Morgunblaðið - 28.09.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Lægð Ferðamennirnir voru þungir á svip í lægðinni í Reykjavík. Spurning hvort það var veðrið eða fréttir af endurtalningu sem gerði útslagið.
Unnur Karen
Niðurstaða kosn-
inganna er að þjóðin
vill stöðugleika.
Prófkjör sjálfstæð-
ismanna í Krag-
anum sl. vor fól einn-
ig í sér skilaboð um
stöðugleika, þar sem
fjórir sitjandi þing-
menn voru valdir til
áframhaldandi setu í
þeim sætum, en ég
kjörinn í 5. sætið.
Mikill stuðningur við
minn málflutning
dugði ekki til að
fleyta mér inn á Al-
þingi. Persóna mín
skiptir þó engu máli
hér. Í stóra sam-
henginu skiptir öllu
að þingmenn ræði af heilindum um áhrifaleysi Ís-
lands innan EES, um skæðadrífu erlendra laga-
reglna sem Alþingi hvorki breytir né afnemur að
eigin frumkvæði, um skort á lýðræðislegu að-
haldi o.fl. Til eru þeir, jafnvel í hópi lögfræðinga,
sem ekki vilja að athygli sé beint að þeirri stað-
reynd að lög Íslendinga eru nú að stórum hluta
samin af fulltrúum annarra þjóða og gefin út í
nafni yfirþjóðlegra stofnana. Framangreint rétt-
arástand er ósjálfbært, ótryggt, ögrun við lýð-
ræðið og opnar möguleika á misbeitingu valds.
Um þetta er skylt að ræða. Skilyrðislaust bann
verður ekki lagt við því að embættismenn taki
þátt í slíkri umræðu, enda hljóta þeir að mega
vera trúir samvisku sinni og sannfæringu. Hér
sem annars staðar ber að árétta að ásýndin má
ekki bera inntakið ofurliði og að kerfið er ekki
mikilvægara en fólkið sem það á að þjóna.
Ég bauð fram krafta mína til að leiða upplýsta
umræðu um þessi mál á Alþingi og til að vara við
því að við framseljum valdið úr landi, enda sýnir
sagan að slíkt getur haft neikvæð áhrif á hagsæld
Íslands til lengri tíma. Vonandi taka nýkjörnir
þingmenn þetta hlutverk að sér. Þar má einna
helst binda vonir við þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins, enda var sá flokkur stofnaður m.a. í
þeim tilgangi að stuðla að sjálfstæði þjóðarinnar.
Brýnt er þó að aðrir víkist ekki undan ábyrgð í
þessum efnum. Að því sögðu óska ég öllum þing-
mönnum góðs gengis, landi og þjóð til heilla.
Eftir Arnar
Þór Jónsson
»Undirstöður
lýðveldisins
verða að vera
traustar til að
stöðugleiki
haldist.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er lýðræðis- og lýðveldissinni.
Að kosning-
um loknum
Í upphafi alþjóðlegs áratugar um endur-
heimt vistkerfa er það undarleg þversögn að
drög að landsáætlun í skógrækt, sem enn er á
vinnslustigi, skuli boða stórfellda röskun á vist-
kerfum Íslands. Drögin einkennast af áherslu á
ræktun framandi tegunda, meðal annars stafa-
furu, sem víða um heim er ágeng. Svo ágeng er
hún að notkun hennar á Nýja-Sjálandi hefur
verið takmörkuð og sums staðar bönnuð vegna
áhrifanna á einstæða náttúru.
Hernaðurinn heldur áfram
Fyrir rúmum 50 árum ritaði Halldór Laxness
greinina Hernaðurinn gegn landinu þar sem
hann deildi hart á meðferð Íslendinga á landinu
sínu, ofbeitina og hvernig menn væru „verðlaun-
aðir af hinu opinbera fyrir að ræsa fram mýrar“.
Ef sú ríkisstyrkta umbreyting náttúru landsins
sem nú stendur til að efla verður að veruleika er
hætt við að skógræktaráætlunin í núverandi
mynd eigi eftir að fá hliðstæð eftirmæli.
Vistkerfi Íslands eru bæði ung og viðkvæm.
Þess vegna þarf að fara varlega í gróðursetn-
ingu nýrra tegunda sem geta haft keðjuverk-
andi áhrif langt út fyrir þau svæði þar sem
plantað er fyrst. Reynslan í mörgum löndum
hefur sýnt fram á getu ágengra trjátegunda til
að yfirtaka svæði, flæma burt þær tegundir
sem fyrir eru, ryðja í burtu mikilvægum vist-
gerðum og breyta landslagsheildum.
Til lengri tíma litið er sú stórfellda aukning á
gróðursetningu slíkra tegunda sem drögin
boða eitt stærsta náttúruverndarmál okkar
tíma. Óvissuþættirnir eru óviðunandi og varða
mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar eins og varð-
veislu náttúrunnar, aðdráttarafl landsins fyrir
ferðamenn og möguleika til matvælafram-
leiðslu í framtíðinni.
Ágengar trjátegundir og
forsendur landsáætlunar
Í forskrift stjórnvalda fyrir gerð landsáætl-
unar í skógrækt er lögð áhersla á að „gera
grein fyrir skógrækt í samhengi líffræðilegrar
fjölbreytni“ og að gerð verði grein fyrir „for-
sendum fyrir vali á landi til skógræktar með
tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og
landslags“. Jafnframt er nefnt að fjalla skuli
um „notkun tegunda í skógrækt og tryggja að
ekki verði notaðar ágengar framandi teg-
undir“. Meirihluti verkefnisstjórnar fer þá ein-
földu leið fram hjá slíkum takmörkunum að
vísa til þess að þær innfluttu tegundir sem hér
eru notaðar hafi ekki verið skráðar á lista
stjórnvalda yfir ágengar tegundir og séu þar
með ekki ágengar.
Sá veruleiki blasir hins vegar við, þegar
horft er opnum augum á þróun náttúru lands-
ins, að stafafura, sitkagreni og fleiri tegundir
eru farnar að sá sér af miklu afli út frá skóg-
arreitum.
Stafafuran
Hin norðurameríska stafafura er nú er talin
ágeng í mörgum löndum og hefur jafnvel verið
verið lýst sem ágengustu trjátegund jarðar. Eitt
gleggsta dæmið um ágengni stafafuru hér á
landi er við Staðarfjall í Suðursveit. Gróðursetn-
ing hennar hófst þar vorið 1959 en fyrst var tek-
ið eftir sjálfsánum plöntum þar 1985. Árið 2012
var útbreiðsla stafafurunnar um 20 hektarar og
núna sumarið 2021 vex stafafuran á meira en
100 hekturum lands. Tegundin er þar í veld-
isvexti og sáir sér upp í fjallshlíðarnar og niður á
áraurana. Finna má köngulberandi plöntur
mörg hundruð metra frá elstu plöntunum og út-
breiðsluhraðinn á því aðeins eftir að aukast.
Álíka sjálfsáningu stafafuru er víða að finna
á Íslandi sem sýnir sig í því að gróðursettir
reitir þéttast og stækka. Sjálfsáin stafafura
hefur fundist níu kílómetra frá næstu stafa-
furutrjám og erlendis eru dæmi um stafa-
furutré í 55 kílómetra fjarlægð frá næsta
þekkta furulundi.
Hyldjúp gjá
Megindriffjöður þessara áforma er sú þrá
meirihluta verkefnisstjórnar að skógrækt
verði gerð að lykilatriði í loftslagsmálum og
sett eru fram miklu stórtækari markmið en
stjórnvöld hafa ætlað þessum geira hingað til.
Áherslan sem lögð er á aukningu birkiskóga er
vissulega af hinu góða. Hins vegar kemur fram
að auk þess miði forsendur landsáætlunarinnar
við að gróðursetja sitkagreni og stafafuru í
20.000 hektara vel gróins þurrlendis, rússa-
lerki í 5.000 ha. rýrlendis og alaskaösp í 5.000
ha. frjósams lands, eða um 30.000 hektara í allt,
sem samsvarar stærð allra uppistöðulóna
vegna vatnsaflsvirkjana frá upphafi. Við hljót-
um að sjá að það standa til boða aðrar lausnir
vegna loftslagsmála en svo róttæk end-
ursköpun vistkerfa.
Það fór hljótt þegar drög að þessari áætlun
voru auglýst til umsagna á heimasíðu Skóg-
ræktarinnar. Samt sendu alls 45 aðilar um-
sagnir og þar af gerði 21 umsagnaraðili alvar-
legar, rökstuddar athugasemdir við þá
umfangsmiklu endursköpun á náttúru Íslands
sem boðuð er. Þar við bætist sérálit minnihluta
verkefnisstjórnar, sem við styðjum heilshugar.
Í heild opinbera umsagnirnar hyldjúpa gjá
milli Skógræktarinnar og þeirra sem vilja
vernda sérkenni náttúru Íslands. Hvernig vilj-
um við sem þjóð að landið okkar líti út í fram-
tíðinni?
Eru vistkerfi landsins og lífríki fánýtt drasl
sem þarf að umbreyta með nýjum tegundum,
eða eitthvað sem ber að vernda, virða og end-
urheimta?
Eftir Svein Runólfsson,
Andrés Arnalds » Í upphafi alþjóðlegs áratug-
ar um endurheimt vist-
kerfa er óásættanlegt að lands-
áætlun í skógrækt skuli boða
stórfellda röskun á vistkerfum
Íslands.
Andrés Arnalds
Höfundar eru áhugamenn um náttúruvernd.
sveinnrun@gmail.com;
andres.arnalds@gmail.com.
Er ekki löngu tímabært að stöðva
gróðursetningu stafafuru hér á landi?
Sveinn Runólfsson