Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021
KNATTSPYRNA
E
ftir að hafa unnið stóra titla, Meist-
aradeildina og ensku úrvalsdeildina, tvö
ár í röð var róðurinn þyngri hjá Liver-
pool á liðinni leiktíð. Lykilmenn hrukku úr
skaftinu vegna meiðsla og óvenju mikið leikja-
álag gerði það að verkum að erfitt var fyrir lið-
ið að aðlagast. Eigi að síður vann það sér sæti í
Meistaradeildinni á lokasprettinum. Eftir að
hafa hlaðið rafhlöðurnar í sumar eru menn
bjartsýnir á nýhafið tímabil og áherslan verð-
ur hér eftir sem hingað til á hápressuna sem
Liverpool hefur gert að listgrein.
Pepijn Lijnders, aðstoðarmaður Jürgens
Klopps knattspyrnustjóra, leggur dag við nótt
til að betrumbæta líkanið og finna lausnir sem
hjálpa leikmönnum Liverpool að ná fullkomnu
valdi á smæstu atriðum. Í þessu viðtali horfir
hollenski þjálfarinn um öxl til síðustu ára en
einnig fram á veginn til tímabilsins sem var að
hefjast.
– Ef þú horfir til síðustu þriggja ára, hvern-
ig myndir þú segja að hópurinn hafi þróast?
„Frá mínum bæjardyrum séð hefur munað
mest um einbeittan vilja liðsins til að taka
framförum. Sameiginlegt markmið er að gera
hvern og einn leik að okkar besta þegar kemur
að hápressunni. Við höfum bætt leik okkar á
margan hátt undanfarin þrjú ár og liðið vaxið
heil ósköp. Stöðuvitund okkar hefur sem dæmi
batnað til muna.“
Urðum að hugsa í lausnum
– Hvernig meturðu síðasta tímabil þegar
meiðsli lykilmanna höfðu mikil áhrif á liðið?
„Eftir að hafa unnið úrvalsdeildina vissum
við að næsti vetur yrði frábrugðinn, meðal
annars vegna þess að heimsfaraldurinn var
enn í gangi og leikjaálagið óvenju mikið. Við
urðum að hugsa í lausnum en um leið búa til
stöðugleika í kringum leikmennina sem gátu
spilað. Allt snerist um að einbeita sér að hlut-
unum sem við höfum vald yfir sem hefur svo
sem gengið vel undanfarin ár. Við höfum ýtt
frá okkur öllu hinu sem við ráðum ekki við.
Árangur okkar á síðustu árum helgast ekki
síst af því hvernig við höfum brugðist við mót-
læti, eins og í undanúrslitunum frægu í Meist-
aradeildinni gegn Barcelona, þar sem við héld-
um okkur við leikplan okkar og hugmynda-
fræði. Við breyttum engu í okkar nálgun og
höfðum tröllatrú á þeim þáttum sem gera okk-
ur eins sterka og raun ber vitni. Það var okkar
leiðarvísir gegnum langt tímabil, þegar við
vorum líka án ákveðinna leikmanna. Áherslan
var sem fyrr á styrk liðsheildarinnar. Ég er
ekki í nokkrum vafa um að hópurinn í dag er
nógu öflugur til að halda áfram að finna lausnir
andspænis þeim áskorunum sem við okkur
blasa.“
– Á síðasta tímabili náðuð þið þriðja sætinu
með frábærum endaspretti, unnuð átta af sein-
ustu tíu leikjunum. Hversu magnaður árangur
var það?
„Það skipti öllu máli að komast í Meistara-
deildina fyrir liðið og félagið í heild. Við vorum
komnir í nær vonlausa stöðu en náðum að stilla
upp „nýju“ liði, sem kom sér upp því viðhorfi
að við værum þess umkomnir að fara inn í
hvern einasta leik eins og hann væri úrslita-
leikur og þegar upp var staðið höfðum við náð
settu marki. Í síðustu tíu leikjunum [þar sem
Liverpool fékk 26 stig af 30 mögulegum] náð-
um við að sýna okkar rétta andlit. Það var til-
komumikið, ekki síst í ljósi þess hvað gengið
hafði á um veturinn. Álagið var mikið og við
vorum hvíldinni fegnir í sumar, þar sem tíma-
bilin tvö á undan runnu í raun saman.“
– Hvernig gekk undirbúningstímabilið í
sumar?
„Margir leikmenn fengu kærkomna hvíld og
fyrir vikið snerist undirbúningstímabilið um að
fara aftur í grunnatriðin. Við slógum upp
æfingabúðum í Austurríki og Frakklandi og
náðum að búa okkur mjög vel undir nýja tíma-
bilið. Þetta var æfing, endurheimt, æfing …
Dag eftir dag. Þetta þétti raðirnar og efldi liðs-
andann.“
– Hversu mikilvægt er að endurheimta
nokkra leikmenn, svo sem Virgil van Dijk?
„Það hefur lyft okkur öllum. Það er meira en
að segja það þegar einn af fyrirliðum liðsins
heltist úr lestinni. Aftasta vörnin er kjarni liðs-
ins og auðvitað söknuðum við Virgils og Joes
Gomez. Þeir sýndu mikinn viljastyrk í endur-
hæfingunni – og eiga mikið hrós skilið en ekki
síður læknateymið okkar með Andreas
Schlumberger í broddi fylkingar en hann hafði
yfirumsjón með lokaáfanganum.“
– Hvernig leggst komandi tímabil í þig?
„Þetta er eins og endurræsing. Við getum
ekki beðið eftir að sýna hugmyndir okkar og
metnað á ný. Okkur finnst við vera ferskir og
endurkoma góðra leikmanna gefur okkur byr í
seglin og meiri karakter.“
Margir leikmenn tefla
– Þú talar um liðsandann. Eitt af því sem leik-
menn Liverpool gerðu mikið af á undirbún-
ingstímabilinu var að tefla. Hjálpar sá góði
leikur mönnum úti á vellinum?
„Við erum með marga vel gefna leikmenn í
liðinu; sjáðu bara hversu margir þeirra eru
fyrirliðar landsliða sinna. Skák hverfist um
stefnu, að hugsa fram í tímann og verja „miðj-
una“. Með því að tefla þjálfa menn hugann og
að sjá hluti fyrir. Margir af leikmönnum okkar
tefla innbyrðis eða við samskiptastjórann okk-
ar Matt McCann. Mo [Salah] og Trent [Alex-
ander-Arnold] hafa náð mjög góðu valdi á
skákinni. Ég velti því stundum fyrir mér hvort
það sé eitthvað sem þessir gaurar eru ekki
góðir í!“
– Liverpool flutti á nýtt æfingasvæði í fyrra.
Hvernig var að yfirgefa Melwood?
„Það ægði öllu saman á Melwood. Goðsögn-
um. Fjölskyldu. Sögunni. Ný lið urðu þar til,
ný kerfi fundin upp og ungum og efnilegum
leikmönnum breytt í goðsagnir. Þetta er sögu-
lega mjög áhrifamikill staður. Vel fór á því að
við flyttum frá Melwood eftir að hafa unnið
Meistaradeildina og úrvalsdeildina, með unga
leikmenn sem komið hafa gegnum unglinga-
starfið og lið sem býr að meiri ástríðu og metn-
aði en nokkurt annað.“
Allt snýst um einbeitingu
– Geturðu lýst því hvaða þýðingu það hafði fyr-
ir þig að vinna Meistaradeildina og ensku
deildina?
„Öll manns vinna snýst um augnablik af því
tagi. Maður leggur nótt við dag til að þróa liðið
og hugsar stöðugt um næsta leik. Meðan á
tímabilinu stendur snýst allt um einbeitingu og
nánast enginn tími til að slaka á, rétt klukku-
stund hér og þar, enda þarf að búa liðið eins
vel og hægt er undir næsta leik. Nota þarf
hverja einustu mínútu sem við erum á æfinga-
vellinum og ekkert jafnast á við að uppskera í
leikjum. Þegar ég hugsa út í skrefin sem liðið
hefur tekið á umliðnum árum, tæknilega og
taktískt, kemur bara eitt orð upp í hugann –
vá!“
– Hvers vegna hefur framherjatríóið Sadio
Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah
tekið svo miklum framförum meðan það hefur
leikið saman hjá Liverpool?
„Fyrsta boðorðið hjá öllum liðum er að ná
árangri. Þegar allir alvöru hæfileikar og sköp-
unarmáttur gera sér grein fyrir því að knatt-
spyrna er liðsíþrótt og þegar fremstu þrír leik-
mennirnir meðtaka að þeim ber að verjast
gegn fimm, jafnvel sex mönnum úr liði and-
stæðingsins, þá ertu kominn með lið sem aðrir
ættu að óttast. Samheldni er okkar ær og kýr.
Allir bera ábyrgð á öllu. Við viljum að leik-
menn okkar taki frumkvæði og noti innsæið,
eins og við viljum vera ófyrirsjáanlegir – og
ekki bara þegar við erum með knöttinn. Það á
ekki síst við um þessa fremstu þrjá. Það þýðir
að þeir verða að sjá hluti fyrir; sem gerir þeim
kleift að hafa aðeins meiri tíma til að velta fyrir
sér smáatriðum. Regla og flæði skiptir öllu
máli fyrir okkar leik enda skapar það frelsi.
Mikilvægasta karaktereinkenni allra stjarna
er að þær skilja að það er liðið sem gerir okkur
kleift að ná þessum hæðum.“
Manneskjan merkilegri
en leikmaðurinn
– Tökum Salah sem dæmi, hvers vegna fellur
hann svona vel að leikkerfi Liverpool?
„Þegar á ríður lætur hann sig ekki hverfa.
Hann er svo miklu meira en bara „framherji“
fyrir okkur. Leikstíll okkar örvar þessa þróun,
allt ber að sama brunni enda bera allir ábyrgð
á öllu. Á sama tíma er hann orðinn meiri leik-
stjórnandi en hann var. Hann er markaskorari
af Guðs náð, hugmyndaflug hans og innsæi við
þær aðstæður eru engu lík. Hvernig hann fer
að því að halda boltanum í erfiðustu aðstæðum
og finna leið út úr þeim og skora mark er það
sem skilgreinir hann sem leikmann. Margir
leikmenn geta þetta en mun færri gera það
svona jafnt og þétt; í reynd aðeins þeir bestu í
heiminum. Skýringin er sú að þetta snýst á
endanum allt um hugarfarið, að leggja sig allt-
af allan fram. Að mínu mati skiptir nærvera
hans hjá félaginu þó meira máli en mörkin sem
hann skorar. Hann er mjög sérstakur karakt-
er, sönn fyrirmynd og það gerir Mo að þeim
stórkostlega leikmanni sem hann er. Er hægt
að hugsa sér meira hól í þessu lífi?
Hann gefur sér alltaf góðan tíma til að und-
irbúa sig og hugsar vel um líkama sinn og
heilsu – maður horfir á hann vaxa sem at-
vinnumann. Metnaður hans er líka mikill, en
viðhorfið á æfingum ennþá betra. Það er stóra
leyndarmálið, myndi ég segja.
Hann er sjálfum sér samkvæmur, býr að
hugarró sem gerir honum lífið léttara og er
ávallt reiðubúinn að leiðbeina öðrum. Og mín
trú er sú að manneskjan sé margfalt mikilvæg-
ari en leikmaðurinn.“
Allir bera ábyrgð á öllu
Hjá Liverpool hverfist allt um
liðsheildina enda er það hún
sem vinnur titla en ekki ein-
stakir leikmenn, ef marka má
Pepijn Lijnders, aðstoðarþjálf-
ara liðsins, sem hér er í einka-
viðtali við Morgunblaðið.
Arthur Renard info@arthurrenard.nl
Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold,
Fabinho, Sadio Mané, Joël Matip og Rob-
erto Firmino fagna marki gegn Norwich
City í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.
AFP
Pepijn Lijnders faðmar Mohamed Salah að sér.
Hollenska þjálfaranum þykir mikið til Egyptans
koma, á ýmsa lund. Til dæmis skákhæfileikanna.
AFP