Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Síða 18
Í litlu tjörninni er til-
valið fyrir gæsir að
þvo sér og breiða svo
úr vængjum sínum.
Þ
að var skýjað, logn og sautján stiga
hiti daginn sem ljósmyndari lagði
leið sína í Laugardalinn. Kyrrðin
var alger og fáir á ferli. Í tjörninni
fyrir framan Fyssu voru gæsir og
endur að baða sig í hlýjunni. Fyssa, eftir lista-
konuna Rúrí, var eitt sinn heiðblá á lit en er nú
svört og klæðir nýi liturinn
hana vel. Einstaka ástfangið
par leiðist í gegnum garðinn
á þessum síðsumarsdegi;
kona með tvo hunda reynir
að hemja hvuttana sem vilja
sinn í hvora áttina og glað-
lynd garðyrkjukona stýrir
hjólbörum fimlega í gegnum
garðinn. Inni í Grasagarði eru listaverk náttúr-
unnar í röðum; blóm í öllum regnbogans litum,
plöntur og tré.
Grasagarðurinn sextugur
Grasagarðurinn var stofnaður 18. ágúst 1961
og er því nýorðinn sextugur. Grasagarður
Reykjavíkur er sannarlega lifandi safn undir
berum himni.
Á vefsíðunni grasagardur.is má lesa ýmsan
fróðleik um garðinn.
Þar segir: Hlutverk Grasagarðsins er að
varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rann-
sókna og yndisauka. Í garðinum eru varð-
veittar um 5.000 plöntur í átta safndeildum.
Eitt meginhlutverk Grasagarðsins er fræðsla
og boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir al-
menning og skólahópa árið um kring. Markmið
fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntu-
söfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju,
grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytj-
ar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.
Hægt er að fá leiðsögn um garðinn og einnig
er hægt að fá lánaða græna bakpoka sem inni-
halda skemmtileg náttúruverkefni og fróðlega
leiki fyrir leikskólahópa og nemendahópa á
yngsta stigi grunnskóla.
Upplifun að ganga um dalinn
Mitt í Grasagarði má finna kaffihúsið Flóruna
sem býður upp á gróðurhúsastemningu innan
dyra en einnig er hægt að sitja úti undir berum
himni. Þennan dag situr þar fólk með kaffiboll-
ana sína og hádegisverð og spjallar í friði og ró.
Umhverfið er nærandi fyrir sál og líkama.
Einn þeirra sem þekkja garðinn betur en
margur annar er fyrrverandi garðyrkjustjóri
Reykjavíkur, Jóhann Pálsson. Hann er nýorð-
inn níræður og hélt einmitt upp á afmæli sitt í
garðskálanum sem stendur í garðinum fyrir ut-
an Flóru.
Jóhann segir garðinn nú einstaklega fal-
legan.
„Ég hélt upp á níræðisafmælið mitt þarna
21. júlí. Ég held alltaf upp á afmælið mitt í litla
garðskálanum sem við fluttum í dalinn. Það er
yndislegt að sitja inni í þessum litla garðskála,“
segir hann.
„Ég er grasafræðingur og fór víða og skoðaði
mikið garða í Evrópu og seinna í Kína líka. Ég
þekki ansi mikið af plöntum og hef mikið dund-
að mér í skógrækt,“ segir Jóhann.
„Ég mæli með að fólk leggi leið sína í Laug-
ardalinn sem er orðinn geysilega fallegur. Það
er virkileg upplifun að ganga um Grasagarðinn
og jafnvel allan dalinn.“
Blóm, fólk og
önnur dýr
Laugardalurinn er sannkallaður griðastaður mitt í
höfuðborginni. Í Grasagarðinum, sem varð 60 ára í síð-
ustu viku, má rölta um og skoða fegurð náttúrunnar, fá
sér kaffi og finna ilminn af blómunum.
Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í Grasagarðinum í Laugardal má finna fimm
þúsund tegundir plantna og blóma.
’
Ég mæli með að fólk leggi
leið sína í Laugardalinn
sem er orðinn geysilega fal-
legur. Það er virkileg upplifun
að ganga um Grasagarðinn og
jafnvel allan dalinn.
Jóhann Pálsson
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021
GRASAGARÐURINN