Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
etta hafa verið mjög
skemmtilegir fundir. Um-
ræðurnar sem skapast og
spurningarnar fela eitthvað
nýtt í sér á hverjum stað,“ segir Anton
Kári Halldórsson, oddviti Rangár-
þings eystra og formaður samstarfs-
nefndar um Sveitarfélagið Suðurland.
Samhliða kosningum til Alþingis
um aðra helgi verður kosið um sam-
einingu fimm sveitarfélaga á Suður-
landi. Sveitarfélögin sem um ræðir
eru Rangárþing eystra, Rangárþing
ytra, Skaftárhreppur, Mýrdals-
hreppur og Ásahreppur.
Unnið hefur verið að sameining-
unni um nokkurra missera skeið. Ef
íbúar samþykkja sameiningu verður
til víðfeðmasta sveitarfélag landsins,
15.659 ferkílómetrar eða um 16% af
heildarstærð landsins.
Síðustu vikuna hafa verið kynn-
ingarfundir í öllum sveitarfélögunum
fimm. Sá síðasti er í kvöld í Rangár-
þingi ytra. Anton Kári segir að til-
lagan um sameiningu hafi lengi vel lít-
ið verið í umræðunni en nú sé annað
uppi á teningnum. „Fólk er tilbúið að
ræða kosti og galla og ég er bjartsýnn
að við náum að kynna þetta vel og skil-
merkilega. Þá geta íbúar tekið sína
eigin upplýstu ákvörðun,“ segir hann
og bendir á að á fundi á Kirkjubæjar-
klaustri á mánudagskvöld hafi 70
manns tekið þátt, ýmist í sal eða í
gegnum fjarfundabúnað. Það sé ansi
gott hlutfall af þeim 370 sem eru á
kjörskrá þar.
Samstarfsnefndin hefur lagt sig
fram að kynna bæði kosti og galla við
sameininguna. Á fundinum í Vík í
Mýrdal í síðustu viku voru fulltrúar
sveitarfélaganna spurðir hvort þeir
myndu sjálfir kjósa með sameining-
unni eður ei. Athygli vakti að Einar
Freyr Elínarson, oddviti í Mýrdals-
hreppi, kvaðst ekki myndu kjósa með
sameiningunni. Anton Kári segir við
Morgunblaðið að þessi afstaða hafi
komið fulltrúum hinna sveitarfélag-
anna á óvart. „Sérstaklega þar sem
hann setti þessa vinnu af stað í upp-
hafi. En að sjálfsögðu hugsar hann
bara um hag síns sveitarfélags og
metur hvað kemur því best. Það er
enginn kali vegna þessarar ákvörð-
unar.“
Einar Freyr segir í samtali við
Morgunblaðið að allir hafi gengið
óbundnir til viðræðna um sameiningu.
Hann ítrekar að þó þetta sé nið-
urstaða hans sjálfs hafi vinnan við
verkefnið verið unnin af góðum hug.
Á fundinum í Vík sagði Einar að
umrædd yfirlýsing hans fæli ekki í sér
áskorun til annarra að hafna samein-
ingunni. Hann kveðst hins vegar sjálf-
ur meta stöðuna þannig að þau tæki-
færi sem séu til staðar til að halda
áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu
verði best nýtt með því að stjórnsýsl-
an verði áfram í Vík. „Í sameinuðu
sveitarfélagi væri ekki endilega
tryggt að nægileg áhersla væri lögð á
þau brýnu hagsmunamál sem þarf að
vinna að hér,“ sagði Einar og kvaðst
vísa til byggingar nýs hjúkrunarheim-
ilis og skipulags nýrra hverfa í Vík.
Hann bætti við að sá ávinningur sem
fengist með stærra sveitarfélagi væri
óljós. „Hættan er sú að í stóru sveitar-
félagi beri freistingin til þess að hag-
ræða menn ofurliði. Þrátt fyrir að
hagræðingin gæti haft í för með sér
mikla skerðingu á þjónustustigi á
ákveðnum stöðum, til dæmis í þjón-
ustu við eldri borgara.“
Líflegar umræður
íbúa um sameiningu
Morgunblaðið/Eggert
Reynisdrangar Ekki verður deilt um náttúrufegurðina á Suðurlandi.
Anton Kári
Halldórsson
Einar Freyr
Elínarson
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsmenn
fá í dag að
koma fleiri
saman en áður og
með heldur minni
hömlum en í gær.
Þetta er ánægju-
efni, en um leið er ástæða til
að benda á að hömlur í sótt-
varnaskyni eru hér enn tölu-
verðar og í samanburði við ná-
grannaríkin má jafnvel segja
að þær séu orðnar óhóflegar.
Hömlur heyra sögunni til í
sumum ríkjum og eru á útleið
í öðrum.
Hér má segja að þær séu
einnig á útleið og má skilja orð
heilbrigðisráðherra á þann
hátt, sem er jákvætt. Ekki
hefur þó fengist tímasetning
slíkrar afléttingar, sem er til
óþæginda og ætti að vera
óþarft. Hér líkt og annars
staðar ætti að vera hægt að
tímasetja aðgerðir, í það
minnsta að því gefnu að alvar-
leg veikindi fari ekki úr bönd-
um á ný. Sé talið að ekki sé
hægt að aflétta að öllu leyti,
þá er næstbesti kosturinn að
vita hvenær búast má við frek-
ari afléttingum og í hvaða
skrefum verði aflétt.
Varkárni er skiljanleg og
þegar minna var vitað um far-
aldurinn var hún sjálfsögð.
Þegar hann gaus upp á ný eft-
ir sumarið og þrátt fyrir mikl-
ar bólusetningar mátti búast
við að gripið yrði til aðgerða á
ný, þó að efast megi um að
þær hefðu þurft að vera jafn
umfangsmiklar og vara jafn
lengi og raun ber vitni. En nú
er svo komið að nánast allir
eru fullbólusettir
og sumir meira en
það. Og þá er ekki
aðeins verið að
tala um fullorðið
fólk heldur einnig
börn niður í tólf
ára aldur, sem er umdeilan-
legra en meðal fullorðinna, en
jafnvel í þeim hópi er bólu-
setningu ýmist lokið eða hún
hafin hjá nær sjö af hverjum
tíu einstaklingum. Hættan
sem við blasir vegna veir-
unnar er því allt önnur og
miklu minni en áður, eins og
sjá má af góðu ástandi á Land-
spítalanum. Aðgerðir hlýtur
að verða að skoða í því sam-
hengi.
Þess vegna er skiljanleg sú
gagnrýni sem fram kom hjá
dómsmálaráðherra á þá
ákvörðun heilbrigðisráðherra
í gær að ganga svo skammt
sem raun ber vitni í átt að af-
léttingu aðgerða. Dómsmála-
ráðherra sagðist hafa talað
fyrir „engri grímuskyldu,
auknu frelsi og eðlilegra lífi“.
Hún sagðist telja að staðan
kallaði ekki á íþyngjandi að-
gerðir heldur að fólki væri
treyst fyrir eigin sóttvörnum
og vísaði til reynslu lands-
manna eftir 19 mánaða glímu
við kórónuveiruna.
Sóttvarnaaðgerðir með til-
heyrandi skerðingu á frelsi
einstaklingsins mega aldrei
verða léttvæg ákvörðun. Þær
eru í eðli sínu neyðarráðstöfun
og krefjast sterkra röksemda
um mikla yfirvofandi hættu
fyrir almenning. Erfitt er að
koma auga á slíka hættu nú.
Hömlur vegna
smithættu mega
aldrei verða
léttvæg ákvörðun}
Stutt skref í rétta átt
Morgunblaðið
greindi frá
því í gær hvernig
launavísitala
helstu hópa laun-
þega hefði þróast
frá því að lífskjarasamning-
arnir svonefndu voru gerðir í
apríl 2019. Hafa verður í huga
að á þeim 29 mánuðum sem
liðnir eru frá þessum samn-
ingum hefur atvinnulífið glímt
við afleiðingar heimsfaraldurs
kórónuveiru í um 19 mánuði.
En þrátt fyrir þetta erfiða
tímabil í efnahagsmálum, eitt
það allra erfiðasta sem landið
hefur gengið í gegnum, hafa
laun hækkað stórkostlega.
Starfsmenn á almennum
markaði hafa hækkað um
13,3% á þessu tímabili, sem
þætti gríðarleg hækkun við
hvaða aðstæður sem er, jafn-
vel blússandi góðæri, og
starfsmenn hins opinbera hafa
hækkað enn meira, 18,4% hjá
ríkinu og 23,5%
hjá sveitar-
félögunum.
Þessar hækk-
anir eru aug-
ljóslega meiri en
nokkur launagreiðandi ræður
við, í það minnsta þeir sem
þurfa að starfa á almennum
markaði og geta ekki sótt sér
skatttekjur eftir þörfum. Enn-
fremur er augljóst að eftir
slíka hrinu hækkana á miðjum
krepputíma þurfa fyrirtækin í
landinu að fá andrými til að
vinna sig út úr erfiðleikunum
og byggja sig upp til að geta
svo haldið áfram að bæta kjör
almennings.
Þá bregður svo við að frá
forystu verkalýðsfélaga heyr-
ist rætt um að á næsta ári
verði fyrirtækin krafin um
„hagvaxtarauka“. Getur verið,
eftir eina dýpstu kreppu sög-
unnar, að slík krafa sé sett
fram í alvöru?
Hagvaxtarauka
krafist á
krepputímum}
Er mönnum alvara?
Þ
að er óumdeilt að Ísland er há-
skattaríki hvernig sem á það er lit-
ið og frekar tilefni til þess að lækka
álögur en að hækka þær. Skatt-
kerfið á Íslandi er þegar tekjujafn-
andi og ójöfnuður mælist einna minnstur hér á
landi. Það heyrist þó kunnuglegt stef úr her-
búðum vinstri manna í aðdraganda kosninga,
að lausnin við flestum vandamálum sé aukin
skattheimta. Sagan kennir okkur þó að háir
skattar beinast ekki bara að stórfyrirtækjum
og efnameiri einstaklingum, jafnvel þó þeir hafi
verið kynntir til leiks þannig, heldur bitna þeir í
flestum tilvikum á millistéttarfólki. Við þurfum
ekki að fara lengra aftur en til þeirrar ríkis-
stjórnar sem sat á árunum 2009-2013 til að sjá
dæmi um það þegar tekjuskattur hækkaði á
millitekjuhópa.
Í dægurþrasi stjórnmálanna er mjög auðvelt
að tala um hærri skatta á hina ríku og stórfyrirtæki og eðli
málsins samkvæmt tengja fæstir við það og sjá þar af leið-
andi ekki fyrir sér að greiða hærri skatta. Við ættum öll að
láta okkur umræðu um skatta varða, því það kemur flest-
um á óvart hversu háir þeir eru í raun og veru hér á landi.
Það má í raun segja að skatturinn fylgi okkur frá vöggu til
grafar. Fyrir utan tekjuskatt og útsvar af launum greiðum
við virðisaukaskatt af allri neyslu, fjármagnstekjuskatt af
öllum þeim vöxtum sem við kunnum að fá í gegnum tíðina
og aðra skatta sem stjórnmálamönnum hefur í gegnum
tíðina þótt sjálfsagt að leggja á.
Það felst engin dyggð í því að tala fyrir
hærri sköttum. Þeir stjórnmálamenn sem það
gera hafa það eina markmið að slá um sig og
gera góðverk á kostnað annarra. Vissulega
kunna einstaka loforð að hljóma vel í eyrum
þeirra sem sjá fram á að njóta góðs af þeim en
staðreyndin er samt sú að öll skattheimta hef-
ur áhrif og sjaldnast eru þau áhrif til þess fallin
að bæta líf okkar í stóra samhengi hlutanna.
Reynsla annarra landa af hárri skattheimtu á
einstaka hópa, fyrirtæki eða atvinnugreinar,
er sú að tekjuöflun hins opinbera er nær aldrei
í takt við þær væntingar sem boðaðar voru og
þeir hópar sem mögulega áttu að njóta góðs af
svo hárri skattheimtu verða fyrir vonbrigðum.
Það er einnig mikilvægt í þessari umræðu
að bera virðingu fyrir þeim verðmætum sem
fyrirtæki og einstaklingar skapa. Þau verð-
mæti eru ekki eign ríkisins og ríkið á enga
heimtingu á þeim, þó umræðan sé oftast með þeim hætti.
Sá einstaklingur sem leggur hart að sér í vinnu á að njóta
afraksturs af erfiði sínu. Ungt fólk sem er að stíga sín
fyrstu skref á vinnumarkaði ætti að skoða launaseðla sína
vel og meta svo hvort það sem eftir stendur sé góður mæli-
kvarði á þá vinnu sem það hefur innt af hendi – og velta
fyrir sér í framhaldinu hvort það vilji í raun og veru borga
meira til ríkisins.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri
Ásahrepps, segir í viðtali á
Facebook-síðu verkefnisins
Sveitarfélagsins Suðurland
að breytingar séu að verða í
tekjumynstri og rekstrar-
forsendum sveitarfélaga.
Hann rekur að Ásahreppur fái
ekki lengur framlög úr Jöfn-
unarsjóði en hreppurinn hef-
ur haft háar tekjur vegna
orkumannvirkja. Fólki hafi
fjölgað en tekjur staðið í
stað. Valtýr segir að það
komi að því að hækka þurfi
útsvar og fasteignagjöld í
sveitarfélaginu.
„Því kostnaður við mála-
flokkana, hann hefur ekki
lækkað heldur hækkað. Þegar
meðaltekjur per íbúa lækka
líka þá segir það sig sjálft að
endar ná ekki saman. Það er
því mín sýn að innan eins
tveggja ára þurfi að breyta
ákvörðunum um skatta-
hlutföll, segir Valtýr. „Í mín-
um huga er alveg ljóst að það
er ekki hægt að halda áfram
að óbreyttu,“ segir hann.
Endar ná
ekki saman
VANDRÆÐI Í ÁSAHREPPI