýsisgerðar í dag.
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Eflaust eru margir lesendur for-
vitnir um hvernig salan á neyt-
endavörum Lýsis skiptist á milli
fljótandi lýsis og lýsisperla. Það
eru jú ekki allir hrifnir af bragðinu
af fljótandi lýsi og voru perlurnar
einmitt þróaðar til að koma til
móts við þann hóp.
Árni Geir segir skiptinguna
mjög breytilega eftir löndum. „Í
Mexíkó seljum við t.d. aðeins
fljótandi lýsi en það skýrist þó að-
allega af því að við notum nauta-
gelatín í perlurnar okkar og hefur
þurft að fara í gegnum tímafrekt
ferli með mexíkóskum stjórnvöld-
um til að flytja þá vöru inn. Á
sumum markaðssvæðum verðum
við vör við ákveðna fortíðarþrá
hjá neytendum sem finnst eitt-
hvað notalegt við það að færa sig
úr perlunum og yfir í fljótandi lýsi
sem þau kannski minnast frá
æskuárunum. Er þetta m.a. raun-
in í Frakklandi þar sem fljótandi
lýsi sækir á á kostnað lýsisperl-
anna. Í Austur-Evrópu er fljótandi
lýsi einnig ráðandi en hins vegar
vilja Danir og Finnar frekar perl-
urnar. Heilt á litið hefur salan á
fljótandi lýsi verið að aukast hrað-
ar en salan á perlunum.“
Fortíðarþrá
í kringum
fljótandi lýsi
á borð við þörunga. „Við fylgjumst
vel með því nýsköpunarstarfi sem á
sér stað hér á landi og vinnum jafn-
framt jöfnum höndum að því með
okkar dreifingaraðilum að betr-
umbæta vörur og umbúðir í takt við
ábendingar og óskir neytenda.“
Með því að framleiða olíur úr
þörungum sem ræktaðir eru í
stýrðu umhverfi mætti leysa ýmis
vandamál. Nefnir Árni Geir að
framleiðsla á fiskolíum sé háð fram-
boði á góðu hráefni og þar hafi
sveiflur í stofnstærðum og afla-
heimildum áhrif á verðið. Verð-
sveiflur geti flækt áætlanagerð
enda verði að standa við gerða
samninga við kaupendur. Þör-
ungaræktun þýðir hins vegar mun
jafnara og fyrirsjánlegra hráefn-
isframboð.