Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum Íslendingar nutu síðsumarsblíðu framan af viku með hitabylgju, sem að vísu var misvel útilátin eftir landshlutum. Norðlendingar höfðu ekki undan neinu að kvarta, hitinn fór í um 30°C eystra, en veðrið var líka ákaflega milt sunnanlands. Vandræði barna í Fossvogsskóla vegna áhugaleysis Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra af heilsu þeirra héldu áfram að vinda upp á sig, því nokkrum dögum fyrir skólasetningu kom í ljós að ekkert ómyglað og boð- legt skólahúsnæði stóð til reiðu. Borgarstjóri kom kaleiknum yfir á foreldra þeirra með fyrirvaralausri netkönnun um þrjá húsakosti, sem fæstir vissu nokkuð um. Könnunin reyndist svo auðvitað gölluð og lög- mætið dregið í efa. Flóttamannanefnd seinkaði tillögum um móttöku flóttamanna frá Afgan- istan, líkt og þeir hefðu nægan tíma til þess að bíða á Kabúl-flugvelli, þar sem bandarískt herlið og talíbanar stóðu yfir þeim með byssukjaftana. Íslensk fjölskylda komst frá Afgan- istan til Danmerkur með aðstoð danskra stjórnvalda. Þá voru eftir tvær íslenskar fjölskyldur aðrar í Afganistan og einn íslenskur starfs- maður Atlantshafsbandalagsins. Meira en 900 hundar voru skráðir til keppni á tveimur hundasýningum Hundaræktarfélagsins um helgina. Stjarna helgarinnar var að sjálfsögðu afganski hundurinn Dali (tveggja ára), sem er bæði góður, glaðlyndur og fallegur. Elín Eddudóttir fékk síðbúið leyfi mannanafnanefndar til þess að taka upp hið frumlega millinafn Kona. „Við veljum okkar eigin bar- áttu og ég ákvað að velja þessa,“ sagði Elín. „Öll veröldin er leiksvið, og aðeins leikarar, hver karl og kona,“ eins og þeir Shakespeare og Helgi Hálfdánarson orðuðu það. Skipulagðar bólusetningar barna, 12 ára og eldri, hófust á mánudag. . . . Reykjavíkurborg þurfti að þiggja hernaðaraðstoð Hjálpræðishersins, sem lagði henni til húsnæði undir kennslu barna úr Fossvogsskóla. Ástandið þar hefur m.a. gert það að verkum að fjórir kennarar hafa þar sagt upp störfum síðan í vor. Flugliðum og flugmönnum Play var boðið að taka á sig lækkun starfs- hlutfalls gegn því að fá fastráðningu í vetur. Ásókn í far með félaginu hef- ur ekki verið jafnmikil og vonast var til, en það eru einkum Íslendingar, sem eru hikandi við siglingar utan, erlendir farþegar hafa ekki látið á sér standa. Reglugerð um Covid-sjálfspróf var breytt eftir langa yfirlegu í heil- brigðisráðuneytinu. Fram að því hafði bann legið við sölu slíkra prófa, sem sætti verulegri gagnrýni úr at- vinnulífinu, sem telur að víðtæk sjálfsprófun geti létt lífið á vinnu- stöðum og samkomum. Bylgja kórónuveirusmita hélt áfram að dala og fjöldi virkra smita kominn niður fyrir 1.000. Talsvert hefur verið um innbrot í hinu nýja hverfi í Urriðaholti að undanförnu, ekki síst þannig að brot- ist sé inn á geymsluganga fjölbýlis- húsa og hreinsað út. Til stendur að fjölga þar eftirlitsmyndavélum og ná- grannavörslu. Flýta á framkvæmdum við nýja hengibrú yfir Ölfusá í framhaldi af nýjum Suðurlandsvegi í Ölfusinu og á að bjóða þær út um áramótin. . . . Samkvæmt svörum Landspítalans við fyrirspurn á Alþingi hefur skrif- stofan á spítalanum blásið út, en þar hefur starfsfólki á kontórnum fjölgað um 115% á síðastliðnum áratug. Á sama tíma jukust fjárframlög til hans um 27% en öllum starfsmönnum fjölgaði um 24% á sama tíma. Páll Matthíasson forstjóri Landspít- alans sagði þessa frásögn fjölmiðla villandi en láðist að skýra hvers vegna spítalinn hefði gefið Alþingi þau villandi svör, sem felast í að 170 sérnámslæknar hafi verið skráðir á skrifstofuna þótt þeir ynnu þar alls ekki. Ólympíumót fatlaðra var sett í Tók- ýó, en sex íslenskir keppendur tóku þátt í því. Um 200 manna lið flughers Banda- ríkjanna kom hingað til lands ásamt þremur B-2-huliðssprengjuflug- vélum. Þeir komu hingað til æfinga og ekki frá Afganistan. Ríkisstjórnin ákvað að taka á móti um 120 Afgönum, sem starfað hafa fyrir vestræn ríki í heimalandi sínu og eiga hefnd talíbana yfir höfði sér. Gert er ráð fyrir að tekið verði á móti fleirum síðar. 13 athugasemdir bárust um starfs- leyfisumsókn Vöku við Héðinsgötu, flestar jákvæðar, sem kom sumum á óvart. Þær reyndust flestar vera frá gallhörðum Þrótturum, sem eiga mikið undir stuðningi fyrirtækisins. Reykjavíkurskákmót Kviku var sett, en þar voru skráðir 185 skákmenn, þar af 125 erlendir. 25 þeirra voru óbólusettir og því sendir í sóttkví, enda félagslyndir með afbrigðum. . . . Ný skoðanakönnun MMR sýndi loks örlitla hreyfingu á fylgi framboða, en þar bættu sósíalistar talsvert við sig og komust upp í tæp 9%. Þeir klipu það af öðrum vinstriflokkum, sem þá voru orðnir hnífjafnir í kringum 10%. Útlit er fyrir að öll níu framboð á landsvísu nái inn mönnum á þing. Þrátt fyrir tal um aukið fjármagn til einkarekinna heilsugæslustöðva hef- ur verið skorið niður til þeirra, en nú eru um 60.000 manns á höfuðborg- arsvæðinu viðskiptavinir þeirra. Samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnu- lífsins og Samtaka verslunar og þjón- ustu er þörf á að dreifa verkefnum frá Landspítalanum til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu til þess að draga úr aðsóknar- og fráflæðisvanda hans. Sumarið hefur lukkast betur en nokk- ur þorði að vona hvað varðar komu skemmtiferðaskipa nyrðra, en um 80 skip hafa komið til hafnar hjá Hafn- arsamlagi Norðurlands í sumar. Þá er orðið mun algengara að einkasnekkj- um sé siglt til landsins. Miðflokkurinn boðaði kosninga- áherslur sínar, sem felast í tíu nýjum réttindum borgaranna. Meðal annars segir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður hans, að flokk- urinn vilji skila tekjuafgangi rík- issjóðs til almennings árlega og sömuleiðis skuli hver ríkisborgari fá sinn skerf af auðlindagjaldi frá sjáv- arútvegi. Þá er lagt til að allir 40 ára og eldri fái rétt á heilbrigðisskim- unum. Samfylkingin kynnti einnig kosn- ingastefnu sína, en þar var m.a. lögð áhersla á inngöngu í Evrópusam- bandið, stórhækkun veiðigjalda og nýja stjórnarskrá á grundvelli til- lagna stjórnlagaráðs. Logi Ein- arsson formaður sagði að sam- hljómur væri í ýmsum stefnumálum með vinstrigrænum, en að flokk- urinn hafnaði enn sem fyrr sam- starfi við Sjálfstæðisflokk. Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25% og eru þeir nú 1,25%. . . . Tveir erlendir ferðamenn létust hér á landi af völdum Covid-19 í vik- unni, Rafskútuleigunni Hopp telst til að viðskiptavinir hennar hafi hjólað við fót um 2,7 milljóna km leið á höf- uðborgarsvæðinu frá því fyrirtækið hóf störf fyrir tæpum tveimur ár- um. Ekki eru allir á eitt sáttir um nýj- ustu tilskipanir sóttvarnalæknis um takmarkanir á fundafrelsi landsmanna. Tónlistarmönnum þykja þær t.d. tvíbentar, þótt gott sé að nándarreglan hafi verið felld niður. Hæstiréttur tók upp á þeirri ný- breytni að fylgja lögum og auglýsa störf aðstoðarmanna dómara. Undanfarin 15 ár hafa 23 lögfræð- ingar verið ráðnir sem aðstoðar- menn dómara án auglýsinga. Í öðrum fréttum af starfatorgi hins opinbera bar hæst að Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri sam- skiptadeildar Landsspítalans, fór í leyfi og Andri Ólafsson ráðinn tímabundið í hans stað. Maður á Egilsstöðum hótaði á fimmtudagskvöld að beita skot- vopnum, sem hann handlék og hleypti af í og við heimili sitt. Lög- regla kom á vettvang, hóf umsátur og reyndi að fá manninn til þess að leggja niður vopn, en hann þver- skallaðist við því og skaut lögregla hann þá og var hann fluttur þungt haldinn á sjúkrahús. Kosningalykt í loftinu Kátínan leyndi sér ekki þegar stjórnmálaflokkar tóku að kynna kosningastefnu sína, sem almennt fólst í því að lofa kjós- endum ógrynni af eigin fé í alls kyns pakkningum. Hér er Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í banastuði. Morgunblaðið/Eggert 22.8.-27.8. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.