Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Síða 17
betur fer ekkert sérstaklega slæm, urðu 40 mann- eskjur á öllum aldri fyrir byssuskotum. Sjö þeirra létust og um 30 særðust og mun einhverjum þeirra síðasttöldu ekki vera hugað líf. Demókratar hafa lengi ráðið því sem þeir vilja í Síkakó. Þeir fullyrða að hvergi séu reglur um skot- vopn jafn harðar og afgerandi og þarna hjá þeim. Sárasjaldan eru sagðar fréttir af skothríð hjá þeim í Síkakó og það þótt fjöldi barna og ung- menna sé skotinn til bana á hverju ári. Árið 2020 voru 769 myrtir í Síkakó og 3.261 var særður eftir skothríð. Á 20 árum gætu slíkar tölur bent til að allt að eða vel í áttina að 15.380 manneskjum hafi verið myrtar í Síkakó og rúmlega 39 þúsund hafi særst í skothríð! Þar af eru að jafnaði 78% þeirra sem falla eða særast blökkumenn! Demókratar láta gjarnan sem þeir séu sérstakir vinir og verndarar blökkumanna. Á 20 ára tímabili féllu rúmlega 2.000 hermenn úr liði Nato í Afganistan. Ekki þarf að taka fram að þegar saman eru taldir talíbanar og liðsmenn stjórnarhersins í Kabúl fjölg- ar hratt í talnaverkinu í Afganistan, enda hefur þar staðið yfir „mannskæð styrjöld“ óháð því sem ger- ist í friðsamlegri borg á meginlandi Bandaríkjanna, þar sem reglur um skotvopnaeign eru harðari en annars staðar gerist, að sögn yfirvalda þar. Þessar óhugnanlegu tölur virðast sýna að Banda- ríkjamenn séu almennt mun óhultari í hinu stríðs- óða Afganistan en íbúar í Síkakó eru, svo ekki sé nú talað um blökkumenn þar alveg sérstaklega. Lamaðir fjölmiðlar En hvers vegna er svo illa og slaklega um þetta fjallað? Fréttahaukar eru sjaldnast samdóma um eitt né neitt vestra, en á því varð breyting. Þeir höfðu fyrir tveimur dögum eina rödd um það, að sá fyrri þeirra hefði verið Joe Bidens versti dagur frá því hann tók við embætti. Og er þá ekki talið með þegar forsetinn féll kylli- flatur, þrisvar sinnum, á leið inn í fínasta flug- farkost heims, eða að minnsta kosti þann frægasta þeirra. Meira en 75% af helstu fréttahaukum Bandaríkj- anna misstu að mestu af fréttum af því mikla og myndræna falli. Allir sem sáu fóru nærri um það þá að maðurinn var ekki í lagi. Og það er algjörlega óumdeilt að þetta sem gerð- ist í Kabúl var örugglega versti eða einn versti dagur í forsetatíð Bidens. En það er minna sagt um hver ber á því alla ábyrgð. Og ef það er svo, að fjölmiðlafjöldinn sem hefur síðasta eina og hálfa árið verið bæði blindur og heyrnarlaus gagnvart því hvernig augljóslega var komið eða að minnsta kosti langt komið fyrir Biden, telur nú að ekki verði lengur komist upp með pukrið og leyndina um að forsetinn sé ekki með „fulle fem“ þá mun ekki langur tími líða áður en nýr söguþráður tekur að sjást. Rétt að fylgjast með Það muna allir hvernig Cuomo ríkisstjóri var var- inn í bak og fyrir eins og að það yrði örugglega gert út í það óendanlega. En skyndilega var snúið við blaðinu. „Staðan er töpuð. Hann er vinur okk- ar,“ sagði Biden. „Mér þykir vænt um hann,“ sagði Biden. „Út með hann,“ sagði Biden og hefur ekki minnst á Cuomo síðan. Biden er næstur á undan Cuomo í stafrófinu. Nú er komið að honum. Upphaf söguþráðar mun auð- vitað ganga út á þetta venjulega, að það sé sam- særisrugl að eitthvað hafi verið að hjá Biden þar til nú á haustmánuðum. Og það var einmitt þá sem vönduðustu fréttahausar vestra tóku fyrstir að sjá að hugsanlega væri Joe Biden ekki jafn ofsalega sprækur og hann hefði verið algjörlega fram að því. Hefðu þessir fræknu fréttamenn ekki ákveðið að taka alls ekki eftir fallinu óþægilega á flugvél- artröppunum, þá hefðu þeir getað sagt núna sem svo, að einmitt það fall, sem enginn gat séð, var sjálft upphafið að því, að maður eins og Biden, sem hefði þar á undan hæglega getað tekið þátt í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikum og unnið, með nánast engri hjálp frá Kamala Harris, væri ekki al- veg samur og fyrr, eftir að hafa barist í hvirfilbyl upp flugtröppur, sem óvænt hafði verið stillt upp á víðavangi af hvítum óeirðarseggjum á vegum Trump. „Ég fékk fyrirmæli...“ Og það er fleira sem nú rekur á eftir. Joe Biden missti það út úr sér á sjaldgæfum blaðamannafundi eftir að hafa muldrað um hríð lítt skiljanlegt tal um eitthvað allt annað, að honum hafi „verið gefin fyrirmæli“ um að velja nöfn af lista sem honum var fenginn um þá blaðamenn sem mættu spyrja hann spurninga. Nýr búnaður á þeim „raritetum“ sem fundir Bidens með blaðamönnum eru nú orðnir, slekkur á míkrafónum þeirra og sýnir þá helst ekki í mynd svo gapandi undrun þeirra sjáist ekki (und- ir grímunni). Hróp þeirra og köll, sem brutust út um það „hverjir það væru sem gæfu forseta Bandaríkjanna fyrirmæli“ (fyrir utan talíbana) hvorki sáust né heyrðust, þótt sögur væru sagðar af þeim síðar. Nú er fullyrt að á spjöldum forsetans hafi staðið að hann ætti alls ekki að segja að hann hafi fengið slík fyrirmæli, en þau fyrirmæli hafi verið svo flók- in að eðlilegt hefði verið að hann hefði haldið að það væru einmitt fyrirmælin, sem þannig hefðu verið tvítekin. En allt eru þetta aukaatriði. Öllu skiptir við- urkenning þeirra, sem hvorki heyrðu, sáu eða skildu neitt, allt til þeirrar erfiðu stundar þegar „versti dagur Joe Bidens“ rann upp, að þeir geti ekki lengur logið að sjálfum sér, og þar með illa að öðrum. Þá er algjörlega ný staða runnin upp. Það, sem veldur því að „versti dagur Bidens“ rann upp, er þess eðlis, að þekktar líkur standa til þess að sá dagur sem kemur þar á eftir og svo allir hinir, eins lengi og almanakinu er flett, verði að meðaltali ein- um degi verri en sá sem á undan var. Þannig eru dagar taldir. Morgunblaðið/Eggert 29.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.