Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Page 12
AFGANISTAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021 S tríðsherrar Afganistans lýstu vígreifir yfir því að þeir myndu hvergi hopa, verja vígi sín af hörku og gersigra víga- menn talíbana. Þegar til kastanna kom voru þeir þó fljótir að gefast upp og veittu engu meiri mótspyrnu en stjórnarherinn, fyrir utan einn. Atta Mohammad Noor og úsbekinn Abdul Rashid Dostum voru þekktir fyrir andspyrnu sína við talíbana á síðasta áratug tuttugustu aldar og hafa verið áhrifamiklir á fyrstu tveim- ur áratugum þessarar aldar. Laugardaginn 14. ágúst höfðu sveitir beggja verið gersigraðar og þeir voru flúnir yfir landamærin til Úsbek- istans. Noor sagði að þeir hefðu verið sviknir og væru fórnarlömb samsæris hinna huglausu. Á sama tíma settu talíbanar myndbönd á fé- lagsmiðla þar sem liðsmenn þeirra sáust fara í gegnum fataskápa og koma sér fyrir í bólstr- uðum hægindastólum í ríkmannlegum híbýlum Dostums. Nokkrum dögum áður höfðu talíb- anar náð stríðsherranum Ismail Khan í borg- inni Herat. Khan er einmitt með viðurnefnið Ljónið frá Herat og hafði fyrir fall sitt brýnt öryggissveitir til að sýna hugrekki. Sögufrægt andspyrnuvígi Nokkur vígi standa þó enn og það helsta er í Panjshir-dal. Þar hafa safnast saman liðsmenn bardagahópa og öryggissveita sem heita að gefast ekki upp. Sveitir talíbana eru farnar að þrengja að þeim, en liðsmenn hvorra tveggja segjast vilja ganga til samninga. Engin niður- staða hefur þó orðið um framtíð dalsins, sem er um 80 km norður af Kabúl og teygir sig inn í Hindu Kush-fjöllin. Það er því auðvelt að verja dalinn og hægt að koma sér fyrir hátt í fjalls- hlíðum til að hrinda árásum. Dalurinn hefur líka mikið táknrænt gildi í Afganistan vegna þess að í rúma öld hefur hann verið miðstöð andspyrnu við innrásarheri, sem hafa reynt að leggja landið undir sig. Á síðustu tveimur áratugum 20. aldar hafði andspyrnan í dalnum, þar sem þorri íbúa er tadsjíkar, mikið að segja um gang mála, fyrst í baráttunni gegn Sovétmönnum og síðan í borgararstyrjöldinni í kjölfarið og átökum við talíbana. Afganinn sem vann kalda stríðið Þar fór fremstur í flokki Ahmad Shah Massoud. Andlit hans má finna málað á veggi, ekki aðeins í Panjshir-dal heldur í mörgum borgum lands- ins. Hann fékk viðurnefnið Ljónið frá Panjshir þegar hann leiddi andspyrnuna gegn sovéska hernum á níunda áratugnum. Sovétmenn lögðu margfaldlega til atlögu gegn honum með þús- undum hermanna, þyrlum og skriðdrekum og háðu við hann blóðuga bardaga, en tókst ekki að brjóta hann á bak aftur. Hefur hann verið kallaður Afganinn sem vann kalda stríðið. Það sama átti við á seinni hluta tíunda ára- tugarins þegar talíbanar lögðu Afganistan að mestu leyti undir sig. Íslömsku vígamennirnir náðu ekki að leggja Panjshir undir sig og eng- um tókst að gera þeim jafn mikla skráveifu á vígvellinum og sveitir Massouds. Myrtur tveimur dögum fyrir 11. september Á endanum náðu talíbanar þó til hans og not- uðu til þess bandamenn sína í hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda. Hinn 9. september 2001 leiddu talíbanar tvo araba, sem kváðust vera sjónvarpsfréttamenn, að mynni Panjshir- dals. Þeir komu frá Brussel og voru með vega- bréfsáritanir, sem þeir höfðu fengið frá leyni- þjónustu Pakistans, ISI, sem þá eins og nú studdi talíbana. Með mútum og blekkingum tókst mönnunum að útvega sér viðtal við Massoud. Spyrillinn stillti myndavélinni upp nálægt andliti Massouds og spurði fyrstu spurningarinnar. „Hver er staðan í Afganist- an?“ Hann beið ekki eftir svari heldur sprengdi sprengju, sem var falin inni í mynda- vélinni. Hann dó samstundis og Massoud hlaut banvæn sár. Samverkamaður tilræðismanns- ins stökk út um glugga, en náðist brátt og var drepinn. Massoud lést skömmu síðar um borð í þyrlu á leið með hann á sjúkrahús í Tadsjik- istan. Tveimur dögum síðar var tveimur flug- vélum flogið á tvíburaturnana í New York. Þessi atburðarás var rakin í blaðinu The Telegraph í vikunni og byggð á bók eftir Sandy Gall, sem nefnist „Afghan Napoleon“ og kemur út í september. Sonurinn heldur merkinu á lofti Enn er vígi andspyrnunnar gegn talíbönum í Panjshir-dal og nú leiðir hana sonur hins myrta foringja, Ahmad Massoud. Hann var að- eins tólf ára þegar tilræðið var framið gegn föður hans. Honum var ekki sagt frá láti föður síns fyrr en hann var leiddur að líki hans á bör- um í Kulab-flugstöðinni í Tadsjikistan þar sem það lá undir hvítu klæði. Heiminum birtust myndir af drengnum þar sem hann laut höfði við kistu Massouds. Ahmad segir nú að sér beri að fylgja köllun föður síns og bætir við að stríð sé óumflýjan- legt neiti talíbanar að ganga til viðræðna. „Við buðum Sovétmönnum birginn og við munum geta boðið talíbönum birginn,“ sagði hann við sjónvarpsstöð í Dúbaí eftir að talíb- anar höfðu gefið honum fjórar klukkustundir til að gefast upp. Ahmad er elstur af sex börnum Massouds og eini sonur hans. Eftir tilræðið var farið með hann til Írans þar sem hann var sendur í skóla. Hann dreymdi um að verða stjörnufræðingur og hafði mikið dálæti á Stephen Hawking. Þegar hann varð 18 ára var hann staðráðinn í að fara í háskóla á Vesturlöndum og læra stjarneðlisfræði, en sneri við blaðinu eftir að einn af gömlum vopnabræðrum föður hans heimsótti hann og spurði: „Heldur þú virkilega að þú finnir lausnina fyrir Afganistan í stjörn- unum og plánetunum?“ Síðar sagði hann í viðtali að hann hefði séð föður sinn fyrir sér liggjandi undir líkklæðinu og loforð sitt um að helga líf sitt að koma á friði í Afganistan hefði rifjast upp fyrir sér. Hann ákvað að fara í herskóla. Hann reyndi að komast inn í West Point í Bandaríkjunum, en fékk ekki inngöngu þótt litlu munaði. Fór hann þá í konunglega herskólann í Sandhurst á Bretlandi og segir sagan að hann hafi verið fyrirmyndarnemandi. Árið 2012 flutti hann til London og innritaði sig í herfræði í King’s College. BA-ritgerðin hans bar heitið „Talíbanar: skipulögð glæpa- samtök eða trúarleg þjóðernishreyfing?“ Hann tók MA-gráðu í alþjóðastjórnmálum við City, University of London 2016 og sneri þá aftur til Afganistans og hellti sér í stjórnmálin. Tók hann þátt í friðarumleitunum milli hinna ýmsu stríðandi fylkinga í umboði ríkisstjórna, sem voru við völd með stuðningi Vesturlanda. Hann segist vilja koma á stjórnarfari í Afgan- istan að hætti Svisslendinga þannig að stjórnir hvers héraðs fái mikil völd. Ahmad Massoud sneri aftur til Panjshir- dals 2019 og var þá farinn að vara við friðar- áætluninni og brottkvaðningu herafla, sem ta- líbanar voru að semja um við stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Doha í Katar. 5. september það ár byrjaði hann að safna liði undir heitinu Andspyrnufylking Afganistans. Lítið er vitað um liðstyrk hans og er talað um að hann hafi allt frá nokkur hundruð manns undir vopnum til nokkurra þúsunda. Biðlar til Vesturlanda Massoud hefur nú safnað skeggi og er farinn að líkjast föður sínum í útliti og klæðaburði. Fyrir rúmri viku birtist eftir hann aðsend grein í blaðinu Washington Post þar sem hann sagði að talíbanar myndu mæta harðri mót- spyrnu gerðu stríðsherrar þeirra árás. Þar sagði hann að hreyfing sín hefði vopn og birgð- ir af skotfærum, en án utanaðkomandi hjálpar myndi hann ekki geta staðist umsátur talíbana lengi. Í frétt frá AFP er viðbúnaðinum í dalnum lýst og segir að undirbúningurinn undir átök sé þeim kunnuglegur, sem muni hvernig Massoud eldri hrinti árásum Sovétmanna og talíbana á árum áður. Sett hafa verið upp vélbyssuhreiður, sprengjuvörpur og varð- stöðvar og fylltum sandpokum raðað í kring. Bardagamenn fara um í herklæðum á banda- rískum herjeppum og pallbílum með vél- byssum á pallinum. Margir bera herriffla, handsprengjur og talstöðvar og sumir stilla sér upp á bílum sínum með snævi þakta fjalls- tinda í bakgrunni. Á miðvikudag birtist við hann viðtal í blaðinu Paris Match sem franski heimspeking- urinn Bernard-Henri Levy tók. Þetta var fyrsta viðtalið við hann eftir að talíbanar náðu Kabúl, höfuðborg Afganistans, á sitt vald. „Ég myndi frekar deyja en að gefast upp,“ segir Massoud í viðtalinu. „Ég er sonur Ahm- ads Chahs Massouds. Uppgjöf er ekki í mínum orðaforða.“ Massoud sagði að þúsundir manna hefðu komið til liðs við andspyrnuhreyfingu sína í dalnum og biðlaði á ný til leiðtoga heims, Emmanuels Macrons Frakklansforseta þar á meðal, um stuðning og lýsti yfir beiskju yfir að hafa verið neitað um vopn skömmu áður en Kabúl féll. „Ég mun ekki geta gleymt sögulegum mis- tökum þeirra sem ég bað um vopn fyrir aðeins átta dögum í Kabúl,“ sagði hann í viðtalinu. „Þeir neituðu. Og þessi vopn – stórskota- byssur, þyrlur, bandarískir skriðdrekar – eru nú í höndum talíbana.“ Massoud bætti við að hann væri opinn fyrir því að ræða við talíbana og gerði grein fyrir því hvernig samkomulag við þá gæti litið út. „Við getum talað saman, í öllu stríði eiga sér stað viðræður og faðir minn talaði alltaf við óvini sína,“ sagði hann. „Ímyndum okkur að talíbanar samþykktu að virða réttindi kvenna, minnihlutahópa, lýðræði, grundvallaratriði opins samfélags. Hvers vegna ætti ekki að reyna að útskýra fyrir þeim að þessi grund- vallaratriði yrðu öllum Afgönum til hagsbóta, líka þeim?“ Uppgjöf ekki í mínum orðaforða Ahmad Massoud fetar í fót- spor föður síns og leiðir and- spyrnuna gegn talíbönum. AFP Í Panjshir-dal í Afganistan hafa andstæðingar talíbana hreiðr- að um sig og hyggjast bjóða þeim birginn. Fyrir þeim fer sonur og nafni Ahmads Massouds, sem á sínum tíma barðist gegn Sovétmönnum og talíbönum og hlaut viður- nefnið Ljónið frá Panjshir. Karl Blöndal kbl@mbl.is ’ Ég mun ekki geta gleymt sögulegum mistökum þeirra sem ég bað um vopn fyrir aðeins átta dögum í Kabúl,“ sagði hann í viðtalinu. „Þeir neituðu. Og þessi vopn – stórskotabyssur, þyrlur, bandarískir skriðdrekar – eru nú í höndum talíbana.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.