Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Side 29
símtalinu, sem slúðurmiðill vestra birti, kemur fram að Jordison hafi þess utan verið langt genginn með alkóhólisma og að því var látið liggja að heilsukvillarnir hafi verið fleiri. Joey Jordison þótti strax mikið séní þegar hann kom fram á sjónar- sviðið með nýbylgjumálmbandinu Slipknot á ofanverðum tíunda ára- tugnum. Stíllinn var einstakur og tæknin næsta ómennsk. „Að horfa á Joey Jordison spila, það er bara brjálæði sem þessir menn búa til,“ er haft eftir Paul Bostaph, trymbli Slayer, í bókinni The Bloody Reign of Slayer frá 2008, en böndin túruðu saman í kringum aldamótin. Gjörólík bönd en Bostaph segir orkuna sem varð til hjá Slipknot hafa haft djúp- stæð áhrif á Slayer á þessum tíma. Fáum brá líka árið 2010 þegar Jordison var valinn besti trymbill undangenginna 25 ára af trommu- og ásláttartímaritinu Rhythm magazine. Skákaði þar mönnum á borð við Neil Peart og Mike Portnoy. „Ég er orð- laus,“ sagði hann af því tilefni. „Þetta er meira en ótrúlegt. Svona lagað minnir mig á degi hverjum á það hvers vegna ég er að þessu.“ Sama ár var hann valinn besti málmtrymbill ársins í kjöri sem 6.500 trymblar vítt og breitt um heiminn tóku þátt í og árið 2013 völdu lesendur málm- gagnsins Loudwire hann besta málm- trymbil heims. Síðla sama ár tilkynnti Slipknot að Jordison hefði hætt í bandinu en hann leiðrétti það sjálfur og kvaðst hafa verið rekinn. „Slipknot hefur verið líf mitt undanfarin 18 ár og ég myndi hvorki yfirgefa bandið né aðdáendur mína.“ Jordison kom að ýmsum böndum eftir það, svo sem Scar the Martyr og Sinsaenum, en þau náðu ekki sama flugi og Slipknot. Jordison er enn einn rokktrymbill- inn sem deyr fyrir aldur fram. Fyrsta má telja helstu fyrirmyndir hans og áhrifavalda, John Bonham úr Led Zeppelin og Keith Moon úr The Who, sem báðir urðu óreglu að bráð, aðeins 32 ára gamlir. Jordison tilgreindi einnig djasstrymbilinn goðsagna- kennda Gene Krupa sem áhrifavald. Hann lifði lengur án þess þó að verða gamall; lést 64 ára úr hjartabilun eftir glímu við krabbamein. Af öðrum trymblum sem látist hafa vegna ofneyslu áfengis og/eða lyfja má nefna Jimmy Sullivan, uppruna- legan trymbil Avenged Sevenfold, en hann er betur þekktur undir bráð- góðu listamannsnafni sínu, the Re- verend Tholomew Plague, eða ein- faldlega The Rev. Hann var 28 ára þegar hann lést árið 2009. Dó á miðjum tónleikum Sitthvað fleira hefur orðið þessum ágætu mönnum að aldurtila. Þannig felldi kransæðasjúkdómur Vinnie Paul, trymbil grúvgoðanna í Pantera, árið 2018. Hann var 54 ára. Hjartaslag á miðjum tónleikum ár- ið 2016 var banamein Nick Menza, sem í eina tíð var í þrassbandinu Megadeth. Hann var 51 árs. Lifrar- bilun tók annan Megadeth- trommara, Gar Samuelson, árið 1999. Hann var 41 árs. Clive Burr, sem trommaði á fyrstu þremur breiðskífum Iron Maiden, lést 56 ára gamall árið 2013 eftir ára- langa baráttu við MS-sjúkdóminn. Burr var verndari góðgerðarsamtak- anna Clive Aid sem fram á þennan dag hafa safnað fé með tónleikahaldi til að styðja við þá sem greinst hafa með MS, krabbamein og fleiri sjúk- dóma. Það var einmitt afar sjaldgæft krabbamein í hjarta sem varð Eric Carr, trommara Kiss til margra ára, að bana árið 1991. Hann var ekki nema 41 árs. Tommy Ramone, trymbill pönk- bandsins góðkunna The Ramones, tapaði líka baráttu sinni við krabba- mein árið 2014, 65 ára að aldri. Réttið upp hönd ef þið vissuð að hann var af ungverskum ættum og skírður Ta- más Erdélyi. Þeir Ramonar, fjórir að tölu, eru raunar allir látnir. Fleiri má nefna, svo sem Ingo Schwichtenberg, trymbil þýska sprettmálmbandsins Helloween, en hann svipti sig lífi aðeins 29 ára árið 1995 eftir trylltan dans við við áfengi, fíkniefni og geðklofa. Henti sér fyrir lest í heimaborg sinni Hamborg. Bú- inn að fá nóg. Listinn er án efa lengri en við lát- um þetta gott heita og vottum þess- um góðu drengjum virðingu okkar. Svo er þetta auðvitað alls ekki algilt. Þannig kvaddi Charlie Watts í vik- unni áttræður og Ringo Starr er í fullu fjöri árinu eldri! Joey heitinn Jordison á tónleikum árið 2008. AFP 29.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Speglaframlenging Kerrulás Hitablásarar Reiðhjólafestingar á bíl Tjalds Flugnanet fyrir börn og fullorðna Rafmagnspumpa Farangursteygjur og strekkibönd ikföng Allt í ferðalagið frá 3.845 4.485 2.995 frá 4.999 1.995 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 2.995Rafmangskælibox frá 9.999 STUÐ Kanadíska leikkonan Sandra Oh fer mikinn í nýrri sjón- varpssatíru á efnisveitunni Netflix, The Chair, ef marka má gagnrýni í breskum blöðum. Þar leikur hún fyrstu konuna sem gegnir embætti forseta ernskudeildar við hinn ímyndaða Pembroke-háskóla á Englandi. Að sögn The Guardian njóta bæði kómískir og dramatískir hæfileikar Oh sín til fulls í téðum þáttum. Þá sé hún í mun betra formi en í öðrum þáttum, Killing Eve, sem megi muna sinn fífil fegri. Ohborganleg í nýrri satíru Söndru Oh er margt til lista lagt. AFP BÓKSALA 18.-24. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þín eigin saga – Rauðhetta Ævar Þór Benediktsson 2 Kennarinn sem kveikti í Bergrún Íris Sævarsdóttir 3 New Close-up B2 Jeremy Day 4 Stærðfræði 2B Gísli Bachmann/Helga Björnsd. 5 Rosalingarnir Kristjana Friðbjörnsdóttir 6 Randafluga Ýmsir höfundar 7 Ísadóra – Nótt á afmæli Harriet Muncaster 8 Ísadóra – Nótt fer í skóla Harriet Muncaster 9 Þroskasálfræði Aldís Unnur Guðmundsd. 10 Síðasti naglinn Stefan Ahnhem 1 Ekki var það illa meint Hjálmar Freysteinsson 2 Klón – eftirmyndasaga Ingólfur Eiríksson 3 Draumasafnarar Margrét Lóa Jónsdóttir 4 Íslensk kvæði FrúVigdís Finnbogadóttir valdi 5 Vísur og kvæði Þórarinn Már Baldursson 6 Söngur reyrsins Rumi 7 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson 8 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg 9 Fimm leiðir til að komast óhultur gegnum dimman skóg um nótt Roger McGough 10 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi Allar bækur Ljóðabækur Ég les ekki margar bækur og mér finnst oft erfitt að byrja en þegar ég er komin í þægilega stöðu til þess að lesa finnst mér eins og ég geti ekki sett bókina niður og finnst eins og ég geti tengst bókinni mjög vel, erfiði parturinn er einfaldlega bara að byrja og ég er viss um að aðrir tengja við það. Með tækninni í dag er ekki eins mikið verið að fókusa á bækur og áður var og það hefur áhrif á mína kynslóð. Í dag er mikið verið að tala um framtíð kynslóðarinnar minnar og það er erfitt að sjá ekki fréttir um lofts- lagsbreytingar eða Covid-19 svo eitthvað sé nefnt. Það er mikið frelsi á Íslandi en stundum fer ég að hugsa hversu öðruvísi Ísland gæti orðið þegar þessar miklu breytingar hafa orðið á landinu. Bókin Múrinn eftir Sif Sigmars- dóttur segir frá Íslandi í framtíð- inni, eftir miklar umbyltingar og þegar ég byrjaði að lesa hana festist ég við hana. Hún segir frá Íslandi þar sem allt frelsi er næstum horfið og öryggi allra verður minna og minna. Múrinn er vel skrifuð bók og mér finnst Sif skilja vel hvernig það er að vera unglingur í samfélagi þar sem er mikill þrýstingur frá nær öllum. Dystópíubækur eru í efsta sæti hjá mér, í þeim er hægt að færa sögur mikið áfram af atburðum sem hafa gerst í raunveruleik- anum og sýnt hvernig þeir gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Ljót eftir Scott Westerfeld er einnig gott dæmi um bók sem notar áhrifin sem lýtaaðgerðir og feg- urð hafa á samfélagið. Í þessum bókum eru aðalhetjurnar næst- um á sama aldri og ég og er áhugavert að lesa og taka eftir að stundum hef ég sama hug- arfar og þær. Ég hef eiginlega aldrei átt uppá- haldshöfund eða -bók því ég hef mismunandi smekk sem gerir það að verkum að ég get ekki valið á milli, allar bækur geta verið þær bestu sem ég hef lesið. Að hafa mismunandi smekk þýðir einnig að ég get far- ið frá því að lesa bókina Undur eftir R.J. Palacio í að lesa Skurð- lækninn eftir Tess Gerritsen á stuttum tíma en mér finnst skemmtilegt að flakka á milli bóka og skoða hversu ólíkar þær eru og hvernig þær koma ákveðum skila- boðum fram, fyrir hvaða aldurshópa þær eru og hvaða tilfinningar vakna út frá sögunum. Þegar bók vekur hjá mér sterkar tilfinningar veit ég að hún er að gera eitthvað rétt og er ekki ólíklegt að ég fari að gráta eða að hlæja með bók- inni og mér finnst það mikilvæg- ast. BRYNDÍS ÓMARSDÓTTIR ER AÐ LESA Erfiðast að byrja Bryndís Óm- arsdóttir er hönnunar- og nýsköp- unarnemi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.