Morgunblaðið - 28.09.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Það var kalt á Norðurlandi í gær og bar á snjó
víða, sérstaklega til fjalla. Var þó bjart og mátti
sjá fjölda erlendra ferðamanna sem lögðu leið
sína um Námaskarð, Goðafoss og Ljósavatn eins
og sést á myndum fréttaritara Morgunblaðsins á
Norðurlandi.
Ekki verður jafn fagurt um að litast á morgun
en þá dregur rækilega fyrir á landinu öllu og
veðurviðvörun gefin út fyrir Vestfirði.
Fagurt og bjart á Norðurlandi
Morgunblaðið/Þorgeir
Skoðuðu Námaskarð í kaldri blíðu
Stjórnarflokkarnir hafa rúman
tíma til þess að ná saman, enda er
ríkisstjórnin enn að störfum og það
breytist ekkert nema forsætisráð-
herra biðjist lausnar.
Framsókn vill meira
Framsóknarmenn líta svo á að
flokknum beri fleiri og veigameiri
ráðuneyti en nú í ljósi aukins kjör-
fylgis og fleiri þingmanna. Þeir
nefna sumir að Sigurður Ingi Jó-
hannsson formaður flokksins eigi að
sækjast eftir forsætisráðuneytinu,
en hann er sjálfur sagður fallast á að
Katrín Jakobsdóttir verði áfram for-
sætisráðherra. Það þýði hins vegar
að honum beri annað ráðuneyti og er
hann sagður renna hýru auga til
fjármálaráðuneytisins.
Sjálfstæðismenn, sem eru með
helming meirihluta á Alþingi, vilja
ógjarnan bera kostnaðinn af þeim
hrossakaupum, en sagt er að Bjarni
Benediktsson telji í sjálfu sér ekki
frágangssök að láta fjármálaráðu-
neytið af hendi. Það muni hins vegar
þýða að fleiri ráðuneyti þurfi að
koma í hlut flokksins.
Þar kann lausnin að felast í upp-
stokkun Stjórnarráðsins, flutningi
verkefna og fjölgun ráðuneyta, líkt
og fært var í tal í aðdraganda kosn-
inga. Nýtt innviðaráðuneyti, sem er
framsóknarmönnum mikið hjartans
mál, kann að skipta þar máli, en óvíst
að Vinstri grænum sé ljúft að láta
skipulagsmálin þangað.
Að öllu þessu frátöldu eru svo ým-
is óleyst ágreiningsefni flokkanna,
sem þarf að ræða fyrr en síðar og
ganga frá í stjórnarsáttmála.
Stjórnin gefur sér út vikuna
- Stjórnarflokkarnir ræða grundvöll endurnýjaðs samstarfs - Framsókn vill feitari bita í ríkisstjórn
- Gengið út frá Katrínu sem forsætisráðherra - Uppstokkun í Stjórnarráði og ný ráðuneyti ekki ólíkleg
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði ásamt hinum
leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna á skrifstofu sinni í gær.
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðræður um endurnýjað ríkis-
stjórnarsamstarf hófust með stjórn-
arflokkunum í gær, en sagt er að for-
ystumenn þeirra vilji gefa sér út
vikuna til þess að komast að því
hvort flokkarnir eru á eitt sáttir um
meginlínur þess, verkaskiptingu.
Takist það muni þeir svo gefa sér
þann tíma sem þarf til þess að semja
um stjórnarsáttmála, líkt og gert var
í upphafi liðins kjörtímabils.
Að sögn heimildarmanna Morgun-
blaðsins, sem þekkja vel til, gengu
samtöl forystumannanna vel fyrir
sig, en þar var farið yfir úrslit kosn-
inganna og þýðingu þeirra.
Slæm veðurspá er fyrir norðvest-
anvert landið í dag með stórhríð á
fjallvegum og stormi, jafnvel ofsa-
veðri. Veðrið átti að byrja norðan-
lands í nótt en verða verst á Vest-
fjörðum um miðjan dag í dag, að
sögn Vegagerðarinnar.
Veðurstofan gaf í gær út
appelsínugular viðvaranir vegna
veðurs við Breiðafjörð, á Vest-
fjörðum, Ströndum og Norðurlandi
vestra í dag. Auk þess var gul við-
vörun á Norðurlandi eystra og Aust-
urlandi að Glettingi. Spáð var norð-
vestan stórhríð á Vestfjörðum milli
klukkan 10 og 20 í dag. Þá á að verða
norðvestan 18-25 m/s og talsverð
snjókoma með skafrenningi og lé-
legu skyggni. Hætta verður á fokt-
jóni og ekkert ferðaveður, að sögn
Veðurstofunnar. Sama veðri er spáð
kl. 11-18 á Ströndum og Norðurlandi
vestra og klukkan 15-23 við Breiða-
fjörð nema þar verður éljagangur
með skafrenningi og lélegu skyggni.
Vegagerðin vakti einnig athygli á
þessari slæmu veðurspá og sagði
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur í færslu á Facebook að hegðun
lægðarinnar sem þessu ylli væri
óvenjuleg í flestu tilliti.
Óveðrinu veldur lægð sem mynd-
ast norður af Skotlandi og fer til
norðvesturs. Um leið dýpkar hún
mjög og veldur óvenjulegu veðri í
alla staði. Gangi veðurspár eftir
megi búast við allt að því aftakaveðri
á Vestfjörðum, Ströndum og vest-
antil á Norðurlandi um miðjan dag-
inn með nokkuð óvenjulegri NV- og
V-átt, mikilli krapahríð í byggð og að
umtalsvert muni snjóa á fjallvegum.
„Annars er talsverð óvissa með
vindinn og vindátt á endanum, einn-
ig hitann. Ekki síst hve óvenjulegt
veður þetta þykir,“ skrifaði Einar
Sveinbjörnsson. gudni@mbl.is
Spá jafnvel ofsaveðri í dag
- Norðvestanvert
landið, Vestfirðir
og Breiðafjörður
Kort/vedur.is
Slæm spá Spáð er óveðri, jafnvel
ofsaveðri, fyrir norðan og vestan.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála (ÚUA) hefur fellt úr gildi
ákvörðun Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur frá
11. mars 2021 um
að gefa út starfs-
leyfi fyrir starf-
semi Skotfélags
Reykjavíkur (SR)
í Álfsnesi.
Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur
tilkynnti SR í
gær að félaginu
beri því að stöðva
starfsemi á skot-
velli félagsins í Álfsnesi þegar í stað.
SR segir á heimasíðu sinni: „Skot-
æfingasvæði er því ekki lengur til
staðar í höfuðborginni og skot-
íþróttafólki beint í önnur sveit-
arfélög!“
Á svæði SR í Álfsnesi eru sér-
hannaðir æfinga- og keppnisvellir
fyrir riffilskotfimi og haglabyssu-
skotfimi. Þar hefur einnig verið
verkleg þjálfun Umhverfisstofnunar
fyrir umsækjendur um skotvopna-
leyfi. gudni@mbl.is
Skotæf-
ingasvæði
SR lokað
Álfsnes Bannað að
nota skotvellina.
- Skotmönnum út-
hýst í höfuðborginni